Þýski handboltinn

Fréttamynd

Þrír íslenskir sigrar í þýska boltanum í dag

Það var fjöldinn allur af Íslendingum í eldlínunni í þýska handboltanum í dag. Ómar Ingi Magnússon og Gísli Þorgeir Kristjánsson unnu fimm marka sigur með Magdeburg, Bjarki Már Elísson var næst markahæstur í naumum sigri Lemgo og Ýmir Örn Gíslason og félagar í Rhein-Neckar Löwen unnu sjö marka sigur.

Handbolti
Fréttamynd

Landsliðsmenn í eldlínunni

Viggó Kristjánsson skoraði fjögur mörk fyrir Stuttgart er liðið vann 27-23 sigur á Balingen í Íslendingaslag í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Handbolti
Fréttamynd

Melsungen staðfestir komu Elvars

Íslenski landsliðsmaðurinn Elvar Örn Jónsson hefur gengið frá tveggja ára samningi við þýska úrvalsdeildarfélagið MT Melsungen en félagið staðfestir komu hans á heimasíðu sinni í dag.

Handbolti
Fréttamynd

Alfreð vill fækka liðum

Alfreð Gíslason, landsliðsþjálfari Þýskalands, segir að það bitni til að mynda á þýska landsliðinu hve þétt leikjadagskráin sé í efstu deild Þýskalands í handbolta. Hann er á leið í leiki sem ráða því hvort Þýskaland spilar á Ólympíuleikunum í Tókýó.

Handbolti
Fréttamynd

Göppingen hafði betur þegar þeir heimsóttu Rhein-Neckar Löwen í Íslendingaslag

Rhein-Neckar Löwen fékk Göppingen í heimsókn í stórskemmtilegum leik í þýsku deildinni í kvöld. Þrír íslenskir leikmenn leika með þessum tveim liðum. Ýmir Örn Gíslason spilar fyrir Rhein-Neckar Löwen, en í herbúðum Göppingen eru þeir Gunnar Steinn Jónsson og Janus Daði Smárason. Janus Daði er að glíma við meiðsli og kom ekki við sögu í kvöld. Gunnar Steinn og Ýmir Örn skoruðu sitt markið hvor.

Handbolti
Fréttamynd

Arnór setti sjö í sigri Bergischer

Arnór Þór Gunnarsson og félagar í Bergischer fengu Hannover-Burgdorf í heimsókn í kvöld og unnu fjögurra marka sigur. Arnór Þór var markahæsti maður vallarins með sjö mörk.

Handbolti
Fréttamynd

Landin ekki á leið í stjörnu­lið Ála­borgar

Danski landsliðsmarkvörðurinn Niklas Landin Jacobsen hefur framlengt samning sinn við þýska úrvalsdeildarfélagið THW Kiel. Er hann nú samningsbundinn til 30. janúar árið 2025. Þetta vekur athygli þar sem talið að hann væri á leið heim.

Handbolti
Fréttamynd

Bjarki Már kennir fólki að vippa

Bjarki Már Elísson, landsliðsmaður í handbolta, veit sannarlega hvað hann syngur þegar kemur að því að skora mörk. Hann miðlar af þekkingu sinni í því að klára færin sín úr horninu í myndbandi sem birtist á Facebook-síðu þýsku úrvalsdeildarinnar.

Handbolti
Fréttamynd

Bjarki Már heldur tryggð við Lemgo

Bjarki Már Elísson, landsliðsmaður í handbolta, hefur framlengt samning sinn við þýska úrvalsdeildarliðið Lemgo. Nýi samningurinn gildir til loka júní 2022.

Handbolti