Friðargangan gengin eftir tveggja ára hlé: „Jólin eru líka hátíð friðar“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. desember 2022 14:14 Friðargangan er gengin á Þorláksmessu ár hvert. Vísir/Egill Aðalsteinsson Friðargangan verður gengin í miðborg Reykjavíkur í kvöld eftir tveggja ára hlé. Skipuleggjendur segja sérstaklega mikilvægt að krefjast friðar nú og minna á að jólin séu ekki síst hátíð friðar. Friðarganga á Þorláksmessu hefur verið fastur liður í Reykjavík frá árinu 1981. Í kvöld veruður safnast saman á Laugavegi rétt neðan Snorrabrautar og gengið af stað klukkan sex niður að Austurvelli með kerti í hönd. „Eftir gönguna söfnumst við saman á Austurvelli þar sem verður smá fundur og ræða og kór Menntaskólans við Hamrahlíð syngur,“ segir Guttormur Þorsteinsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga en Samstarfshópur friðarhreyfinga skipuleggur gönguna. „Við viljum minna á að jólin eru líka hátíð friðar og að fólk geti tekið sér smá frí frá jólastressinu til að tala fyrir mikilvægum málstað og minna á kröfuna um frið.“ Margir séu fegnir því að þessi fasti liður í jólahaldi margra sé snúinn aftur eftir veiruhlé. „Við erum voða fegin að geta fengið að halda hana aftur. Þetta er stór partur af jólunum og jólaundirbúningnum hjá mörgum. Manni finnst svolítið eins og hafi vantað eitthvað síðustu tvö ár. Við bara vonumst til að sjá sem flesta og að þetta verði falleg stund.“ Það verður ekki aðeins gengið fyrir frið í Reykjavík heldur verður einnig gengið á Akureyri og Ísafirði. Gangan hefst klukkan sex á Ísafirði eins og í höfuðborginni en á Akureyri verður gengið nokkru seinna, eða klukkan átta. Það sé sérstaklega mikilvægt núna að krefjast friðar. „Því miður hafa eiginlega alltaf verið stríðsátök þegar við höfum haldið þessa göngu. En auðvitað er það sérstaklega nálægt okkur núna þegar við höfum verið að taka á móti flóttamönnum frá svona nálægu stríði,“ segir Guttormur. Jól Hernaður Reykjavík Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Friðarganga á Þorláksmessu hefur verið fastur liður í Reykjavík frá árinu 1981. Í kvöld veruður safnast saman á Laugavegi rétt neðan Snorrabrautar og gengið af stað klukkan sex niður að Austurvelli með kerti í hönd. „Eftir gönguna söfnumst við saman á Austurvelli þar sem verður smá fundur og ræða og kór Menntaskólans við Hamrahlíð syngur,“ segir Guttormur Þorsteinsson, formaður Samtaka hernaðarandstæðinga en Samstarfshópur friðarhreyfinga skipuleggur gönguna. „Við viljum minna á að jólin eru líka hátíð friðar og að fólk geti tekið sér smá frí frá jólastressinu til að tala fyrir mikilvægum málstað og minna á kröfuna um frið.“ Margir séu fegnir því að þessi fasti liður í jólahaldi margra sé snúinn aftur eftir veiruhlé. „Við erum voða fegin að geta fengið að halda hana aftur. Þetta er stór partur af jólunum og jólaundirbúningnum hjá mörgum. Manni finnst svolítið eins og hafi vantað eitthvað síðustu tvö ár. Við bara vonumst til að sjá sem flesta og að þetta verði falleg stund.“ Það verður ekki aðeins gengið fyrir frið í Reykjavík heldur verður einnig gengið á Akureyri og Ísafirði. Gangan hefst klukkan sex á Ísafirði eins og í höfuðborginni en á Akureyri verður gengið nokkru seinna, eða klukkan átta. Það sé sérstaklega mikilvægt núna að krefjast friðar. „Því miður hafa eiginlega alltaf verið stríðsátök þegar við höfum haldið þessa göngu. En auðvitað er það sérstaklega nálægt okkur núna þegar við höfum verið að taka á móti flóttamönnum frá svona nálægu stríði,“ segir Guttormur.
Jól Hernaður Reykjavík Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira