Vísbendingar um að tilfinningin sé á rökum byggð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. mars 2022 12:31 Svona mun Airbus-flugvél flugfélagsins líta út. Niceair Bókunarsíða Niceair, nýs flugfélags sem mun gera út frá Akureyrarflugvelli, var opnuð í gær. Viðtökurnar hafa verið framar vonum að sögn framkvæmdastjóra flugfélagsins. Greint var frá stofnun félagsins í síðasta mánuði en flugfélagið hefur verið nokkur ár í burðarliðnum. Tilkynnt var þá að flogið yrði frá Akureyrarflugvelli til Bretlands, Danmerkur og Spánar. Stanstead, Kastrup og Tenerife South Nú liggur fyrir að flogið verður til Kaupmannahafnar, London og Tenerife en samkvæmt flugáætlun félagsins, sem gildir til 30. september, er Kaupmannahafnarflugið á dagskrá á fimmtudögum og sunnudögum en flogið er á Kastrup-flugvöll. Flogið verður á Stanstead-flugvöll í London á föstudögum og mánudögum og miðvikudagar eru eyrnamerktir Tenerife South-flugvellinum á Spáni. Verð á flugmiðum til London er frá 17.500 krónum, til Kaupmannahafnar frá 18.990 krónum og til Tenerife frá 39.500 krónum. Sterkar vísbendingar að berast Lengi hefur verið stefnt að því að koma Akureyrarflugvelli á kortið þegar kemur að millilandaflugi og segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri félagsins að viðtökurnar hafi verið góðar frá því að bókunarsíðan var opnuð. „Þær hafa bara verið framar vonum og það hefur verið virkilega gaman að fylgjast með hvað landinn er viljugur að ferðast,“ segir Þorvaldur Lúðvík í samtali við fréttastofu. Líkt og fjallað var um á Vísi þegar tilkynnt var um stofnun flugfélagsins var það stofnað á grundvelli markaðsrannsókna sem sýndu að markaðurinn fyrir millilandaflug frá Akureyri væri nokkuð sterkur, bæði með tilliti til heimamanna sem og erlendra ferðamanna á leið til landsins. Ferðaþjónustan á Norðurlandi gerir enda ráð fyrir því að tilkoma flugfélagsins muni fjölga erlendum ferðamönnum töluvert á svæðinu. Þorvaldur Lúðvík segir ýmsar vísbendingar uppi um að þetta muni raungerast. „Við höfum fregnir af því að útlendingar séu að breyta bókunum sínum á hótelum og gistiheimilum hérna í bænum til að aðlaga komu sína og brottför að flugáætlun Niceair. Það gefur sterkar vísbendingar um að okkar tilfinning sé á einhverjum rökum reist,“ segir hann. Félagið hefur tryggt sér Airbus A319 flugvél með 150 sætum og áætlað er að jómfrúarflugið verði flogið þann 2. júní næstkomandi, til Kaupmannahafnar. Niceair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Akureyrarflugvöllur Akureyri Tengdar fréttir „Við ætlum að fara fetið, förum varlega af stað“ Framkvæmdastjóri Niceair, nýjasta flugfélags Íslands, telur að markaðurinn fyrir millilandaflug til og frá Akureyri sé sterkur. Fyrst um sinn verður farið varlega af stað með einni Airbus-þotu. 17. febrúar 2022 21:11 Fjöldi ferðamanna gæti sexfaldast yfir vetrartímann Fjöldi ferðamanna á Norðurlandi gæti allt að sexfaldast yfir vetrartímann með tilkomu flugfélagsins Niceair sem hefur verið stofnað um millilandaflug um Akureyri. Þetta segir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands sem telur að þetta gæti stórfjölgað störfum í ferðaþjónustu og kallað á frekari uppbyggingu á svæðinu. 17. febrúar 2022 11:37 Nýtt íslenskt flugfélag fer í jómfrúarferð í júní Stofnað hefur verið félag um millilandaflug um Akureyri og áætlað er að farið verði í jómfrúarflugið 2. júní næstkomandi. Félagið heitir Niceair og mun sinna vaxandi markaði á svæðinu fyrir heimamenn og erlenda ferðamenn. 17. febrúar 2022 08:54 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
