Segir ástandið í miðborginni orðið gott fyrir Þorláksmessuösina Kjartan Kjartansson skrifar 23. desember 2022 15:43 Klakabunkar hafa víða myndast þar sem bræðslukerfi hefur ekki undan að bræða snjó í miðborginni. Myndin var tekin í dag en nú á að vera búið að sanda og salta á helstu gönguleiðum þar. Vísir/Sigurjón Starfsmenn Reykjavíkurborgar hafa unnið hörðum höndum að því að salta og sanda gangstéttir og göngugötur í miðborginni. Yfirmaður vetrarþjónustu borgarinnar segir að kerfið þar ætti nú að vera í lagi þó að einhverjir hálkublettir kunni að leynast einhvers staðar ennþá. Færð á akvegum og göngustígum í borginni hefur verið erfið frá því að mikla snjókomu gerði á aðfararnótt laugardags. Klára átti að ryðja síðustu húsagöturnar fyrir bílaumferð í gærkvöldi og í morgun. Nokkuð hefur verið kvartað undan að moksturinn gangi hægt í vikunni en formaður umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar sagði í gær að 26 snjóruðningstæki undirverktaka hafi ekki skilað sér út á göturnar fyrsta sólarhringinn eftir að snjókoman hófst. Verslunar- og veitingastaðaeigendur hafa einnig vakið athygli á mikilli hálku á stéttum og göngugötum í miðborginni allt frá því um síðustu helgi. Þorláksmessa er einn annasamasti dagur ársins í miðborginni en þá flykkist fólk þangað, ýmist til að versla, fara í friðargöngu eða njóta veitinga kvöldið fyrir jól. Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri borgarlandsins hjá Reykjavíkurborg sem vetrarþjónustan heyrir undir, segir að unnið hafi verið á fullu við að salta og sanda klakabunka sem bræðslukerfi í miðborginni önnuðu ekki undanfarna tvo til þrjá daga. Verkefnið sé tímafrekt þar sem því þurfi að miklu leyti að sinna handvirkt. „En það er okkar mat að eins og staðan er núna þá eigi þetta að vera í lagi,“ segir Hjalti við Vísi. Bræðslukerfin undir gangstéttum séu ekki hönnuð fyrir aðstæður eins og verið hafa með miklum snjó og frosti. Því þurfi að grípa til gamalla og góðra ráða eins og að salta og sanda. Ferðamenn labba yfir ísilagða götu við Hallgrímstorg í Reykjavík á Þorláksmessu.Vísir/Sigurjón Göngustígar eiga að vera greiðfærir Hvað gangstéttir og göngustíga í borginni almennt varðar segir Hjalti að þeir eigi að vera greiðfærir fyrir hjólandi og gangandi að mestu leyti. Vel hafi tekist að ryðja það kerfi í gegnum veðurhvellinn nú og ekki hafi borist margar ábendingar vegna þess. Blaðamaður varð þó sjálfur vitni að því að skafin gangstétt við Hringbraut endaði í illfæru skafli við gatnamót við Framnesveg í dag. Hjólreiðamaður sem átti þar leið hafði aðeins um tvo kosti að velja: að halda á hjólinu og skakklappast í gegnum skaflinn eða hætta sér út á fjölfarna götuna. Þessi hjólreiðamaður hafði ekki marga kosti í stöðunni þegar hann kom að skafli á gangstétt við gatnamót Hringbrautar og Framnesvegar á Þorláksmessudag.Vísir/Kjartan Hjalti segir að þegar búið séð að ryðja gatnakerfið í kross verði til ruðningar. „Þetta er bara það sem við eigum svo eftir að snyrta til. Við munum reyna að fara í þessu helstu gatnamót og snyrta þau til. Það er alveg örugglega einhverjir svona staðir sem svona ástand er á stígakerfinu,“ segir hann. Allir megin- og tengistígar eigi hins vegar að vera í frambærilegu ástandi. Reykjavík Snjómokstur Göngugötur Samgöngur Tengdar fréttir Vantaði 26 snjómoksturstæki á götuna fyrst eftir snjókomuna Borgaryfirvöld kanna nú hvers vegna undirverktakar með samning um viðbótarmokstursþjónustu við borgina hafi ekki verið tilbúnir fyrsta sólarhringinn eftir að mikla snjókomu gerði í síðustu viku. Tuttugu og sex tæki vantaði á göturnar vegna þess. 22. desember 2022 15:50 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Færð á akvegum og göngustígum í borginni hefur verið erfið frá því að mikla snjókomu gerði á aðfararnótt laugardags. Klára átti að ryðja síðustu húsagöturnar fyrir bílaumferð í gærkvöldi og í morgun. Nokkuð hefur verið kvartað undan að moksturinn gangi hægt í vikunni en formaður umhverfis- og skipulagsráðs borgarinnar sagði í gær að 26 snjóruðningstæki undirverktaka hafi ekki skilað sér út á göturnar fyrsta sólarhringinn eftir að snjókoman hófst. Verslunar- og veitingastaðaeigendur hafa einnig vakið athygli á mikilli hálku á stéttum og göngugötum í miðborginni allt frá því um síðustu helgi. Þorláksmessa er einn annasamasti dagur ársins í miðborginni en þá flykkist fólk þangað, ýmist til að versla, fara í friðargöngu eða njóta veitinga kvöldið fyrir jól. Hjalti Jóhannes Guðmundsson, skrifstofustjóri borgarlandsins hjá Reykjavíkurborg sem vetrarþjónustan heyrir undir, segir að unnið hafi verið á fullu við að salta og sanda klakabunka sem bræðslukerfi í miðborginni önnuðu ekki undanfarna tvo til þrjá daga. Verkefnið sé tímafrekt þar sem því þurfi að miklu leyti að sinna handvirkt. „En það er okkar mat að eins og staðan er núna þá eigi þetta að vera í lagi,“ segir Hjalti við Vísi. Bræðslukerfin undir gangstéttum séu ekki hönnuð fyrir aðstæður eins og verið hafa með miklum snjó og frosti. Því þurfi að grípa til gamalla og góðra ráða eins og að salta og sanda. Ferðamenn labba yfir ísilagða götu við Hallgrímstorg í Reykjavík á Þorláksmessu.Vísir/Sigurjón Göngustígar eiga að vera greiðfærir Hvað gangstéttir og göngustíga í borginni almennt varðar segir Hjalti að þeir eigi að vera greiðfærir fyrir hjólandi og gangandi að mestu leyti. Vel hafi tekist að ryðja það kerfi í gegnum veðurhvellinn nú og ekki hafi borist margar ábendingar vegna þess. Blaðamaður varð þó sjálfur vitni að því að skafin gangstétt við Hringbraut endaði í illfæru skafli við gatnamót við Framnesveg í dag. Hjólreiðamaður sem átti þar leið hafði aðeins um tvo kosti að velja: að halda á hjólinu og skakklappast í gegnum skaflinn eða hætta sér út á fjölfarna götuna. Þessi hjólreiðamaður hafði ekki marga kosti í stöðunni þegar hann kom að skafli á gangstétt við gatnamót Hringbrautar og Framnesvegar á Þorláksmessudag.Vísir/Kjartan Hjalti segir að þegar búið séð að ryðja gatnakerfið í kross verði til ruðningar. „Þetta er bara það sem við eigum svo eftir að snyrta til. Við munum reyna að fara í þessu helstu gatnamót og snyrta þau til. Það er alveg örugglega einhverjir svona staðir sem svona ástand er á stígakerfinu,“ segir hann. Allir megin- og tengistígar eigi hins vegar að vera í frambærilegu ástandi.
Reykjavík Snjómokstur Göngugötur Samgöngur Tengdar fréttir Vantaði 26 snjómoksturstæki á götuna fyrst eftir snjókomuna Borgaryfirvöld kanna nú hvers vegna undirverktakar með samning um viðbótarmokstursþjónustu við borgina hafi ekki verið tilbúnir fyrsta sólarhringinn eftir að mikla snjókomu gerði í síðustu viku. Tuttugu og sex tæki vantaði á göturnar vegna þess. 22. desember 2022 15:50 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Vantaði 26 snjómoksturstæki á götuna fyrst eftir snjókomuna Borgaryfirvöld kanna nú hvers vegna undirverktakar með samning um viðbótarmokstursþjónustu við borgina hafi ekki verið tilbúnir fyrsta sólarhringinn eftir að mikla snjókomu gerði í síðustu viku. Tuttugu og sex tæki vantaði á göturnar vegna þess. 22. desember 2022 15:50