Handbolti

Guðjón Valur fær rós í hnappagatið

Hjörvar Ólafsson skrifar
Guðjón Valur Sigurðsson hefur farið vel af stað á þjálfaraferli sínum. 
Guðjón Valur Sigurðsson hefur farið vel af stað á þjálfaraferli sínum.  Vísir/Getty

Guðjón Valur Sigurðsson, þjálfari Gummersbach, er þjálfari ársins í þýsku B-deildinni í handbolta karla.

Það eru kollegar Guðjóns Vals í deildinni sem hafa kosningarétt í valinu en kunngjört var um niðurstöðu kosningarinnar í dag. 

Gummersbach tryggði sér sæti í efstu deild á næsta keppnistímabili fyrir um það bil mánuði síðan en lokaumferð B-deildarinnar fór fram í kvöld.

Guðjón Valur tók við stjórn Gummersbach eftir að hann hætti handboltaiðkun sinni sumarið 2020 og á síðustu leiktíð var liðið nálægt því að komast í deild þeirra bestu. 

Lærisveinar Guðjóns Vals höfðu töluverða yfirburði í B-deildinni á þessari leiktíð en með liðinu leika Elliði Snær Viðarsson og Hákon Daði Styrmisson. 

Hákon Daði sleit krossband í desember en undir lok þess mánaðar gekk Óðinn Þór Ríkharðsson til liðs við Gummersbach og lék sem lánsmaður hjá liðinu í nokkrar vikur. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×