Þeim fjölgar sem finnast löngu eftir andlát Hólmfríður Gísladóttir skrifar 22. nóvember 2023 07:09 Fleiri virðast glíma við félagslega einangrun og einmanaleika. Getty Þeim fjölgar ört sem látast á Englandi og í Wales en finnast ekki fyrr en löngu seinna, þannig að líkin eru farin að brotna niður. Vísindamenn segja þáttum á borð við aukna félagslega einangrun um að kenna. Í mörgum, ef ekki flestum, tilvikum er um að ræða fólk sem deyr heima og finnst ekki fyrr en löngu seinna. Samkvæmt nýrri rannsókn eru karlar tvöfalt líklegri en konur til að finnast svo löngu eftir andlát að lík þeirra eru byrjuð að brotna niður. Vísindamennirnir segja aukninguna benda til þess að bæði formleg og óformleg samfélagsleg stuðningsnet séu ekki jafn öflug og þau voru. Þá liggi beint við að rekja þá staðreynd að fólk sé að finnast dögum, vikum, mánuðum og jafnvel árum eftir andlát til einhvers konar vanrækslu en frekari rannsókna sé þörf. Í niðurstöðunum er meðal annars komið inn á andlát tveggja kvenna; Lauru Winham, sem var 38 ára og glímdi við alvarleg andleg veikindi og fannst ekki fyrr en þremur árum eftir að hún lést, og Sheilu Seleoane, 61 árs, sem fannst á heimili sínu í Lundúnum tveimur árum eftir andlát. „Þessi rannsókn er mjög dapurleg lesning,“ segir Kamila Hawthorne, formaður læknasamtakanna Royal College of GPs. „Einmanaleiki er alltof algengur og þrátt fyrir að hann sé eitthvað sem allir aldurshópar upplifa þá getur hann verið sérstaklega erfiður eldra fólki. Áhrif hans á heilsu og lífsgæði fólks eru umtalsverð,“ segir hún. Þeir sem þjáist af einmanaleika séu mun líklegri en aðrir til að deyja fyrr. Hawthorne segir að á sama tíma og fólk lifi nú lengur þýði það að fleiri búi nú mögulega lengur við einangrun frá öðrum. Auðvelt sé að greina líkamleg og efnahagsleg vandamál fólks en ekki jafn auðvelt að koma auga á samfélagslega og andlega erfiðleika. Þess má geta að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin sagði í síðustu viku að einmanaleiki væri ógn við lýðheilsu. Eldri borgarar Heilbrigðismál Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Sjá meira
Í mörgum, ef ekki flestum, tilvikum er um að ræða fólk sem deyr heima og finnst ekki fyrr en löngu seinna. Samkvæmt nýrri rannsókn eru karlar tvöfalt líklegri en konur til að finnast svo löngu eftir andlát að lík þeirra eru byrjuð að brotna niður. Vísindamennirnir segja aukninguna benda til þess að bæði formleg og óformleg samfélagsleg stuðningsnet séu ekki jafn öflug og þau voru. Þá liggi beint við að rekja þá staðreynd að fólk sé að finnast dögum, vikum, mánuðum og jafnvel árum eftir andlát til einhvers konar vanrækslu en frekari rannsókna sé þörf. Í niðurstöðunum er meðal annars komið inn á andlát tveggja kvenna; Lauru Winham, sem var 38 ára og glímdi við alvarleg andleg veikindi og fannst ekki fyrr en þremur árum eftir að hún lést, og Sheilu Seleoane, 61 árs, sem fannst á heimili sínu í Lundúnum tveimur árum eftir andlát. „Þessi rannsókn er mjög dapurleg lesning,“ segir Kamila Hawthorne, formaður læknasamtakanna Royal College of GPs. „Einmanaleiki er alltof algengur og þrátt fyrir að hann sé eitthvað sem allir aldurshópar upplifa þá getur hann verið sérstaklega erfiður eldra fólki. Áhrif hans á heilsu og lífsgæði fólks eru umtalsverð,“ segir hún. Þeir sem þjáist af einmanaleika séu mun líklegri en aðrir til að deyja fyrr. Hawthorne segir að á sama tíma og fólk lifi nú lengur þýði það að fleiri búi nú mögulega lengur við einangrun frá öðrum. Auðvelt sé að greina líkamleg og efnahagsleg vandamál fólks en ekki jafn auðvelt að koma auga á samfélagslega og andlega erfiðleika. Þess má geta að Alþjóðaheilbrigðisstofnunin sagði í síðustu viku að einmanaleiki væri ógn við lýðheilsu.
Eldri borgarar Heilbrigðismál Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Fleiri fréttir Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Sjá meira