Indland Starfsmenn Alvotech safna fyrir Indland Starfsmenn Alvotech hafa hrundið af stað fjáröflun innan fyrirtækisins til að bregðast við skelfilegum afleiðingum COVID-19 á Indlandi. Heimsmarkmiðin 27.5.2021 10:56 Alvarlegur súrefnisskortur yfirvofandi víða Skortur á súrefni fyrir kórónuveirusjúklinga er yfirvofandi í tugum ríkja. Þúsundir hafa dáið vegna súrefnisskorts á Indlandi. Erlent 26.5.2021 20:00 Giftu sig í flugvél til að komast hjá sóttvarnareglum Indversk brúðhjón brugðu á það ráð að láta gefa sig saman í miðju flugi svo hægt væri að bjóða sem flestum gestum í brúðkaupið, án þess að þurfa að huga að gildandi samkomutakmörkunum. Erlent 24.5.2021 21:39 Yfir 300 þúsund nú látist af völdum Covid-19 á Indlandi Yfir 300 þúsund hafa nú látist af völdum Covid-19 á Indlandi samkvæmt upplýsingum frá þarlendum heilbrigðisyfirvöldum. Sérfræðingar vara við því að raunverulegur fjöldi dauðsfalla geti verið mun hærri þar sem mörg þeirra séu ekki skráð með fullnægjandi hætti. Erlent 24.5.2021 08:52 Aldrei fleiri dauðsföll á einum degi í faraldrinum Nýtt met yfir fjölda dauðsfalla í einu landi á einum sólarhring frá því að kórónuveiruheimsfaraldurinn hófst var sett á Indlandi í gær þegar yfirvöld tilkynntu að 4.529 manns hefðu látist. Nær öruggt er þó talið að raunverulegur fjöldi látinna sé hærri. Erlent 19.5.2021 13:15 Bakslag fyrir bólusetningaráætlun Sameinuðu þjóðanna Verulegt bakslag er komið í áætlanir Sameinuðu þjóðanna um að bólusetja fólk í þróunarríkjum gegn kórónuveirunni eftir að stærsti framleiðandi bóluefna í heiminum á Indlandi sagðist ekki geta afhent fleiri skammta fyrr en í lok þessa árs. Erlent 18.5.2021 16:56 Heilu fjölskyldurnar sagðar hafa þurrkast út Yfirvöld á Indlandi opinberuðu í morgun metfjölda látinna, þó nýsmituðum fari fækkandi. 4.329 ný dauðsföll voru tilkynnt og rúmlega 260 þúsund nýsmitaðir. Covid-19 herjar nú á dreifðari byggðir landsins þar sem aðgengi að heilbrigðisþjónustu getur verið takmarkað. Erlent 18.5.2021 09:37 Tauktae gengur á land í miðjum kórónuveirufaraldri Íbúar í Gujarat héraði á Indlandi búa sig nú undir fellibylinn Tauktae en sérfræðingar telja að um sé að ræða mesta óveður sem gengið hefur yfir svæðið síðan 1998. Erlent 17.5.2021 07:05 Gagnrýna Boris fyrir að hafa ekki lokað fyrr á Indland Stjórnarandstaðan í Bretlandi er reið Boris Johnson forsætisráðherra fyrir að hafa ekki lokað á ferðalög frá Indlandi til Bretlands fyrr. Afbrigði Covid-19 sem greindist fyrst á Indlandi hefur greinst í nokkru magni á Bretlandseyjum. Sérfræðingar óttast að slaka á á sóttvörnum á Bretlandi á morgun. Erlent 16.5.2021 10:21 Tilfellum fækkar á Indlandi en fjöldi látinna enn hár Yfirvöld á Indlandi skráðu rúmlega fjögur þúsund dauðsföll vegna Covid-19 í morgun og höfðu 311.170 greinst smitaðir á undanförnum degi. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem dauðsföllum fækkar samkvæmt opinberum tölum og fjöldi nýsmitaðra hefur ekki verið lægri í rúmar þrjár vikur. Erlent 16.5.2021 08:38 Líkum þeirra sem látast úr Covid varpað í ár Lík þeirra sem hafa látist úr Covid-19 hafa fundist í indverskum ám en allt að tvö þúsund lík hafa fundist í ám nærri héruðunum Uttar Pradesh og Bihar. Þetta kemur fram í minnisblaði yfirvalda á svæðinu sem Reuters hefur fengið staðfest, en þetta er í fyrsta sinn sem viðurkennt er að líkum þeirra sem hafa látist gæti viljandi verið komið fyrir í ám. Erlent 15.5.2021 20:46 24 milljónir hafa nú smitast á Indlandi Heildarfjöldi þeirra sem smitast hafa af kórónuveirunni á Indlandi er nú komin yfir 24 milljónir. Fjögur þúsund manns dóu á síðasta sólarhring og rúmlega 343 þúsund greindust með veiruna. Erlent 14.5.2021 08:08 Indverska afbrigðið lúti sömu lögmálum og önnur afbrigði veirunnar Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er vongóður um að Íslendingum muni takast vel við að hemja indverska afbrigði kórónuveirunnar. Máli sínu til stuðnings bendir hann á árangur Íslendinga við að hemja breska afbrigði veirunnar sem hefur greinst víða hér á landi. Innlent 13.5.2021 12:06 Enn skolar líkum upp á árbakka Ganges Tugi líka til viðbótar skolaði upp á árbakka Ganges árinnar í norðurhluta Indlands í dag. Meira en fimmtíu líkum skolað á land í Gahmar síðustu daga og talið er að um fórnarlömb kórónuveirunnar sé að ræða. Erlent 11.5.2021 16:47 Enn greinast hundruð þúsunda á Indlandi: Indverska afbrigðið á gátlista WHO Síðasta sólahring greindust 329.942 með Covid-19 á Indlandi. Þetta er annar dagurinn í röð þar sem fjöldi smita er undir 400 þúsund en þar á undan var hann yfir 400 þúsund fjóra daga í röð. Erlent 11.5.2021 08:59 Afbrigðið sem geisar um Indland skilgreint sem alþjóðlegt áhyggjuefni Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur gefið út að það afbrigði kórónuveirunnar sem farið hefur eins og eldur í sinu um Indland sé áhyggjuefni á alþjóðavísu. Rannsóknir sýna að afbrigðið kunni að vera meira smitandi en upprunaleg afbrigði veirunnar. Erlent 10.5.2021 20:15 Líkum skolar upp á árbakka Ganges Minnst fjörutíu líkum hefur skolað upp á árbakka Ganges-árinnar í norðurhluta Indlands. Ekki er vitað hvaðan líkin koma en indverskir fjölmiðlar hafa leitt að því líkum að um fórnarlömb kórónuveirufaraldursins sé að ræða. Erlent 10.5.2021 16:42 Íslendingar gefa Indverjum öndunarvélar Í ljósi alvarlegrar stöðu kórónuveirufaraldursins á Indlandi hafa þarlend stjórnvöld þegið boð íslenskra stjórnvalda um að senda 17 öndunarvélar til Indlands, segir í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Innlent 8.5.2021 15:01 Mikil fjölgun smitaðra þrátt fyrir methlutfall bólusettra Yfirvöld í eyríkinu og ferðamannaparadísinni Seychelleseyjum í Indlandshafi hafa komið aftur á ströngum takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins eftir að smituðum fjölgaði meir en nokkru sinni áður í vikunni. Þetta gerðist þrátt fyrir að hvergi sé hærra hlutfall íbúa bólusett fyrir veirunni í heiminum. Erlent 7.5.2021 10:52 UNICEF sendir hjálpargögn til Indlands vegna COVID-19 Útbreiðsla COVID-19 á Indlandi hefur verið stjórnlaus frá því önnur bylgja faraldursins hófst í febrúar samkvæmt frétt UNICEF. Heimsmarkmiðin 6.5.2021 15:00 Yfir 20 milljónir greinst og kallað eftir útgöngubanni á landsvísu Fleiri en 20 milljónir manna hafa greinst með Covid-19 á Indlandi. Alls greindust 357.229 smit síðasta sólarhring og 3.449 létust. Hávær köll heyrast nú um útgöngubann á landsvísu. Erlent 4.5.2021 08:57 Prófum læknanema frestað vegna faraldursins Prófum læknanema á Indlandi hefur verið frestað svo þeir geti tekið þátt í baráttunni við Covid-19 þar í landi. Heilbrigðiskerfi Indlands ræður ekki við faraldurinn en er mikill skortur á sjúkrarúmum og súrefni. Erlent 3.5.2021 18:09 Modi tapaði lykilríki þrátt fyrir umdeilda kosningabaráttu Flokkur Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, tapaði ríkisþingskosningum í Vestur-Bengal þrátt fyrir að hann hefði lagt ofurkapp á það í kosningabaráttunni. Modi var jafnvel sakaður um að láta kosningarnar sig meiru varða en kórónuveirufaraldurinn sem geisar nú stjórnlaust víða um landið. Erlent 3.5.2021 10:57 Eiga yfir höfði sér fimm ára fangelsi fyrir að snúa heim frá Indlandi Yfirvöld í Ástralíu hafa boðað algert bann við ferðum frá Indlandi til Ástralíu frá og með deginum í dag. Allir Ástralar sem hyggjast ferðast heim frá Indlandi geta átt yfir höfði sér háar fjársektir og allt að fimm ár í fangelsi. Gagnrýnendur segja ferðabannið rasískt og mannréttindabrot. Erlent 3.5.2021 09:59 Aldrei fleiri dauðsföll á einum degi Alls létust 3.689 manns úr kórónuveirunni á Indlandi í gær. Er þetta mesti fjöldi sem hefur látist í landinu á einum degi frá því að faraldurinn hófst og fundaði forsætisráðherra landsins með heilbrigðisráðherranum í morgun til að fara yfir stöðu mála. Erlent 2.5.2021 11:14 Sjá fram á skort á bóluefni og súrefni samhliða versnandi stöðu faraldursins Tæplega 3.600 létust af völdum Covid-19 á Indlandi síðastliðinn sólarhring. 400 þúsund greindust með veiruna á einum degi, en er það í fyrsta skipti sem það gerist í einu landi. Indland hefur farið einna verst út úr kórónuveirufaraldrinum, en rúmlega 19 milljónir hafa greinst með veiruna þar í landi frá upphafi faraldursins. Erlent 1.5.2021 12:32 Takmarka ferðalög frá Indlandi til Bandaríkjanna Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að takmarka ferðalög frá Indlandi til Bandaríkjanna vegna mikillar útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi í næstu viku. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna er sögð hafa mælt með aðgerðunum til að koma í veg fyrir að smit berist til Bandaríkjanna. Erlent 30.4.2021 18:45 Skortur á bóluefnum í héruðum Indlands Nokkur ríki Indlands eru uppiskroppa með bóluefni, degi áður en bólusetningarátak á að hefjast í landinu. Samkvæmt opinberum tölum hafa 7,7 milljónir manna fengið Covid-19 í síðustu tveimur mánuðum. Áður tók það nærri því hálft ár að greina 7,7 smitaða á Indlandi. Erlent 30.4.2021 15:50 Bandaríkjamönnum sagt að koma sér frá Indlandi Bandaríkjastjórn hvetur borgara sína til þess að yfirgefa Indland eins fljótt og mögulegt er vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar nú sem aldrei fyrr í landinu. Sendiráð Bandaríkjanna á Indlandi segir að aðgangur að hvers kyns heilbrigðisþjónustu sé að vera verulega takmarkaður. Erlent 29.4.2021 17:32 UNICEF bregst við útbreiðslu COVID-19 á Indlandi og kallar eftir stuðningi Dauðsföll á Indlandi vegna Covid-19 skipta þúsundum á hverjum sólarhring og spítalar eru löngu orðnir yfirfullir. Heimsmarkmiðin 29.4.2021 15:00 « ‹ 2 3 4 5 6 7 8 9 10 … 13 ›
Starfsmenn Alvotech safna fyrir Indland Starfsmenn Alvotech hafa hrundið af stað fjáröflun innan fyrirtækisins til að bregðast við skelfilegum afleiðingum COVID-19 á Indlandi. Heimsmarkmiðin 27.5.2021 10:56
Alvarlegur súrefnisskortur yfirvofandi víða Skortur á súrefni fyrir kórónuveirusjúklinga er yfirvofandi í tugum ríkja. Þúsundir hafa dáið vegna súrefnisskorts á Indlandi. Erlent 26.5.2021 20:00
Giftu sig í flugvél til að komast hjá sóttvarnareglum Indversk brúðhjón brugðu á það ráð að láta gefa sig saman í miðju flugi svo hægt væri að bjóða sem flestum gestum í brúðkaupið, án þess að þurfa að huga að gildandi samkomutakmörkunum. Erlent 24.5.2021 21:39
Yfir 300 þúsund nú látist af völdum Covid-19 á Indlandi Yfir 300 þúsund hafa nú látist af völdum Covid-19 á Indlandi samkvæmt upplýsingum frá þarlendum heilbrigðisyfirvöldum. Sérfræðingar vara við því að raunverulegur fjöldi dauðsfalla geti verið mun hærri þar sem mörg þeirra séu ekki skráð með fullnægjandi hætti. Erlent 24.5.2021 08:52
Aldrei fleiri dauðsföll á einum degi í faraldrinum Nýtt met yfir fjölda dauðsfalla í einu landi á einum sólarhring frá því að kórónuveiruheimsfaraldurinn hófst var sett á Indlandi í gær þegar yfirvöld tilkynntu að 4.529 manns hefðu látist. Nær öruggt er þó talið að raunverulegur fjöldi látinna sé hærri. Erlent 19.5.2021 13:15
Bakslag fyrir bólusetningaráætlun Sameinuðu þjóðanna Verulegt bakslag er komið í áætlanir Sameinuðu þjóðanna um að bólusetja fólk í þróunarríkjum gegn kórónuveirunni eftir að stærsti framleiðandi bóluefna í heiminum á Indlandi sagðist ekki geta afhent fleiri skammta fyrr en í lok þessa árs. Erlent 18.5.2021 16:56
Heilu fjölskyldurnar sagðar hafa þurrkast út Yfirvöld á Indlandi opinberuðu í morgun metfjölda látinna, þó nýsmituðum fari fækkandi. 4.329 ný dauðsföll voru tilkynnt og rúmlega 260 þúsund nýsmitaðir. Covid-19 herjar nú á dreifðari byggðir landsins þar sem aðgengi að heilbrigðisþjónustu getur verið takmarkað. Erlent 18.5.2021 09:37
Tauktae gengur á land í miðjum kórónuveirufaraldri Íbúar í Gujarat héraði á Indlandi búa sig nú undir fellibylinn Tauktae en sérfræðingar telja að um sé að ræða mesta óveður sem gengið hefur yfir svæðið síðan 1998. Erlent 17.5.2021 07:05
Gagnrýna Boris fyrir að hafa ekki lokað fyrr á Indland Stjórnarandstaðan í Bretlandi er reið Boris Johnson forsætisráðherra fyrir að hafa ekki lokað á ferðalög frá Indlandi til Bretlands fyrr. Afbrigði Covid-19 sem greindist fyrst á Indlandi hefur greinst í nokkru magni á Bretlandseyjum. Sérfræðingar óttast að slaka á á sóttvörnum á Bretlandi á morgun. Erlent 16.5.2021 10:21
Tilfellum fækkar á Indlandi en fjöldi látinna enn hár Yfirvöld á Indlandi skráðu rúmlega fjögur þúsund dauðsföll vegna Covid-19 í morgun og höfðu 311.170 greinst smitaðir á undanförnum degi. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem dauðsföllum fækkar samkvæmt opinberum tölum og fjöldi nýsmitaðra hefur ekki verið lægri í rúmar þrjár vikur. Erlent 16.5.2021 08:38
Líkum þeirra sem látast úr Covid varpað í ár Lík þeirra sem hafa látist úr Covid-19 hafa fundist í indverskum ám en allt að tvö þúsund lík hafa fundist í ám nærri héruðunum Uttar Pradesh og Bihar. Þetta kemur fram í minnisblaði yfirvalda á svæðinu sem Reuters hefur fengið staðfest, en þetta er í fyrsta sinn sem viðurkennt er að líkum þeirra sem hafa látist gæti viljandi verið komið fyrir í ám. Erlent 15.5.2021 20:46
24 milljónir hafa nú smitast á Indlandi Heildarfjöldi þeirra sem smitast hafa af kórónuveirunni á Indlandi er nú komin yfir 24 milljónir. Fjögur þúsund manns dóu á síðasta sólarhring og rúmlega 343 þúsund greindust með veiruna. Erlent 14.5.2021 08:08
Indverska afbrigðið lúti sömu lögmálum og önnur afbrigði veirunnar Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, er vongóður um að Íslendingum muni takast vel við að hemja indverska afbrigði kórónuveirunnar. Máli sínu til stuðnings bendir hann á árangur Íslendinga við að hemja breska afbrigði veirunnar sem hefur greinst víða hér á landi. Innlent 13.5.2021 12:06
Enn skolar líkum upp á árbakka Ganges Tugi líka til viðbótar skolaði upp á árbakka Ganges árinnar í norðurhluta Indlands í dag. Meira en fimmtíu líkum skolað á land í Gahmar síðustu daga og talið er að um fórnarlömb kórónuveirunnar sé að ræða. Erlent 11.5.2021 16:47
Enn greinast hundruð þúsunda á Indlandi: Indverska afbrigðið á gátlista WHO Síðasta sólahring greindust 329.942 með Covid-19 á Indlandi. Þetta er annar dagurinn í röð þar sem fjöldi smita er undir 400 þúsund en þar á undan var hann yfir 400 þúsund fjóra daga í röð. Erlent 11.5.2021 08:59
Afbrigðið sem geisar um Indland skilgreint sem alþjóðlegt áhyggjuefni Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO, hefur gefið út að það afbrigði kórónuveirunnar sem farið hefur eins og eldur í sinu um Indland sé áhyggjuefni á alþjóðavísu. Rannsóknir sýna að afbrigðið kunni að vera meira smitandi en upprunaleg afbrigði veirunnar. Erlent 10.5.2021 20:15
Líkum skolar upp á árbakka Ganges Minnst fjörutíu líkum hefur skolað upp á árbakka Ganges-árinnar í norðurhluta Indlands. Ekki er vitað hvaðan líkin koma en indverskir fjölmiðlar hafa leitt að því líkum að um fórnarlömb kórónuveirufaraldursins sé að ræða. Erlent 10.5.2021 16:42
Íslendingar gefa Indverjum öndunarvélar Í ljósi alvarlegrar stöðu kórónuveirufaraldursins á Indlandi hafa þarlend stjórnvöld þegið boð íslenskra stjórnvalda um að senda 17 öndunarvélar til Indlands, segir í tilkynningu frá Stjórnarráðinu. Innlent 8.5.2021 15:01
Mikil fjölgun smitaðra þrátt fyrir methlutfall bólusettra Yfirvöld í eyríkinu og ferðamannaparadísinni Seychelleseyjum í Indlandshafi hafa komið aftur á ströngum takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins eftir að smituðum fjölgaði meir en nokkru sinni áður í vikunni. Þetta gerðist þrátt fyrir að hvergi sé hærra hlutfall íbúa bólusett fyrir veirunni í heiminum. Erlent 7.5.2021 10:52
UNICEF sendir hjálpargögn til Indlands vegna COVID-19 Útbreiðsla COVID-19 á Indlandi hefur verið stjórnlaus frá því önnur bylgja faraldursins hófst í febrúar samkvæmt frétt UNICEF. Heimsmarkmiðin 6.5.2021 15:00
Yfir 20 milljónir greinst og kallað eftir útgöngubanni á landsvísu Fleiri en 20 milljónir manna hafa greinst með Covid-19 á Indlandi. Alls greindust 357.229 smit síðasta sólarhring og 3.449 létust. Hávær köll heyrast nú um útgöngubann á landsvísu. Erlent 4.5.2021 08:57
Prófum læknanema frestað vegna faraldursins Prófum læknanema á Indlandi hefur verið frestað svo þeir geti tekið þátt í baráttunni við Covid-19 þar í landi. Heilbrigðiskerfi Indlands ræður ekki við faraldurinn en er mikill skortur á sjúkrarúmum og súrefni. Erlent 3.5.2021 18:09
Modi tapaði lykilríki þrátt fyrir umdeilda kosningabaráttu Flokkur Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, tapaði ríkisþingskosningum í Vestur-Bengal þrátt fyrir að hann hefði lagt ofurkapp á það í kosningabaráttunni. Modi var jafnvel sakaður um að láta kosningarnar sig meiru varða en kórónuveirufaraldurinn sem geisar nú stjórnlaust víða um landið. Erlent 3.5.2021 10:57
Eiga yfir höfði sér fimm ára fangelsi fyrir að snúa heim frá Indlandi Yfirvöld í Ástralíu hafa boðað algert bann við ferðum frá Indlandi til Ástralíu frá og með deginum í dag. Allir Ástralar sem hyggjast ferðast heim frá Indlandi geta átt yfir höfði sér háar fjársektir og allt að fimm ár í fangelsi. Gagnrýnendur segja ferðabannið rasískt og mannréttindabrot. Erlent 3.5.2021 09:59
Aldrei fleiri dauðsföll á einum degi Alls létust 3.689 manns úr kórónuveirunni á Indlandi í gær. Er þetta mesti fjöldi sem hefur látist í landinu á einum degi frá því að faraldurinn hófst og fundaði forsætisráðherra landsins með heilbrigðisráðherranum í morgun til að fara yfir stöðu mála. Erlent 2.5.2021 11:14
Sjá fram á skort á bóluefni og súrefni samhliða versnandi stöðu faraldursins Tæplega 3.600 létust af völdum Covid-19 á Indlandi síðastliðinn sólarhring. 400 þúsund greindust með veiruna á einum degi, en er það í fyrsta skipti sem það gerist í einu landi. Indland hefur farið einna verst út úr kórónuveirufaraldrinum, en rúmlega 19 milljónir hafa greinst með veiruna þar í landi frá upphafi faraldursins. Erlent 1.5.2021 12:32
Takmarka ferðalög frá Indlandi til Bandaríkjanna Bandaríkjastjórn hefur ákveðið að takmarka ferðalög frá Indlandi til Bandaríkjanna vegna mikillar útbreiðslu kórónuveirunnar þar í landi í næstu viku. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna er sögð hafa mælt með aðgerðunum til að koma í veg fyrir að smit berist til Bandaríkjanna. Erlent 30.4.2021 18:45
Skortur á bóluefnum í héruðum Indlands Nokkur ríki Indlands eru uppiskroppa með bóluefni, degi áður en bólusetningarátak á að hefjast í landinu. Samkvæmt opinberum tölum hafa 7,7 milljónir manna fengið Covid-19 í síðustu tveimur mánuðum. Áður tók það nærri því hálft ár að greina 7,7 smitaða á Indlandi. Erlent 30.4.2021 15:50
Bandaríkjamönnum sagt að koma sér frá Indlandi Bandaríkjastjórn hvetur borgara sína til þess að yfirgefa Indland eins fljótt og mögulegt er vegna kórónuveirufaraldursins sem geisar nú sem aldrei fyrr í landinu. Sendiráð Bandaríkjanna á Indlandi segir að aðgangur að hvers kyns heilbrigðisþjónustu sé að vera verulega takmarkaður. Erlent 29.4.2021 17:32
UNICEF bregst við útbreiðslu COVID-19 á Indlandi og kallar eftir stuðningi Dauðsföll á Indlandi vegna Covid-19 skipta þúsundum á hverjum sólarhring og spítalar eru löngu orðnir yfirfullir. Heimsmarkmiðin 29.4.2021 15:00