Skrítinn kór af Skólavörðustíg til Hollywood 23. febrúar 2011 08:00 Bræðrasamstarf Bræðurnir Atli og Karl tóku höndum saman við gerð tónlistar fyrir kvikmyndina The Eagle. Karlakórinn Alþýða, sem Karl er hluti af, söng inn á myndina fyrir rómverska hermenn. „Atli bróðir fann sérkennileg hljóðfæri úti um allt Skotland fyrir þessa mynd og skrítinn kór á Skólavörðustígnum," segir Karl Örvarsson tónlistarmaður. Söngur Karlakórsins Alþýðu hljómar í Hollywood-kvikmyndinni The Eagle en tónskáldið Atli Örvarsson, sem hefur verið búsettur í Bandaríkjunum, semur einmitt tónlistina við hana. Meðal þeirra sem skipa kórinn Alþýðu auk Kalla Örvars eru veitingamennirnir Kormákur Geirharðsson og Skjöldur Sigurjónsson, að ógleymdum Karli Th. Birgissyni, nýráðnum ritstjóra Eyjunnar. Karl segist ekki vera búinn að sjá myndina; hann viti því ekkert hversu mikið þeir heyrist í myndinni en hafi þó óljósar fregnir af því að nöfn kórstjórans, Eiríks Stephensen, og kórsins sjálfs birtist á kreditlista myndarinnar í lokin. „Upptökurnar fóru þannig fram að við mættum í klúbb-/æfingahúsnæðið og Eiríkur var með Atla í heyrnartólum sem gaf honum takt og tóntegund. Svo fékk hann bara merki frá Atla og kórstjórinn sló okkur áfram með sprotanum." Fréttablaðið hafði samband við Atla til að forvitnast um þetta merkilega samstarf. „Leikstjóri myndarinnar, Kevin Macdonald, vildi fá kór í myndina til að syngja fyrir rómversku hermennina. Hann vildi alls ekki hafa „prófessjonal" kór heldur bara svona venjulega karla," segir Atli og eftir að hafa lagt höfuðið í bleyti varð honum hugsað til karlaklúbbs bróður síns og kórsins. „Við vorum heldur ekkert feimnir við að reykja og drekka bjór meðan á upptökum stóð," skýtur Karl að. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Atli nýtir sér fjölskyldutengsl við tónsmíðar sínar fyrir kvikmyndir því Þórhildur systir hans hefur sungið inn á nokkur tónverk fyrir hvíta tjaldið. Rödd hennar hljómar einnig í þessari mynd sem skartar meðal annars Billy Elliot-leikaranum Jamie Bell og Donald Sutherland í aðalhlutverkum. Atli lagðist í mikla rannsóknarvinnu fyrir myndina og fór meðal annars til Skotlands og tók upp sérfræðinga í keltneskri tónlist. „Við vildum finna þessa alvöru tóna og hljóma og tókum þess vegna upp hljóðfæraleikara frá Írlandi og Skotlandi. Svo notuðumst við einnig við eftirmynd af keltneskum herlúðri sem hefur fundist á Bretlandseyjum og í Normandí," útskýrir Atli en The Eagle gerist á Skotlandi í kringum 1040. Myndin er komin í sýningar í íslenskum kvikmyndahúsum. freyrgigja@frettabladid.is Lífið Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Fleiri fréttir Tugmillljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Sjá meira
„Atli bróðir fann sérkennileg hljóðfæri úti um allt Skotland fyrir þessa mynd og skrítinn kór á Skólavörðustígnum," segir Karl Örvarsson tónlistarmaður. Söngur Karlakórsins Alþýðu hljómar í Hollywood-kvikmyndinni The Eagle en tónskáldið Atli Örvarsson, sem hefur verið búsettur í Bandaríkjunum, semur einmitt tónlistina við hana. Meðal þeirra sem skipa kórinn Alþýðu auk Kalla Örvars eru veitingamennirnir Kormákur Geirharðsson og Skjöldur Sigurjónsson, að ógleymdum Karli Th. Birgissyni, nýráðnum ritstjóra Eyjunnar. Karl segist ekki vera búinn að sjá myndina; hann viti því ekkert hversu mikið þeir heyrist í myndinni en hafi þó óljósar fregnir af því að nöfn kórstjórans, Eiríks Stephensen, og kórsins sjálfs birtist á kreditlista myndarinnar í lokin. „Upptökurnar fóru þannig fram að við mættum í klúbb-/æfingahúsnæðið og Eiríkur var með Atla í heyrnartólum sem gaf honum takt og tóntegund. Svo fékk hann bara merki frá Atla og kórstjórinn sló okkur áfram með sprotanum." Fréttablaðið hafði samband við Atla til að forvitnast um þetta merkilega samstarf. „Leikstjóri myndarinnar, Kevin Macdonald, vildi fá kór í myndina til að syngja fyrir rómversku hermennina. Hann vildi alls ekki hafa „prófessjonal" kór heldur bara svona venjulega karla," segir Atli og eftir að hafa lagt höfuðið í bleyti varð honum hugsað til karlaklúbbs bróður síns og kórsins. „Við vorum heldur ekkert feimnir við að reykja og drekka bjór meðan á upptökum stóð," skýtur Karl að. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Atli nýtir sér fjölskyldutengsl við tónsmíðar sínar fyrir kvikmyndir því Þórhildur systir hans hefur sungið inn á nokkur tónverk fyrir hvíta tjaldið. Rödd hennar hljómar einnig í þessari mynd sem skartar meðal annars Billy Elliot-leikaranum Jamie Bell og Donald Sutherland í aðalhlutverkum. Atli lagðist í mikla rannsóknarvinnu fyrir myndina og fór meðal annars til Skotlands og tók upp sérfræðinga í keltneskri tónlist. „Við vildum finna þessa alvöru tóna og hljóma og tókum þess vegna upp hljóðfæraleikara frá Írlandi og Skotlandi. Svo notuðumst við einnig við eftirmynd af keltneskum herlúðri sem hefur fundist á Bretlandseyjum og í Normandí," útskýrir Atli en The Eagle gerist á Skotlandi í kringum 1040. Myndin er komin í sýningar í íslenskum kvikmyndahúsum. freyrgigja@frettabladid.is
Lífið Mest lesið Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton Lífið Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Lífið „Pabbi minn gaf okkur saman“ Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? Lífið „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Lífið Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Fleiri fréttir Tugmillljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Sjá meira
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning
Misvel tekið í gjörning Sverris: „Lokkandi beita fyrir niðrandi ummæli“ eða ást á tungumálinu Menning