Greint var frá stofnun félagsins í síðasta mánuði en flugfélagið hefur verið nokkur ár í burðarliðnum. Tilkynnt var þá að flogið yrði frá Akureyrarflugvelli til Bretlands, Danmerkur og Spánar. Stanstead, Kastrup og Tenerife South Nú liggur fyrir að flogið verður til Kaupmannahafnar, London og Tenerife en samkvæmt flugáætlun félagsins, sem gildir til 30. september, er Kaupmannahafnarflugið á dagskrá á fimmtudögum og sunnudögum en flogið er á Kastrup-flugvöll. Flogið verður á Stanstead-flugvöll í London á föstudögum og mánudögum og miðvikudagar eru eyrnamerktir Tenerife South-flugvellinum á Spáni. Verð á flugmiðum til London er frá 17.500 krónum, til Kaupmannahafnar frá 18.990 krónum og til Tenerife frá 39.500 krónum. Sterkar vísbendingar að berast Lengi hefur verið stefnt að því að koma Akureyrarflugvelli á kortið þegar kemur að millilandaflugi og segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri félagsins að viðtökurnar hafi verið góðar frá því að bókunarsíðan var opnuð. „Þær hafa bara verið framar vonum og það hefur verið virkilega gaman að fylgjast með hvað landinn er viljugur að ferðast,“ segir Þorvaldur Lúðvík í samtali við fréttastofu. Líkt og fjallað var um á Vísi þegar tilkynnt var um stofnun flugfélagsins var það stofnað á grundvelli markaðsrannsókna sem sýndu að markaðurinn fyrir millilandaflug frá Akureyri væri nokkuð sterkur, bæði með tilliti til heimamanna sem og erlendra ferðamanna á leið til landsins. Ferðaþjónustan á Norðurlandi gerir enda ráð fyrir því að tilkoma flugfélagsins muni fjölga erlendum ferðamönnum töluvert á svæðinu. Þorvaldur Lúðvík segir ýmsar vísbendingar uppi um að þetta muni raungerast. „Við höfum fregnir af því að útlendingar séu að breyta bókunum sínum á hótelum og gistiheimilum hérna í bænum til að aðlaga komu sína og brottför að flugáætlun Niceair. Það gefur sterkar vísbendingar um að okkar tilfinning sé á einhverjum rökum reist,“ segir hann. Félagið hefur tryggt sér Airbus A319 flugvél með 150 sætum og áætlað er að jómfrúarflugið verði flogið þann 2. júní næstkomandi, til Kaupmannahafnar.
Niceair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Akureyrarflugvöllur Akureyri Tengdar fréttir „Við ætlum að fara fetið, förum varlega af stað“ Framkvæmdastjóri Niceair, nýjasta flugfélags Íslands, telur að markaðurinn fyrir millilandaflug til og frá Akureyri sé sterkur. Fyrst um sinn verður farið varlega af stað með einni Airbus-þotu. 17. febrúar 2022 21:11 Fjöldi ferðamanna gæti sexfaldast yfir vetrartímann Fjöldi ferðamanna á Norðurlandi gæti allt að sexfaldast yfir vetrartímann með tilkomu flugfélagsins Niceair sem hefur verið stofnað um millilandaflug um Akureyri. Þetta segir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands sem telur að þetta gæti stórfjölgað störfum í ferðaþjónustu og kallað á frekari uppbyggingu á svæðinu. 17. febrúar 2022 11:37 Nýtt íslenskt flugfélag fer í jómfrúarferð í júní Stofnað hefur verið félag um millilandaflug um Akureyri og áætlað er að farið verði í jómfrúarflugið 2. júní næstkomandi. Félagið heitir Niceair og mun sinna vaxandi markaði á svæðinu fyrir heimamenn og erlenda ferðamenn. 17. febrúar 2022 08:54 Mest lesið Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Að segja upp án þess að brenna brýr Atvinnulíf Minnkuðu lúxuspinna en ekki eldflaugina Neytendur Vilja nota geimflaugar til að flytja hergögn hvert sem er Viðskipti erlent Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Viðskipti innlent Fluttu mun minna til Bandaríkjanna en meira annað Viðskipti erlent Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð Viðskipti innlent Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Viðskipti innlent Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Viðskipti innlent Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Sjá meira
„Við ætlum að fara fetið, förum varlega af stað“ Framkvæmdastjóri Niceair, nýjasta flugfélags Íslands, telur að markaðurinn fyrir millilandaflug til og frá Akureyri sé sterkur. Fyrst um sinn verður farið varlega af stað með einni Airbus-þotu. 17. febrúar 2022 21:11
Fjöldi ferðamanna gæti sexfaldast yfir vetrartímann Fjöldi ferðamanna á Norðurlandi gæti allt að sexfaldast yfir vetrartímann með tilkomu flugfélagsins Niceair sem hefur verið stofnað um millilandaflug um Akureyri. Þetta segir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands sem telur að þetta gæti stórfjölgað störfum í ferðaþjónustu og kallað á frekari uppbyggingu á svæðinu. 17. febrúar 2022 11:37
Nýtt íslenskt flugfélag fer í jómfrúarferð í júní Stofnað hefur verið félag um millilandaflug um Akureyri og áætlað er að farið verði í jómfrúarflugið 2. júní næstkomandi. Félagið heitir Niceair og mun sinna vaxandi markaði á svæðinu fyrir heimamenn og erlenda ferðamenn. 17. febrúar 2022 08:54