Reykjavík

Áfram veginn - fyrir réttláta Reykjavík!
Nú þegar kjörtímabilið er senn á enda er ágætt að líta um öxl og skoða árangur okkar Vinstri-grænna í borginni. Listinn af verkefnum er auðvitað mjög langur og fjölmargt sem við höfum áorkað - en ég mun stikla hér á stóru, sérstaklega í þeim málaflokkum sem ég hef unnið að innan borgarkerfisins á yfirstandandi kjörtímabili.

„Rimlar fyrir öllum gluggum og dregið fyrir en auðvitað heyra þau alveg í okkur“
Söngkonurnar Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir og Hallveig Rúnarsdóttir efndu til söngmótmæla við Sendiráð Rússlands. Þær vildu nota sönginn og fegurðina til að mynda samstöðu. Söngur hafi verið notaður sem vopn í mjög mörgum byltingum og stríði.

Dæmd fyrir að stela frá heimilismönnum á hjúkrunarheimili
Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt konu á þrítugsaldri í fimm mánaða fangelsi fyrir fjölmörg þjófnaðarbrot gagnvart heimilismönnum á hjúkrunarheimili Hrafnistu við Sléttuveg í Reykjavík þar sem hún var starfsmaður.

Utanríkisráðuneytið í nýja Landsbankahúsið
Til stendur að flytja starfsemi utanríkisráðuneytisins í nýja Landsbankahúsið við hlið Hörpu í miðborg Reykjavíkur á þessu ári.

Nýir eigendur ætla alls ekki að byggja blokk eða reisa hótel
Höfuðvígi íslensks bingós til áratuga verður fjölnota samkomustaður eftir breytingar nýrra eigenda. Þeir útiloka ekki að þar verði hægt að spila bingó.

Segir af og frá að borgin hafi samþykkt landtöku hljóðalaust
Formaður skipulags- og samgöngunefndar segir af og frá að Reykjavíkurborg hafi samþykkt „landtöku“ hljóðalaust. Þvert á móti. Vesturbæingar eigi að gleðjast yfir fyrirhuguðum breytingum á deiliskipulagi við Sundlaugartún og mikilvægt sé að sátt hafi náðst í málinu.

Syngja fyrir Úkraínu
Íslenskir söngvarar, og aðrir sem vilja taka þátt, hyggjast hópast saman fyrir framan sendiráð Rússlands á Íslandi og sendiherrabústaðinn í Reykjavík og syngja til stuðnings Úkraínu klukkan níu í fyrramálið.

Aðstæður fóru úr böndunum í Kringlunni
Örtröð er orðið yfir þvöguna sem myndaðist við blómatorgið í Kringlunni í dag, oftar en einu sinni og oftar en tvisvar.

Þakklát fyrir tillögu um Kænugarðsstræti
Kona af úkraínskum ættum sem býr í Garðastræti í Reykjavík er snortin yfir þeirri hugmynd oddvita Sjálfstæðisflokksins að breyta nafni götunnar í Kænugarðsstræti. Það fæli í sér mikilvæga stuðningsyfirlýsingu við þjóð hennar.

Ástandið ekki verið eins slæmt í mörg ár: „Þetta er bara svo erfitt viðureignar“
Búast má við að kostnaður við snjómokstur í borginni í febrúar verði um þrjú hundruð milljónir sem er tvöfalt það sem venjulega er febrúar. Þeir sem vinna við snjómokstur segja síðustu daga hafa tekið á.

Evrópsku kvikmyndaverðlaunin verða haldin í Reykjavík í ár
Samkomulag við Evrópsku kvikmynda akademíuna um Evrópsku kvikmyndaverðlaunin var undirritað í Höfða í dag. Vegna heimsfaraldurs var Evrópsku kvikmyndaverðlaununum 2020 frestað en hátíðin verður haldin í Hörpu 10. desember næstkomandi.

Fjáröflunin í Vinabæ snerist upp í andhverfu sína eftir hrunið
Guðlaugur Friðgeir Sigmundsson, framkvæmdastjóri Vinabæjar sem stóð fyrir bingókvöldum í Skipholti 33 í rúma þrjá áratugi, segir marga ekki gera sér grein fyrir ástandinu í þjóðfélaginu. Þar séu margir einstæðingar og hluti þeirra sem sótt hafi bingó í Vinabæ hafi varla farið út fyrir hússins dyr, nema til að fara í bingó.

Stækkum Viðreisn
Viðreisn vill skapa réttlátt samfélag, þar sem almannahagsmunir ganga alltaf framar sérhagsmunum og allir einstaklingar, heimili og fyrirtæki njóta jafnræðis. Þetta er pólitík sem ég brenn fyrir og vil vinna að. Ég trúi því að stefna Viðreisnar sé lykill að farsælu samfélagi.

Dýrustu eignirnar sem seldar voru á Íslandi á síðasta ári
Fasteignaverð hér á landi hefur verið mikið til umræðu síðustu misseri. Fasteignasalinn Páll Pálsson tók saman níu dýrustu eignirnar sem seldar voru á Íslandi árið 2021.

Kári Stefáns sá þjóðþekkti sem hringdi í Björgvin Pál
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, skoraði á Björgvin Pál Gústavsson handboltamarkvörð að bjóða sig fram sem borgarstjóraefni í Reykjavík. Þetta upplýsir Björgvin Páll í Facebook-færslu og segir þá Kára vel til vina.

Leggur til að rukka íbúana lóðagjöld áratugi aftur í tímann
Teitur Atlason, varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar, telur borgaryfirvöld vera að reyna að skapa gott veður á meðal valdamikilla íbúa við Einimel, með því að færa lóðamörk þeirra fram um þrjá metra. Hann segir af sér í dag.

Eyþór segir það enga ögrun við Rússa að leggja til Kænugarðsstræti
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, segir það á engan hátt ögrun við Rússa að leggja til að nafni Garðastrætis verði breytt í Kænugarðsstræti, þrátt fyrir að sendiráð þeirra standi við Garðastræti 33. Fyrst og fremst sé um stuðning við Úkraínu að ræða.

Húsagöturnar helsta úrlausnarefnið
Vond færð er víða í húsagötum á höfuðborgarsvæðinu en klaki gerir þeim sem sinna snjómokstri erfitt fyrir. Tugir snjómoksturstækja aka nú um göturnar til að reyna að ryðja en hafa vart undan líkt og síðustu vikurnar.

Prófkjörsslagur Innherja: Þrjár takast á um oddvitasæti VG í borginni
Þrjár takast á um oddvitasæti Vinstri grænna í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.

Samgöngu- og þróunarásar höfuðborgarsvæðisins
Það hefur stundum verið sagt að samgöngur og skipulag séu eins og systur. Með undirritun samgöngusáttmála ríkisins og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu haustið 2019 má því segja að samband systranna hafði orðið nánara og sterkara en áður.

Vill breyta Garðastræti í Kænugarðsstræti
Eyþór Laxdal Arnalds, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, mun í dag leggja fram tillögu í skipulagsráði borgarinnar þess efnis að nafnanefnd verði falið að breyta heiti Garðastrætis í Kænugarðsstræti.

Neitaði að yfirgefa hótel í miðborginni
Lögregla á höfuðborgarsvæðinu þurfti að sinna ýmsum verkefnum í gærkvöldi og í nótt. Talsvert var um umferðaróhöpp og að ökumenn hafi verið stöðvaðir undir áhrifum áfengis eða fíkniefna.

Stór-Reykjavík er stórskemmtileg
Reykjavík er skemmtileg borg. Þetta vitum við sem hér búum, störfum eða heimsækjum. Þetta vita líka þær milljónir ferðamanna sem til Íslands koma. Við viljum lifandi borgarumhverfi, þar sem nóg er um að vera og fjölbreytt afþreying þrífst.

Teitur segir af sér vegna Sundlaugartúns: „Þetta er svívirðilegt“
Teitur Atlason varaborgarfulltrúi Samfylkingarinnar ætlar að segja af sér á morgun vegna nýs deiliskipulags við Vesturbæjarlaugina. Hann segir fáránlegt að meirihluti borgarstjórnar hafi leyft eigendum einbýlishúsa að sölsa undir sig lóð við Vesturbæjarlaugina endurgjaldslaust.

Þurfa nýjan stað fyrir trampólíníð þegar borgin tekur land sitt til baka
Nýtt deiliskipulag við Vesturbæjarlaugina er umdeilt á meðal íbúa - en borgarfulltrúi segir gæði felast í að komast loks að lausn eftir hálfa öld.

„Þetta er uppáhaldsdagurinn minn“
Öskudagurinn er á morgun og landsmenn, ungir sem aldnir, flykkjast í þartilgerðar búðir að kaupa búninga fyrir morgundaginn. Mikið var að gera í Partýbúðinni þegar fréttamaður leit við fyrr í kvöld en þar er opið til miðnættis. Verslunarstjóri segir fólk eins og beljur á vori.

Segja stjórnleysi einkenna rekstur borgarinnar sem hafi verið rekin með Vísa-kortinu
Óhætt er að segja að borgarstjórnarmeirihlutinn hafi verið harðlega gagnrýndur í Pallborðinu á Vísi í dag, þar sem oddvitaefni Sjálfstæðisflokksins í borginni tókust á.

Verði af sigri Þórdísar Jónu gæti Dagur lent í klandri
Lokað verður fyrir nýskráningar vegna fyrsta prófkjörs Viðreisnar í Reykjavík á miðnætti í dag. Óhætt er að segja að mótframboð Þórdísar Sigurðardóttur hafi hleypt lífi í baráttuna og keppast frambjóðendur við að tryggja sér atkvæði flokksmanna í höfuðborginni.

Sorphirða í borginni á eftir áætlun vegna tíðarfars og veikinda
Borgarbúar hafa margir hverjir orðið varir við tafir á sorphirðu í Reykjavík en ýmsir þættir spila þar inn í, svo sem veður og Covid veikindi. Upplýsingafulltrúi hjá borginni segir starfsfólk vinna eftir fremsta megni við að koma sorphirðunni aftur á áætlun en ákveðnir óvissuþættir eru enn til staðar.

Má blöskrar snjóskafl á gangstéttinni við hús Blindrafélagsins
Má Gunnarssyni, íþrótta- og tónlistarmanni, er ekki skemmt varðandi snjómokstur við húsakynni Blindrafélagsins í Hamrahlíð. Már er blindur og á eðli máls samkvæmt ekki auðveld með að komast fram hjá stórum sköflum frekar en aðrir.