Reykjavík

Fréttamynd

Brást of harka­lega við dyraati

Kona hefur verið sakfelld fyrir að draga ungan dreng sem hafði gert dyraat hjá henni frá leikvelli og upp tröppur að heimili hennar gegn vilja drengsins. Konan sagði háttsemina eins og þá sem viðhöfð sé í grunnskóla þar sem hún starfi en héraðsdómur sagði aðstæður ekki samanburðarhæfar.

Innlent
Fréttamynd

Flug­ferðum af­lýst

Öllum flugferðum innanlands í morgun hefur verið aflýst vegna veðurs. Fljúga átti vélum Icelandair til Akureyrar, Egilsstaða og Ísafjarðar fyrir hádegi auk flugvéla frá Mýflugi á Hornafjörð og Norlandair á Bíldudal.

Innlent
Fréttamynd

Egill Þór er látinn

Egill Þór Jónsson, teymisstjóri á velferðarsviði Reykjavíkurborgar og fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, er látinn. Hann lést á Landspítalanum við Hringbraut í návist fjölskyldu og vina föstudagskvöldið 20. desember. Hann var 34 ára gamall og hafði undanfarin ár háð harða baráttu við krabbamein.

Innlent
Fréttamynd

Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði

Tilkynnt var um tvær líkamsárásir til lögreglunnar í nótt. Önnur átti sér stað í Breiðholti og hin í Grafarholti. Báðar eru í rannsókn hjá lögreglu samkvæmt dagbók lögreglunnar. Ekki kemur fram hvort einhver hafi verið handtekinn en samkvæmt dagbókinni gistu tveir í fangaklefa lögreglunnar í nótt.

Innlent
Fréttamynd

107 ára gömul og dansar eins og ung­lamb

Elsti Íslendingurinn, Þórhildur Magnúsdóttir fagnar 107 ára afmæli sínu í dag og að sjálfsögðu bauð hún til afmælisveislu. Þórhildur er sextándi Íslendingurinn, sem nær því að verða 107 ára. Það skemmtilegasta, sem Þórhildur gerir er að dansa.

Lífið
Fréttamynd

Tveir ungir á 140 kíló­metra hraða

Löggregluþjónar á höfuðborgarsvæðinu stöðvuðu í gærkvöldi og í nótt tvo unga ökumenn við ofsaakstur í Árbæ. Þá var maður vopnaður hnífi á skemmtistað í miðbænum handtekinn.

Innlent
Fréttamynd

Standa vörð um bíla­stæði við­skipta­vina Kringlunnar

Þeir sem hafa átt leið í Kringluna fyrir opnun verslana í vikunni hafa orðið varir við unga og vaska verði sem inna þá eftir erindi sínu. Þar eru á ferðinni bílastæðaverðir sem passa upp á að hundruð starfsmanna Kringlunnar leggi ekki í stæði viðskiptavina í mestu jólaösinni.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Máttu ekki selja í stæði við Engja­veg fyrir Jóla­gesti Björg­vins

Reykjavíkurborg veitti ekki leyfi til gjaldtöku á bílastæðum við Laugardalshöll fyrir jólatónleika Björgvins Halldórssonar um helgina. Sena er því ekki lengur að selja í stæði við Engjaveg. Á vef Senu er upplýsingasíða fyrir stæðasöluna. Þar kemur fram að selt sé í tvö stæði við höllina en jafn mikið kostar í bæði stæðin, 5.990 krónur. 

Innlent
Fréttamynd

Flýta flug­elda­sýningu og breyta hlaupaleiðum á Menningar­nótt

Breytingar á hlaupaleiðum Reykjavíkurmaraþons og kvölddagskrá Menningarnætur voru samþykktar á fundi borgarráðs í gær eftir tillögum starfshóps Reykjavíkurborgar. Á meðal þess sem var samþykkt var að tónleikar við Arnarhól myndi ljúka klukkustund fyrr, klukkan 22 en ekki 23.

Innlent
Fréttamynd

Brjálaðist út í barn í bíó

Karlmaður hefur verið dæmdur í þrjátíu daga fangelsi, skilorðsbundið til tveggja ára, fyrir líkamsárás og brot gegn barnaverndarlögum vegna atviks sem átti sér stað í bíósal í júlí á þessu ári, nánar tiltekið í Sambíóunum í Kringlunni.

Innlent
Fréttamynd

Dags­ljósið hafi gleymst í þéttingu byggðar

Ásta Logadóttir, verkfræðingur hjá Lotu og sérfræðingur í birtu og lýsingu í húsum, segir dagsbirtuna oft gleymast þegar verið er að hanna hús. Hún fagnar nýrri reglugerðarbreytingu á byggingarreglugerð og óskar þess að nýr ráðherra taki hana föstum tökum.

Innlent
Fréttamynd

Bú­seti segir marg­vís­lega galla á deiliskipulaginu

Búseti hefur krafið borgina svara um deiliskipulag sem uppbygging ellefu þúsund metra vöruhúss við Álfabakka 2 byggir á. Skipulagið hafi komið borgarfulltrúum í opna skjöldu og breytingar sem gerðar voru árið 2022 hafi ekki verið í samræmi við lög. 

Innlent
Fréttamynd

Rafbyssu beitt í fyrsta sinn

Lögregluþjónar á höfuðborgarsvæðinu beittu síðdegis í gær rafbyssu í fyrsta sinn hér á landi. Það var gert vegna vopnaðs einstaklings sem mun hafa sýnt af sér ógnandi hegðun við Miklubraut í gær og var lögreglan með mikinn viðbúnað á svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

Vöru­húsið ekki hannað af arki­tekt

„Arkitektar eru sérmenntaðir í að hanna út frá þörfum manneskjunnar á fagurfræðilegum grundvelli, en það er mikill misskilingur að halda að þeir einir komi að mótun borgarumhverfisins. Það gera einnig byggingarfræðingar, byggingatæknifræðingar, verkfræðingar, landslagsarkitektar og fleiri.“

Innlent
Fréttamynd

Ekki nauðgun heldur kyn­ferðis­leg áreitni í leigu­bíl

Landsréttur hefur dæmt erlendan leigubílstjóra í tólf mánaða fangelsi fyrir kynferðislega áreitni gagnvart sautján ára stúlku í leigubíl hans haustið 2022. Hann hafði áður hlotið tveggja ára dóm fyrir brotið í héraði en þá taldi dómurinn að um nauðgun væri að ræða.

Innlent
Fréttamynd

Sigga Heimis selur slotið

Hönnuðurinn og listakonan Sigga Heimis hefur sett fallega hæð við Flókagötu 39 á sölu. Um er að ræða 178 fermetra eign í reisulegu húsi sem var byggt árið 1944. Ásett verð er 154,9 milljónir.

Lífið