Reykjavík

Fréttamynd

Kærðu um­deildar fram­kvæmdir allt of seint

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur vísað kæru húsfélagsins að Grettisgötu 18, vegna framkvæmda á lóðinni við hliðina á, frá. Nágrannar hafa sagst hafa fengið upp í kok af framkvæmdunum og hrundið af stað undirskriftasöfnun vegna þeirra.

Innlent
Fréttamynd

Eldur í blokk við Ljósheima

Eldur var laus í íbúð við Ljósheima í Reykjavík. Slökkvilið var kallað út 19 mínútur yfir 12 í dag og er enn vinna á vettvangi. Samkvæmt uplýsingum frá vakthafandi varðstjóra, Steinþóri Darra Þorsteinssyni, er ekki vitað til þess að neinn hafi slasast. 

Innlent
Fréttamynd

Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumar­dekkjum

Miklar tafir eru enn á stóru umferðaræðunum til Reykjavíkur vegna umferðaróhappa og ökutækja sem eru á sumardekkjum. Viðbragðsaðilar eru í mikilli hættu þegar þeir eru að reyna að aðstoða ökumenn sem eiga í erfiðleikum vegna þess að ökumenn aka ekki varlega í þessari færð.

Innlent
Fréttamynd

Veðurvaktin: Snjó­koman rétt að byrja og víða erfið færð

Snjó kyngdi niður á höfuðborgarsvæðinu í fyrsta sinn í vetur. Gul viðvörun hefur tekið gildi við Faxaflóa, á Suðurlandi og á höfuðborgarsvæðinu. Fólk hefur verið hvatt að halda sig heima eða koma sér heim sem fyrst. Strætisvagnar séu besti kosturinn. 

Veður
Fréttamynd

Pétur Kr. og Ingi­björg selja 270 fer­metra eign við Ægi­síðu

Pétur Kristján Hafstein, fyrrum hæstaréttardómari og forsetaframbjóðandi, og eiginkona hans, Ingibjörg Ásta Hafstein, hafa sett glæsilega 270 fermetra eign við Ægisíðu á sölu. Eignin er jafnframt skráð á son þeirra, Pétur Hrafn Hafstein, aðstoðarsaksóknara. Ásett verð er 270 milljónir króna.

Lífið
Fréttamynd

Barist upp á líf og dauða

Danskeppnin Street Dans Einvígið var haldin í Iðnó fyrr í mánuðinum og var mikið um dýrðir. Keppt var í bæði flokki unglinga og fullorðinna í ýmsum dansstílum.

Lífið
Fréttamynd

Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti

Löng röð er að Gúmmívinnustofunni í Skipholti til að komast í dekkjaskipti. Norbert, starfsmaður verkstæðisins, segir líklega um þriggja klukkustunda bið. Hann segir mjög mikið hafa verið að gera í síðustu viku en ekki eins og í dag.

Innlent
Fréttamynd

Barn­væn borg byggist á traustu leikskóla­kerfi

Það er gott að búa í Reykjavík. Borgin okkar hefur mikið upp á að bjóða – fjölbreytt hverfi, græn svæði, öflugt skólastarf og fólk sem vill vel. En þó við séum á góðum stað vitum við að hægt er að gera betur – sérstaklega þegar kemur að því að styðja við fjölskyldur.

Skoðun
Fréttamynd

Reyndi að stinga af en endaði utan í vegriði

Lögregluþjónar í miðbænum stöðvuðu í nótt átta ökumenn vegna gruns um að þeir væru í umferðinni undir áhrifum áfengis eða fíkniefna. Flestum þeirra var sleppt eftir sýnatöku en einn reyndi að stinga lögreglu af. Hann missti þó stjórn á bílnum og endaði utan í vegriði.

Innlent
Fréttamynd

Um fimm­tíu þúsund manns í mið­borginni í Kvenna­verk­fallinu

Um fimmtíu þúsund manns lögðu leið sína í miðbæ Reykjavíkur í gær eftir að konur og kvár lögðu niður störf um allt land í tilefni af fimmtíu ára afmæli kvennaverkfallsins. Lögregla segir gærdaginn hafa gengið vel, skipuleggjendur kalla eftir því að stjórnvöld bregðist við.

Innlent
Fréttamynd

Myndaveisla: Troð­fullur mið­bær á kvennafrídegi

Fjölmenni var á Arnarhóli í dag þar sem haldið var upp á það að fimmtíu ár væru liðin frá fyrsta kvennafrídeginum árið 1975 með kvennaverkfalli. Konur um allt land lögðu niður launaða og ólaunða vinnu í tilefni dagsins, og margar yfirgáfu vinnustaði sína klukkan 13:30.

Lífið
Fréttamynd

Borgar­full­trúi bjargaði stolnum barna­vagni

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, reyndist óvæntur bjargvættur þegar hann rambaði á barnavagn á Landakotstúni í gærkvöldi. Barnavagninum hafði verið stolið af tröppum Hússtjórnarskólans skömmu fyrr.

Lífið
Fréttamynd

Ís­lendingar meðal sak­borninga en enginn í varð­haldi

Rannsókn lögreglu á meintum fíkniefnahring á Raufarhöfn og víðar er enn í fullum gangi að sögn rannsóknarlögreglumanns sem sér enn ekki fyrir endann á málinu. Íslenskir ríkisborgarar eru meðal sakborninga en fjórum sakborningum hefur verið vísað til Albaníu. Á sumum stöðum hafi kannabisframleiðsla staðið yfir í nokkur ár.

Innlent
Fréttamynd

Svona var haldið upp á fimm­tíu ára af­mæli kvennafrídagsins

Skipuleggjendur reikna með mikilli þátttöku í kvennaverkfallinu í dag þegar haldið er upp á það að fimmtíu ár eru liðin frá fyrsta kvennafrídeginum árið 1975. Vísir verður í beinni útsendingu og vakt frá sögugöngu eftir Sóleyjargötu þar sem leikkonur bregða sér í gervi kvenskörunga og svo frá Arnarhóli þar sem reiknað er með múgi og margmenni.

Innlent
Fréttamynd

Dóra Björt stefnir á for­manninn

Dóra Björt Guðjónsdóttir formaður skipulagsráðs Reykjavíkurborgar og oddviti Pírata í borgarstjórn, ætlar að bjóða sig fram til nýs embættis formanns Pírata. Hún segir marga hafa hvatt hana til að bjóða sig fram til embættisins og að hún vilji taka þátt uppbyggingu og endurreisn sem sé framundan.

Innlent
Fréttamynd

Allt að átta­tíu þúsund mæti í mið­bæinn og götulokanir í gildi

Búist er við að allt að áttatíu þúsund manns, einkum konur og kvár, leggi leið sína í miðborg Reykjavíkur í dag í tilefni af Kvennaári. Árið 1975 lögðu konur niður störf til að krefjast jafnréttis og nú, fimmtíu árum síðar, á að endurtaka leikinn. Dagskrá fer fram að því tilefni víðsvegar um um landið, en stærsti viðburðurinn verður í höfuðborginni þar sem lögregla verður með öfluga öryggisgæslu. Götulokanir verða í gildi miðsvæðis þar til síðdegis í dag sem mun meðal annars hafa áhrif á ferðir Strætó.

Innlent
Fréttamynd

Lofar látum og vísar gagn­rýni Sam­taka at­vinnulífsins á bug

Búist er við að fjöldi kvenna leggi leið sína í miðbæ Reykjavíkur þegar kvennaverkfall fer fram á morgun. Til stendur að reisa stórt svið á þeim hluta Lækjargötu sem snýr að Arnarhóli og hefst sú framkvæmd eftir að lokað verður fyrir umferð um svæðið klukkan 6 í fyrramálið.

Innlent