Smástirni sprakk norður af Íslandi Árni Sæberg skrifar 12. mars 2022 10:43 Stjörnu-Sævar ásamt smástirni, þó ekki því sem sprakk í gærkvöldi. Vísir/Baldur/Getty Smástirni sprakk með krafti um þrjú þúsund tonna af dínamíti norðan Íslands í gærkvöldi. Sævar Helgi Bragason, betur þekktur sem Stjörnu-Sævar, greindi frá atburðinum á Facebook í morgun. Hann segir smástirnið hafa sprungið yfir hafi norðan Íslands um klukkan 21:23 í gærkvöldi. Í samtali við Vísi segir hann að erfitt sé að segja til um úr hverju smástirnið var en það hafi líklega verið úr venjulegu grjóti, svipuðu því sem finna má víða hér á landi. Hann segir stirnið ekki hafa verið stórt, um þrír til fjórir metrar að þvermáli eða svipað og venjulegur fólksbíll. Það hafi þó vegið ansi mikið enda var sprengingin gríðarmikil, til að líkja eftir henni þyrfti um tvö til þrjú þúsund tonn af dínamíti. Einungis fimmta skipti sem feigu smástirni er veitt heiti Athygli vekur að smástirnið fannst skömmu áður en það rakst á jörðina og var gefið skrárheitið 2022 EB5. Aðeins fjórum sinnum áður hefur smástirni verið uppgötvað áður en það skellur á jörðinni þrátt fyrir að það gerist um það bil vikulega. Árið 2008 uppgötvaðist smástirni fyrst skömmu áður en það skall á jörðinni en síðan þá hafa mennirnir vaktað himininn betur og fjögur bæst í hópinn. Smástirnið sem uppgötvaðist 2008 tilheyrir einmitt sama smástirnahópi og það sem sprakk í gærkvöldi. Smástirni úr hópi Apollo-jarðnándarsmástirnar skera reglulega braut jarðarinnar en þau eru svo lítil að engin hætta stafar af þeim, að sögn Sævars. Hefði ekki farið fram hjá nokkrum manni Sem áður segir sprakk smástirnið yfir hafi norður af Íslandi svo ólíklegt er að nokkur maður hafi séð það springa. Sævari hafa þó borist nokkur skilaboð frá fólki á Norðurlandi sem kveðst hafa orðið vart við einhvers konar blossa í gærkvöldi. Sævar Helgi segir það hefði verið mikið sjónarspil hefði smástirnið sprungið örlítið sunnar yfir Íslandi. Smástirnið hefði lýst upp næturhimininn, töluvert skærar en tunglið, og nokkrum mínútum eftir sprenginguna hefðu heyrst miklar drunur. Þá hefðu brot úr stirninu sáldrast yfir landið, án nokkurrar hættu þó. Hvað eru eiginlega smástirni? Smástirni eru litlir hnettir eða hnullungar úr bergi og/eða málmum á braut um sólina, að því er segir á Stjörnufræðivefnum, sem Sævar Helgi ritstýrir. Þau geta verið allt frá einum metra upp í tæplega eitt þúsund kílómetra að stærð og eru þar af leiðandi ekki nægilega stór til að teljast reikistjörnur. Stærsta smástirnið, Ceres, er þó einnig skráð sem dvergreikistjarna. Fréttin hefur verið uppfærð en upphaflega stóð að smástirnið hefði sprungið klukkan 22:25. Geimurinn Norðurþing Akureyri Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Sævar Helgi Bragason, betur þekktur sem Stjörnu-Sævar, greindi frá atburðinum á Facebook í morgun. Hann segir smástirnið hafa sprungið yfir hafi norðan Íslands um klukkan 21:23 í gærkvöldi. Í samtali við Vísi segir hann að erfitt sé að segja til um úr hverju smástirnið var en það hafi líklega verið úr venjulegu grjóti, svipuðu því sem finna má víða hér á landi. Hann segir stirnið ekki hafa verið stórt, um þrír til fjórir metrar að þvermáli eða svipað og venjulegur fólksbíll. Það hafi þó vegið ansi mikið enda var sprengingin gríðarmikil, til að líkja eftir henni þyrfti um tvö til þrjú þúsund tonn af dínamíti. Einungis fimmta skipti sem feigu smástirni er veitt heiti Athygli vekur að smástirnið fannst skömmu áður en það rakst á jörðina og var gefið skrárheitið 2022 EB5. Aðeins fjórum sinnum áður hefur smástirni verið uppgötvað áður en það skellur á jörðinni þrátt fyrir að það gerist um það bil vikulega. Árið 2008 uppgötvaðist smástirni fyrst skömmu áður en það skall á jörðinni en síðan þá hafa mennirnir vaktað himininn betur og fjögur bæst í hópinn. Smástirnið sem uppgötvaðist 2008 tilheyrir einmitt sama smástirnahópi og það sem sprakk í gærkvöldi. Smástirni úr hópi Apollo-jarðnándarsmástirnar skera reglulega braut jarðarinnar en þau eru svo lítil að engin hætta stafar af þeim, að sögn Sævars. Hefði ekki farið fram hjá nokkrum manni Sem áður segir sprakk smástirnið yfir hafi norður af Íslandi svo ólíklegt er að nokkur maður hafi séð það springa. Sævari hafa þó borist nokkur skilaboð frá fólki á Norðurlandi sem kveðst hafa orðið vart við einhvers konar blossa í gærkvöldi. Sævar Helgi segir það hefði verið mikið sjónarspil hefði smástirnið sprungið örlítið sunnar yfir Íslandi. Smástirnið hefði lýst upp næturhimininn, töluvert skærar en tunglið, og nokkrum mínútum eftir sprenginguna hefðu heyrst miklar drunur. Þá hefðu brot úr stirninu sáldrast yfir landið, án nokkurrar hættu þó. Hvað eru eiginlega smástirni? Smástirni eru litlir hnettir eða hnullungar úr bergi og/eða málmum á braut um sólina, að því er segir á Stjörnufræðivefnum, sem Sævar Helgi ritstýrir. Þau geta verið allt frá einum metra upp í tæplega eitt þúsund kílómetra að stærð og eru þar af leiðandi ekki nægilega stór til að teljast reikistjörnur. Stærsta smástirnið, Ceres, er þó einnig skráð sem dvergreikistjarna. Fréttin hefur verið uppfærð en upphaflega stóð að smástirnið hefði sprungið klukkan 22:25.
Geimurinn Norðurþing Akureyri Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent