Litlar forsendur fyrir tilslökunum fyrir jól Snorri Másson skrifar 14. desember 2021 12:05 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að faglegar forsendur gætu verið fyrir því að þríbólusettir fái að sleppa við hraðpróf. Það sé þó stjórnvalda að taka ákvörðun um allt slíkt. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir telur að óbreyttu líklegt að þær takmarkanir sem nú eru í gildi vari fram yfir jól. Hvorki forsætis- né heilbrigðisráðherra eru spenntir fyrir sérréttindum fyrir bólusetta eins og komið hefur verið á mjög víða í Evrópu. Sóttvarnalæknir telur faglegar forsendur fyrir því að ræða sérréttindi til handa þeim sem fengið hafa örvunarbólusetningu, en segir það stjórnmálamanna að taka ákvörðunina. „Ég hef aldrei verið sérstaklega hlynntur því að vera með einhverjar þvinganir fyrir fólk að mæta í bólusetningu. Fólk verður að vega það og meta sjálft. Við erum að benda á kostina við það, kostirnir eru fyrst og fremst þeir að þeir sem hafa fengið örvunarbólusetningu eru miklu betur varðir gegn þessari sýkingu og miklu ólíklegri þess vegna að smita aðra,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Jólin eru fram undan og margir spyrja sig hvort ástandið verði óbreytt fram yfir jól. „Ég myndi segja að við erum á mjög viðkvæmum tíma núna. Faraldurinn er ekki að fara niður hjá okkur núna. Staðan er heldur skárri á spítalanum og kúrfan er heldur að fara upp á við kannski ef við skoðum fjórtán daga nýgengi. Þannig að ég get ekki séð ef við horfum á það að það sé mikið pláss að rýmka mikið til,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Möguleikar á valkvæðum leiðum Heilbrigðisráðherra er ekki spenntur fyrir sérréttindum fyrir bólusetta. „Sóttvarnalæknir hefur auðvitað horft til þessara hluta vegna þess að það er hans hlutverk að veita okkur ráð í þeim efnum. En ég hef verið alveg skýr með að mér hugnast það ekki að vera að skilja á milli hópa vegna þess að fólk getur bara af mörgum ólíkum ástæðum, meðal annars læknisfræðilegum, ekki þegið bólusetningu. Og við þurfum að vera ein þjóð í einu landi í þessum efnum eins og öðrum,“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra hugnast að sögn ekki að fara að loka fólk inni ef það er óbólusett eins og til dæmis stendur til í Austurríki. Hún útilokar þó ekki að farin verði sú leið að þeir sem verði komin með þrjár sprautur geti til dæmis mögulega sloppið við hraðpróf fyrir viðburði. „Meginmarkmið mitt er að við séum með sömu reglur fyrir okkur öll en það kunna að vera einhverjir möguleikar á að hafa valkvæðar leiðir eins og við erum nú þegar að gera á landamærunum,“ segir forsætisráðherra. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir 147 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær 147 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 53 af þeim 147 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 36 prósent. Er hlutfallið mun lægra en verið hefur síðustu daga. 93 voru utan sóttkvíar, eða 64 prósent. 14. desember 2021 10:22 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Sjá meira
Sóttvarnalæknir telur faglegar forsendur fyrir því að ræða sérréttindi til handa þeim sem fengið hafa örvunarbólusetningu, en segir það stjórnmálamanna að taka ákvörðunina. „Ég hef aldrei verið sérstaklega hlynntur því að vera með einhverjar þvinganir fyrir fólk að mæta í bólusetningu. Fólk verður að vega það og meta sjálft. Við erum að benda á kostina við það, kostirnir eru fyrst og fremst þeir að þeir sem hafa fengið örvunarbólusetningu eru miklu betur varðir gegn þessari sýkingu og miklu ólíklegri þess vegna að smita aðra,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Jólin eru fram undan og margir spyrja sig hvort ástandið verði óbreytt fram yfir jól. „Ég myndi segja að við erum á mjög viðkvæmum tíma núna. Faraldurinn er ekki að fara niður hjá okkur núna. Staðan er heldur skárri á spítalanum og kúrfan er heldur að fara upp á við kannski ef við skoðum fjórtán daga nýgengi. Þannig að ég get ekki séð ef við horfum á það að það sé mikið pláss að rýmka mikið til,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Möguleikar á valkvæðum leiðum Heilbrigðisráðherra er ekki spenntur fyrir sérréttindum fyrir bólusetta. „Sóttvarnalæknir hefur auðvitað horft til þessara hluta vegna þess að það er hans hlutverk að veita okkur ráð í þeim efnum. En ég hef verið alveg skýr með að mér hugnast það ekki að vera að skilja á milli hópa vegna þess að fólk getur bara af mörgum ólíkum ástæðum, meðal annars læknisfræðilegum, ekki þegið bólusetningu. Og við þurfum að vera ein þjóð í einu landi í þessum efnum eins og öðrum,“ segir Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.Vísir/Vilhelm Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra hugnast að sögn ekki að fara að loka fólk inni ef það er óbólusett eins og til dæmis stendur til í Austurríki. Hún útilokar þó ekki að farin verði sú leið að þeir sem verði komin með þrjár sprautur geti til dæmis mögulega sloppið við hraðpróf fyrir viðburði. „Meginmarkmið mitt er að við séum með sömu reglur fyrir okkur öll en það kunna að vera einhverjir möguleikar á að hafa valkvæðar leiðir eins og við erum nú þegar að gera á landamærunum,“ segir forsætisráðherra.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir 147 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær 147 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 53 af þeim 147 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 36 prósent. Er hlutfallið mun lægra en verið hefur síðustu daga. 93 voru utan sóttkvíar, eða 64 prósent. 14. desember 2021 10:22 Mest lesið Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Fleiri fréttir Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Óvissustig vegna snjóflóðahættu í Ólafsfjarðarmúla Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Óttast afleiðingar þess að fjársterkari kaupendur sitji einir að markaðnum Fermingarfræðslan umdeilda stappi nærri sturlun Fundi frestað þar til á morgun Stopp á fasteignamarkaði, Miðflokkur á flugi og fegurðarsamkeppni Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Flugvél snúið til Keflavíkur vegna bilunar Skipta út hraðhleðslustöðinni vegna bilunar Verktakar hyggjast leita réttar síns eftir að ríkið rifti samningi Fuglaflensa greinist í refum Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Eyvindur tekur varanlegt sæti í Landsrétti Hlýða á kröfu um mun þyngri refsingu tvíburanna og Samúels Jóa Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Hefði haldið að Halla gæti vitnað í aðra en Maó og hans líka Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Sjá meira
147 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær 147 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 53 af þeim 147 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 36 prósent. Er hlutfallið mun lægra en verið hefur síðustu daga. 93 voru utan sóttkvíar, eða 64 prósent. 14. desember 2021 10:22