Arnar eftir súrt tap í Póllandi: „Við sýndum mikið hjarta og mikið hugrekki“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. ágúst 2022 23:16 Arnar leyfði sér að fagna markinu sem tryggði Víkingum framlengingu. EPA-EFE/Jakub Kaczmarczyk „Augljóslega markið sem við skoruðum á síðustu sekúndu leiksins. Það var mjög eftirminnilegt, við sýndum mikið hjarta og mikið hugrekki,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, aðspurður hvað hefði verið eftirminnilegast við leik kvöldsins þar sem Víkingur féll úr leik í undankeppni Sambandsdeildar Evrópu. Fyrir leik kvöldsins voru Íslands- og bikarmeistararnir með 1-0 forystu þökk sé glæsilegu marki Ara Sigurpálssonar í Víkinni fyrir viku síðan. Sú forysta var horfin í hálfleik og virtist sem Poznan væri að fara áfram allt þangað til Danijel Djuric jafnaði metin í einvíginu í 2-2 með síðustu spyrnu leiksins. Ef útivallarmarkareglan væri enn í gildi hefðu Víkingar farið áfram en því miður er hún það ekki og því þurfti að framlengja Fór það svo að heimamenn skoruðu tvívegis í framlengingunni þar sem Júlíus Magnússon fékk ósanngjarnt annað gult spjald og þar með rautt. Um leikinn hafði Arnar þetta að segja: „Við byrjuðum mjög vel, fengum tvo góð færi á fyrsta stundarfjórðungnum. Eftir það bökkuðum við og spiluðum þéttan varnarleik, vorum samt alltaf hættulegir í skyndisóknum. Við gerðum tvö slæm mistök í mörkunum tveimur og eftir það var þetta erfitt, sérstaklega þegar líða fór á síðari hálfleik.“ „Við gáfum mörg færi á okkur enda skiptir ekki máli hvort þú tapir 3-0 eða 5-0 í svona leik. Lech voru virkilega óheppnir að skora ekki fleiri mörk. Við sýndum hjarta og hugrekki til að halda okkur í leiknum og ég er mjög stoltur af strákunum mínum.“ Arnar einbeittur fyrir leik.EPA-EFE/Jakub Kaczmarczyk Arnar var einnig spurður hvort eitthvað hefði komið sér á óvart varðandi frammistöðu heimamanna. „Þeir voru augljóslega mjög spenntir, þeir pressuðu hátt og vildu skora snemma. Mér leið eins og ef við myndum lifa af fyrstu 15-20 mínúturnar þá yrði allt í lagi hjá okkur. Þeir eru með mjög gott lið, ég veit að þeir hafa ekki verið að spila vel í deildinni en þeir eru með betri leikmenn en við, það er augljóst. Þeir eru tæknilega betri, þar sem við þurfum þrjár snertingar þá þurfa þeir tvær snertingar. Þegar við þurfum tvær á þurfa þeir eina, Allt er aðeins betra.“ „Strúktúrinn okkar, út frá taktísku sjónarmiði, var mjög góður – í báðum leikjunum að mínu mati. Nú fer maður að hugsa um „hvað ef“ og allar þær spurningar. Fyrir mér hefðum við ef til vill átt að skora meira í Reykjavík og koma hingað með meira en 1-0 forystu. Við vorum að spila á móti mjög góðu liði og ég hrósa þeim því mér fannst betra liðið fara áfram en ég er mjög stoltur af liðinu mínu,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, að endingu. Viðtali í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan. Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Sjá meira
Fyrir leik kvöldsins voru Íslands- og bikarmeistararnir með 1-0 forystu þökk sé glæsilegu marki Ara Sigurpálssonar í Víkinni fyrir viku síðan. Sú forysta var horfin í hálfleik og virtist sem Poznan væri að fara áfram allt þangað til Danijel Djuric jafnaði metin í einvíginu í 2-2 með síðustu spyrnu leiksins. Ef útivallarmarkareglan væri enn í gildi hefðu Víkingar farið áfram en því miður er hún það ekki og því þurfti að framlengja Fór það svo að heimamenn skoruðu tvívegis í framlengingunni þar sem Júlíus Magnússon fékk ósanngjarnt annað gult spjald og þar með rautt. Um leikinn hafði Arnar þetta að segja: „Við byrjuðum mjög vel, fengum tvo góð færi á fyrsta stundarfjórðungnum. Eftir það bökkuðum við og spiluðum þéttan varnarleik, vorum samt alltaf hættulegir í skyndisóknum. Við gerðum tvö slæm mistök í mörkunum tveimur og eftir það var þetta erfitt, sérstaklega þegar líða fór á síðari hálfleik.“ „Við gáfum mörg færi á okkur enda skiptir ekki máli hvort þú tapir 3-0 eða 5-0 í svona leik. Lech voru virkilega óheppnir að skora ekki fleiri mörk. Við sýndum hjarta og hugrekki til að halda okkur í leiknum og ég er mjög stoltur af strákunum mínum.“ Arnar einbeittur fyrir leik.EPA-EFE/Jakub Kaczmarczyk Arnar var einnig spurður hvort eitthvað hefði komið sér á óvart varðandi frammistöðu heimamanna. „Þeir voru augljóslega mjög spenntir, þeir pressuðu hátt og vildu skora snemma. Mér leið eins og ef við myndum lifa af fyrstu 15-20 mínúturnar þá yrði allt í lagi hjá okkur. Þeir eru með mjög gott lið, ég veit að þeir hafa ekki verið að spila vel í deildinni en þeir eru með betri leikmenn en við, það er augljóst. Þeir eru tæknilega betri, þar sem við þurfum þrjár snertingar þá þurfa þeir tvær snertingar. Þegar við þurfum tvær á þurfa þeir eina, Allt er aðeins betra.“ „Strúktúrinn okkar, út frá taktísku sjónarmiði, var mjög góður – í báðum leikjunum að mínu mati. Nú fer maður að hugsa um „hvað ef“ og allar þær spurningar. Fyrir mér hefðum við ef til vill átt að skora meira í Reykjavík og koma hingað með meira en 1-0 forystu. Við vorum að spila á móti mjög góðu liði og ég hrósa þeim því mér fannst betra liðið fara áfram en ég er mjög stoltur af liðinu mínu,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, að endingu. Viðtali í heild sinni má sjá í spilaranum hér að neðan.
Fótbolti Sambandsdeild Evrópu Víkingur Reykjavík Mest lesið Kristinn Gunnar sigurvegari Bakgarðshlaupsins í Öskjuhlíð 2025 Sport Mari uppgefin: „Ældi átta sinnum á brautinni“ Sport Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Fótbolti Sjáðu Kristin Gunnar koma í mark: „Geðveikt skrítin tilfinning“ Sport Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu Körfubolti „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Körfubolti Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Íslenski boltinn Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Fótbolti Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leiður að heyra púað á vin sinn: „Getur ekki sagt fólki hvernig því á að líða“ Mikael Egill spilaði allan leikinn þegar Venezia komst upp úr fallsæti Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Ancelotti tekur við Brasilíu Fjölskylda Glódísar sá hana taka við meistaraskildinum Neyddust til þess að sofa á æfingasvæðinu Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Beckham reiður: Sýnið smá virðingu Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Sveindís Jane slapp við síðasta sætið á íslenska listanum Halla forseti, Sveppi og Gummi Ben í nýju tónlistarmyndbandi fyrir EM Eigandi Nott. Forest reifst við Nuno þjálfara inn á vellinum Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Pirruð Man City stjarna: „Þeir reyndu ekki einu sinni að vinna“ Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin Hilmir Rafn innsiglaði sigurinn hjá toppliðinu Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Sjá meira
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Íslenski boltinn