Sjálfstæðisflokkurinn

Fréttamynd

For­maður Mið­flokksins er opinn fyrir sér­lögum um virkjanir

Almenn samstaða virðist ríkja milli stjórnmálaflokkanna um mikilvægi þess að afla frekari grænnar orku, sé tekið mið af svörum oddvita þeirra í könnun sem Samtök atvinnulífsins lögðu fyrir þá í aðdraganda kosningafundar. Formenn Miðflokks, Sjálfstæðisflokks, Viðreisnar og Samfylkingar eru áfram um að einfalda leyfisveitingarferlið til orkuöflunar, en á ólíkum forsendum þó.

Innherji
Fréttamynd

Pall­borðið: Hvaða lausnir bjóða flokkarnir?

Í kosningapallborði fréttastofunnar í dag er rætt við frambjóðendur þeirra flokka sem fengju einna flest þingsæti á Alþingi samkvæmt könnunum, sumir hafa verið að sækja á en fylgi annarra að dala. Þátturinn verður í beinni útsendingu og hefst klukkan 14.

Innlent
Fréttamynd

Er húsið tómt?

Í aðdraganda kosninga er eðlilega bitist um leiðina fram á við. Þar eru línur nú hratt að skýrast. Við tölum fyrir sígandi lukku, lægri álögum, minni ríkisrekstri og meira frelsi til atvinnu og athafna.

Skoðun
Fréttamynd

Tálbeitan var með einka­bíl­stjóra og gisti á Edition

Jón Gunnarsson, fulltrúi ráðherra í matvælaráðuneytinu, segir tálbeitu á vegum Heimildarinnar hafa verið ekið um á drossíu af einkabílstjóra og gist á Edition hótelinu á meðan hún njósnaði um son hans. Samkvæmt heimildum Vísis var tálbeitan ekki á vegum Heimildarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Hægri­flokkarnir boða ó­jöfnuð fyrir ís­lenska skóla

Nú styttist í kosningar og einhverjir stjórnmálaflokkar keppast við að bjóða upp á einfaldar lausnir við flóknum vandamálum. Hægriflokkarnir hafa nú skyndilega fundið mikla ástríðu fyrir menntakerfinu – og þá helst á forsendum afkasta, árangurs og samræmdra prófa. Þegar lagst er yfir þessar tillögur af hægri vængnum er óhætt að fullyrða að hér sé ekkert nýtt undir sólinni. Allt eru þetta skyndilausnir sem hafa margar verið reyndar áður á vakt hægrimanna erlendis, með vægast sagt vondum árangri.

Skoðun
Fréttamynd

Segir hafa verið njósnað um son hans

Jón Gunnarsson, fulltrúi ráðherra í matvælaráðuneytinu, segir blaðamenn á Heimildinni hafa sett á svið blekkingarleik til þess að safna upplýsingum um hvalveiðar í gegnum son hans.

Innlent
Fréttamynd

Ó­heiðar­legur óska­listi Sjálf­stæðis­flokksins

Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Sjálfstæðisflokksins, fékk það mikilvæga verkefni í hendurnar að útbúa uppfærða aðgerðaáætlun í loftslagsmálum. Hún átti að vera metnaðarfull og trúverðug og fékk hann tæp þrjú ár til verksins. Næstum þúsund daga.

Skoðun
Fréttamynd

Bjarni segir vinnu­markaðslöggjöfina vera í „á­kveðnum ó­göngum“

Umbætur á vinnumarkaðsmódelinu myndu leiða af sér stöðugleika í ríkisfjármálunum, að sögn framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Forsætisráðherra telur of langt gengið þegar stéttarfélög geta tekið einstaka vinnustaði „í gíslingu“ og vill sjá breytingar á valdheimildum ríkissáttasemjara á meðan formaður Samfylkingarinnar er opin fyrir skrefum í þá átt í sátt við verkalýðshreyfinguna.

Innherji
Fréttamynd

Þakkir til þjóðar

10. nóvember er runninn upp og ég veit ekki hvernig mér á að líða. Frá því að ég sat í sal Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í New York fyrir ári síðan að hlusta á fulltrúa Palestínu og Ísraels að tala sínu máli um leið og ég fylgdist með í símanum þeim ósköpum sem raungerðust í Grindavík hefur svo margt gerst.

Skoðun
Fréttamynd

Er píparinn þinn skattsvikari?

"Lokum ehf-gatinu með aðferðum sem tíðkast á hinum Norðurlöndunum til að koma í veg fyrir að launagreiðslur séu ranglega taldar fram sem fjármagnstekjur."

Skoðun
Fréttamynd

Ó­á­byrgt að af­skrifa kíló­metra­gjaldið

Þingmaður Vinstri grænna og meðlimur í fjárlaganefnd segir óábyrgt af formanni nefndarinnar að lýsa yfir því að honum þyki það ólíklegt að frumvarp um kílómetragjald nái í gegn fyrir kosningar. Umræðu um málið sé hvergi nærri lokið.

Neytendur
Fréttamynd

Sá „ó­háði“ kemur til byggða

Líkt og jólasveinar koma gjarnan til byggða í desember, þá birtist ávallt hinn „óháði“ fræðimaður prófessor emeritus Stefán Ólafsson í undanfara þingkosninga. Ólíkt jólasveinunum, sem alla jafna leika á alls oddi, hefur „óháði“ fræðimaðurinn allt á hornum sér. Að minnsta kosti hvað Sjálfstæðisflokkinn varðar.

Skoðun
Fréttamynd

Við­reisn á flugi í nýrri Maskínukönnun

Viðreisn er á mikilli siglingu samkvæmt nýrri könnun Maskínu og ekki er marktækur munur á fylgi hennar og Samfylkingarinnar. Prófessor í stjórnmálafræði segir hættu á að metfjöldi atkvæða falli niður dauður.

Innlent
Fréttamynd

„Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“

Fida Abu Libdeh, framkvæmdastjóri GeoSilica sem fluttist á unglingsárum til Íslands frá Palestínu, segist vera dæmi um barn sem tók ekki í höndina á kvenkennara sínum. Sé rétt staðið að málum gæti barn sem ekki taki í höndina á kennara sínum einn daginn náð langt, jafnvel orðið formaður Sjálfstæðisflokksins.

Innlent
Fréttamynd

Ör­væntingar­fullur maður sker út gras­ker

Nú er kosningabarátta. Það sést best á allskyns greinum og mis skondnum myndböndum þar sem Sjálfstæðisflokkurinn er að reyna að hræða kjósendur til að kjósa sig. Um kunnuglega taktík er að ræða.

Skoðun
Fréttamynd

Sjálf­stæðis­menn vilja taka upp sam­ræmd próf

Meðal aðgerða í menntamálum sem Sjálfstæðisflokkurinn kynnti í dag er að taka upp samræmd próf í grunnskólum á ný. Markmiðið með aðgerðunum er einfalt, að allir nemendur eigi að geta lesið og skilið texta við hæfi eftir yngsta stig grunnskólans í stað þess að stór hluti ráði ekki við það.

Innlent
Fréttamynd

Berg­þór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga

Bergþór Ólason þingflokksformaður Miðflokksins hæðist að Bjarna Benediktssyni forsætisráðherra og Sigurði Inga Jóhannssyni fjármálaráðherra, formönnum Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins, í pistli í Morgunblaðinu í dag.

Innlent
Fréttamynd

Vits­muna­leg van­stilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna

Ég veit ekki hvort beri alvarlegri vott um vitsmunalega vanstillingu: að halda því fram að „sorgleg þróun í Bandaríkjunum eigi ekkert skylt við Ísland“, eða að standa í þeirri barnslegu trú að kvenréttindi séu óafturkræfur hlutur sem þurfi ekki að varðveita til að viðhalda.

Skoðun
Fréttamynd

Mann­úð­legri úr­ræði

Ísland stendur frammi fyrir vaxandi áskorunum þegar kemur að móttöku og meðferð hælisleitenda, einkum þeirra sem hafa fengið synjun á umsókn sinni og ber því að yfirgefa landið í samræmi við lög og alþjóðlegar skuldbindingar okkar. Þrátt fyrir árangur í málaflokknum er ljóst að okkur skortir enn brottfararúrræði sem tryggir heildstæða og skilvirka stjórn í útlendingamálum.

Skoðun