Konunglegur niðurskurður 22. febrúar 2011 10:00 Sátt við gestalistann Vilhjálmur og Kate Middleton ganga í hjónaband hinn 29. apríl næstkomandi. 1.900 gestir fá að sækja athöfnina sjálfa en aðeins þrjú hundruð er boðið í kvöldverðinn sem Karl Bretaprins heldur.Nordic Photos/Getty Stóra málið í Bretlandi er án nokkurs vafa að 1.900 manns fengu um helgina boðskort í brúðkaup þessa áratugar, hjá þeim Kate Middleton og Vilhjálmi Bretaprins. Breskir fjölmiðlar höfðu spáð því að brúðkaupið yrði ekkert VIP-partí fyrir fræga og fína fólkið. Vissulega fá þessir 1.900 að vera viðstaddir giftinguna sjálfa í Westminster Abbey hinn 29. apríl. Meðal þeirra sem eru á listanum eru Beckham-hjónin og David Cameron en Vilhjálmur kynntist þeim náið þegar þeir unnu að því að fá HM í knattspyrnu til Englands. Elton John er að sjálfsögðu einnig á listanum en breskir fjölmiðlar fjölluðu mikið um fjarveru Söruh Ferguson, hertogaynjunnar af York. Hún var náin vinkona Díönu prinsessu á sínum tíma en talið er að nýlegt hneykslismál, þar sem Sarah reyndi að selja aðgang að fyrrverandi eiginmanni sínum, hafi gert útslagið. Þegar hjónaleysin hafa sagt gullnu orðin og játast hvort öðru frammi fyrir Guði og mönnum verður skorið rækilega niður á gestalistanum og fræga fólkinu fækkað, því aðeins sex hundruð fá að sækja sérstakan hádegisverð í boði Elísabetar drottningar. Þar er fastlega reiknað með því að meirihluti gestanna verði vinir parsins. Vilhjálmur hefur enda eytt miklum tíma í breska hernum og eignast marga nána félaga og hið sama má segja um Kate og skólasystur hennar. Fjölmiðlar hafa þó ekki enn komist á snoðir um hverjir hlutu boð í þá veislu. Þeir sem fá þrjú boðskort geta svo sannarlega sagst þekkja brúðhjónin, því aðeins 300 er boðið í kvöldverð sem Karl Bretaprins heldur. Gert er ráð fyrir að í því teiti verði dansað langt fram á nótt og drukkið. „Þetta brúðkaup á að endurspegla þeirra opinbera og persónulega líf," hefur The Sun eftir heimildarmanni sínum í konungsfjölskyldunni.- fgg Lífið William & Kate Mest lesið Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Áskorun Þegar Dorrit var forsetafrú Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Lífið Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Lífið Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Fleiri fréttir Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Sjá meira
Stóra málið í Bretlandi er án nokkurs vafa að 1.900 manns fengu um helgina boðskort í brúðkaup þessa áratugar, hjá þeim Kate Middleton og Vilhjálmi Bretaprins. Breskir fjölmiðlar höfðu spáð því að brúðkaupið yrði ekkert VIP-partí fyrir fræga og fína fólkið. Vissulega fá þessir 1.900 að vera viðstaddir giftinguna sjálfa í Westminster Abbey hinn 29. apríl. Meðal þeirra sem eru á listanum eru Beckham-hjónin og David Cameron en Vilhjálmur kynntist þeim náið þegar þeir unnu að því að fá HM í knattspyrnu til Englands. Elton John er að sjálfsögðu einnig á listanum en breskir fjölmiðlar fjölluðu mikið um fjarveru Söruh Ferguson, hertogaynjunnar af York. Hún var náin vinkona Díönu prinsessu á sínum tíma en talið er að nýlegt hneykslismál, þar sem Sarah reyndi að selja aðgang að fyrrverandi eiginmanni sínum, hafi gert útslagið. Þegar hjónaleysin hafa sagt gullnu orðin og játast hvort öðru frammi fyrir Guði og mönnum verður skorið rækilega niður á gestalistanum og fræga fólkinu fækkað, því aðeins sex hundruð fá að sækja sérstakan hádegisverð í boði Elísabetar drottningar. Þar er fastlega reiknað með því að meirihluti gestanna verði vinir parsins. Vilhjálmur hefur enda eytt miklum tíma í breska hernum og eignast marga nána félaga og hið sama má segja um Kate og skólasystur hennar. Fjölmiðlar hafa þó ekki enn komist á snoðir um hverjir hlutu boð í þá veislu. Þeir sem fá þrjú boðskort geta svo sannarlega sagst þekkja brúðhjónin, því aðeins 300 er boðið í kvöldverð sem Karl Bretaprins heldur. Gert er ráð fyrir að í því teiti verði dansað langt fram á nótt og drukkið. „Þetta brúðkaup á að endurspegla þeirra opinbera og persónulega líf," hefur The Sun eftir heimildarmanni sínum í konungsfjölskyldunni.- fgg
Lífið William & Kate Mest lesið Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Lífið Læknadóp og geðveikir menn, lesist aftur Áskorun Þegar Dorrit var forsetafrú Lífið Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Menning Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife Lífið „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Lífið Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Lífið Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Lífið Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Lífið Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Lífið Fleiri fréttir Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Katrín Halldóra snýr aftur til Tenerife „Ég var búinn að syrgja þetta líf“ Fréttatía vikunnar: Golfklúbbur, Fossvogsbrú og fasteignasali Eyddu sleikjufærslum spjallmennis: „Ég er feitur fæðingarhálfviti“ Bjóða til sögulegrar tölvuleikjaveislu Hrátt og sjarmerandi einbýlishús listapars í Höfnum Sjáðu nýtt klifurhús fyrir norðan: Frá Hjalteyri yfir til Akureyrar Feginn að losna við kvíðann sem fylgdi drykkjunni Allt um brjóstastækkun Simone Biles „Skref í rétta átt“ en ekki útséð um þátttöku Íslands Breyta reglum um atkvæðagreiðslu og kynningu laga í Eurovision Samfélagsmiðlastjörnur máluðu Akureyri rauða Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Sjá meira