Reykjavík

Fréttamynd

Til hvers eru skjala­söfn?

Það virðist sem ekkert lát sé á aðsókninni að skjalasöfnum þessa dagana. Svo virðist sem hverju sveitarfélaginu á fætur öðru finnist þau vera stofnanir sem megi leggja niður án þess að taka faglega umræðu um tilgang þeirra eða gagnsemi.

Skoðun
Fréttamynd

Magnús Aron dæmdur í sextán ára fangelsi í Barða­vogs­málinu

Magnús Aron Magnússon, 21 árs karlmaður, var dæmdur í sextán ára fangelsi fyrir að bana nágranna sínum Gylfa Bergmann Heimissyni utan við heimili beggja í Barðavogi í Reykjavík í júní í fyrra. Níu aðstandendum Gylfa voru dæmdar rúmlega 31,5 milljón króna í miskabætur.

Innlent
Fréttamynd

Undirbúningur byggðar á fullt í Nýja Skerjafirði eftir nýja skýrslu

Starfshópur innviðaráðherra telur ekki þörf á að hætta við byggingarhugmyndir í Nýja Skerjafirði vegna áhrifa breytts vindafars á flugvöllinn. Hópurinn leggur til mögulegar mótvægisaðgerðir sem fela meðal annars í sér að takmarka hæð húsa í nýrri byggð. Innviðaráðuneytið og Reykjavíkurborg hafa tekið ákvörðun um að hafist verði handa við jarðvegsframkvæmdir og þar með undirbúning uppbyggingar.

Innlent
Fréttamynd

Bankarnir slógu met í mars eftir lán­töku borgarinnar

Íslenskir viðskiptabankar hafa aldrei lánað jafnmikið til sveitarfélaga í einum mánuði og þeir gerðu í mars síðastliðnum. Útlánavöxtinn má rekja til þess að Reykjavíkurborg hefur í tvígang hætt við fyrirhugað skuldabréfaútboð og þess í stað dregið á lánalínur hjá viðskiptabönkum.

Innherji
Fréttamynd

Leita sem fyrr á öllum unglingum fyrir ball ársins

Unglingar hvaðanæva af landinu eru væntanlegir í höfuðborgina föstudaginn 5. maí þegar blásið verður til balls í Laugardalshöll í tilefni Samfestingsins. Leitað verður á öllum ungmennum sem sækja unglingahátíðina til að tryggja öryggi þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Borgarbúar óánægðir með meirihlutann en Samfylkingin sækir á

Ríflega helmingur borgarbúa telur meirihlutann í borgarstjórn hafa staðið sig illa en fleiri telja hann þó hafa staðið sig betur en flokkarnir í minnihlutanum. Samfylkingin nýtur mests fylgis allra flokka í borginni og Framsókn hefur tapað miklu fylgi frá kosningum samkvæmt könnun Maskínu fyrir fréttastofuna.

Innlent
Fréttamynd

Ökumaður vespu ekki grunaður um annað en ofsaakstur

Ökumaður á vespu sem meðal annars var stöðvaður af sérsveit ríkislögreglustjóra í Borgartúni í gær sinnti ekki stöðvunarskyldu eftir ofsaakstur. Málið er ekki víðtækara en það að sögn lögreglu en vegfarendum í Borgartúni var brugðið vegna hamagangsins.

Innlent
Fréttamynd

Inn­brots­þjófar á far­alds­fæti í nótt

Innbrotsþjófar voru á ferð víð og dreif um höfuðborgarsvæðið í gærkvöldi og í nótt. Ekki tókst að handtaka alla þá og komust einhverjir á brott með þýfi. Þá var mikið um að lögregla hafi þurft að vísa fólki í annarlegu ástandi úr heimahúsi í nótt. 

Innlent
Fréttamynd

Á­reitti fólk við verslunar­kjarna og stal bíl

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk í gær tilkynningu um mann sem var að áreita fólk við verslunarkjarna. Stuttu síðar stal sami maður bíl sem hafði verið skilinn eftir í gangi fyrir utan veitingastað. Lögreglunni tókst að finna bílinn og stöðvuðu för mannsins. Var hann handtekinn og vistaður í fangaklefa, grunaður um nytjastuldur, akstur undir áhrifum, eignaspjöll og akstur án réttinda. 

Innlent
Fréttamynd

Skúr í ljósum logum í Gufu­nesi

Skúr stóð í ljósum logum í Gufunesi í Reykjavík á tólfta tímanum í kvöld. Tveir dælubílar fóru á vettvang en slökkviliðið segir útkallið hafa verið umfangsminna en talið var í upphafi.

Innlent
Fréttamynd

Rán í Breið­holti

Lögreglu barst í dag tilkynning um að þrír einstaklingar hafi verið rændir í Breiðholti. Málið er í rannsókn, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Stakk af eftir að hafa ekið á hjól­reiða­mann

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu barst í gær tilkynning um að ekið hafi verið á hjólreiðamann. Ökumaðurinn stakk af vettvangi en hjólreiðamaðurinn viðbeinsbrotnaði. Er málið nú til rannsóknar hjá lögreglu. 

Innlent
Fréttamynd

Dönsuðu í sex klukkutíma til að safna fyrir vatnsdælum

Nemendur á miðstigi í Fossvogsskóla dönsuðu í sex klukkustundir til að safna fyrir vatnsdælum hjá Unicef. Börnin ætluðu upphaflega að safna fyrir þremur dælum en þau hafa nú safnað þrefalt hærri upphæð en þau ætluðu sér og það bætist enn í.

Innlent