Konunglegur niðurskurður 22. febrúar 2011 10:00 Sátt við gestalistann Vilhjálmur og Kate Middleton ganga í hjónaband hinn 29. apríl næstkomandi. 1.900 gestir fá að sækja athöfnina sjálfa en aðeins þrjú hundruð er boðið í kvöldverðinn sem Karl Bretaprins heldur.Nordic Photos/Getty Stóra málið í Bretlandi er án nokkurs vafa að 1.900 manns fengu um helgina boðskort í brúðkaup þessa áratugar, hjá þeim Kate Middleton og Vilhjálmi Bretaprins. Breskir fjölmiðlar höfðu spáð því að brúðkaupið yrði ekkert VIP-partí fyrir fræga og fína fólkið. Vissulega fá þessir 1.900 að vera viðstaddir giftinguna sjálfa í Westminster Abbey hinn 29. apríl. Meðal þeirra sem eru á listanum eru Beckham-hjónin og David Cameron en Vilhjálmur kynntist þeim náið þegar þeir unnu að því að fá HM í knattspyrnu til Englands. Elton John er að sjálfsögðu einnig á listanum en breskir fjölmiðlar fjölluðu mikið um fjarveru Söruh Ferguson, hertogaynjunnar af York. Hún var náin vinkona Díönu prinsessu á sínum tíma en talið er að nýlegt hneykslismál, þar sem Sarah reyndi að selja aðgang að fyrrverandi eiginmanni sínum, hafi gert útslagið. Þegar hjónaleysin hafa sagt gullnu orðin og játast hvort öðru frammi fyrir Guði og mönnum verður skorið rækilega niður á gestalistanum og fræga fólkinu fækkað, því aðeins sex hundruð fá að sækja sérstakan hádegisverð í boði Elísabetar drottningar. Þar er fastlega reiknað með því að meirihluti gestanna verði vinir parsins. Vilhjálmur hefur enda eytt miklum tíma í breska hernum og eignast marga nána félaga og hið sama má segja um Kate og skólasystur hennar. Fjölmiðlar hafa þó ekki enn komist á snoðir um hverjir hlutu boð í þá veislu. Þeir sem fá þrjú boðskort geta svo sannarlega sagst þekkja brúðhjónin, því aðeins 300 er boðið í kvöldverð sem Karl Bretaprins heldur. Gert er ráð fyrir að í því teiti verði dansað langt fram á nótt og drukkið. „Þetta brúðkaup á að endurspegla þeirra opinbera og persónulega líf," hefur The Sun eftir heimildarmanni sínum í konungsfjölskyldunni.- fgg Lífið William & Kate Mest lesið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Sjá meira
Stóra málið í Bretlandi er án nokkurs vafa að 1.900 manns fengu um helgina boðskort í brúðkaup þessa áratugar, hjá þeim Kate Middleton og Vilhjálmi Bretaprins. Breskir fjölmiðlar höfðu spáð því að brúðkaupið yrði ekkert VIP-partí fyrir fræga og fína fólkið. Vissulega fá þessir 1.900 að vera viðstaddir giftinguna sjálfa í Westminster Abbey hinn 29. apríl. Meðal þeirra sem eru á listanum eru Beckham-hjónin og David Cameron en Vilhjálmur kynntist þeim náið þegar þeir unnu að því að fá HM í knattspyrnu til Englands. Elton John er að sjálfsögðu einnig á listanum en breskir fjölmiðlar fjölluðu mikið um fjarveru Söruh Ferguson, hertogaynjunnar af York. Hún var náin vinkona Díönu prinsessu á sínum tíma en talið er að nýlegt hneykslismál, þar sem Sarah reyndi að selja aðgang að fyrrverandi eiginmanni sínum, hafi gert útslagið. Þegar hjónaleysin hafa sagt gullnu orðin og játast hvort öðru frammi fyrir Guði og mönnum verður skorið rækilega niður á gestalistanum og fræga fólkinu fækkað, því aðeins sex hundruð fá að sækja sérstakan hádegisverð í boði Elísabetar drottningar. Þar er fastlega reiknað með því að meirihluti gestanna verði vinir parsins. Vilhjálmur hefur enda eytt miklum tíma í breska hernum og eignast marga nána félaga og hið sama má segja um Kate og skólasystur hennar. Fjölmiðlar hafa þó ekki enn komist á snoðir um hverjir hlutu boð í þá veislu. Þeir sem fá þrjú boðskort geta svo sannarlega sagst þekkja brúðhjónin, því aðeins 300 er boðið í kvöldverð sem Karl Bretaprins heldur. Gert er ráð fyrir að í því teiti verði dansað langt fram á nótt og drukkið. „Þetta brúðkaup á að endurspegla þeirra opinbera og persónulega líf," hefur The Sun eftir heimildarmanni sínum í konungsfjölskyldunni.- fgg
Lífið William & Kate Mest lesið Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Lífið Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ Lífið „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Lífið Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Lífið Þeir fátæku borga brúsann Gagnrýni Stjörnurnar flyktust á frumsýningu einnar mest spennandi bíómyndar ársins Lífið samstarf Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis Lífið „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ Lífið Fleiri fréttir Fögnuðu sögulegum 850 þúsund króna hátalara Ella Egils Björgvin Franz brotinn en slær í gegn í Ladda og ræktinni Sonur Fóstbróður slær í gegn: „Ég er fastur þarna núna, orðinn háður“ „Kristrún Frostadóttir frá... Finnlandi?“ Lamaðist og missti sjón en fann styrk í sjálfri sér Víkingur Heiðar hlaut mjög virt verðlaun Fyrstur til að skíða niður Everest án súrefnis „Það sýður miklu frekar upp úr við uppvaskið“ „Mjög fallegt“ hús og „fullfrágengin“ lóð Elli Egils hannaði hátalara fyrir Bang & Olufsen Elli Egils hélt að Elli Egils væri grín Framtíð Ísraela í Eurovision ákveðin í nóvember Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Sjá meira