Vart þarf að kynna hinn 48 ára gamla Ólaf Stefánsson fyrir landi og þjóð. Einn af okkar albestu íþróttamönnum fyrr og síðar og einn besta handknattleiksmann fyrr og síðar. Hann hafði ekki þjálfað í þónokkur ár þegar hann fékk tilboð frá Erlangen.
„Það hefur gengið þokkalega. Lært mikið og held ég hafi bara gert gott mót þessa fyrstu fjóra mánuði. Ég framlengdi um eitt ár en tek þessu hægt og rólega.“
„Alveg smá ryð en það gerðist hratt. Að vera aðstoðarþjálfari en samt fékk í rauninni strax hlutverk og tók vörnina, varnarþjálfun og allt það yfir svo ég fór hratt í djúpu laugina,“ bætti Ólafur við að endingu.
Viðtalið við Ólaf má sjá í heild sinni hér að neðan en hann er hér á landi vegna MasterCoach-námskeiðs en um er að ræða hæstu gráðu handboltaþjálfunar. Erlangen endaði í 12. sæti þýsku úrvalsdeildarinnar á nýafstaðinni leiktíð.