Tyrkir samþykkja aðild Svía og Finna að NATO Heimir Már Pétursson skrifar 28. júní 2022 18:53 Magdalena Andersson forsætisráðherra Svíþjóðar heilsar Recep Tayyip Erdogan forseta Tyrklands við upphaf fundar þeirra um NATO aðild Svía í Madrid í dag. AP/Henrik Montgomery Tyrkir hafa samþykkt aðildarumsókn Svía og Finna að Atlantshafsbandalaginu. Einn sögulegasti leiðtogafundur í sögu NATO hófst formlega í Madríd í dag þar sem meðal annars verður samþykkt að auka umsvif bandalagsins í austur Evrópu. Undanfarna daga hefur Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO leitt fundi fulltrúa Tyrkja, Svía og Finna til að finna lausn á andstöðu Tyrkja við aðild Norðurlandanna tveggja. Í dag fundaði Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands síðan með Magdalenu Andersson forsætisráðherra Svíþjóðar og Sauli Niinisto forseta Finnlands í Madrid fyrir milligöngu Stoltenbers. Að þeim fundi loknum var tilkynnt að Tyrkir hefðu samþykkt aðildarumsókn ríkjanna. Leiðtogafundur NATO í Madrid er einn sá mikilvægasti í sögu bandalagsinis bæði vegna innrásar Rússa í Úkraínu og aðildarumsóknar Svía og Finna. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO segir að nýja áætlun kennda við Madrid verða samþykkta áfundinum. „Þetta verður áætlunin fyrir NATO í hættulegri og ófyrirsjáanlegri heimi. Við munum samþykkja grundvallarbreytingu á fælingu og vörnum með fjölmennari viðbragðssveitum, með öflugri loftvörnum og meiri fyrir fram staðsettum búnaði,“ sagði Stoltenberg í dag. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO sest til fundar með Recep Tayyip Erdogan forseta Tyrklands og Magdalenu Andersson forsætisráðherra Svíþjóðar í dag.AP/Henrik Montgomery Leiðtogarnir komu hver af öðrum til borgarinnar í dag, þeirra á meðal Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, en aðalfundurinn fer fram á morgun. „Í aðdraganda fundarins er verið að ræða aðildarumsókn Finna og Svía sem Tyrkir hafa auðvitað verið aðleggjast gegn. Þá sérstaklega aðildarumsókn Svíþjóðar. Þannig að það eru nokkuð mörg stór mál sem verða til umræðu á þessum fundi,“ segir Katrín en Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra sækir einnig fundinn. Katrín Jakobsdóttir segir mörg stór mál liggja fyrir NATO fundinum.Vísir/Vilhelm Katrín segir Stoltenberg hafa fundað með fulltrúum Finna, Svía og Tyrkja í allan dag. Niðurstaða gæti legið fyrir leiðtogafundinum á morgun. Stoltenberg boðar einnig aukna aðstoð við Úkraínu. „Við munum samþykkja yfirgripsmikla aðstoð við Úkraínu til að hjálpa þeim að nýta rétt sinn til sjálfsvarnar. Það er mjög mikilvægt að við séum tilbúin að halda áfram að veita stuðning því nú stendur Úkraína frammi fyrir skepnuskap sem við höfum ekki séð í Evrópu síðan í heimsstyrjöldinni síðari,“ segir Stoltenberg. NATO hefur þegar ákveðið að fjölga í viðbragðs hersveitum sínum um 300 þúsund manns en nú eru um 40 þúsund hermenn í viðbragðssveitunum. Styrkja á hernaðarmátt bandalagsins í aðildarríkjunum í austur Evrópu enn frekar vegna stríðsins í Úkraínu. „Þetta er auðvitað stærsta einstaka málið á fundinum. En því miður er engin lausn í sjónmáli ennþá á þessum hörmulegu átökum,“ segir Katrín Jakobsdóttir. NATO Tyrkland Svíþjóð Finnland Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Erlent Fleiri fréttir Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Sjá meira
Undanfarna daga hefur Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO leitt fundi fulltrúa Tyrkja, Svía og Finna til að finna lausn á andstöðu Tyrkja við aðild Norðurlandanna tveggja. Í dag fundaði Recep Tayyip Erdogan forseti Tyrklands síðan með Magdalenu Andersson forsætisráðherra Svíþjóðar og Sauli Niinisto forseta Finnlands í Madrid fyrir milligöngu Stoltenbers. Að þeim fundi loknum var tilkynnt að Tyrkir hefðu samþykkt aðildarumsókn ríkjanna. Leiðtogafundur NATO í Madrid er einn sá mikilvægasti í sögu bandalagsinis bæði vegna innrásar Rússa í Úkraínu og aðildarumsóknar Svía og Finna. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO segir að nýja áætlun kennda við Madrid verða samþykkta áfundinum. „Þetta verður áætlunin fyrir NATO í hættulegri og ófyrirsjáanlegri heimi. Við munum samþykkja grundvallarbreytingu á fælingu og vörnum með fjölmennari viðbragðssveitum, með öflugri loftvörnum og meiri fyrir fram staðsettum búnaði,“ sagði Stoltenberg í dag. Jens Stoltenberg aðalframkvæmdastjóri NATO sest til fundar með Recep Tayyip Erdogan forseta Tyrklands og Magdalenu Andersson forsætisráðherra Svíþjóðar í dag.AP/Henrik Montgomery Leiðtogarnir komu hver af öðrum til borgarinnar í dag, þeirra á meðal Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, en aðalfundurinn fer fram á morgun. „Í aðdraganda fundarins er verið að ræða aðildarumsókn Finna og Svía sem Tyrkir hafa auðvitað verið aðleggjast gegn. Þá sérstaklega aðildarumsókn Svíþjóðar. Þannig að það eru nokkuð mörg stór mál sem verða til umræðu á þessum fundi,“ segir Katrín en Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra sækir einnig fundinn. Katrín Jakobsdóttir segir mörg stór mál liggja fyrir NATO fundinum.Vísir/Vilhelm Katrín segir Stoltenberg hafa fundað með fulltrúum Finna, Svía og Tyrkja í allan dag. Niðurstaða gæti legið fyrir leiðtogafundinum á morgun. Stoltenberg boðar einnig aukna aðstoð við Úkraínu. „Við munum samþykkja yfirgripsmikla aðstoð við Úkraínu til að hjálpa þeim að nýta rétt sinn til sjálfsvarnar. Það er mjög mikilvægt að við séum tilbúin að halda áfram að veita stuðning því nú stendur Úkraína frammi fyrir skepnuskap sem við höfum ekki séð í Evrópu síðan í heimsstyrjöldinni síðari,“ segir Stoltenberg. NATO hefur þegar ákveðið að fjölga í viðbragðs hersveitum sínum um 300 þúsund manns en nú eru um 40 þúsund hermenn í viðbragðssveitunum. Styrkja á hernaðarmátt bandalagsins í aðildarríkjunum í austur Evrópu enn frekar vegna stríðsins í Úkraínu. „Þetta er auðvitað stærsta einstaka málið á fundinum. En því miður er engin lausn í sjónmáli ennþá á þessum hörmulegu átökum,“ segir Katrín Jakobsdóttir.
NATO Tyrkland Svíþjóð Finnland Mest lesið Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Innlent Úlfar þögull sem gröfin Innlent Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Erlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Erlent Fleiri fréttir Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Sjá meira