Lögreglan afhenti innbrotsþjófi þýfið þegar hann var leystur úr haldi Bjarki Sigurðsson skrifar 22. desember 2022 07:00 Dagný Maggýjar er einn íbúa fjölbýlishússins þar sem innbrotið átti sér stað. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu afhenti innbrotsþjófi í miðbænum það góss sem hann hafði stolið þegar verið var að leysa hann úr haldi. Íbúi í húsinu þar sem hann var gómaður segir málið hlægilegt en vonar að þjófurinn njóti þess litla sem hann hafði úr krafsinu. Brotist var inn í fjölbýlishús í Vesturbænum þann 20. júlí síðastliðinn. Þjófarnir voru tveir, í annarlegu ástandi og var annar þeirra vopnaður hnífi. Húsráðendur náðu að yfirbuga þjófana áður en lögregla kom á vettvang og voru þeir vistaðir í fangageymslu. Fannst skrítið að lögreglan hafi tekið þýfið Dagný Maggýjar er einn af íbúum fjölbýlishússins. Hún segir í samtali við fréttastofu að þjófarnir hafi verið búnir að taka eitthvað magn af þýfi þegar það náðist í skottið á þeim. Þegar lögreglan kom og handtók mennina var þýfið tekið með. „Okkur fannst það pínu skrítið en hugsuðum með okkur að þeir ætluðu örugglega bara að skrá þetta niður eða eitthvað, myndu svo hafa samband. Svo heyrðum við ekkert í þeim lengi, vorum lengi búin að reyna að ná í þá í gegnum tölvupóst en fengum aldrei nein svör,“ segir Dagný í samtali við fréttastofu. Skömmu eftir innbrotið mætti maðurinn og meig á útidyrahurð hússins. Nágranni hennar hafði þá kallað á hann að hurðin væri ekki almenningsklósett. „Tja, þetta fólk hér er nú bara almenningsklósett“ svaraði maðurinn þá. Þá voru íbúarnir farnir að óttast að einhverju leyti um öryggi sitt. Þýfinu skilað aftur... til þjófanna Það var síðan ekki fyrr en rúmlega tveimur mánuðum eftir innbrotið sem hún náði að hafa samband við rannsóknarlögreglumann. „Hann fer að kanna þetta með þýfið og hringir svo í mig mjög vandræðalegur. Þá kemur í ljós að þýfið fór aftur til þjófanna sem er alveg stórkostlega fyndið,“ segir Dagný. Þá hafði annar innbrotsþjófanna fullyrt þegar honum var sleppt úr haldi að hann ætti þýfið. Lögreglan trúði því og gekk hann í burtu með það sem hann hafði stolið þrátt fyrir að hafa verið handtekinn. „1-0 fyrir honum gegn okkur,“ segir Dagný glettin. Í nýjum nærbuxum með vodkaflösku Meðal þess sem var stolið voru verkfæri, þvottur úr kjallara hússins og vodkaflaska. Dagný segir að lögreglan hafi óskað eftir því að íbúar myndu skila yfirliti yfir því sem var stolið. Það gekk þó ekki og var hún beðin um að skila kæru til lögreglunnar. „Þá gafst ég bara upp. Það voru liðnir svo margir mánuðir og við fréttum af því að þjófurinn væri kominn í afplánun. Greyið, við fundum alveg til með honum. Ég held ég nenni aldrei að skrifa þessa blessuðu kæru til að fá þetta bætt. Þannig þjófurinn er bara góður með nýjar nærbuxur, vodkaflösku og verkfæri,“ segir Dagný. Serbneskur nágranni með herþjálfun Dagný segir málið í heild sinni vera mjög fyndið þegar hún hugsar til baka. Til dæmis var hún stálheppin með nágranna þegar kom að því að yfirbuga þjófinn. „Við vorum svo heppin að einn nágranni okkar er frá Serbíu. Okkur hefði aldrei dottið í hug að snúa þjófinn niður en nágranninn hafði fengið herþjálfun. Hann flaug á þjófinn, sneri hann niður og afvopnaði hann. Honum fannst það ekkert voðalega merkilegt og fór bara í ræktina eftir á,“ segir Dagný. Henni finnst þó málið að einhverju leyti vera hluti af sorgarsögu innbrotsþjófsins. „Ég las einhvers staðar að áttatíu prósent af innbrotum er fólk í neyslu. Ég er