Friðargangan gengin eftir tveggja ára hlé: „Jólin eru líka hátíð friðar“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. desember 2022 14:14 Friðargangan er gengin á Þorláksmessu ár hvert. Vísir/Egill Aðalsteinsson Friðargangan verður gengin í miðborg Reykjavíkur í kvöld eftir tveggja ára hlé. Skipuleggjendur segja sérstaklega mikilvægt að krefjast friðar nú og minna á að jólin séu ekki síst hátíð friðar. Friðarganga á Þorláksmessu hefur verið fastur liður í Reykjavík frá árinu 1981. Í kvöld veruður safnast saman á Laugavegi rétt neðan Snorrabrautar og gengið af stað klukkan sex niður að Austurvelli með kerti í hönd. „Eftir gönguna söfnumst við saman á Austurvelli þar sem verður smá fundur og ræða og kór Menntaskólans við Hamrahlíð syngur,“ segir Guttormur Þorsteinsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga en Samstarfshópur friðarhreyfinga skipuleggur gönguna. „Við viljum minna á að jólin eru líka hátíð friðar og að fólk geti tekið sér smá frí frá jólastressinu til að tala fyrir mikilvægum málstað og minna á kröfuna um frið.“ Margir séu fegnir því að þessi fasti liður í jólahaldi margra sé snúinn aftur eftir veiruhlé. „Við erum voða fegin að geta fengið að halda hana aftur. Þetta er stór partur af jólunum og jólaundirbúningnum hjá mörgum. Manni finnst svolítið eins og hafi vantað eitthvað síðustu tvö ár. Við bara vonumst til að sjá sem flesta og að þetta verði falleg stund.“ Það verður ekki aðeins gengið fyrir frið í Reykjavík heldur verður einnig gengið á Akureyri og Ísafirði. Gangan hefst klukkan sex á Ísafirði eins og í höfuðborginni en á Akureyri verður gengið nokkru seinna, eða klukkan átta. Það sé sérstaklega mikilvægt núna að krefjast friðar. „Því miður hafa eiginlega alltaf verið stríðsátök þegar við höfum haldið þessa göngu. En auðvitað er það sérstaklega nálægt okkur núna þegar við höfum verið að taka á móti flóttamönnum frá svona nálægu stríði,“ segir Guttormur. Jól Hernaður Reykjavík Mest lesið Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Friðarganga á Þorláksmessu hefur verið fastur liður í Reykjavík frá árinu 1981. Í kvöld veruður safnast saman á Laugavegi rétt neðan Snorrabrautar og gengið af stað klukkan sex niður að Austurvelli með kerti í hönd. „Eftir gönguna söfnumst við saman á Austurvelli þar sem verður smá fundur og ræða og kór Menntaskólans við Hamrahlíð syngur,“ segir Guttormur Þorsteinsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga en Samstarfshópur friðarhreyfinga skipuleggur gönguna. „Við viljum minna á að jólin eru líka hátíð friðar og að fólk geti tekið sér smá frí frá jólastressinu til að tala fyrir mikilvægum málstað og minna á kröfuna um frið.“ Margir séu fegnir því að þessi fasti liður í jólahaldi margra sé snúinn aftur eftir veiruhlé. „Við erum voða fegin að geta fengið að halda hana aftur. Þetta er stór partur af jólunum og jólaundirbúningnum hjá mörgum. Manni finnst svolítið eins og hafi vantað eitthvað síðustu tvö ár. Við bara vonumst til að sjá sem flesta og að þetta verði falleg stund.“ Það verður ekki aðeins gengið fyrir frið í Reykjavík heldur verður einnig gengið á Akureyri og Ísafirði. Gangan hefst klukkan sex á Ísafirði eins og í höfuðborginni en á Akureyri verður gengið nokkru seinna, eða klukkan átta. Það sé sérstaklega mikilvægt núna að krefjast friðar. „Því miður hafa eiginlega alltaf verið stríðsátök þegar við höfum haldið þessa göngu. En auðvitað er það sérstaklega nálægt okkur núna þegar við höfum verið að taka á móti flóttamönnum frá svona nálægu stríði,“ segir Guttormur.
Jól Hernaður Reykjavík Mest lesið Úkraína fái tryggingar sem jafngilda 5. greininni Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Rannsaka hvort feðgarnir fengu herþjálfun á Filippseyjum Erlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira