Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Þvingað samþykki?

Á mánudag var íbúum hjúkrunarheimila boðin þriðja sprautan vegna Covid-19. Þau voru með þeim fyrstu til að fá sprautur, milli jóla og nýárs. Almenningi var einnig boðin önnur eða þriðja sprautan í Laugardagshöll.

Skoðun
Fréttamynd

Ákveðin uppgjöf að ætla að takmarka fjölda ferðamanna

Ferðamálaráðherra segir það ákveðna uppgjöf að ætla takmarka fjölda ferðamanna til Íslands. Hún telur ekki tímabært að ræða samkomutakmarkanir til margra mánuða, líkt og sóttvarnalæknir hefur lagt til í minnisblaði sínu. Veiran sé komin til að vera og lífið þurfi að komast sem fyrst í eðlilegt horf.

Innlent
Fréttamynd

Ætla að herða eftirlit verulega í næstu viku

Lögreglan á Suðurnesjan ætlar að herða verulega á eftirliti með því að flugfélög tryggi að farþegar komi ekki til landsins framvísi þeir ekki neikvæðu PCR-prófi við brottför. Forstjóri Play segir það mun betri lausn en að ætla að takmarka fjölda ferðamanna til landsins.

Innlent
Fréttamynd

Hefur farið í áttatíu og níu skimanir og sú hundraðasta á döfinni

Líklega hafa fáir Íslendingar farið í fleiri skimanir vegna Covid-19 en leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson. Hann fór í 89. skimunina í dag og reiknast honum til að hann fari í skimun númer eitt hundrað þann 3. september. Hann hefur sloppið við Covid-19 hingað til en óttast reyndar að hann hafi storkað örlögunum með því að ræða þennan mikla fjölda skimana sem hann hefur farið í.

Lífið
Fréttamynd

Að lágmarki 52 smitaðir eftir dansbúðir á Laugarvatni

Tvö Covid-smit í sumarbúðum Chantelle Carey á Laugarvatni hafa svo sannarlega dreift úr sér. Alls hafa 52 greinst smitaðir í tengslum við sumarbúðirnar þar sem börn frá tíu ára aldri og upp í tvítug ungmenni æfðu saman dans í eina viku.

Innlent
Fréttamynd

Reykjavíkurmaraþonið blásið af

Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 2021 hefur verið aflýst í ár. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íþróttabandalagi Reykjavíkur. Þar segir að álagið á samfélagið sem og heilbrigðiskerfið hafi verið mikið og mikil óvissa sé ennþá um framhaldið.

Lífið
Fréttamynd

Meðvirkni og ófyrirsjáanleiki

Ein grundvallarforsenda laga í réttarríki er fyrirsjáanleiki. Borgarar eiga að geta gengið að lögunum vísum og að þeim sé ekki breytt eftir geðþótta stjórnmálamanna með litlum fyrirvara.

Skoðun
Fréttamynd

Sam­staða er ekki sjálf­sögð

Eitt af því dýrmætasta sem mannfólk getur áunnið sér er frelsi. Að geta um frjálst höfuð strokið í vestrænu lýðræðisríki eru líklega mestu forréttindi sem við Íslendingar búum við. Frelsi er ekki sjálfsagt og ekki ókeypis

Skoðun
Fréttamynd

Reynt verði að takmarka fjölda ferðamanna ráði kerfið ekki við skimanir

Sóttvarnalæknir leggur til að reynt verði að takmarka fjölda ferðamanna hingað til lands ef ekki næst að anna skimunum allra farþega á landamærunum. Þetta kemur fram í minnisblaði sóttvarnalæknis um framtíðarsýn sóttvarna. Hann segist þó ekki vita hvernig hægt verði að takmarka komu ferðamanna. 108 greindust með veiruna í gær og eru sjö á gjörgæslu vegna Covid.

Innlent
Fréttamynd

Hvar er fram­tíðar­planið um lífið með CO­VID?

Þann 23. júlí kynnti ríkisstjórnin hertar sóttvarnaaðgerðir innanlands. Þá töluðu ráðherrar um að ríkisstjórnin væri nú að gefa sér stuttan tíma, 2-3 vikur til að vinna stefnumótunarvinnu um lífið með COVID til framtíðar. Sá tími er tími liðinn. Ekkert hefur heyrst.

