Akureyri Fimmtíu orðið fyrir ofbeldi af hendi fyrrverandi maka Hundrað og tíu manns leituðu til Bjarmahlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis á Akureyri, í fyrra samkvæmt ársskýrslu Bjarmahlíðar. Fimmtíu þolendur tilgreindu ofbeldi af hálfu fyrrverandi maka. Innlent 11.4.2021 12:59 Draumaaðstæður í Hlíðarfjalli í dag Aðstæður í Hlíðarfjalli í dag voru eins og draumi líkast og var fjölmennt í fjallinu þrátt fyrir að skíðasvæðið sé lokað. Fjöldi fólks hafði með sér sleða og skíði til að njóta sólarinnar sem sleikti hlíðarnar í dag. Lífið 10.4.2021 20:17 Telja prófahald stangast á við sóttvarnareglur: „HA hefur verið að draga lappirnar“ Nemendur í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri fengu í dag tölvupóst frá viðskiptadeildinni þar sem þeim var greint frá því að lokapróf deildarinnar muni fara fram í húsnæði skólans. Mikil óánægja ríkir meðal nemenda vegna þessa, enda aðeins tvær vikur í fyrstu lokapróf, og hafa nemendur tekið sig til og safnað undirskriftalista til þess að skora á yfirvöld skólans að halda fjarpróf. Innlent 8.4.2021 23:30 300 milljóna gjaldþrot Orange Project Gjaldþrot skrifstofuhótelsins Orange Project ehf. sem var með starfsemi í Reykjavík, Kópavogi og á Akureyri nam 329 milljónum króna. Ekkert fékkst upp í lýstar kröfur í þrotabúið. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag. Viðskipti innlent 7.4.2021 17:14 Opna Píeta hús á Akureyri í sumar Píeta samtökin munu opna sitt fyrsta útibú á landsbyggðinni í sumar þegar þau opna starfsstöð á Akureyri. Birgir Örn Steinarsson, sálfræðingur hjá Píeta samtökunum og listamaður, mun sinna stöðu forstöðumanns á Akureyri. Innlent 7.4.2021 14:03 Tekur við og heldur Fjällräven í Geysisfjölskyldunni Athafnakonan Rakel Þórhallsdóttir stefnir nú á opnun fataverslunarinnar Mt. Heklu við Skólavörðustíg 16 og Hafnarstræti á Akureyri. Stendur til að hefja reksturinn á næstu vikum en bæði rýmin hýstu áður verslanir Geysis. Viðskipti innlent 7.4.2021 10:07 „Svolítið sérstakt“ að horfa upp á auðar brekkur meðan fólk fjölmennir að gosinu Forstöðumaður Hlíðarfjalls segir sárt að horfa upp á auðar skíðabrekkur á meðan fólk fjölmennir að gosstöðvunum í Geldingadölum. Sóttvarnalæknir kallar eftir því að fólk bíði með að leggja leið sína að eldgosinu. Innlent 29.3.2021 19:18 Víða pottur brotinn í lögreglunáminu fyrir norðan Gæðaráð íslenskra háskóla segir lítið traust hægt að bera til Háskólans á Akureyri um að tryggja gæði lögreglunáms á háskólastigi og góða upplifun nemenda af náminu. Innlent 27.3.2021 13:28 Sýknudómur í máli Sjanghæ gegn Sunnu staðfestur Landsréttur hefur staðfest sýknudóm úr héraði í máli veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri á hendur Sunnu Valgerðardóttur fréttamanni, Magnúsi Geir Þórðarsyni fyrrverandi útvarpsstjóra og Ríkisútvarpinu. Dómur var kveðinn upp klukkan 14. Eigandi Sjanghæ krafðist miskabóta upp á þrjár milljónir. Fréttir 26.3.2021 16:06 Norðurslóðamiðstöð verður á Akureyri Það dylst engum að málefni Norðurslóða vega stöðugt þyngra í þjóðmálaumræðunni og líklega verða þau þungamiðja stjórnmálanna á þessari öld. Fyrir viku voru utanríkisráðherra færðar tillögur að