Von á rúmlega tíu þúsund börnum í Laugardalshöll á morgun og þriðjudag Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 22. ágúst 2021 12:00 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Sigurjón Von er á rúmlega tíu þúsund börnum í Laugardalshöll á morgun og hinn þegar ráðist verður í bólusetningu barna á höfuðborgarsvæðinu. Foreldrar eru beðnir um að fylgja börnum sínum. Skipulagðar bólusetningar barna frá tólf ára aldri hefjast í Laugardalshöll á morgun. Börn fá ekki hefðbundið boð í bólusetningu heldur geta foreldrar nálgast skipulagið á heilsugæsla.is. Hefja leika klukkan tíu Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir er framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Við byrjum klukkan tíu og þá kemur árgangur 2006 til okkar síðan eftir hádegi kemur árgangur 2007. Á þriðjudag kemur árgangur 2008 um morguninn og svo árgangur 2009 eftir hádegi. Þetta er þannig að þeir mæta fyrstir sem eru fyrstir í mánuðinum, fyrst janúar, febrúar og svo koll af kolli. Ákveðið skipulag sem finna má á heilsugæslan.is. foreldrar geta séð það það. Síðan er það þannig að það fær enginn boð heldur erum við að óska eftir því að foreldrar fylgi sínu barni í gegnum þetta ferli.“ Svona lítur dagskráin út fyrir vikuna í bólusetningum barna í Laugardalshöll. Um 2.600 til 2.800 börn eru í hverjum árgangi á höfuðborgarsvæðinu og því rúmlega tíu þúsund börnum sem býðst bólusetning í höfuðborginni eftir helgi. „Þannig við erum alveg viðbúin því að það verði áttatíu prósent mæting allavegana gerum við ráð fyrir en svo bara sjáum við til.“ Ragnheiður segir að nú þegar sé búið að bólusetja börn í þessum árgöngum. „Þeir sem eiga kannski ekki heimangengt þessa tvo daga, þannig þá höfum við getað tekið á móti þeim áður og eins verður það þannig eftir, ef fólk á ekki heimangengt þessa tvo daga þá munum við hafa opið á Suðurlandsbrautinni eitthvað áfram þannig það verður hægt að nálgast okkur þar.“ Bólusetningar barna utan höfuðborgarsvæðisins hófust víðast hvar í síðustu viku svo sem á Austurlandi, Norðurlandi og Suðurlandi. Fram undan eru bólusetningar barna á Vestfjörðum og Suðurnesjum til viðbótar við höfuðborgarsvæðið. Nánar um framkvæmdina í ólíkum landshlutum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Skipulagðar bólusetningar barna frá tólf ára aldri hefjast í Laugardalshöll á morgun. Börn fá ekki hefðbundið boð í bólusetningu heldur geta foreldrar nálgast skipulagið á heilsugæsla.is. Hefja leika klukkan tíu Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir er framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. „Við byrjum klukkan tíu og þá kemur árgangur 2006 til okkar síðan eftir hádegi kemur árgangur 2007. Á þriðjudag kemur árgangur 2008 um morguninn og svo árgangur 2009 eftir hádegi. Þetta er þannig að þeir mæta fyrstir sem eru fyrstir í mánuðinum, fyrst janúar, febrúar og svo koll af kolli. Ákveðið skipulag sem finna má á heilsugæslan.is. foreldrar geta séð það það. Síðan er það þannig að það fær enginn boð heldur erum við að óska eftir því að foreldrar fylgi sínu barni í gegnum þetta ferli.“ Svona lítur dagskráin út fyrir vikuna í bólusetningum barna í Laugardalshöll. Um 2.600 til 2.800 börn eru í hverjum árgangi á höfuðborgarsvæðinu og því rúmlega tíu þúsund börnum sem býðst bólusetning í höfuðborginni eftir helgi. „Þannig við erum alveg viðbúin því að það verði áttatíu prósent mæting allavegana gerum við ráð fyrir en svo bara sjáum við til.“ Ragnheiður segir að nú þegar sé búið að bólusetja börn í þessum árgöngum. „Þeir sem eiga kannski ekki heimangengt þessa tvo daga, þannig þá höfum við getað tekið á móti þeim áður og eins verður það þannig eftir, ef fólk á ekki heimangengt þessa tvo daga þá munum við hafa opið á Suðurlandsbrautinni eitthvað áfram þannig það verður hægt að nálgast okkur þar.“ Bólusetningar barna utan höfuðborgarsvæðisins hófust víðast hvar í síðustu viku svo sem á Austurlandi, Norðurlandi og Suðurlandi. Fram undan eru bólusetningar barna á Vestfjörðum og Suðurnesjum til viðbótar við höfuðborgarsvæðið. Nánar um framkvæmdina í ólíkum landshlutum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Skóla - og menntamál Reykjavík Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira