Covid dreifist hratt í borgum Indlands og meðal barna Samúel Karl Ólason skrifar 6. janúar 2022 12:35 Indversk stúlka bólusett. AP/Mahesh Kumar A. Kórónuveiran er aftur komin í tiltölulega mikla dreifingu á Indlandi þessa dagana og þá sérstaklega í borgum landsins. Innlagnir eru þó enn tiltölulega fáar og delta-afbrigðið, sem greindist fyrst á Indlandi, er enn ráðandi í landinu en einungis 2.630 hafa smitast af ómíkron-afbrigðinu, svo vitað sé. Embættismenn telja þó að ómíkron-afbrigðið sé í meiri dreifingu en vitað sé, samkvæmt frétt Indian Express. Indverjar tilkynntu í morgun að 90.928 hefðu greinst með Covid-19 á undanförnum sólarhring og hefur fjöldinn aukist fjórfalt frá því í upphafi árs, samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar. Vitað er til þess að 325 hafi dáið síðasta sólarhringinn. Meirihluti þeirra sem smitast sýna lítil eða engin einkenni og innlagnir eru fáar. Einn hefur dáið eftir að hafa smitast af ómíkron-afbrigðinu en sá var 74 ára gamall maður með sykursýki. Embættismenn óttast þó hvað gerist þegar dreifingin verður meiri á landsbyggð Indlands þar sem heilbrigðisþjónusta er ekki jafn góð og í borgunum. Í mörgum borgum landsins er búið að herða sóttvarnaraðgerðir og samkomubönn á undanförnum dögum. Í frétt Times of India segir að óbólusett börn undir sex ára aldri séu að smitast í auknu mæli á undanförnum dögum og á þeim aldurshópi hafi innlögnum á sjúkrahús fjölgað töluvert. Bólusetning táninga hófst í vikunni og stendur næst til að bólusetja tólf til fjórtán ára börn og svo yngri börn í kjölfarið. Flest börn sýna þó lítil einkenni. Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir WHO segir frekari gögn benda til vægari einkenna ómíkron Frekari gögn benda nú til að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar hafi fremur áhrif á efri hluta öndunarvegarins og valdi vægari einkennum en fyrri afbrigði veirunnar. 4. janúar 2022 16:45 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Sjá meira
Embættismenn telja þó að ómíkron-afbrigðið sé í meiri dreifingu en vitað sé, samkvæmt frétt Indian Express. Indverjar tilkynntu í morgun að 90.928 hefðu greinst með Covid-19 á undanförnum sólarhring og hefur fjöldinn aukist fjórfalt frá því í upphafi árs, samkvæmt frétt Reuters fréttaveitunnar. Vitað er til þess að 325 hafi dáið síðasta sólarhringinn. Meirihluti þeirra sem smitast sýna lítil eða engin einkenni og innlagnir eru fáar. Einn hefur dáið eftir að hafa smitast af ómíkron-afbrigðinu en sá var 74 ára gamall maður með sykursýki. Embættismenn óttast þó hvað gerist þegar dreifingin verður meiri á landsbyggð Indlands þar sem heilbrigðisþjónusta er ekki jafn góð og í borgunum. Í mörgum borgum landsins er búið að herða sóttvarnaraðgerðir og samkomubönn á undanförnum dögum. Í frétt Times of India segir að óbólusett börn undir sex ára aldri séu að smitast í auknu mæli á undanförnum dögum og á þeim aldurshópi hafi innlögnum á sjúkrahús fjölgað töluvert. Bólusetning táninga hófst í vikunni og stendur næst til að bólusetja tólf til fjórtán ára börn og svo yngri börn í kjölfarið. Flest börn sýna þó lítil einkenni.
Indland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir WHO segir frekari gögn benda til vægari einkenna ómíkron Frekari gögn benda nú til að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar hafi fremur áhrif á efri hluta öndunarvegarins og valdi vægari einkennum en fyrri afbrigði veirunnar. 4. janúar 2022 16:45 Mest lesið Grunaður árásarmaður í Úlfarsárdal handtekinn Innlent Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Haraldur Jóhannsson er látinn Innlent Leigubílstjóri fór í svaðilför á Teslunni upp í Þórsmörk og sneri heill heim Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Erlent Ber fyrir sig minnisleysi á verknaðarstundu Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Hæstiréttur gefur grænt ljós á búvörulögin Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Fleiri fréttir Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Sjá meira
WHO segir frekari gögn benda til vægari einkenna ómíkron Frekari gögn benda nú til að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar hafi fremur áhrif á efri hluta öndunarvegarins og valdi vægari einkennum en fyrri afbrigði veirunnar. 4. janúar 2022 16:45