Skoðun
Fréttamynd

„200 manna takmörkunin þýðir bara tap“

Páll Óskar Hjálmtýsson hefur ákveðið að fresta afmælistónleikum sínum í enn eitt skiptið. Um er að ræða fimmtugsafmælistónleika en Páll Oskar stefnir á að halda tónleikana í mars 2022 þegar hann verður nýorðinn 52 ára.

Lífið
Fréttamynd

Bak­hjarlar verð­mæta­sköpunar

Viðkvæm staða í heilbrigðiskerfinu gerir það að verkum að erfiðara er að aflétta sóttvarnartakmörkunum en vonir stóðu til. Daglegt líf fjölskyldna og rekstur fyrirtækja líður fyrir ástandið. Ef velferðarþjónustan er löskuð reynist nefnilega erfitt að sækja fram – lífsgæði fólks rýrna.

Skoðun
Fréttamynd

Gat ekki beðið um verri dag til að lenda í sótt­kví

Það er sjaldan hentugur tími til að þola frelsisskerðingu en sumir dagar geta reynst óheppilegri en aðrir. Þessu kynntist Ólafur Ásgeirsson, leikhúsmaður og spunaleikari, vel á dögunum þegar hann var sendur í sóttkví nokkrum klukkustundum eftir að hann fleygði baðkarinu sínu.

Lífið
Fréttamynd

Nýsjálensk börn verði bólusett

Stjórnvöld á Nýja Sjálandi heimiluðu í gær að börn á aldrinum tólf til fimmtán ára verði bólusett en hingað til hafa einungis þeir sem náð hafa sextán ára aldri getað fengið bólusetningu í landinu.

Erlent
Fréttamynd

Örvunar­skammtar ríku þjóðanna eins og að út­deila öðru björgunar­vesti á meðan aðrir drukkna án vestis

Embættismenn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar eru harðorðir í garð þeirra þjóða sem byrjað hafa að útdeila örvunarskömmtum á bóluefni gegn kórónuveirunni á sama tíma og milljónir manna séu enn óbólusettir víða um heim. Er þessu líkt við það að gefa einstaklingum björgunarvesti númer tvö á sama tíma og aðrir séu án björgunarvestis.

Erlent
Fréttamynd

Leik­skóla lokað út vikuna og allir í sótt­kví

Allir nem­endur og kennarar á leik­skólanum á Seyðis­firði eru komnir í sótt­kví eftir að nemandi í skólanum greindist með kórónuveiruna síðasta mánu­dag. Leik­skólanum hefur því verið lokað fram á næsta mánu­dag þegar sótt­kvínni lýkur.

Innlent
Fréttamynd

Kári: Ekkert fokking væl

Kári Stefáns­son, for­stjóri Ís­lenskrar erfða­greiningar, telur að það verði ekki um­flúið að halda svipuðum sam­komu­tak­mörkunum og nú eru í gildi næstu eitt til tvö árin. Hann er bjart­sýnn á að þjóðin haldi á­fram að tækla verk­efnið af krafti þó ­ljóst sé að það sé orðið ör­lítið lengra en menn höfðu vonast til í upp­hafi.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er hálf nöturleg framtíðarsýn“

Jón Mýrdal, eigandi Húrra og Skuggabaldurs í miðbæ Reykjavíkur, segir að sér finnist sú framtíðarsýn sem sett er fram í minnisblaði sóttvarnalæknis um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna á Íslandi vegna Covid-19 vera hræðileg. Hann bendir á að á skemmtistöðum sé farið eftir ströngum kröfum um sóttvarnir, annað en til dæmis í partýum í heimahúsum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Nýtt minnis­blað: Svona sér Þór­ólfur fyrir sér fram­tíðina

Þór­ólfur Guðna­son sótt­varna­læknir telur ó­lík­legt að hægt verði að af­létta tak­mörkunum innan­lands á meðan far­aldurinn geisar í heiminum. Þetta segir hann í minnis­blaði sínu til Svan­dísar Svavars­dóttur heil­brigðis­ráð­herra um fram­tíðar­fyrir­komu­lag sótt­varna á Ís­landi vegna Co­vid-19.

Innlent