„Verkefnið hefur stækkað gríðarlega“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 21. desember 2022 20:58 Unnið er að því að moka húsagötur en búist er við að því verði lokið annað kvöld. Vísir/Sigurjón Snjómokstur í borginni verður sífellt umfangsmeiri samhliða stækkun borgarinnar. Fimmtíu snjómoksturstæki hafa verið notuð til að ryðja göturnar síðustu daga og hafa þau nú rutt samtals um þúsund kílómetra leið. Frá því það byrjaði að snjóa í höfuðborginni síðasta föstudagskvöld hefur verið unnið að því að ryðja götur borgarinnar. Nú er búið að ryðja um áttatíu prósent af götum borgarinnar en þær götur sem á eftir að ryðja eru flestar húsagötur. Búist er við að lokið verði við að ryðja allar göturnar annað kvöld. Hjalti J. Guðmundsson, skrifstofustjóri borgarlandsins, segir snjómoksturinn hafa gengið nokkurn veginn samkvæmt plani. „Við lentum í pínulitlum erfiðleikum fyrst með það að kalla út en síðan þegar við vorum búin að leysa það þá gekk þetta bara eins og þetta hefur alltaf gengið og í dag erum við alveg sæmilega sátt.“ Göturnar sem þarf er að ryðja í Reykjavík eru samtals 1.200 kílómetrar að lengd en það er hátt í allur hringvegurinn. Búið er að ryðja um þúsund kílómetra. Rúmlega fimmtíu snjómoksturstæki hafa verið á ferðinni síðustu daga. Hjalti segir snjóruðning í borginni sífellt umfangsmeira verkefni. „Verkefnið hefur stækkað gríðarlega í raun og veru og til dæmis undanfarin nokkur ár, kannski sjö til tíu ár, hefur sem dæmi hjóla og gönguleiðakerfið lengst um ef ég man rétt um fimmtíu prósent. Þannig að við erum í stækkandi borg og á því verður bara að taka.“ Borginni hafa borist töluvert af ábendingum vegna snjómoksturs og sumum finnst verkið sækjast of hægt „Við erum í þjónustuhlutverki og við erum í nærþjónustu og þegar svoleiðis verkefni eru fyrir hendi þá láta nú íbúar, borgarbúar, vegfarendur í sér heyra bara stundum og það verður bara að hlusta á það og sjá hvað er í því.“ Snjómokstur Reykjavík Tengdar fréttir Farið að reyna á þolinmæðina á fjórða degi ófærðar Íbúi í efri byggðum Reykjavíkur er mjög gagnrýninn á snjómokstur borgarinnar. Farið sé að reyna á þolinmæðina á fjórða degi ófærðar í hverfinu sem hann býr í. Telur hann ólíklegra að sjá snjóruðningstæki en geirfugl á lykilgötu hverfisins. 21. desember 2022 10:03 Andskotans fokking fokk Enn eina ferðina er allt í rugli þegar snjómokstur í Reykjavík er annars vegar og sem fyrr er borgarstjórnarmeirihlutinn algjörlega úti á túni í þessu máli sem mörgum öðrum. 21. desember 2022 09:31 „Um leið og þú losar einn þá festist annar“ Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast í snjóbyl í dag. Bílar eru fastir frá Borgarfirði og austur fyrir Selfoss þar sem ofankoman er einna mest. Þá hafa tafir orðið á flugi á Keflavíkurflugvelli vegna veðurtepptrar áhafnar og mikið púður hefur farið í snjómokstur á flugbrautum. 17. desember 2022 15:53 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Sjá meira
Frá því það byrjaði að snjóa í höfuðborginni síðasta föstudagskvöld hefur verið unnið að því að ryðja götur borgarinnar. Nú er búið að ryðja um áttatíu prósent af götum borgarinnar en þær götur sem á eftir að ryðja eru flestar húsagötur. Búist er við að lokið verði við að ryðja allar göturnar annað kvöld. Hjalti J. Guðmundsson, skrifstofustjóri borgarlandsins, segir snjómoksturinn hafa gengið nokkurn veginn samkvæmt plani. „Við lentum í pínulitlum erfiðleikum fyrst með það að kalla út en síðan þegar við vorum búin að leysa það þá gekk þetta bara eins og þetta hefur alltaf gengið og í dag erum við alveg sæmilega sátt.“ Göturnar sem þarf er að ryðja í Reykjavík eru samtals 1.200 kílómetrar að lengd en það er hátt í allur hringvegurinn. Búið er að ryðja um þúsund kílómetra. Rúmlega fimmtíu snjómoksturstæki hafa verið á ferðinni síðustu daga. Hjalti segir snjóruðning í borginni sífellt umfangsmeira verkefni. „Verkefnið hefur stækkað gríðarlega í raun og veru og til dæmis undanfarin nokkur ár, kannski sjö til tíu ár, hefur sem dæmi hjóla og gönguleiðakerfið lengst um ef ég man rétt um fimmtíu prósent. Þannig að við erum í stækkandi borg og á því verður bara að taka.“ Borginni hafa borist töluvert af ábendingum vegna snjómoksturs og sumum finnst verkið sækjast of hægt „Við erum í þjónustuhlutverki og við erum í nærþjónustu og þegar svoleiðis verkefni eru fyrir hendi þá láta nú íbúar, borgarbúar, vegfarendur í sér heyra bara stundum og það verður bara að hlusta á það og sjá hvað er í því.“
Snjómokstur Reykjavík Tengdar fréttir Farið að reyna á þolinmæðina á fjórða degi ófærðar Íbúi í efri byggðum Reykjavíkur er mjög gagnrýninn á snjómokstur borgarinnar. Farið sé að reyna á þolinmæðina á fjórða degi ófærðar í hverfinu sem hann býr í. Telur hann ólíklegra að sjá snjóruðningstæki en geirfugl á lykilgötu hverfisins. 21. desember 2022 10:03 Andskotans fokking fokk Enn eina ferðina er allt í rugli þegar snjómokstur í Reykjavík er annars vegar og sem fyrr er borgarstjórnarmeirihlutinn algjörlega úti á túni í þessu máli sem mörgum öðrum. 21. desember 2022 09:31 „Um leið og þú losar einn þá festist annar“ Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast í snjóbyl í dag. Bílar eru fastir frá Borgarfirði og austur fyrir Selfoss þar sem ofankoman er einna mest. Þá hafa tafir orðið á flugi á Keflavíkurflugvelli vegna veðurtepptrar áhafnar og mikið púður hefur farið í snjómokstur á flugbrautum. 17. desember 2022 15:53 Mest lesið Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Erlent Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Sjá meira
Farið að reyna á þolinmæðina á fjórða degi ófærðar Íbúi í efri byggðum Reykjavíkur er mjög gagnrýninn á snjómokstur borgarinnar. Farið sé að reyna á þolinmæðina á fjórða degi ófærðar í hverfinu sem hann býr í. Telur hann ólíklegra að sjá snjóruðningstæki en geirfugl á lykilgötu hverfisins. 21. desember 2022 10:03
Andskotans fokking fokk Enn eina ferðina er allt í rugli þegar snjómokstur í Reykjavík er annars vegar og sem fyrr er borgarstjórnarmeirihlutinn algjörlega úti á túni í þessu máli sem mörgum öðrum. 21. desember 2022 09:31
„Um leið og þú losar einn þá festist annar“ Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast í snjóbyl í dag. Bílar eru fastir frá Borgarfirði og austur fyrir Selfoss þar sem ofankoman er einna mest. Þá hafa tafir orðið á flugi á Keflavíkurflugvelli vegna veðurtepptrar áhafnar og mikið púður hefur farið í snjómokstur á flugbrautum. 17. desember 2022 15:53