nýrri stefnu Íslands í málefnum norðurslóða en í framhaldinu leggur ráðherra fram þingsályktunartillögu sem byggir á stefnunni. Skoðun 25.3.2021 15:31 Svæðisborgin Akureyri og menningarhlutverk hennar Um 80% landsmanna búa á áhrifasvæði höfuðborgarinnar á milli Hvítánna tveggja. Á Norðurlandi eystra búa um 9% landsmanna eða 43% þeirra sem ekki búa á áhrifasvæði höfuðborgarinnar. Segja má að Akureyri sé svæðisborg landshlutans. Þangað sækja íbúar ýmsa þjónustu, hvort sem er háskólanám eða læknisþjónustu, verslun eða menningu. Skoðun 24.3.2021 15:00 Sex piltar handteknir vegna alvarlegrar árásar á 16 ára dreng Sex piltar sem fæddir eru á árunum 2003 til 2005 voru handteknir á sunnudagskvöld vegna gruns um aðild að meiriháttar líkamsárás, ráni og eignaspjöllum á bílastæði við verslunarmiðstöðina Glerártorg á Akureyri. Innlent 23.3.2021 12:22 Koma upp tveimur vindmyllum og sólarorkuveri í Grímsey Fyrirhugað er að setja upp tvær vindmyllur og sólarorkuver í Grímsey á næstu mánuðum. Er það liður í aðgerðum Akureyrarbæjar þegar kemur að orkuskiptum í eynni, en reiknað er með að framkvæmdir hefjist í byrjun sumars. Innlent 18.3.2021 11:32 Vonast til að leysa deilur um uppbyggingu fjölbýlishúsa með íbúakosningu Íbúakosning mun fara fram í lok maí um tillögu að breytingu á aðalskipulagi fyrir Oddeyri á Akureyri. Var þetta samþykkt á fundi bæjarstjórnar í dag. Aðalskipulag svæðisins hefur reynst umdeilt í nokkurn tíma en sumir íbúar hafa gagnrýnt hugmyndir um byggingu hárra fjölbýlishúsa innan um lágreista byggð niðri við bryggjuna á Akureyri. Innlent 17.3.2021 00:24 Hafa áhuga á því að varðveita verk eftir Margeir fyrir norðan Í vikunni vakti athygli þegar að strætóskýli sem verið hefur við Njarðargötu í Reykjavík fékk nýtt heimili í Bankastræti. Lífið 12.3.2021 14:30 „Margt verið fullyrt í þessari umræðu sem er meira og minna rangfærslur“ Heilbrigðisráðherra segir margt hafa verið fullyrt um yfirtöku ríkisins á hjúkrunarheimilum sem standist ekki skoðun. Hún segir að ríkið verði að tryggja þjónustu nú þegar sveitarfélög hafi hafnað því að reka hjúkrunarheimili. Innlent 12.3.2021 12:18 „Fótboltastrákarnir á Akureyri hata mig, en ég hata þá alveg líka“ Patrekur Jaime hefur slegið í gegn í raunveruleikaþáttunum Æði á Stöð2+ en á dögunum lauk 2. seríu af þáttunum. Lífið 12.3.2021 11:31 Heimsmeistarinn þakklátur Sunnu fyrir að róa taugarnar Norski skíðakappinn Jarl Magnus Riiber fór heim með tvenn gullverðlaun og tvenn silfurverðlaun í norrænni tvíkeppni af heimsmeistaramótinu í norrænum greinum í Þýskalandi. Hann segir akureyska kærustu sína, Sunnu Margrétu Tryggvadóttur, og dótturina Ronju eiga sinn þátt í uppskerunni. Sport 8.3.2021 12:31 Áfengissalan gekk áfallalaust fyrir sig í Hlíðarfjalli Áfengissala hófst í Hlíðarfjalli um helgina og gátu gestir því fengið sér áfengan drykk í veitingasölunni. Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður segir daginn hafa gengið þokkalega heilt yfir þrátt fyrir örlitla byrjunarörðugleika. Innlent 6.3.2021 20:08 Auglýsti börnin sín á lausu: „Ég er bara að reyna að koma þeim út“ „Á LAUSU! Systkinin Edda Mjöll og Kristó Karls verða á Akureyri þessa helgina í leit að maka! Ég SKAL koma þeim út... kveðja pabbi.“ Lífið 6.3.2021 14:03 „Allt í lagi að taka feilspor, þá byrjar maður bara aftur“ „Ég veit eiginlega ekki hvar þetta byrjaði hjá mér, það var ekkert andlegt áfall eða neitt slíkt sem ýtti mér út í þetta óholla líferni. Ég er reyndar þeirrar trúar að ég sé með hægari brennslu en aðrir, en það breytir því ekki að mataræðið hjá mér var í rugli,“ segir Akureyringurinn Hallur Örn Guðjónsson sem starfar sem sorphirðumaður hjá Terra en Hallur er 37 ára. Lífið 6.3.2021 07:00 Lokuðu tveimur veitingahúsum á Akureyri Lögreglan á Norðurlandi eystra lokaði tveimur veitingahúsum í umdæminu í gærkvöldi. Öðru þeirra var lokað vegna útrunnins rekstrarleyfis en hinu vegna brots á sóttvarnalögum. Innlent 28.2.2021 08:16 Prentmet Oddi kaupir Ásprent Stíl Prentmet Oddi hefur keypt rekstur Ásprents Stíls á Akureyri og hyggst endurvekja rekstur þess í samstarfi við KEA. Prentmet Oddi hyggst efla límmiðaprentun sem og stafræna prentun Ásprents Stíls og verður tækjakostur starfseminnar efldur í því samhengi að því er segir í fréttatilkynningu. Viðskipti innlent 25.2.2021 16:20 „Í Covid eru margir að láta gamla drauma rætast“ „Það vilja allir spila á hljóðfæri því músík gefur svo mikið,“ segir Arnar Þór Gíslason framkvæmdastjóri Hljóðfærahússins í Reykjavík og Tónabúðarinnar á Akureyri. Atvinnulíf 21.2.2021 08:01 Skoða hvort börn hafi sætt illri meðferð á Laugalandi og Varpholti Ríkisstjórnin samþykkti í gær tillögu félags- og barnamálaráðherra um að það verði kannað hvort og þá í hvaða mæli börn sem voru vistuð á meðferðarheimilinu Varpholti og Laugalandi hafi sætt illri meðferð. Innlent 20.2.2021 11:28 Forstöðumaðurinn nýbúinn að frétta af tilslökunum Nýjar sóttvarnareglur fyrir skíðasvæði tóku óvænt gildi í morgun. Fréttirnar komu forstöðumanni Hlíðarfjalls í opna skjöldu enda bárust þær honum klukkan hálf tíu í morgun. Innlent 19.2.2021 12:11 130 liðsmenn norska flughersins á leið til landsins Alls munu um 130 liðsmenn norska flughersins annast loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland sem hefst eftir helgi. Innlent 19.2.2021 10:53 Akureyri er miðstöð Norðurslóðamála á Íslandi Nær aldarfjórðungur er liðinn síðan fyrsta norðurslóðastofnun Íslands, Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, hóf starfsemi sína á Akureyri og nær tveir áratugir frá því að nokkrar háskólastofnanir nyrst á norðurhveli jarðar tóku höndum saman og stofnuðu Háskóla norðurslóða, Háskólinn á Akureyri þar á með. Skoðun 16.2.2021 15:01 Myndband sýnir fyrirhugaða uppbyggingu í miðbæ Akureyrar Tillögur að uppbyggingu á lóðum við Austurbrú og Hafnarstræti í miðbæ Akureyrar liggja nú fyrir en þær voru til umfjöllunar í skipulagsráði bæjarins í gær. Þar var samþykkt að heimila forsvarsmönnum fjárfestingafélagsins Luxor ehf. að hefja vinnu við breytingar á deiliskipulagi í samráði við Akureyrarbæ. Myndband sem sýnir fyrirhugaða uppbyggingu var jafnframt birt í gær sem nálgast má neðar í fréttinni. Viðskipti innlent 12.2.2021 15:01 Ekið á gangandi vegfaranda á Akureyri Um eittleytið í dag varð umferðarslys á Glerárgötu við Grænugötu á Akureyri en ekið var á gangandi vegfaranda. Innlent 12.2.2021 14:23 « ‹ 32 33 34 35 36 37 38 39 40 … 56 ›
Fimmtíu orðið fyrir ofbeldi af hendi fyrrverandi maka Hundrað og tíu manns leituðu til Bjarmahlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis á Akureyri, í fyrra samkvæmt ársskýrslu Bjarmahlíðar. Fimmtíu þolendur tilgreindu ofbeldi af hálfu fyrrverandi maka. Innlent 11.4.2021 12:59
Draumaaðstæður í Hlíðarfjalli í dag Aðstæður í Hlíðarfjalli í dag voru eins og draumi líkast og var fjölmennt í fjallinu þrátt fyrir að skíðasvæðið sé lokað. Fjöldi fólks hafði með sér sleða og skíði til að njóta sólarinnar sem sleikti hlíðarnar í dag. Lífið 10.4.2021 20:17
Telja prófahald stangast á við sóttvarnareglur: „HA hefur verið að draga lappirnar“ Nemendur í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri fengu í dag tölvupóst frá viðskiptadeildinni þar sem þeim var greint frá því að lokapróf deildarinnar muni fara fram í húsnæði skólans. Mikil óánægja ríkir meðal nemenda vegna þessa, enda aðeins tvær vikur í fyrstu lokapróf, og hafa nemendur tekið sig til og safnað undirskriftalista til þess að skora á yfirvöld skólans að halda fjarpróf. Innlent 8.4.2021 23:30
300 milljóna gjaldþrot Orange Project Gjaldþrot skrifstofuhótelsins Orange Project ehf. sem var með starfsemi í Reykjavík, Kópavogi og á Akureyri nam 329 milljónum króna. Ekkert fékkst upp í lýstar kröfur í þrotabúið. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu í dag. Viðskipti innlent 7.4.2021 17:14
Opna Píeta hús á Akureyri í sumar Píeta samtökin munu opna sitt fyrsta útibú á landsbyggðinni í sumar þegar þau opna starfsstöð á Akureyri. Birgir Örn Steinarsson, sálfræðingur hjá Píeta samtökunum og listamaður, mun sinna stöðu forstöðumanns á Akureyri. Innlent 7.4.2021 14:03
Tekur við og heldur Fjällräven í Geysisfjölskyldunni Athafnakonan Rakel Þórhallsdóttir stefnir nú á opnun fataverslunarinnar Mt. Heklu við Skólavörðustíg 16 og Hafnarstræti á Akureyri. Stendur til að hefja reksturinn á næstu vikum en bæði rýmin hýstu áður verslanir Geysis. Viðskipti innlent 7.4.2021 10:07
„Svolítið sérstakt“ að horfa upp á auðar brekkur meðan fólk fjölmennir að gosinu Forstöðumaður Hlíðarfjalls segir sárt að horfa upp á auðar skíðabrekkur á meðan fólk fjölmennir að gosstöðvunum í Geldingadölum. Sóttvarnalæknir kallar eftir því að fólk bíði með að leggja leið sína að eldgosinu. Innlent 29.3.2021 19:18
Víða pottur brotinn í lögreglunáminu fyrir norðan Gæðaráð íslenskra háskóla segir lítið traust hægt að bera til Háskólans á Akureyri um að tryggja gæði lögreglunáms á háskólastigi og góða upplifun nemenda af náminu. Innlent 27.3.2021 13:28
Sýknudómur í máli Sjanghæ gegn Sunnu staðfestur Landsréttur hefur staðfest sýknudóm úr héraði í máli veitingastaðarins Sjanghæ á Akureyri á hendur Sunnu Valgerðardóttur fréttamanni, Magnúsi Geir Þórðarsyni fyrrverandi útvarpsstjóra og Ríkisútvarpinu. Dómur var kveðinn upp klukkan 14. Eigandi Sjanghæ krafðist miskabóta upp á þrjár milljónir. Fréttir 26.3.2021 16:06
Norðurslóðamiðstöð verður á Akureyri Það dylst engum að málefni Norðurslóða vega stöðugt þyngra í þjóðmálaumræðunni og líklega verða þau þungamiðja stjórnmálanna á þessari öld. Fyrir viku voru utanríkisráðherra færðar tillögur að nýrri stefnu Íslands í málefnum norðurslóða en í framhaldinu leggur ráðherra fram þingsályktunartillögu sem byggir á stefnunni. Skoðun 25.3.2021 15:31
