Milljónir manna heimilislaus eftir gríðarleg flóð Magnús Jochum Pálsson skrifar 18. júní 2022 23:26 Indverskir hermenn hjálpa þorpsbúum í Jalimura, vestan við Gauhati-borg í Indlandi. AP Photo/Anupam Nath Milljónir manna eru heimilislaus og 18 látnir eftir gríðarmikil flóð í Bangladess og norðausturhluta Indlands. Herir beggja landa hafa verið kallaðir út til að hjálpa fólki sem er strandað vegna flóðanna. Búist er við því að rigningin haldi áfram út helgina. Björgunarsveitarmenn aðstoða íbúa í Korora-þorpi, vestan við Gauhati-borg á Indlandi.AP Photo/Anupam Nath Í frétt AP um málið er greint frá því að í Assam-fylki í Indlandi séu að minnsta kosti 9 látnir og að meira en tvær milljónir manna hafi misst heimili sín undir flóðin. Sanjay O’Neil, starfsmaður við veðurathugunarstöð í höfuðborg Assam-fylkis, segir úrkomumagnið fordæmalaust og býst við mikilli rigningu út sunnudag. Þá hefur fjöldi lestarfyrirtækja aflýst ferðum á Indlandi vegna linnulausra rigninga undanfarna fimm daga. Indverski herinn hefur verið kallaður út til að bregðast við hamförunum og ferðast hermenn á milli bæja á hraðbátum og björgunarflekum. Bangladess í mikilli hættu Í Bangladess hefur vatnsyfirborðið hækkað í öllum stærstu ám landsins, samkvæmt miðstöð flóðavarna í höfuðborginni Dhaka. Þá hefur flugum til og frá Osmani-flugvelli, alþjóðlegum flugvelli, í borginni Sylhet verið aflýst undanfarna þrjá daga. Það er ekki nema mánuður síðan að Bangladesh-búar urðu fyrir flóðum sem áttu sér stað í norður- og norðausturhluta landsins. Þar varð gríðarlegur fjöldi plantekra, vega og heimila fyrir barðinu á skyndiflóðum í undanfara monsún-tímabilsins. Íbúar í Sylhet-borg þurfa að vaða göturnar til að komast leiða sinna.AP/Abdul Goni Bangladess er í mikilli hættu vegna náttúruhamfara á borð við flóð og fellibyli sökum þess hve láglent landið er. Samkvæmt Milliríkjapanel Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (e. U.N.’s Intergovernmental Panel on Climate Change) mun um 17% Bangladess-íbúa þurfa að yfirgefa heimili sín næsta áratuginn ef hnattræn hlýnun heldur áfram á sama hraða. Náttúruhamfarir Veður Bangladess Indland Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Björgunarsveitarmenn aðstoða íbúa í Korora-þorpi, vestan við Gauhati-borg á Indlandi.AP Photo/Anupam Nath Í frétt AP um málið er greint frá því að í Assam-fylki í Indlandi séu að minnsta kosti 9 látnir og að meira en tvær milljónir manna hafi misst heimili sín undir flóðin. Sanjay O’Neil, starfsmaður við veðurathugunarstöð í höfuðborg Assam-fylkis, segir úrkomumagnið fordæmalaust og býst við mikilli rigningu út sunnudag. Þá hefur fjöldi lestarfyrirtækja aflýst ferðum á Indlandi vegna linnulausra rigninga undanfarna fimm daga. Indverski herinn hefur verið kallaður út til að bregðast við hamförunum og ferðast hermenn á milli bæja á hraðbátum og björgunarflekum. Bangladess í mikilli hættu Í Bangladess hefur vatnsyfirborðið hækkað í öllum stærstu ám landsins, samkvæmt miðstöð flóðavarna í höfuðborginni Dhaka. Þá hefur flugum til og frá Osmani-flugvelli, alþjóðlegum flugvelli, í borginni Sylhet verið aflýst undanfarna þrjá daga. Það er ekki nema mánuður síðan að Bangladesh-búar urðu fyrir flóðum sem áttu sér stað í norður- og norðausturhluta landsins. Þar varð gríðarlegur fjöldi plantekra, vega og heimila fyrir barðinu á skyndiflóðum í undanfara monsún-tímabilsins. Íbúar í Sylhet-borg þurfa að vaða göturnar til að komast leiða sinna.AP/Abdul Goni Bangladess er í mikilli hættu vegna náttúruhamfara á borð við flóð og fellibyli sökum þess hve láglent landið er. Samkvæmt Milliríkjapanel Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (e. U.N.’s Intergovernmental Panel on Climate Change) mun um 17% Bangladess-íbúa þurfa að yfirgefa heimili sín næsta áratuginn ef hnattræn hlýnun heldur áfram á sama hraða.
Náttúruhamfarir Veður Bangladess Indland Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent „Koma einhverjir strákar og svo fer allt í háaloft“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira