Reykjavík

Fréttamynd

426 fer­metra Sig­valda­hús á Ægi­síðu komið á sölu

Guðbjörg Sigurðardóttir kvikmyndaframleiðandi og Ottó Guðjónsson lýtalæknir hafa sett Ægisíðu 80 á sölu. Húsið, sem er teiknað af Sigvalda Thordarson og byggt 1958, er 426 fermetrar á þremur hæðum, með sjö svefnherbergjum, fimm baðherbergjum og mögnuðu sjávarútsýni.

Lífið
Fréttamynd

Vísað út af bráðamóttöku

Lögregla hafði afskipti af ölvuðum manni sem reyndi að komast heim til sín. Maðurinn hafði farið húsvillt og var farinn að berja húsið allt að utan til að reyna að komast inn.

Innlent
Fréttamynd

73 nem­endur Öldu­sels­skóla í sótt­kví

73 nemendur í þriðja og fjórða bekk Ölduselsskóla í Reykjavík hafa verið sendir í sóttkví eftir að samnemendur greindust með Covid-19 í gær. Þá eru fimm starfsmenn skólans komnir í sóttkví.

Innlent
Fréttamynd

Lærdómurinn af Fossvogsskólamálinu

Á fundi borgarráðs í mars var samþykkt tillagameirihlutans í borgarstjórn Reykjavíkur um að ráðast í vinnu við nýjan verkferil til framtíðar um viðbrögð og verklag og hvernig beri að bregðast við þegar koma upp raka- og myglumál í húsnæði borgarinnar. Sá verkferill er tilbúinn og mjög umfangsmikill og mun skipta verulegu máli. Hann var samþykktur í borgarráði í síðustu viku.

Skoðun
Fréttamynd

Myndirnar sem keppa um Gullna lundann á RIFF í ár

„Átta splunkunýjar myndir keppa um Gullna lundann, aðalverðlaun RIFF í ár. Myndirnar koma frá átta löndum, og er umfjöllunarefni þeirra og efnistök einstaklega spennandi í ár,“ segir í tilkynningu frá RIFF

Lífið
Fréttamynd

Angjelin Sterkaj fer fram á refsileysi

Angjelin Sterkaj, sem er einn þeirra sem ákærð eru fyrir morðið á Armando Beqiri, fer fram á að honum verði ekki gerð refsing á grundvelli þess að hann hafi einungis farið út fyrir lögmæta neyðarvörn vegna þess að hann hafi orðið svo skelfdur að hann hafi ekki getað gætt sín fullkomlega. Hann heldur því fram að hann hafi gripið til örþrifaráðs þegar hann skaut Armando margsinnis þann 13. febrúar síðastliðinn í Rauðagerði.

Innlent
Fréttamynd

Iðnó verður hús fólksins: Opið frá morgni til kvölds alla daga

Iðnó verður opnað aftur á laugardaginn eftir eins og hálfs árs lokun. Í fyrsta sinn í langan tíma mega borgarbúar búast við að dyrnar standi þeim opnar frá morgni til kvölds. Og forsalurinn hefur verið tekinn í gegn, að því marki sem hrófla má við heilögu innra byrði þessa sögulega húss.

Innlent
Fréttamynd

Lögreglumenn sáu hvergi haglabyssu heima hjá Armando

Lögreglumenn, sem sinntu rannsókn á vettvangi morðsins í Rauðagerði í febrúar, segjast ekki hafa séð nein ummerki um að haglabyssa hafi verið á heimilinu. Angjelin Sterkaj hélt því fram við vitnaleiðslur í gær að hann hafi skotið Armando Beqirai í sjálfsvörn, eftir að Armando teygði sig eftir haglabyssu.

Innlent
Fréttamynd

„Sigur fyrir mig, starfs­fólkið og veitinga­staðinn“

Gunnar Karl Gíslason, stofnandi og yfirkokkur veitingastaðarins Dill í Reykjavík, segir það mikinn heiður að staðnum hafi verið veitt Michelin-stjarna annað árið í röð. Slíkar stjörnur eru veittar veitingastöðum sem þykja skara fram úr og eru afar eftirsóttar meðal veitingamanna.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Reyndi að stöðva slagsmál í bænum en var skorinn

Lögreglunni barst í nótt tilkynning um líkamsárás í miðbænum þar sem maður hlaut áverka á hendi eftir eggvopn. Í dagbók lögreglu segir að maðurinn sagðist hafa fengið áverkana við að stöðva slagsmál tveggja manna sem hann þekkti ekki.

Innlent
Fréttamynd

Kona hætt komin í bruna við Týsgötu

Kona var flutt á slysadeild eftir að eldur kom upp í kjallaraíbúð við Týsgötu í Reykjavík í dag. Tilviljun réði því að nágranni á næstu hæð var heima og sá reyk leggja frá íbúðinni.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í íbúð við Týsgötu

Einn náði að flýja út úr íbúð við Týsgötu í Þingholtunum í Reykjavík rétt fyrir klukkan tvö í dag þegar eldur kom upp.

Innlent
Fréttamynd

Maður féll í sjóinn á Granda

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út að Granda í Reykjavík upp úr hádegi í dag eftir að tilkynning barst um mann sem hafði fallið í sjóinn.

Innlent