Svæðisborgin Akureyri og menningarhlutverk hennar Um 80% landsmanna búa á áhrifasvæði höfuðborgarinnar á milli Hvítánna tveggja. Á Norðurlandi eystra búa um 9% landsmanna eða 43% þeirra sem ekki búa á áhrifasvæði höfuðborgarinnar. Segja má að Akureyri sé svæðisborg landshlutans. Þangað sækja íbúar ýmsa þjónustu, hvort sem er háskólanám eða læknisþjónustu, verslun eða menningu. Skoðun 24.3.2021 15:00
Sex piltar handteknir vegna alvarlegrar árásar á 16 ára dreng Sex piltar sem fæddir eru á árunum 2003 til 2005 voru handteknir á sunnudagskvöld vegna gruns um aðild að meiriháttar líkamsárás, ráni og eignaspjöllum á bílastæði við verslunarmiðstöðina Glerártorg á Akureyri. Innlent 23.3.2021 12:22
Koma upp tveimur vindmyllum og sólarorkuveri í Grímsey Fyrirhugað er að setja upp tvær vindmyllur og sólarorkuver í Grímsey á næstu mánuðum. Er það liður í aðgerðum Akureyrarbæjar þegar kemur að orkuskiptum í eynni, en reiknað er með að framkvæmdir hefjist í byrjun sumars. Innlent 18.3.2021 11:32
Vonast til að leysa deilur um uppbyggingu fjölbýlishúsa með íbúakosningu Íbúakosning mun fara fram í lok maí um tillögu að breytingu á aðalskipulagi fyrir Oddeyri á Akureyri. Var þetta samþykkt á fundi bæjarstjórnar í dag. Aðalskipulag svæðisins hefur reynst umdeilt í nokkurn tíma en sumir íbúar hafa gagnrýnt hugmyndir um byggingu hárra fjölbýlishúsa innan um lágreista byggð niðri við bryggjuna á Akureyri. Innlent 17.3.2021 00:24
Hafa áhuga á því að varðveita verk eftir Margeir fyrir norðan Í vikunni vakti athygli þegar að strætóskýli sem verið hefur við Njarðargötu í Reykjavík fékk nýtt heimili í Bankastræti. Lífið 12.3.2021 14:30
„Margt verið fullyrt í þessari umræðu sem er meira og minna rangfærslur“ Heilbrigðisráðherra segir margt hafa verið fullyrt um yfirtöku ríkisins á hjúkrunarheimilum sem standist ekki skoðun. Hún segir að ríkið verði að tryggja þjónustu nú þegar sveitarfélög hafi hafnað því að reka hjúkrunarheimili. Innlent 12.3.2021 12:18
„Fótboltastrákarnir á Akureyri hata mig, en ég hata þá alveg líka“ Patrekur Jaime hefur slegið í gegn í raunveruleikaþáttunum Æði á Stöð2+ en á dögunum lauk 2. seríu af þáttunum. Lífið 12.3.2021 11:31
Heimsmeistarinn þakklátur Sunnu fyrir að róa taugarnar Norski skíðakappinn Jarl Magnus Riiber fór heim með tvenn gullverðlaun og tvenn silfurverðlaun í norrænni tvíkeppni af heimsmeistaramótinu í norrænum greinum í Þýskalandi. Hann segir akureyska kærustu sína, Sunnu Margrétu Tryggvadóttur, og dótturina Ronju eiga sinn þátt í uppskerunni. Sport 8.3.2021 12:31
Áfengissalan gekk áfallalaust fyrir sig í Hlíðarfjalli Áfengissala hófst í Hlíðarfjalli um helgina og gátu gestir því fengið sér áfengan drykk í veitingasölunni. Brynjar Helgi Ásgeirsson forstöðumaður segir daginn hafa gengið þokkalega heilt yfir þrátt fyrir örlitla byrjunarörðugleika. Innlent 6.3.2021 20:08
Auglýsti börnin sín á lausu: „Ég er bara að reyna að koma þeim út“ „Á LAUSU! Systkinin Edda Mjöll og Kristó Karls verða á Akureyri þessa helgina í leit að maka! Ég SKAL koma þeim út... kveðja pabbi.“ Lífið 6.3.2021 14:03
