Lífið

Sex bönd berjast

wistaria Þungarokkararnir á Wacken-hátíðinni í Þýskalandi á síðasta ári.
wistaria Þungarokkararnir á Wacken-hátíðinni í Þýskalandi á síðasta ári.
Hljómsveitakeppnin Wacken Metal Battle verður haldin á Sódómu Reykjavík laugardaginn 5. mars. Sex hljómsveitir berjast þar um laust sæti í alþjóðlegri lokakeppni sem verður haldin á tónlistarhátíðinni Wacken Open Air í Þýskalandi.

Sigurhljómsveitin í undankeppninni hér heima verður valin af innlendri og erlendri dómnefnd, þar á meðal ritstjóra breska þungarokkstímaritsins Metal Hammer. Þær hljómsveitir sem taka þátt verða Angist, Atrum, Gruesome Glory, Ophidian I, Gone Postal og Noctem.

Á síðasta ári báru rokkararnir í Wistaria sigur úr býtum og spiluðu fyrir framan þrjú þúsund manns á Wacken-hátíðinni. Wistaria stígur einmitt á svið sem gestasveit á Sódómu ásamt Skálmöld og Moldun. Miðasala er hafin á Midi.is og kostar 1.000 krónur inn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×