
Félagasamtök

Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar
Auknar kröfur og eftirlit skattsins gagnvart íþróttafélögum hefur valdið titringi í hreyfingunni hér á landi. Lögmaður segir það skjóta skökku við að sjálfboðaliðar geti sætt refsiábyrgð og starfshópur hagsmunaaðila leitar lausna til að liðka fyrir rekstri íþróttahreyfinga.

Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna
Óvissa er um framtíð úrræðis fyrir þjónustusvipta hælisleitendur vegna þess að samningur Rauða krossins um félagslegan stuðning fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd verður ekki endurnýjaður.

Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra
Lítið samfélag á eyju norður í hafi þarfnast seiglu og útsjónarsemi til að takast á við óvæntar áskoranir og komast af. Harðærið elur af sér hæfni til lausnaleitar, að hugsa út fyrir kassann með það fyrir augum að bæta smám saman líf og líðan fólks.

Sjö sagt upp hjá Rauða krossinum
Sjö starfsmönnum Rauða krossins hefur verið sagt upp þar sem að samningur Rauða krossins við Vinnumálastofnun um félagslegan stuðning fyrir umsækjendur um alþjóðlega vernd verður ekki endurnýjaður.

Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa
Tæplega tíu milljónir króna söfnuðust í neyðarsöfnun Rauða krossins á Íslandi (RKÍ) fyrir íbúa Gasa. Söfnunin hófst í janúar og er nú lokið. „Enn og aftur sýna landsmenn að þeir eru til staðar fyrir fólk í mikilli neyð,“ segir Sólrún María Ólafsdóttir, teymisstjóri alþjóðaverkefna hjá Rauða krossinum.

Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum
Sunna Ósk Logadóttir, blaðamaður sem starfað hefur hjá Heimildinni síðustu ár, hefur verið ráðin til Rauða krossins. Hún mun þar gegna starfi kynningar- og fjölmiðlafulltrúa.

Stígamót í 35 ár
Stígamót eru afsprengi kvennabaráttunnar sem reis hátt á áttunda og níunda áratug síðustu aldar, en í þessari viku fagna Stígamót 35 ára afmæli. Það er reyndar undarlegt að tala um að fagna einhverju sem ætti ekki að þurfa að vera til í okkar samfélagi. Engu að síður ber að fagna því að brotaþolar hafi getað leitað skjóls og aðstoðar og að barátta Stígamóta fyrir betra samfélagi hafi skilað nokkrum árangri.

Arndís Anna kjörin formaður Siðmenntar
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, var kjörin formaður lífsskoðunarfélagsins Siðmenntar í gær.

Rétturinn til að hafa réttindi
Þegar Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna var samþykkt árið 1948, átti hún að tryggja öllum alþjóðleg grundvallarréttindi. Skömmu síðar skrifaði heimspekingurinn Hannah Arendt ritgerð þar sem hún benti á að þetta væri í raun blekking.

Vilja hvalkjöt af matseðlinum
Fjöldi þjóðþekktra einstaklinga, listamanna og annarra, hafa skrifað undir áskorun sem beinist að veitingamönnum, áskorun þess efnis að þeir taki hvalkjöt af matseðli sínum.

Óttast afleiðingarnar ef kennarar fá mun meiri hækkun en aðrir
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segist hafa haft áhyggjur af fyrri innanhússtillögu ríkissáttasemjara í kennaradeilunni sem opinberir launagreiðendur samþykktu en nýja tillagan hljóðar upp á enn hærri upphæðir. Hún segist velta fyrir sér hvaða áhrif slíkar hækkanir, ef af verður, muni hafa á þá samninga sem þegar hafa verið gerðir og þá sem eftir á að gera.

Þrjú bítast um formannsstöðuna hjá Siðmennt
Þau Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, Sigurður Rúnarsson og Svanur Sigurbjörnsson sækjast öll eftir formannsstöðunni hjá Siðmennt en kosið verður á laugardaginn 1. mars.

Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga
Starfsmenn Sólheima eru uggandi vegna breytinga í yfirstjórn. Sá ótti kemur meðal annars fram í yfirlýsingu sem 53 starfsmenn Sólheima í Grímsnesi undirrita en þar lýsa þeir meðal annars yfir vonbrigðum með skorti á samráði og því að Kristni Ólafssyni framkvæmdastjóra skyldi vera vikið úr starfi. Undir hans stjórn hafi viðhorf til starfsemi Sólheima breyst til hins betra. Nú horfi til verri vegar.

Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins
Skyndihjálparmanneskjur ársins 2024 eru þau Guðrún Narfadóttir, Hinrik Þráinn Örnólfsson og Elín Ragnarsdóttir, sem veittu Hrafnkeli Reynissyni lífsbjörg þegar hann hneig niður á bílastæði í Álftamýrinni og fór í hjartastopp.

Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði
Afleit vinnubrögð hafa sett svip sinn á starf Leiðsagnar - Félags leiðsögumanna þá tíu mánuði sem ný stjórn hefur verið við völd.

Býður sig fram til formanns Siðmenntar
Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir, fyrrverandi þingmaður Pírata, sækist eftir formennsku í lífsskoðunarfélaginu Siðmennt.

Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins
Lögmaður og fyrrverandi körfuknattleiksmaður segir nýjar leiðbeiningar Ríkisskattstjóra sem koma fram í bréfi til íþróttafélaga hafa valdið talsverðu kurri innan íþróttahreyfingarinnar. Hann telur auknar kröfur meðal annars geta leitt til þess að fólk veigri sér við því að gerast sjálfboðaliðar hjá sínum félögum.

Gísli Rafn til Rauða krossins
Rauði krossinn á Íslandi hefur ráðið Gísla Rafn Ólafsson sem nýjan framkvæmdastjóra félagsins og hefur hann störf í þessari viku. Gísli Rafn var þingmaður fyrir Pírata en náði ekki inn á þing, eins og aðrir þingmenn Pírata, í síðustu alþingiskosningum. Hann sat fyrir hönd Pírata í utanríkismála- og þróunarsamvinnunefnd á meðan hann sat á þingi frá 2021 til 2024.

Hættir sem formaður Siðmenntar
Inga Auðbjörg Straumland hefur tilkynnt að hún muni ekki sækjast eftir endurkjöri sem formaður Siðmenntar. Hún hefur gegnt formennsku í félaginu síðustu sex ár.

Flosi fer í formanninn: „Ég lít ekki á mig sem fulltrúa neinna fylkinga“
Flosi Eiríksson, formaður knattspyrnudeildar Breiðabliks, fyrrverandi framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands, fyrrverandi bæjarfulltrúi í Kópavogi og nú ráðgjafi hjá Aton hefur ákveðið að bjóða sig fram til formanns VR. Hann býst við harðri baráttu en nú þegar hafa nokkrir frambjóðendur gert vart við sig.

Starfsemin sé ekki tryggð miðað við núverandi framlög
Framkvæmdastjóri Íslenskrar ættleiðingar segir félaginu þröngur stakkur sniðinn fjárhagslega. Félagið hafi þurft að hækka gjöld á þjónustu sem eigi að vera gjaldfrjáls. Síðustu ár hefur félagið annast eina ættleiðingu á ári.

Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður
Frá því að neyslurýmið Ylja opnaði í ágúst á síðasta ári hafa um 140 einstaklingar leitað þangað. Meðalaldur notenda er um 38 ára og flestir karlmenn. Verkefnið er tímabundið og rennur samningur við ráðuneytið um rekstur rýmisins út í apríl. Sigríður Ella Jónsdóttir, teymisstjóri skaðaminnkunar og félagslegra verkefna hjá Rauða krossinum, segir unnið hörðum höndum að því að endurnýja samninginn. Tölurnar sýni að þörfin sé mikil.

Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA
Félag atvinnurekenda er meðal þeirra fjögurra þúsunda sem sent hafa inn í samráðsgátt vel útfærð en róttæk sparnaðarráð. Þar er meðal annars lögð til fækkun ríkisstarfsmanna og ráðningarstopp í stjórnsýslu.

Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld
Íþróttahreyfingin á sér djúpar rætur í íslensku samfélagi og gegnir mikilvægu hlutverki í lífi fólks á öllum aldri. Hún er samofin skólastarfi og almennri tómstundaiðkun og spannar fjölbreytt svið, hvort sem markmiðið er keppni, félagslegt samneyti eða afþreying.

Aktivistahópurinn Öfgar er hættur
Aktivistahópurinn Öfgar er hættur. Það tilkynna stjórnendur hópsins á Instagram. Hópurinn samanstendur af ýmsum konum en þær sem hafa komið fram fyrir hann eru til dæmis Þórhildur Gyða Arnarsdóttir, Hulda Hrund Guðrúnar Sigmundsdóttir, Helga Benediktsdóttir, Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir, Ólöf Tara Harðardóttir og Ninna Karla Katrínardóttir.

Ósátt með að fá ekki sæti við borðið
Formaður Afstöðu segir hugmyndir stjórnvalda um að vista ósakhæfa og sakhæfa einstaklinga í öryggisvistun á sama stað alls ekki ganga upp. Hann harmar að félagið hafi ekki fengið sæti við borðið þegar tillögur voru gerðar.

Játaði fjárdrátt hjá Stangaveiðifélagi Reykjavíkur
Ari Hermóður Jafetsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Stangaveiðifélags Reykjavíkur, var í morgun dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir fjárdrátt í starfi sínu fyrir félagið. Ari Hermóður játaði brot sín sem voru framin árin 2017 og 2018.

Við getum stöðvað kynbundið ofbeldi
Í dag, 10. desember 2024, fögnum við 100 ára afmæli Rauða krossins á Íslandi. Í dag er jafnframt Alþjóðlegi mannréttindadagurinn, sem og lokadagur 16 daga átaksins gegn kynbundnu ofbeldi á heimsvísu.

Meirihluti barna á Íslandi hefur heyrt um Barnasáttmálann
Meirihluti barna á Íslandi hefur heyrt um Barnasáttmálann en vita ekki öll að réttindin eiga við um þau. Með markvissri fræðslu landsnefndar UNICEF hefur hlutfallið aukist úr 53 prósentum í 81 prósent, meðal barna í Réttindaskóla þeirra, sem þekkja rétt sinn.

Sjálfboðaliðar Rauða krossins: 100 ára saga samfélagslegra umbóta
Í ár fögnum við 100 ára afmæli Rauða krossins á Íslandi. Í heila öld hefur félagið unnið að því að bæta líf fólks og stuðla að betra samfélagi.