Lögreglan afhenti innbrotsþjófi þýfið þegar hann var leystur úr haldi Bjarki Sigurðsson skrifar 22. desember 2022 07:00 Dagný Maggýjar er einn íbúa fjölbýlishússins þar sem innbrotið átti sér stað. Vísir/Vilhelm Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu afhenti innbrotsþjófi í miðbænum það góss sem hann hafði stolið þegar verið var að leysa hann úr haldi. Íbúi í húsinu þar sem hann var gómaður segir málið hlægilegt en vonar að þjófurinn njóti þess litla sem hann hafði úr krafsinu. Brotist var inn í fjölbýlishús í Vesturbænum þann 20. júlí síðastliðinn. Þjófarnir voru tveir, í annarlegu ástandi og var annar þeirra vopnaður hnífi. Húsráðendur náðu að yfirbuga þjófana áður en lögregla kom á vettvang og voru þeir vistaðir í fangageymslu. Fannst skrítið að lögreglan hafi tekið þýfið Dagný Maggýjar er einn af íbúum fjölbýlishússins. Hún segir í samtali við fréttastofu að þjófarnir hafi verið búnir að taka eitthvað magn af þýfi þegar það náðist í skottið á þeim. Þegar lögreglan kom og handtók mennina var þýfið tekið með. „Okkur fannst það pínu skrítið en hugsuðum með okkur að þeir ætluðu örugglega bara að skrá þetta niður eða eitthvað, myndu svo hafa samband. Svo heyrðum við ekkert í þeim lengi, vorum lengi búin að reyna að ná í þá í gegnum tölvupóst en fengum aldrei nein svör,“ segir Dagný í samtali við fréttastofu. Skömmu eftir innbrotið mætti maðurinn og meig á útidyrahurð hússins. Nágranni hennar hafði þá kallað á hann að hurðin væri ekki almenningsklósett. „Tja, þetta fólk hér er nú bara almenningsklósett“ svaraði maðurinn þá. Þá voru íbúarnir farnir að óttast að einhverju leyti um öryggi sitt. Þýfinu skilað aftur... til þjófanna Það var síðan ekki fyrr en rúmlega tveimur mánuðum eftir innbrotið sem hún náði að hafa samband við rannsóknarlögreglumann. „Hann fer að kanna þetta með þýfið og hringir svo í mig mjög vandræðalegur. Þá kemur í ljós að þýfið fór aftur til þjófanna sem er alveg stórkostlega fyndið,“ segir Dagný. Þá hafði annar innbrotsþjófanna fullyrt þegar honum var sleppt úr haldi að hann ætti þýfið. Lögreglan trúði því og gekk hann í burtu með það sem hann hafði stolið þrátt fyrir að hafa verið handtekinn. „1-0 fyrir honum gegn okkur,“ segir Dagný glettin. Í nýjum nærbuxum með vodkaflösku Meðal þess sem var stolið voru verkfæri, þvottur úr kjallara hússins og vodkaflaska. Dagný segir að lögreglan hafi óskað eftir því að íbúar myndu skila yfirliti yfir því sem var stolið. Það gekk þó ekki og var hún beðin um að skila kæru til lögreglunnar. „Þá gafst ég bara upp. Það voru liðnir svo margir mánuðir og við fréttum af því að þjófurinn væri kominn í afplánun. Greyið, við fundum alveg til með honum. Ég held ég nenni aldrei að skrifa þessa blessuðu kæru til að fá þetta bætt. Þannig þjófurinn er bara góður með nýjar nærbuxur, vodkaflösku og verkfæri,“ segir Dagný. Serbneskur nágranni með herþjálfun Dagný segir málið í heild sinni vera mjög fyndið þegar hún hugsar til baka. Til dæmis var hún stálheppin með nágranna þegar kom að því að yfirbuga þjófinn. „Við vorum svo heppin að einn nágranni okkar er frá Serbíu. Okkur hefði aldrei dottið í hug að snúa þjófinn niður en nágranninn hafði fengið herþjálfun. Hann flaug á þjófinn, sneri hann niður og afvopnaði hann. Honum fannst það ekkert voðalega merkilegt og fór bara í ræktina eftir á,“ segir Dagný. Henni finnst þó málið að einhverju leyti vera hluti af sorgarsögu innbrotsþjófsins. „Ég las einhvers staðar að áttatíu prósent af innbrotum er fólk í neyslu. Ég er alfarið á móti því að það sé verið að glæpavæða fólk í neyslu. Þessi maður er bara eitthvað grey, ég er meira hneyksluð á lögreglunni,“ segir Dagný að lokum. Lögreglumál Reykjavík Lögreglan Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
