Lífið

Fréttamynd

Nýtt ólátapar í fæðingu

Líkur sækir líkan heim, segir máltækið, og það virðist eiga við söngkonuna Rihönnu og írska leikarann Colin Farrell, sem samkvæmt The Sun eru farin að stinga saman nefjum.

Lífið
Fréttamynd

Sex bönd berjast

Hljómsveitakeppnin Wacken Metal Battle verður haldin á Sódómu Reykjavík laugardaginn 5. mars. Sex hljómsveitir berjast þar um laust sæti í alþjóðlegri lokakeppni sem verður haldin á tónlistarhátíðinni Wacken Open Air í Þýskalandi.

Lífið
Fréttamynd

Sigmar hættur sem Eurovision-þulur

„Ástæðurnar fyrir þessari ákvörðun minni nú eru tvær; annars vegar hef ég nóg á minni könnu og hins vegar fannst mér kominn tími til að hleypa öðrum að,“ segir Sigmar Guðmundsson, sem hefur ákveðið að segja skilið við Eurovision eftir að hafa lýst þessari vinsælu söngvakeppni í fimm ár í Sjónvarpinu.

Lífið
Fréttamynd

Skrítinn kór af Skólavörðustíg til Hollywood

"Atli bróðir fann sérkennileg hljóðfæri úti um allt Skotland fyrir þessa mynd og skrítinn kór á Skólavörðustígnum,“ segir Karl Örvarsson tónlistarmaður. Söngur Karlakórsins Alþýðu hljómar í Hollywood-kvikmyndinni The Eagle en tónskáldið Atli Örvarsson, sem hefur verið búsettur í Bandaríkjunum, semur einmitt tónlistina við hana. Meðal þeirra sem skipa kórinn Alþýðu auk Kalla Örvars eru veitingamennirnir Kormákur Geirharðsson og Skjöldur Sigurjónsson, að ógleymdum Karli Th. Birgissyni, nýráðnum ritstjóra Eyjunnar.

Lífið
Fréttamynd

Vill banna fóstureyðingar

Justin Bieber hefur hneykslað marga í Ameríku með yfirlýsingum sínum um fóstureyðingar og ameríska heilbrigðiskerfið. Íslenskir aðdáendur hans flykkjast í bíó um helgina.

Lífið
Fréttamynd

Afslappaðir Eurovision-farar

"Ég hélt í fyrstu að þetta yrði afslappað, bara fjögurra daga ferð til Düsseldorf, en nei; þetta eru tvær vikur og nánast hver einasti dagur þéttbókaður,“ segir Hreimur Örn Heimisson, einn sexmenninganna sem flytja Eurovision-lagið í ár, Aftur heim.

Lífið
Fréttamynd

Heiðar Austmann í gjörningi Ragga Kjartans

"Þarna mætast vissulega andstæðir heimar en það er á margan hátt tímabært. Að fólk deili með sér í stað þess að deila," segir Ragnar Ísleifur Bragason, einn aðstandenda Leikhúss listamanna.

Lífið
Fréttamynd

Konunglegur niðurskurður

Stóra málið í Bretlandi er án nokkurs vafa að 1.900 manns fengu um helgina boðskort í brúðkaup þessa áratugar, hjá þeim Kate Middleton og Vilhjálmi Bretaprins.

Lífið
Fréttamynd

Ætla ekki að hætta að spila lög Jóhanns

"Þetta er bara í sínum farvegi, það er verið að ræða við alla aðila og reyna að greiða úr þessari flækju á vettvangi STEFs þar sem það á heima,“ segir Pálmi Guðmundsson, framkvæmdastjóri dagskrársviðs 365 miðla.

Lífið
Fréttamynd

Sveppi fagnar Dressmann

"Þetta er alveg æðislegt því nú get ég bara farið í Dressmann og keypt mér bol,“ segir Sverrir Þór Sverrisson, sjónvarpsstjarna með meiru. Sverrir er mikill Rolling Stones maður en ekkert síður Stones-bolamaður og gengur helst ekki í neinu öðru.

Lífið
Fréttamynd

Inception er mynd ársins

Inception er besta kvikmynd ársins að mati álitsgjafa Fréttablaðsins. Hún var einnig næst­aðsóknarmesta myndin á eftir stórvirkinu Avatar.

Lífið
Fréttamynd

Klovn bönnuð innan fjórtán ára

„Við sáum myndina og ákváðum í kjölfarið að það væri við hæfi að banna Klovn: The Movie innan fjórtán ára," segir Þorvaldur Árnason hjá Sambíóunum sem dreifa dönsku gamanmyndinni. Hún verður frumsýnd 1. janúar næstkomandi og gerir Þorvaldur sér hóflegar vonir um að þeir Casper Christensen og Frank Hvam geti heimsótt Ísland af því tilefni.

Lífið
Fréttamynd

Laddi í Áramótaskaupinu í 37. sinn

„Ég held að ég hafi í mesta lagi misst út þrjú eða fjögur Skaup frá 1970 þegar Flosi var með þetta,“ segir Þórhallur Sigurðsson, Laddi. Hann leikur auðvitað í Áramótaskaupinu í ár en þetta er væntan­lega 36. eða 37. Áramótaskaupið sem honum bregður fyrir í.

Lífið
Fréttamynd

Lady Gaga söluhæst

The Fame Monster með söngkonunni Lady Gaga er söluhæsta plata ársins 2010. Platan, sem er stækkuð útgáfa af frumburði hennar The Fame, seldist í tæpum sex milljónum eintaka víðs vegar um heiminn.

Lífið
Fréttamynd

Tónleikaveislur um áramótin

Áramótadjammið er mörgum heilagt og því um að gera að fara yfir það sem í boði er á gamlárs- og nýárskvöld. Skemmtistaðir landsins slá ekki slöku við frekar en fyrri daginn og bjóða skemmtanaglöðum Íslendingum, og öllum þeim fjölmörgu sem kíkja á Klakann, upp á tónleikaveislu. Fréttablaðið kannaði hvar heitasta djammið er um áramótin.

Lífið
Fréttamynd

Skráning í Wacken

Skráning í hljómsveitakeppnina Wacken Metal Battle er hafin og stendur yfir til 20. janúar. Sigurvegarinn á Íslandi fer til Þýskalands næsta sumar og spilar á rokkhátíðinni Wacken í alþjóð­legum úrslitum Metal Battle keppninnar.

Lífið
Fréttamynd

Þórunn Árna verðlaunuð

„Þetta er fyrst og fremst mjög góð viðurkenning fyrir mig og mína hönnun en auðvitað skemmir ekki fyrir að fá þessi peningaverðlaun,“ segir Þórunn Árnadóttir vöruhönnuður en hún lenti í öðru sæti í samkeppni sem virt hönnunarheimasíða, designspongeonline.com, stóð fyrir.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Vilja Airwaves-hátíð í Hörpu

„Við erum að skoða þetta á fullu. Ef allt heppnast viljum við fara þarna inn," segir Grímur Atlason, skipuleggjandi tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves. Svo gæti farið að hátíðin verði að hluta til haldin í nýja tónlistarhúsinu Hörpu á næsta ári. Þar með myndi Harpa bætast í hóp tónleikastaða á borð við Nasa, Listasafn Reykjavíkur, Iðnó og Sódómu Reykjavík sem hafa hingað til hýst Airwaves.

Lífið
Fréttamynd

The Suburbs best í Bretlandi

Plata ársins í Bretlandi er The Suburbs með Arcade Fire samkvæmt samantekt HMV. The National hafnaði í öðru sæti og LCD Sound­system í því þriðja. The Suburbs með kanadísku hljómsveitinni Arcade Fire er plata ársins samkvæmt árlegri samantekt bresku verslunarkeðjunnar HMV.

Lífið
Fréttamynd

Hætti ekki fyrr en Dan kemur til Dalvíkur

„Við ætlum að fá hann til að koma – við erum að spá í næstu fiskidaga. Þá eru flestir hérna. Ég trúi ekki öðru en að margir hafi áhuga á að hlusta á hann,“ segir Björn Snorrason, framkvæmdastjóri Dalpay og varamaður í bæjarstjórn Dalvíkurbyggðar.

Lífið
Fréttamynd

Hópurinn hans Balta

Baltasar Kormákur heldur utan til Hollywood í næsta mánuði þegar tökur á Contraband hefjast í New Orleans. Hundrað manna tökulið verður að störfum í rúma tvo mánuði og varla verður þverfótað fyrir stjörnum.

Lífið
Fréttamynd

Á rúlluskautum á diskókvöldi

„Ég datt aldrei á hausinn en ég var ansi oft mjög nálægt því," segir plötusnúðurinn Margeir Ingólfsson sem hélt sitt fyrsta diskókvöld í fimm ár á skemmtistaðnum Austur á annan í jólum.

Lífið
Fréttamynd

Þolir ekki Handler

Leikkonan Courteney Cox þolir ekki nýju vinkonu Jennifer Aniston, spjallþáttastjórnandann Chelsea Handler, og hefur hvatt Aniston til að binda enda á þennan nýja vinskap.

Lífið
Fréttamynd

Vill fá hrós fyrir leik sinn

Chloé Sevigny hefur lengi þótt ein best klædda kona heims og hannar einnig eigin fatalínu í samstarfi við hönnunarmerkið Opening Ceremony. Sevigny segist þó heldur vilja fá hrós fyrir góða frammistöðu á hvíta tjaldinu en fyrir fötin sem hún klæðist.

Lífið