alfarið á móti því að það sé verið að glæpavæða fólk í neyslu. Þessi maður er bara eitthvað grey, ég er meira hneyksluð á lögreglunni,“ segir Dagný að lokum. Lögreglumál Reykjavík Lögreglan Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Brotist var inn í fjölbýlishús í Vesturbænum þann 20. júlí síðastliðinn. Þjófarnir voru tveir, í annarlegu ástandi og var annar þeirra vopnaður hnífi. Húsráðendur náðu að yfirbuga þjófana áður en lögregla kom á vettvang og voru þeir vistaðir í fangageymslu. Fannst skrítið að lögreglan hafi tekið þýfið Dagný Maggýjar er einn af íbúum fjölbýlishússins. Hún segir í samtali við fréttastofu að þjófarnir hafi verið búnir að taka eitthvað magn af þýfi þegar það náðist í skottið á þeim. Þegar lögreglan kom og handtók mennina var þýfið tekið með. „Okkur fannst það pínu skrítið en hugsuðum með okkur að þeir ætluðu örugglega bara að skrá þetta niður eða eitthvað, myndu svo hafa samband. Svo heyrðum við ekkert í þeim lengi, vorum lengi búin að reyna að ná í þá í gegnum tölvupóst en fengum aldrei nein svör,“ segir Dagný í samtali við fréttastofu. Skömmu eftir innbrotið mætti maðurinn og meig á útidyrahurð hússins. Nágranni hennar hafði þá kallað á hann að hurðin væri ekki almenningsklósett. „Tja, þetta fólk hér er nú bara almenningsklósett“ svaraði maðurinn þá. Þá voru íbúarnir farnir að óttast að einhverju leyti um öryggi sitt. Þýfinu skilað aftur... til þjófanna Það var síðan ekki fyrr en rúmlega tveimur mánuðum eftir innbrotið sem hún náði að hafa samband við rannsóknarlögreglumann. „Hann fer að kanna þetta með þýfið og hringir svo í mig mjög vandræðalegur. Þá kemur í ljós að þýfið fór aftur til þjófanna sem er alveg stórkostlega fyndið,“ segir Dagný. Þá hafði annar innbrotsþjófanna fullyrt þegar honum var sleppt úr haldi að hann ætti þýfið. Lögreglan trúði því og gekk hann í burtu með það sem hann hafði stolið þrátt fyrir að hafa verið handtekinn. „1-0 fyrir honum gegn okkur,“ segir Dagný glettin. Í nýjum nærbuxum með vodkaflösku Meðal þess sem var stolið voru verkfæri, þvottur úr kjallara hússins og vodkaflaska. Dagný segir að lögreglan hafi óskað eftir því að íbúar myndu skila yfirliti yfir því sem var stolið. Það gekk þó ekki og var hún beðin um að skila kæru til lögreglunnar. „Þá gafst ég bara upp. Það voru liðnir svo margir mánuðir og við fréttum af því að þjófurinn væri kominn í afplánun. Greyið, við fundum alveg til með honum. Ég held ég nenni aldrei að skrifa þessa blessuðu kæru til að fá þetta bætt. Þannig þjófurinn er bara góður með nýjar nærbuxur, vodkaflösku og verkfæri,“ segir Dagný. Serbneskur nágranni með herþjálfun Dagný segir málið í heild sinni vera mjög fyndið þegar hún hugsar til baka. Til dæmis var hún stálheppin með nágranna þegar kom að því að yfirbuga þjófinn. „Við vorum svo heppin að einn nágranni okkar er frá Serbíu. Okkur hefði aldrei dottið í hug að snúa þjófinn niður en nágranninn hafði fengið herþjálfun. Hann flaug á þjófinn, sneri hann niður og afvopnaði hann. Honum fannst það ekkert voðalega merkilegt og fór bara í ræktina eftir á,“ segir Dagný. Henni finnst þó málið að einhverju leyti vera hluti af sorgarsögu innbrotsþjófsins. „Ég las einhvers staðar að áttatíu prósent af innbrotum er fólk í neyslu. Ég er alfarið á móti því að það sé verið að glæpavæða fólk í neyslu. Þessi maður er bara eitthvað grey, ég er meira hneyksluð á lögreglunni,“ segir Dagný að lokum.
Lögreglumál Reykjavík Lögreglan Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira