Reykjavík

Fréttamynd

Krafta­verk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum

Fjölskylda Gunnars Inga Hákonarsonar safnar nú fyrir hann og móður hans, Jónu B. Brynjarsdóttur, til að mæta miklum kostnaði vegna endurhæfingar Gunnars Inga. Gunnar Ingi og Jóna eru búsett á Ísafirði en dvelja Reykjavík svo Gunnar Ingi geti sinnt endurhæfingu á Grensás. Hann lenti í umferðarslysi í október þegar hann missti meðvitund undir stýri og bíllinn rann út í sjó.

Innlent
Fréttamynd

Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla

Hönnunaspaðar, listaspírur og opnunarormar létu sig ekki vanta á jóla-popup-opnun tískumerkisins Suskin síðasta laugardag. Þar er að finna leðurtöskur úr Toskana-leðri, skartgripi eftir Karólínu Kristbjörgu Björnsdóttur og listaverk eftir Örnu Gná Gunnarsdóttur.

Tíska og hönnun
Fréttamynd

Les­stofu Borgarskjalasafnsins lokað

Lesstofu Borgarskjalasafns á Tryggvagötu hefur formlega verið lokað. Öll starfsemi safnsins verður færð yfir á Þjóðskjalasafnið á næsta ári í sparnaðarskyni.

Innlent
Fréttamynd

Fram­tíð Suður­lands­brautar

Í mínum huga er Suðurlandsbraut ein af glæsilegri götum borgarinnar. Bogadregin lega götunnar meðfram Laugardalnum og útsýnið til norðurs í átt að Esjunni spila þar stóra rullu en ekki síður mörg glæsileg borgarhýsin sunnan hennar. Þrátt fyrir það felst yfirleitt lítil ánægja í því að ferðast um götuna eða að sækja hana heim.

Skoðun
Fréttamynd

„Ó­á­sættan­legt“ að taka borgar­full­trúa af gestalistanum

Borgar- og áheyrnarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Viðreisnar í forsætisnefnd Reykjavíkurborgar segja það óásættanlegt að gestalista fyrir móttökur borgarstjórnar hafi verið breytt án þess að þeir voru upplýstir. Borgarfulltrúi segir ákvörðunina einkennast af hugsunarleysi.

Innlent
Fréttamynd

Alexandra sækist eftir oddvitasætinu

Alexandra Briem, nýr oddviti Pírata í Reykjavík eftir brotthvarf Dóru Bjartar Guðjónsdóttur til Samfylkingarinnar, vill leiða lista Pírata í sveitarstjórnarkosningunum í vor. Hún segir ákvörðun Dóru ekki hafa verið efsta á jólagjafaóskalistanum.

Innlent
Fréttamynd

Dóra Björt til liðs við Sam­fylkinguna

Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi hefur sagt skilið við borgarstjórnarflokk Pírata og gengið til liðs við Samfylkinguna. Meirihlutinn í borgarstjórn mun áfram vinna saman. Alexandra Briem verður oddviti Pírata og formaður borgarráðs. Dóra Björt tekur á móti við formennsku í stafrænu ráði borgarinnar og tekur sæti Hjálmars Sveinssonar í borgarráði.

Innlent
Fréttamynd

Hækka hitann í Breið­holts­laug

Borgarstjórn hyggst hækka hitann í Breiðholtslaug upp í 35 gráður í febrúar til að koma til móts við ungbarnafjölskyldur. Tilraunin er meðal þriggja tillagna sem eiga að auka aðgengi ungbarnafjölskyldna að laugum borgarinnar.

Innlent
Fréttamynd

Ís­kaldir IceGuys jólatónleikar

Strákahljómsveitin Ice Guys steig fjórum sinnum á svið í Laugardalshöll um helgina. Þeir fylltu salinn aftur og aftur og stigu þaulæfð danspor á ísilögðu sviði.

Lífið
Fréttamynd

Kanna á­huga á mögu­legu fram­boði Guð­laugs í borginni

Þátttakendur í viðhorfahópi Gallup eru nú spurðir út í mögulegt framboð Guðlaugs Þórs Þórðarsonar til borgarstjórnar. Sjálfur segist Guðlaugur ekki standa að baki könnuninni, hann hafi í nógu að snúast í þinginu þó hann gefi líkt og áður ekkert upp um hvort hann stefni á að sækjast eftir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í borginni sem Hildur Björnsdóttir vermir nú.

Innlent
Fréttamynd

Aðal­steinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi

Aðalsteinn Leifsson, aðstoðarmaður utanríkisráðherra og varaþingmaður Viðreisnar, gefur kost á sér til að leiða lista Viðreisnar í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík í vor. Hann mun taka sér launalaust leyfi frá utanríkisráðuneytinu á sama tíma.

Innlent
Fréttamynd

Vinstri beygjan bönnuð

Nú er bannað að beygja til vinstri þegar ekið er um Bríetartún í Reykjavík og að gatnamótum við Borgartún.

Innlent
Fréttamynd

„Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“

Gugga í Gúmmíbát braut odd af oflæti sínu og ákvað að kíkja á djammið í efri byggðum Kópavogs. Þar naut hún bjórdrykkju með strákunum yfir boltanum áður en hún fékk nóg og þaut niður í bæ. Þar var nóg um að vera og djammarar komnir í jólaskap.

Lífið
Fréttamynd

Hand­tekinn með stóran hníf

Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var í dag tilkynnt um einstakling á gangi með stóran hníf. Í dagbók lögreglu kemur fram að maðurinn hafi verið handtekinn eftir að lögregla skoraði á hann að leggja hnífinn frá sér. Ekki kemur fram hvar maðurinn var handtekinn en málið er skráð hjá stöð 1 í Austurbæ, Vesturbæ, Miðbæ og Seltjarnarnesi.

Innlent
Fréttamynd

Elds­voðinn í Reykja­vík sem líkt var við náttúru­ham­farir

Seint í nóvember árið 2004 átti sér stað einhver mesti bruni sem orðið hafði á höfuðborgarsvæðinu í áratugi. Þá kviknaði í gríðarlegum dekkja- og spilliefnahaug á athafnasvæði förgunarfyrirtækisins Hringrásar við Sundahöfn. Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, var á svæðinu þessa nótt og festi á filmu baráttu slökkviliðsmannanna við eldinn.

Lífið
Fréttamynd

Eldur í í­búð við Snorra­braut

Slökkvilið var kallað út í kvöld klukkan 19:44 vegna bruna í íbúð við Snorrabraut. Engin slys urðu á fólki en tjón á íbúð sem eldur var í og annarri vegna vatnstjóns.

Innlent
Fréttamynd

Keyptu ekki skýringar um neyðar­vörn í Mjóddinni

Dagur Þór Hjartarson hefur verið dæmdur í fimm og hálfs árs fangelsi fyrir tilraun til manndráps þegar hann stakk annan karlmann í Mjóddinni í Reykjavík í júlí í sumar. Hinn karlmaðurinn særðist lífshættulega en sá átti upphafið að átökunum með að kýla Dag með krepptum hnefa í andlitið. Dagur Þór bar fyrir sig neyðarvörn en dómurinn keypti ekki þær skýringar.

Innlent
Fréttamynd

Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri

Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins, hefur tilkynnt að hún muni bjóða sig fram í borgarstjórnarkosningum í vor. Það gerir hún undir merkjum nýs framboðs, Vors til vinstri, en þó ætlar hún ekki að segja sig úr Sósíalistaflokknum.

Innlent
Fréttamynd

Sigurður Sæ­var fyllti Landsbankahúsið

Myndlistarmaðurinn Sigurður Sævar Magnúsarson opnaði einkasýningu með pomp og prakt í Landsbankahúsinu í Austurstræti í gær. Margt var um manninn á opnuninni en um er að ræða verk sem spanna tíu ár á ferli listamannsins.

Menning