Vísbendingar um að tilfinningin sé á rökum byggð Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. mars 2022 12:31 Svona mun Airbus-flugvél flugfélagsins líta út. Niceair Bókunarsíða Niceair, nýs flugfélags sem mun gera út frá Akureyrarflugvelli, var opnuð í gær. Viðtökurnar hafa verið framar vonum að sögn framkvæmdastjóra flugfélagsins. Greint var frá stofnun félagsins í síðasta mánuði en flugfélagið hefur verið nokkur ár í burðarliðnum. Tilkynnt var þá að flogið yrði frá Akureyrarflugvelli til Bretlands, Danmerkur og Spánar. Stanstead, Kastrup og Tenerife South Nú liggur fyrir að flogið verður til Kaupmannahafnar, London og Tenerife en samkvæmt flugáætlun félagsins, sem gildir til 30. september, er Kaupmannahafnarflugið á dagskrá á fimmtudögum og sunnudögum en flogið er á Kastrup-flugvöll. Flogið verður á Stanstead-flugvöll í London á föstudögum og mánudögum og miðvikudagar eru eyrnamerktir Tenerife South-flugvellinum á Spáni. Verð á flugmiðum til London er frá 17.500 krónum, til Kaupmannahafnar frá 18.990 krónum og til Tenerife frá 39.500 krónum. Sterkar vísbendingar að berast Lengi hefur verið stefnt að því að koma Akureyrarflugvelli á kortið þegar kemur að millilandaflugi og segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri félagsins að viðtökurnar hafi verið góðar frá því að bókunarsíðan var opnuð. „Þær hafa bara verið framar vonum og það hefur verið virkilega gaman að fylgjast með hvað landinn er viljugur að ferðast,“ segir Þorvaldur Lúðvík í samtali við fréttastofu. Líkt og fjallað var um á Vísi þegar tilkynnt var um stofnun flugfélagsins var það stofnað á grundvelli markaðsrannsókna sem sýndu að markaðurinn fyrir millilandaflug frá Akureyri væri nokkuð sterkur, bæði með tilliti til heimamanna sem og erlendra ferðamanna á leið til landsins. Ferðaþjónustan á Norðurlandi gerir enda ráð fyrir því að tilkoma flugfélagsins muni fjölga erlendum ferðamönnum töluvert á svæðinu. Þorvaldur Lúðvík segir ýmsar vísbendingar uppi um að þetta muni raungerast. „Við höfum fregnir af því að útlendingar séu að breyta bókunum sínum á hótelum og gistiheimilum hérna í bænum til að aðlaga komu sína og brottför að flugáætlun Niceair. Það gefur sterkar vísbendingar um að okkar tilfinning sé á einhverjum rökum reist,“ segir hann. Félagið hefur tryggt sér Airbus A319 flugvél með 150 sætum og áætlað er að jómfrúarflugið verði flogið þann 2. júní næstkomandi, til Kaupmannahafnar. Niceair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Akureyrarflugvöllur Akureyri Tengdar fréttir „Við ætlum að fara fetið, förum varlega af stað“ Framkvæmdastjóri Niceair, nýjasta flugfélags Íslands, telur að markaðurinn fyrir millilandaflug til og frá Akureyri sé sterkur. Fyrst um sinn verður farið varlega af stað með einni Airbus-þotu. 17. febrúar 2022 21:11 Fjöldi ferðamanna gæti sexfaldast yfir vetrartímann Fjöldi ferðamanna á Norðurlandi gæti allt að sexfaldast yfir vetrartímann með tilkomu flugfélagsins Niceair sem hefur verið stofnað um millilandaflug um Akureyri. Þetta segir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands sem telur að þetta gæti stórfjölgað störfum í ferðaþjónustu og kallað á frekari uppbyggingu á svæðinu. 17. febrúar 2022 11:37 Nýtt íslenskt flugfélag fer í jómfrúarferð í júní Stofnað hefur verið félag um millilandaflug um Akureyri og áætlað er að farið verði í jómfrúarflugið 2. júní næstkomandi. Félagið heitir Niceair og mun sinna vaxandi markaði á svæðinu fyrir heimamenn og erlenda ferðamenn. 17. febrúar 2022 08:54 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Greint var frá stofnun félagsins í síðasta mánuði en flugfélagið hefur verið nokkur ár í burðarliðnum. Tilkynnt var þá að flogið yrði frá Akureyrarflugvelli til Bretlands, Danmerkur og Spánar. Stanstead, Kastrup og Tenerife South Nú liggur fyrir að flogið verður til Kaupmannahafnar, London og Tenerife en samkvæmt flugáætlun félagsins, sem gildir til 30. september, er Kaupmannahafnarflugið á dagskrá á fimmtudögum og sunnudögum en flogið er á Kastrup-flugvöll. Flogið verður á Stanstead-flugvöll í London á föstudögum og mánudögum og miðvikudagar eru eyrnamerktir Tenerife South-flugvellinum á Spáni. Verð á flugmiðum til London er frá 17.500 krónum, til Kaupmannahafnar frá 18.990 krónum og til Tenerife frá 39.500 krónum. Sterkar vísbendingar að berast Lengi hefur verið stefnt að því að koma Akureyrarflugvelli á kortið þegar kemur að millilandaflugi og segir Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, framkvæmdastjóri félagsins að viðtökurnar hafi verið góðar frá því að bókunarsíðan var opnuð. „Þær hafa bara verið framar vonum og það hefur verið virkilega gaman að fylgjast með hvað landinn er viljugur að ferðast,“ segir Þorvaldur Lúðvík í samtali við fréttastofu. Líkt og fjallað var um á Vísi þegar tilkynnt var um stofnun flugfélagsins var það stofnað á grundvelli markaðsrannsókna sem sýndu að markaðurinn fyrir millilandaflug frá Akureyri væri nokkuð sterkur, bæði með tilliti til heimamanna sem og erlendra ferðamanna á leið til landsins. Ferðaþjónustan á Norðurlandi gerir enda ráð fyrir því að tilkoma flugfélagsins muni fjölga erlendum ferðamönnum töluvert á svæðinu. Þorvaldur Lúðvík segir ýmsar vísbendingar uppi um að þetta muni raungerast. „Við höfum fregnir af því að útlendingar séu að breyta bókunum sínum á hótelum og gistiheimilum hérna í bænum til að aðlaga komu sína og brottför að flugáætlun Niceair. Það gefur sterkar vísbendingar um að okkar tilfinning sé á einhverjum rökum reist,“ segir hann. Félagið hefur tryggt sér Airbus A319 flugvél með 150 sætum og áætlað er að jómfrúarflugið verði flogið þann 2. júní næstkomandi, til Kaupmannahafnar.
Niceair Fréttir af flugi Ferðamennska á Íslandi Samgöngur Akureyrarflugvöllur Akureyri Tengdar fréttir „Við ætlum að fara fetið, förum varlega af stað“ Framkvæmdastjóri Niceair, nýjasta flugfélags Íslands, telur að markaðurinn fyrir millilandaflug til og frá Akureyri sé sterkur. Fyrst um sinn verður farið varlega af stað með einni Airbus-þotu. 17. febrúar 2022 21:11 Fjöldi ferðamanna gæti sexfaldast yfir vetrartímann Fjöldi ferðamanna á Norðurlandi gæti allt að sexfaldast yfir vetrartímann með tilkomu flugfélagsins Niceair sem hefur verið stofnað um millilandaflug um Akureyri. Þetta segir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands sem telur að þetta gæti stórfjölgað störfum í ferðaþjónustu og kallað á frekari uppbyggingu á svæðinu. 17. febrúar 2022 11:37 Nýtt íslenskt flugfélag fer í jómfrúarferð í júní Stofnað hefur verið félag um millilandaflug um Akureyri og áætlað er að farið verði í jómfrúarflugið 2. júní næstkomandi. Félagið heitir Niceair og mun sinna vaxandi markaði á svæðinu fyrir heimamenn og erlenda ferðamenn. 17. febrúar 2022 08:54 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
„Við ætlum að fara fetið, förum varlega af stað“ Framkvæmdastjóri Niceair, nýjasta flugfélags Íslands, telur að markaðurinn fyrir millilandaflug til og frá Akureyri sé sterkur. Fyrst um sinn verður farið varlega af stað með einni Airbus-þotu. 17. febrúar 2022 21:11
Fjöldi ferðamanna gæti sexfaldast yfir vetrartímann Fjöldi ferðamanna á Norðurlandi gæti allt að sexfaldast yfir vetrartímann með tilkomu flugfélagsins Niceair sem hefur verið stofnað um millilandaflug um Akureyri. Þetta segir framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands sem telur að þetta gæti stórfjölgað störfum í ferðaþjónustu og kallað á frekari uppbyggingu á svæðinu. 17. febrúar 2022 11:37
Nýtt íslenskt flugfélag fer í jómfrúarferð í júní Stofnað hefur verið félag um millilandaflug um Akureyri og áætlað er að farið verði í jómfrúarflugið 2. júní næstkomandi. Félagið heitir Niceair og mun sinna vaxandi markaði á svæðinu fyrir heimamenn og erlenda ferðamenn. 17. febrúar 2022 08:54