NEI, NEI og aftur NEI Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar 8. desember 2023 12:00 Sem þingmaður Flokks fólksins hef ég unnið að fjölda þingmála sem snerta hagsmuni aldraðra og öryrkja. Öll eru málin sjálfsögð sanngirnis og réttlætismál. Af öllum málum sem snerta þessa hópa þá er brýnast að bæta kjör þeirra sem lifa undir lágmarksframfærsluviðmiði félagsmálaráðuneytisins, eins og sjá má í sótsvartri skýrslu ÖBÍ sem var birt á dögunum. Ár eftir ár, hefur Flokkur fólksins lagt til að komið verði í veg fyrir vaxandi kjaragliðnun með frumvarpi um að fjárhæðir almannatrygginga skuli fylgja launavísitölu. En þá segja ríkistjórnaflokkanir NEI. Framsóknarflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstrihreyfing grænt framboð hafa margoft kosið gegn frumvarpi okkar um að leiðrétta kjaragliðnun og koma í veg fyrir vaxandi fátækt hjá þessum hópi. Undanfarin þrjú ár hefur þingheimur þó sammælst um að öryrkjar fái greiddan jólabónus og munu þeir til allrar hamingju fá sömu eingreiðslu fyrir þessi jól. Af óskiljanlegum ástæðum hafa stjórnarflokkarnir hins vegar greitt atkvæði gegn því að sárafátækt eldra fólk sem lifir eingöngu á almannatryggingakerfinu fái jólabónus. Svar stjórnarflokkanna er kjarnyrt; NEI! Fyrir komandi jól nemur jólabónusinn 66.381 krónum skatta og skerðingarlaust. Kostnaðurinn er örsmár í stóra samhenginu, eða rétt rúmar 140 milljónir. Ríkisstjórnin hefur fundið umtalsvert hærri fjárhæðir fyrir ýmis gæluverkefni. Í fyrra samþykkti ríkisstjórnin fjárheimildir fyrir 3 milljarða króna leiðtogafund Evrópuráðsins sem haldinn var á Íslandi síðasta vor. 16 milljarðar á ári fara nú í úrvinnslu umsókna hælisleitenda, málaflokkur sem kostaði 500 milljónir fyrir ekki svo löngu síðan. Ný og stórkostleg húsakynni banka, ráðuneyta og Alþingis kosta fleiri milljarða. Jafnvel er farið fram á hundrað milljón krónu styrk til vellauðgura stórfyrirtækja eins og Samherja til breyta ísfisktogara félagsins svo skipið geti nýtt „grænt rafeldsneyti“, þrátt fyrir að Samherji hafi alla burði til að greiða fyrir orkuskiptin sjálfir. Eldra fólk sem hefur ekkert annað sér til framfærslu en greiðslur almannatrygginga býr við algjöra neyð. Flokkur fólksins mun aftur í næstu viku leggja fram breytingartillögu um að veita verst setta eldra fólkinu jólabónus eins og öryrkjar fá. Sjáum hvort að stjórnvöld sjái að sér eða segi aftur NEI. Höfundur er þingflokksmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Kristinsson Flokkur fólksins Málefni fatlaðs fólks Eldri borgarar Mest lesið Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað er mikilvægara en frelsið til að velja eigin lífslok? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Siðlaus markaðsvæðing í heilbrigðisþjónustu Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar Skoðun Sameining Almenna og Lífsverks Jón Ævar Pálmason skrifar Skoðun Hvenær verður aðgerðaleysi að refsiverðu broti? Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Nýja vaxtaviðmiðið: Lausn eða gildra fyrir heimilin? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Snorri, þú færð ekki að segja „Great Replacement“ og þykjast saklaus Ian McDonald skrifar Skoðun Frelsi til að taka góðar skipulagsákvarðanir Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Með eða á móti neyðarkalli? Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Þegar ráðin eru einföld – en raunveruleikinn ekki Karen Einarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn skrekkur í fullorðna fólkið? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Sem þingmaður Flokks fólksins hef ég unnið að fjölda þingmála sem snerta hagsmuni aldraðra og öryrkja. Öll eru málin sjálfsögð sanngirnis og réttlætismál. Af öllum málum sem snerta þessa hópa þá er brýnast að bæta kjör þeirra sem lifa undir lágmarksframfærsluviðmiði félagsmálaráðuneytisins, eins og sjá má í sótsvartri skýrslu ÖBÍ sem var birt á dögunum. Ár eftir ár, hefur Flokkur fólksins lagt til að komið verði í veg fyrir vaxandi kjaragliðnun með frumvarpi um að fjárhæðir almannatrygginga skuli fylgja launavísitölu. En þá segja ríkistjórnaflokkanir NEI. Framsóknarflokkurinn, Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstrihreyfing grænt framboð hafa margoft kosið gegn frumvarpi okkar um að leiðrétta kjaragliðnun og koma í veg fyrir vaxandi fátækt hjá þessum hópi. Undanfarin þrjú ár hefur þingheimur þó sammælst um að öryrkjar fái greiddan jólabónus og munu þeir til allrar hamingju fá sömu eingreiðslu fyrir þessi jól. Af óskiljanlegum ástæðum hafa stjórnarflokkarnir hins vegar greitt atkvæði gegn því að sárafátækt eldra fólk sem lifir eingöngu á almannatryggingakerfinu fái jólabónus. Svar stjórnarflokkanna er kjarnyrt; NEI! Fyrir komandi jól nemur jólabónusinn 66.381 krónum skatta og skerðingarlaust. Kostnaðurinn er örsmár í stóra samhenginu, eða rétt rúmar 140 milljónir. Ríkisstjórnin hefur fundið umtalsvert hærri fjárhæðir fyrir ýmis gæluverkefni. Í fyrra samþykkti ríkisstjórnin fjárheimildir fyrir 3 milljarða króna leiðtogafund Evrópuráðsins sem haldinn var á Íslandi síðasta vor. 16 milljarðar á ári fara nú í úrvinnslu umsókna hælisleitenda, málaflokkur sem kostaði 500 milljónir fyrir ekki svo löngu síðan. Ný og stórkostleg húsakynni banka, ráðuneyta og Alþingis kosta fleiri milljarða. Jafnvel er farið fram á hundrað milljón krónu styrk til vellauðgura stórfyrirtækja eins og Samherja til breyta ísfisktogara félagsins svo skipið geti nýtt „grænt rafeldsneyti“, þrátt fyrir að Samherji hafi alla burði til að greiða fyrir orkuskiptin sjálfir. Eldra fólk sem hefur ekkert annað sér til framfærslu en greiðslur almannatrygginga býr við algjöra neyð. Flokkur fólksins mun aftur í næstu viku leggja fram breytingartillögu um að veita verst setta eldra fólkinu jólabónus eins og öryrkjar fá. Sjáum hvort að stjórnvöld sjái að sér eða segi aftur NEI. Höfundur er þingflokksmaður Flokks fólksins.
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Rangar fullyrðingar um erlenda háskólanema við íslenska háskóla Ólafur Páll Jónsson,Brynja Elísabeth Halldórsdóttir,Jón Ingvar Kjaran,Susan Elizabeth Gollifer skrifar
Skoðun Leikskólagjöld áfram lægst í Mosfellsbæ Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir Skoðun