„Allt í lagi að taka feilspor, þá byrjar maður bara aftur“ „Ég veit eiginlega ekki hvar þetta byrjaði hjá mér, það var ekkert andlegt áfall eða neitt slíkt sem ýtti mér út í þetta óholla líferni. Ég er reyndar þeirrar trúar að ég sé með hægari brennslu en aðrir, en það breytir því ekki að mataræðið hjá mér var í rugli,“ segir Akureyringurinn Hallur Örn Guðjónsson sem starfar sem sorphirðumaður hjá Terra en Hallur er 37 ára. Lífið 6.3.2021 07:00
Lokuðu tveimur veitingahúsum á Akureyri Lögreglan á Norðurlandi eystra lokaði tveimur veitingahúsum í umdæminu í gærkvöldi. Öðru þeirra var lokað vegna útrunnins rekstrarleyfis en hinu vegna brots á sóttvarnalögum. Innlent 28.2.2021 08:16
Prentmet Oddi kaupir Ásprent Stíl Prentmet Oddi hefur keypt rekstur Ásprents Stíls á Akureyri og hyggst endurvekja rekstur þess í samstarfi við KEA. Prentmet Oddi hyggst efla límmiðaprentun sem og stafræna prentun Ásprents Stíls og verður tækjakostur starfseminnar efldur í því samhengi að því er segir í fréttatilkynningu. Viðskipti innlent 25.2.2021 16:20
„Í Covid eru margir að láta gamla drauma rætast“ „Það vilja allir spila á hljóðfæri því músík gefur svo mikið,“ segir Arnar Þór Gíslason framkvæmdastjóri Hljóðfærahússins í Reykjavík og Tónabúðarinnar á Akureyri. Atvinnulíf 21.2.2021 08:01
Skoða hvort börn hafi sætt illri meðferð á Laugalandi og Varpholti Ríkisstjórnin samþykkti í gær tillögu félags- og barnamálaráðherra um að það verði kannað hvort og þá í hvaða mæli börn sem voru vistuð á meðferðarheimilinu Varpholti og Laugalandi hafi sætt illri meðferð. Innlent 20.2.2021 11:28
Forstöðumaðurinn nýbúinn að frétta af tilslökunum Nýjar sóttvarnareglur fyrir skíðasvæði tóku óvænt gildi í morgun. Fréttirnar komu forstöðumanni Hlíðarfjalls í opna skjöldu enda bárust þær honum klukkan hálf tíu í morgun. Innlent 19.2.2021 12:11
130 liðsmenn norska flughersins á leið til landsins Alls munu um 130 liðsmenn norska flughersins annast loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland sem hefst eftir helgi. Innlent 19.2.2021 10:53
Akureyri er miðstöð Norðurslóðamála á Íslandi Nær aldarfjórðungur er liðinn síðan fyrsta norðurslóðastofnun Íslands, Stofnun Vilhjálms Stefánssonar, hóf starfsemi sína á Akureyri og nær tveir áratugir frá því að nokkrar háskólastofnanir nyrst á norðurhveli jarðar tóku höndum saman og stofnuðu Háskóla norðurslóða, Háskólinn á Akureyri þar á með. Skoðun 16.2.2021 15:01
Myndband sýnir fyrirhugaða uppbyggingu í miðbæ Akureyrar Tillögur að uppbyggingu á lóðum við Austurbrú og Hafnarstræti í miðbæ Akureyrar liggja nú fyrir en þær voru til umfjöllunar í skipulagsráði bæjarins í gær. Þar var samþykkt að heimila forsvarsmönnum fjárfestingafélagsins Luxor ehf. að hefja vinnu við breytingar á deiliskipulagi í samráði við Akureyrarbæ. Myndband sem sýnir fyrirhugaða uppbyggingu var jafnframt birt í gær sem nálgast má neðar í fréttinni. Viðskipti innlent 12.2.2021 15:01
Ekið á gangandi vegfaranda á Akureyri Um eittleytið í dag varð umferðarslys á Glerárgötu við Grænugötu á Akureyri en ekið var á gangandi vegfaranda. Innlent 12.2.2021 14:23