Finnland

Fréttamynd

Finnar lýsa yfir neyðar­á­standi og loka í þrjár vikur

Stjórnvöld í Finnlandi hafa lýst yfir neyðarástandi vegna útbreiðslu hins svokallaða breska afbrigðis kórónuveirunnar í landinu. Sumar aðgerðir stjórnvalda taka gildi þegar í stað, en aðrar 8. mars. Munu aðgerðirnar gilda í þrjár vikur.

Erlent
Fréttamynd

Evrópu­ríki lýsa yfir ó­á­nægju með breytingar Pfizer

Nokkur Evrópuríki hafa lýst yfir óánægju vegna fyrirhugaðra breytinga á afhendingaráætlun Pfizer. Færri skammtar af bóluefni lyfjaframleiðandans munu berast til Evrópu frá og með næstu viku vegna þess að Bandaríkjadeild framleiðandans ætlar að hægja á flutningi efnisins til Evrópu.

Erlent
Fréttamynd

Ferjan losuð af strandstað og dregin í höfn

Farþegaferjan sem strandaði rétt utan við höfnina í Maríuhöfn á Álandseyjum í gær var losuð og dregin í höfn í dag. Hún hélt för sinni áfram til Turku í Finnlandi þar sem hún fer í slipp til skoðunar og viðgerða.

Erlent
Fréttamynd

Dvöldu í strandaðri ferju við Álandseyjar í nótt

Rúmlega þrjú hundruð farþegar og tæplega hundrað manna áhöfn ferjunnar Viking Grace dvöldu um borð í ferjunni í nótt eftir að hún strandaði í illviðri við strendur Álandseyja í gær. Byrjað var að flytja farþegana frá borði í morgun.

Erlent
Fréttamynd

Sanna Marin forsætisráðherra Finnlands gagnrýnd fyrir klæðaburð

Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, sætti gagnrýni um helgina vegna ljósmyndar sem birtist af henni í tískutímaritinu Trendi. Þótti mörgum klæðaburður hennar óviðeigandi. Þetta kom af stað stórri herferð á samfélagsmiðlum þar sem konur um allt landið sýna ráðherranum stuðning.

Lífið
Fréttamynd

Finnur fyrir ein­kennum og fer í sýna­töku

Forsætisráðherra Finnlands segist nú finna fyrir fyrir einkennum kórónuveirusýkingar í öndunarfærum. Hún ætli sér að fara í sýnatöku og muni sinna störfum sínum í fjarvinnu þar til að niðurstaða liggur fyrir.

Erlent
Fréttamynd

Finnar bjóða Ís­lendinga vel­komna

Finnsk stjórnvöld hafa opnað á ferðir einstaklinga frá sex löndum til Finnlands frá og með 15. júní næstkomandi. Ísland er eitt þeirra ríkja, en athygli vekur að grannlandið Svíþjóð er ekki á lista.

Erlent
Fréttamynd

Finnska þingið ræðir samgöngubann sem mun skipta landinu í tvennt

Finnska þingið átti að taka fyrir frumvarp ríkisstjórnarinnar nú klukkan 11 sem bannar umferð inn og út úr Uusimaa héraði, sem inniheldur Helsinki. Þúsundir íbúa höfuðborgarinnar flykktust út í sveitir landsins áður en bannið tók gildi í því skyni að komast í sumarhús til að taka út fyrirhugað þriggja vikna bann þar. 

Erlent
Fréttamynd

Viaplay hirðir enska boltann af TV2

Norræna fjölmiðlafyrirtækið Nordic Entertainment Group (NENT), sem gerir út streymisveituna Viaplay, hefur öðlast sýningarréttinn að ensku úrvalsdeildinni í Noregi, Finnlandi, Svíþjóð og Danmörku árin 2022 til 2028.

Viðskipti erlent