Almannavarnanefnd vill ganga lengra en ráðuneytið Eiður Þór Árnason skrifar 20. ágúst 2021 17:09 Skólastarf er nú að hefjast víða um land í skugga faraldurs. vísir/vilhelm Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins mælist til að ekki verði fleiri en hundrað nemendur í hverju rými grunnskóla, félagsmiðstöðva og tónlistarskóla. Gengur nefndin þar með lengra en menntamálaráðuneytið sem miðar í sínum tilmælum við 200 í hverju hólfi. Ráðuneytið heimilar skólastjórnendum að ganga lengra en leiðbeiningar sínar svo lengi sem ráðstafanir takmarki skólastarf eins lítið og kostur er. Almannavarnanefnd gaf út leiðbeiningar sínar fyrir skóla- og frístundastarf á höfuðborgarsvæðinu í dag en lagt er til að þær gildi til 1. október. Á þeim tímapunkti er vonast til að tólf til fimmtán ára börn hafi verið bólusett og starfsfólk fengið örvunarskammt. RÚV greindi fyrst frá. Undantekning er veitt frá 100 manna viðmiðinu í sameiginlegum rýmum á borð við innganga, anddyri, ganga og mötuneyti, að því gefnu að starfsfólk noti andlitsgrímu. Nemendur á grunnskólaaldri eru undanþegnir eins metra nálægðartakmörkun og grímuskyldu, en eru hvattir til fyllstu varkárni og huga að persónubundnum sóttvörnum. Mikilvægt að samræma verklag Framkvæmdaráð almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins samþykkti leiðbeiningarnar á fundi sínum í morgun og lagði áherslu á mikilvægi þess að samræmt verklag verði notað í öllum sveitarfélögunum. „Markmiðið með þessum aðgerðum í upphafi skólaárs er að halda starfseminni órofinni og minnka líkur á því að stórir hópar barna og starfsfólks þurfi að fara í sóttkví eða jafnvel einangrun,“ segir í leiðbeiningunum. Mælt er til að leik- og grunnskólastarf verði hólfaskipt eins og kostur er í samræmi við aðstæður og að stjórnendur nýti fyrri reynslu við skipulag starfsins. Þegar starfsfólk og nemendur tónlistarskóla fæddir árið 2005 og fyrr ná ekki að virða eins metra nálægðartakmörk verður að nota andlitsgrímu. Skoða má leiðbeiningar almannavarnanefndar í heild sinni hér fyrir neðan. Tengd skjöl Leiðbeiningar_fyrir_skóla_og_frístundastarf_á_HBSPDF141KBSækja skjal Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Sjá meira
Ráðuneytið heimilar skólastjórnendum að ganga lengra en leiðbeiningar sínar svo lengi sem ráðstafanir takmarki skólastarf eins lítið og kostur er. Almannavarnanefnd gaf út leiðbeiningar sínar fyrir skóla- og frístundastarf á höfuðborgarsvæðinu í dag en lagt er til að þær gildi til 1. október. Á þeim tímapunkti er vonast til að tólf til fimmtán ára börn hafi verið bólusett og starfsfólk fengið örvunarskammt. RÚV greindi fyrst frá. Undantekning er veitt frá 100 manna viðmiðinu í sameiginlegum rýmum á borð við innganga, anddyri, ganga og mötuneyti, að því gefnu að starfsfólk noti andlitsgrímu. Nemendur á grunnskólaaldri eru undanþegnir eins metra nálægðartakmörkun og grímuskyldu, en eru hvattir til fyllstu varkárni og huga að persónubundnum sóttvörnum. Mikilvægt að samræma verklag Framkvæmdaráð almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins samþykkti leiðbeiningarnar á fundi sínum í morgun og lagði áherslu á mikilvægi þess að samræmt verklag verði notað í öllum sveitarfélögunum. „Markmiðið með þessum aðgerðum í upphafi skólaárs er að halda starfseminni órofinni og minnka líkur á því að stórir hópar barna og starfsfólks þurfi að fara í sóttkví eða jafnvel einangrun,“ segir í leiðbeiningunum. Mælt er til að leik- og grunnskólastarf verði hólfaskipt eins og kostur er í samræmi við aðstæður og að stjórnendur nýti fyrri reynslu við skipulag starfsins. Þegar starfsfólk og nemendur tónlistarskóla fæddir árið 2005 og fyrr ná ekki að virða eins metra nálægðartakmörk verður að nota andlitsgrímu. Skoða má leiðbeiningar almannavarnanefndar í heild sinni hér fyrir neðan. Tengd skjöl Leiðbeiningar_fyrir_skóla_og_frístundastarf_á_HBSPDF141KBSækja skjal
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Skora á RÚV að beita sér fyrir því að Ísrael verði vikið úr keppni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Sjá meira