Brotist var inn í fjölbýlishús í Vesturbænum þann 20. júlí síðastliðinn. Þjófarnir voru tveir, í annarlegu ástandi og var annar þeirra vopnaður hnífi. Húsráðendur náðu að yfirbuga þjófana áður en lögregla kom á vettvang og voru þeir vistaðir í fangageymslu. Fannst skrítið að lögreglan hafi tekið þýfið Dagný Maggýjar er einn af íbúum fjölbýlishússins. Hún segir í samtali við fréttastofu að þjófarnir hafi verið búnir að taka eitthvað magn af þýfi þegar það náðist í skottið á þeim. Þegar lögreglan kom og handtók mennina var þýfið tekið með. „Okkur fannst það pínu skrítið en hugsuðum með okkur að þeir ætluðu örugglega bara að skrá þetta niður eða eitthvað, myndu svo hafa samband. Svo heyrðum við ekkert í þeim lengi, vorum lengi búin að reyna að ná í þá í gegnum tölvupóst en fengum aldrei nein svör,“ segir Dagný í samtali við fréttastofu. Skömmu eftir innbrotið mætti maðurinn og meig á útidyrahurð hússins. Nágranni hennar hafði þá kallað á hann að hurðin væri ekki almenningsklósett. „Tja, þetta fólk hér er nú bara almenningsklósett“ svaraði maðurinn þá. Þá voru íbúarnir farnir að óttast að einhverju leyti um öryggi sitt. Þýfinu skilað aftur... til þjófanna Það var síðan ekki fyrr en rúmlega tveimur mánuðum eftir innbrotið sem hún náði að hafa samband við rannsóknarlögreglumann. „Hann fer að kanna þetta með þýfið og hringir svo í mig mjög vandræðalegur. Þá kemur í ljós að þýfið fór aftur til þjófanna sem er alveg stórkostlega fyndið,“ segir Dagný. Þá hafði annar innbrotsþjófanna fullyrt þegar honum var sleppt úr haldi að hann ætti þýfið. Lögreglan trúði því og gekk hann í burtu með það sem hann hafði stolið þrátt fyrir að hafa verið handtekinn. „1-0 fyrir honum gegn okkur,“ segir Dagný glettin. Í nýjum nærbuxum með vodkaflösku Meðal þess sem var stolið voru verkfæri, þvottur úr kjallara hússins og vodkaflaska. Dagný segir að lögreglan hafi óskað eftir því að íbúar myndu skila yfirliti yfir því sem var stolið. Það gekk þó ekki og var hún beðin um að skila kæru til lögreglunnar. „Þá gafst ég bara upp. Það voru liðnir svo margir mánuðir og við fréttum af því að þjófurinn væri kominn í afplánun. Greyið, við fundum alveg til með honum. Ég held ég nenni aldrei að skrifa þessa blessuðu kæru til að fá þetta bætt. Þannig þjófurinn er bara góður með nýjar nærbuxur, vodkaflösku og verkfæri,“ segir Dagný. Serbneskur nágranni með herþjálfun Dagný segir málið í heild sinni vera mjög fyndið þegar hún hugsar til baka. Til dæmis var hún stálheppin með nágranna þegar kom að því að yfirbuga þjófinn. „Við vorum svo heppin að einn nágranni okkar er frá Serbíu. Okkur hefði aldrei dottið í hug að snúa þjófinn niður en nágranninn hafði fengið herþjálfun. Hann flaug á þjófinn, sneri hann niður og afvopnaði hann. Honum fannst það ekkert voðalega merkilegt og fór bara í ræktina eftir á,“ segir Dagný. Henni finnst þó málið að einhverju leyti vera hluti af sorgarsögu innbrotsþjófsins. „Ég las einhvers staðar að áttatíu prósent af innbrotum er fólk í neyslu. Ég er alfarið á móti því að það sé verið að glæpavæða fólk í neyslu. Þessi maður er bara eitthvað grey, ég er meira hneyksluð á lögreglunni,“ segir Dagný að lokum.
Lögreglumál Reykjavík Lögreglan Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira