Faraldur kórónuveiru (COVID-19)

Fréttamynd

Virðist sem fimm daga sóttkví sé ekki nóg

Ákveðið var í dag að skólahald í Patreksskóla á Patreksfirði verði fellt niður þar til eftir jólafrí. Þetta er gert vegna kórónuveirusmita sem halda áfram að greinast innan skólans, þó að þau séu ekki mörg.

Innlent
Fréttamynd

Óttast einangrun á aðfangadag

Kona sem óttast að vera enn í einangrun vegna Covid-19 á aðfangadag brýnir fyrir fólki að fara varlega nú á aðventunni. Aldrei hafa fleiri verið í einangrun á farsóttarhúsi en nú.

Innlent
Fréttamynd

Lést af völdum Covid-19 á Landspítala

Sjúklingur lést af völdum Covid-19 á Landspítala í gær. Þetta segir í tilkynningu á vef farsóttanefndar Landspítala. Um er að ræða 36. andlátið af völdum sjúkdómsins hér á landi frá upphafi faraldurs.

Innlent
Fréttamynd

Hyggjast bólusetja alla óbólusetta við komuna til Gana

Stjórnvöld í Gana hyggjast bólusetja alla borgara og íbúa landsins við komuna á flugvöllum frá og með mánudegi, ef þeir hafa ekki þegar þegið bóluefni. Þá verður þeim sem yfirgefa landið gert að framvísa sönnun um bólusetningu.

Erlent
Fréttamynd

Spá 1,3 milljón ferðamanna á næsta ári

Erlendir ferðamenn voru ríflega 75 þúsund í nóvember sem er svipaður fjöldi og fyrir sex árum en tuttuguföldun miðað við síðasta ár. Sem fyrr eru Bandaríkjamenn fjölmennastir en Bretar og fólk frá vesturhluta meginlands Evrópu sækir í sig veðrið. Ferðafólk hingað til lands verður líklega nærri 700 þúsundum í ár en sá fjöldi gæti tvöfaldast á næsta ári.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

101 greindist innan­lands

101 greindist með kórónuveiruna innanlands í gær. 54 af þeim 101 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 54 prósent. 47 voru utan sóttkvíar, eða um 47 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Þrettán þúsund börn í sóttkví á þremur mánuðum

Þrettán þúsund börn hafa þurft að fara í sóttkví vegna kórónuveirufaraldursins á síðustu þremur mánuðum. Heilbrigðisráðherra segir sóttkví gríðarlega frelsisskerðingu fyrir börnin og er mögulega tilbúinn að skoða aðrar leiðir.

Innlent
Fréttamynd

Skólar í Fjarða­byggð á­fram lokaðir vegna fjölgunar smita

Þeim sem smitaðir eru af COVID-19 á Austurlandi hefur fjölgað síðustu daga. Síðustu tvo sólarhringa hafa tæp þrjátíu ný smit greinst, flest þeirra í Fjarðabyggð. Leikskólinn Lyngholt og grunnskólinn á Reyðarfirði og grunnskólinn á Eskifirði verða lokaðir út vikuna vegna þessa.

Innlent
Fréttamynd

149 greindust innan­lands

149 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 69 af þeim 149 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 46 prósent. 80 voru utan sóttkvíar, eða 54 prósent.

Innlent
Fréttamynd

Bólusett í Laugardalshöll fram að áramótum

Bólusett verður í Laugardalshöll fram að áramótum, alla virka daga nema 17. desember, á Þorláksmessu, aðfangadag og gamlársdag. Um er að ræða breytingu á fyrirhuguðu fyrirkomulagi en til stóð að flytja bólusetningarnar að Suðurlandsbraut um miðjan mánuð.

Innlent
Fréttamynd

Öll verstu mis­tök ársins

Mis­tök geta verið alls­konar; al­var­leg, kald­hæðnis­leg, grát­leg og jafn­vel fyndin! En það góða við mis­tök er að allir lenda í þeim ein­hvern tíma á lífs­leiðinni.

Innlent
Fréttamynd

Einkenni smitaðra í Evrópu væg enn sem komið er

Ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar hefur nú greinst í 57 ríkjum heims og heldur áfram að dreifast hratt í Suður-Afríku. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin segir þó of snemmt að spá um áhrif afbrigðisins í heiminum, þar sem delta sé víðast hvar enn ráðandi.

Erlent
Fréttamynd

121 þúsund manns hafa mætt í örvunar­bólu­setningu

Örvunarskammtur af bóluefni Pfizer þykir veita góða vernd gegn ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar. Þetta sýna nýjar rannsóknir fyrirtækisins. Sóttvarnalæknir segir ávinning af örvunarskammti ótvíræðan en skiptar skoðanir eru meðal almennings um hvort sérreglur eigi að gilda fyrir bólusetta.

Innlent
Fréttamynd

Átta leikmenn Spurs smitaðir

Átta leikmenn og fimm úr starfsliði Tottenham hafa greinst með kórónuveiruna. Antonio Conte, knattspyrnustjóri Spurs, staðfesti þetta á blaðamannafundi í dag.

Enski boltinn