Eldri borgarar

Fréttamynd

Al­þjóð­legi ó­ráðs­dagurinn

Í dag er alþjóðlegi óráðsdagurinn haldinn hátíðlega víða um heim. Af þessu tilefni verður haldið málþing um óráð á Landspítalanum og það verður á opnu streymi á facebook síðu Landspítalans og öllum velkomið að fylgjast með.

Skoðun
Fréttamynd

102 ára ljóðskáld á Eyrarbakka

Þrátt fyrir að Guðrún Valdimarsdóttir á Eyrarbakka sé orðinn 102 ára þá lætur hún ekki deigan síga þegar ljóð og kvæði eru annars vegar því hún þylur þau öll upp af mikilli innlifun. Hún segist ekkert finna fyrir því að vera orðin svona gömul.

Innlent
Fréttamynd

Ingi­björg á­fram for­maður FEB

Ingibjörg H. Sverrisdóttir var í gær endurkjörin formaður Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni (FEB) á aðalfundi félagsins sem haldinn var í Gullhömrum í Reykjavík í gær.

Innlent
Fréttamynd

Þor­kell dregur fram­boðið til baka í kjöl­far „rætinnar gagn­rýni“

Þorkell Sigurlaugsson hefur ákveðið að draga framboð sitt til formanns Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrennis (FEB) til baka. Hann segir að eftir umhugsun og samtöl við stuðningsfólk hafi honum ekki þótt við hæfi að bjóða sig fram gegn sitjandi formanni og þá hafi hann ekki viljað trufla framboð sitt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar þar sem hann sækist eftir 2. sæti.

Innlent
Fréttamynd

Fjáröflunin í Vinabæ snerist upp í andhverfu sína eftir hrunið

Guðlaugur Friðgeir Sigmundsson, framkvæmdastjóri Vinabæjar sem stóð fyrir bingókvöldum í Skipholti 33 í rúma þrjá áratugi, segir marga ekki gera sér grein fyrir ástandinu í þjóðfélaginu. Þar séu margir einstæðingar og hluti þeirra sem sótt hafi bingó í Vinabæ hafi varla farið út fyrir hússins dyr, nema til að fara í bingó.

Innlent
Fréttamynd

For­dæma­lausir tímar – af­burða árangur

Nú eru tvö ár frá því að við starfsmenn hjúkrunarheimila og annarra stofnana í heilbrigðiskerfinu tókumst á við fyrstu aðgerðir okkar til varnar heimilisfólki hjúkrunarheimila landsins og öðrum sem þiggja þjónustu velferðarkerfisins gagnvart Covid-19.

Skoðun
Fréttamynd

Hópur eldri borgara rekinn uppúr heitum potti

Þorgrímur Þráinsson rithöfundur, sem hefur lengi hefur verið einhvers konar táknmynd þess að vera góður og gegn löghlýðinn borgari, játaði óvænt á sig það sem hann flokkar sem borgaralega óhlýðni. 

Lífið
Fréttamynd

Hugsum vel um eldri íbúa

Það er gæfa að eldast. Flestir sem komnir eru yfir miðjan aldur taka hverju ári fagnandi. Aldur er að mörgu leyti afstæður og snýst ekki endilega um tölu heldur hvernig fólki líður.

Skoðun
Fréttamynd

Njótum efri áranna

Eldri borgarar eru langt frá því að vera einsleitur hópur einstaklinga sem náð hefur ákveðnum aldri. Árafjöldi er einfaldlega ekki besti mælikvarðinn á hvort einstaklingar teljast aldraðir.

Skoðun
Fréttamynd

Á gæða­eftir­litið ekki við um fólk?

Ég naut þeirra forréttinda að fá að alast upp á heimili þar sem afi minn og amma bjuggu einnig. Ég man eftir því að hafa læðst upp í rúm til þeirra og hjúfrað mig að ömmu, stungið tánum á milli fótanna á henni en þá sagði hún ,, Ó þetta eru eins og frostkúlur.”

Skoðun
Fréttamynd

Hóta að loka hjúkrunar­heimilinu vegna ó­full­nægjandi bruna­varna

Hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri verður lokað af slökkviliðinu í bænum verði ekki ráðist í endurbætur á brunavörnum hússins fyrir 25. febrúar næstkomandi. Bæjarstjórinn segir að undirbúningur að úrbótum sé þegar hafinn og að ekki sé reiknað með að slökkviliðið munu neyðast til að loka hjúkrunarheimilinu.

Innlent
Fréttamynd

Hefur mjólkað kýr í 80 ár – Engin kulnun í starfi

Guðni Guðmundsson, bóndi á bænum Þverlæk í Holtum er sennilega sá maður á Íslandi, sem hefur mjólkað kýr hvað lengst, eða í átta tíu ár. Guðni, sem er áttatíu og átta ára í dag fer í fjós á hverjum degi alla daga vikunnar.

Innlent
Fréttamynd

Ó­sann­gjörn hækkun líf­eyris­töku­aldurs

Ávöxtun lífeyrissjóða hefur verið mjög góð undanfarin þrjú ár, langt umfram 3,5% viðmiðið þeirra, ef marka má fréttir frá Landssamtökum lífeyrissjóðanna. Þetta eru jákvæðar fréttir og þó ekkert sé tryggt um framtíðina hlýtur þessi ávöxtun að gefa góða von um að 3,5% meðalávöxtun standist til lengri tíma.

Skoðun
Fréttamynd

27 í­búar greinst í hóp­sýkingu á Grund

27 heimilismenn á hjúkrunarheimilinu Grund hafa greinst með Covid-19 síðustu daga. Fjórir starfsmenn hafa sömuleiðis greinst í tengslum við hópsýkinguna. Um er að ræða tæpan helming íbúa á 60 manna deild og heldur skimun áfram næstu daga.

Innlent
Fréttamynd

Syngjandi 85 ára flakari í Hafnarfirði

Magnús Þorsteinsson í Hafnarfirði er ekkert á því að slaka á eða taka því rólega á sínum eldri árum því hann er 85 ára gamall og vinnur við flökun alla daga í frystihúsi í bæjarfélaginu. Hann sér líka um að kenna erlendu starfsfólki að flaka. Þegar þannig liggur á Magnúsi þá brestur hann í söng í vinnslusalnum.

Innlent
Fréttamynd

Maggi Ei­ríks hvergi nærri hættur

Einn ástsælasti lagahöfundur þjóðarinnar, Magnús Eiríksson eða Maggi Eiríks, segist hvergi nærri hættur. Hann varð 76 ára gamall á síðasta ári og segir lykilatriði að spila á gítarinn á hverjum degi til að halda puttunum í lagi.

Lífið
Fréttamynd

Borða svið á Selfossi á aðfangadagskvöld

Reykdal Magnússon á Selfossi slær ekki slöku við því hann, sem er að verða 87 ára gengur 10 kílómetra á dag ganginn í blokkinni, þar sem hann býr. Hann notar peninga í göngunni og svo koma líka svið og rófustappa við sögu þegar Reykdal er annars vegar.

Innlent
Fréttamynd

Trygginga­stofnun hafði betur gegn Gráa hernum

Íslenska ríkið var sýknað í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli Gráa hersins gegn Tryggingastofnun. Grái herinn hefur þegar ákveðið að áfrýja málinu til Landsréttar og Hæstaréttar ef til þess kemur. 

Innlent
Fréttamynd

Leggur til byggð sérstaklega sniðna að eldri íbúum Reykjavíkur

Borgarfulltrúi Flokks fólksins leggur til að svæði innan borgarinnar verði skipulögð þannig að sérstök áhersla verði lögð á þarfir eldra fólks. Svæðin verði skilgreind fyrir sextíu ára og eldri og önnur fyrir 75 ára og eldri. Leggur til 2-3 þúsund sérbýli, minigolf, aðstöðu til heimahjúkrunar og skemmtilega garða. Tillagan er á dagskrá borgarstjórnar á morgun.

Innherji
Fréttamynd

Gamla fólkið á Höfn látið bíða inn á baðherbergi á meðan herbergisfélaginn deyr

Íbúar á hjúkrunarheimilinu Skjólgarði á Höfn í Hornafirði þurfa að deila herbergi og salerni með öðrum. Þá geta íbúarnir ekki tekið á móti aðstandendum í herbergin sín því þau eru svo lítil og vilji íbúarnir komast í sturtu þarf að panta það fyrir fram. „Þegar við liggjum svo banaleguna er herbergisfélagi okkar færður inn á baðherbergi svo við getum átt næði síðustu ævistundirnar með okkar ástvinum,“ segja íbúarnir meðal annars í opnu bréfi til heilbrigðisráðherra og ríkisstjórnarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Enn einu sinni

Enn einu sinni verður maður vitni af því þegar stjórnmálamaður sem er utan stjórnar skrifar hjartnæma grein um bág kjör aldraða og öryrkja.

Skoðun