Finnskir blaðamenn sakaðir um landráð neita sök Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. ágúst 2022 13:47 Frá Helsinki í Finnlandi. Sergi Reboredo/VW PICS/Universal Images Group via Getty Images) Réttarhöld yfir þremur finnskum blaðamönnum sem sakaðir eru um að hafa opinberað ríkisleyndarmál Finnlands hófust í Helsinki í dag. Þeir neita sök. Árið 2017 birti Helsingin-Sanomat, stærsta dagblað Finnlands, grein um starfsemi leyniþjónustu finnska hersins. Greinin bar titilinn „Leyndasti staður Finnlands“ og varpaði ljósi á staðsetningu og starfsemi leyniþjónustunnar. Áður en umfjöllunin birtist hafði lítið verið fjallað um starfsemi stofnunarinnar í finnskum fjölmiðlum Í frétt Reuters kemur fram að umfjöllunin hafi birst á sama tíma og finnska þingið rökræddi hvort auka ætti heimildir leyniþjónustunnar til að fylgjast með stafrænum samskiptum. Sakaðir um að fremja landráð með því að birta ríkisleyndarmál Ákæruvaldið segir að umfjöllunin hafi meðal annars verið byggð á gögnum sem merkt hafi verið sem trúnaðarmál og innihaldið ríkisleyndarmál. Með því að opinbera ríkisleyndarmál hafi blaðamennirnir framið landráð. Eru blaðamennirnir sem skrifuðu greinina, Laura Halmista og Tuomo Pietiläistä, sakaðir um að hafa framið landráð með því að hafa opinberað ríkisleyndarmál með umfjölluninni. Þar að auki er þáverandi yfirmaður þeirra, Kalle Silfverberg, sakaður um aðild að málinu. Sanomatalo byggingin í Helsinki, höfuðstöðvar Helsingin-Sanomat og tengdra miðla.EPA/MAURITZ ANTIN Undirbúningsréttarhöld vegna málsins hófust fyrir dómstóli í Helsinki í dag. Þau fela í sér að farið verður yfir gögn málsins og framhald þess afráðið. Sakborningar hafa öll neitað sök en þau voru ekki viðstödd réttarhöldin í dag. Aðalmeðferð málsins fer fram í september. Vilja að umfjölluninni sé eytt af netinu Í frétt Helsingin-Sanomat um réttarhöldin í dag kemur fram að saksóknari hafi farið fram á minnst eins og hálfs árs skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir blaðamennina. Þá er þess krafist að fjölmiðillinn eyði umræddri umfjöllun af vef blaðsins. Hanne Aho, formaður finnska blaðamannafélagsins segir að málið eigi sér ekki fordæmi í sögu Finnlands. Það sé algjörlega einstætt að finnskir blaðamenn hafi verið sakaðir um landráð. Segir hún það bagalegt að almenningur hafi fengið lítinn aðgang að upplýsingum um málið. Þá telur hún mikilvægt að dómstólinn skýri á hvaða grundvelli megi takmarka tjáningarfrelsi verði blaðamennirnir fundnir sekir. Segir hverja einustu setninga byggja á upplýsingum sem þegar hafi verið aðgengilegar almenningi Kaius Niemi, aðalritsjóri Helsingin Sanomat, sem sjálfur lá undir grun í málinu á fyrri stigum þess, er brattur í viðtali við Reuters vegna málsins. Segir hann að blaðið geti sýnt fram á að hver einasta setning umræddrar umfjöllunar megi byggja á upplýsingum sem þegar hafi mátt finna á netinu eða í bókum á þeim tíma sem umfjöllunin var birt. „Upplýsingar sem eru þegar aðgengilegar almenningi geta ekki verið trúnaðarmál,“ er haft eftir Niemi á vef Reuters. Finnland Fjölmiðlar Erlend sakamál Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira
Árið 2017 birti Helsingin-Sanomat, stærsta dagblað Finnlands, grein um starfsemi leyniþjónustu finnska hersins. Greinin bar titilinn „Leyndasti staður Finnlands“ og varpaði ljósi á staðsetningu og starfsemi leyniþjónustunnar. Áður en umfjöllunin birtist hafði lítið verið fjallað um starfsemi stofnunarinnar í finnskum fjölmiðlum Í frétt Reuters kemur fram að umfjöllunin hafi birst á sama tíma og finnska þingið rökræddi hvort auka ætti heimildir leyniþjónustunnar til að fylgjast með stafrænum samskiptum. Sakaðir um að fremja landráð með því að birta ríkisleyndarmál Ákæruvaldið segir að umfjöllunin hafi meðal annars verið byggð á gögnum sem merkt hafi verið sem trúnaðarmál og innihaldið ríkisleyndarmál. Með því að opinbera ríkisleyndarmál hafi blaðamennirnir framið landráð. Eru blaðamennirnir sem skrifuðu greinina, Laura Halmista og Tuomo Pietiläistä, sakaðir um að hafa framið landráð með því að hafa opinberað ríkisleyndarmál með umfjölluninni. Þar að auki er þáverandi yfirmaður þeirra, Kalle Silfverberg, sakaður um aðild að málinu. Sanomatalo byggingin í Helsinki, höfuðstöðvar Helsingin-Sanomat og tengdra miðla.EPA/MAURITZ ANTIN Undirbúningsréttarhöld vegna málsins hófust fyrir dómstóli í Helsinki í dag. Þau fela í sér að farið verður yfir gögn málsins og framhald þess afráðið. Sakborningar hafa öll neitað sök en þau voru ekki viðstödd réttarhöldin í dag. Aðalmeðferð málsins fer fram í september. Vilja að umfjölluninni sé eytt af netinu Í frétt Helsingin-Sanomat um réttarhöldin í dag kemur fram að saksóknari hafi farið fram á minnst eins og hálfs árs skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir blaðamennina. Þá er þess krafist að fjölmiðillinn eyði umræddri umfjöllun af vef blaðsins. Hanne Aho, formaður finnska blaðamannafélagsins segir að málið eigi sér ekki fordæmi í sögu Finnlands. Það sé algjörlega einstætt að finnskir blaðamenn hafi verið sakaðir um landráð. Segir hún það bagalegt að almenningur hafi fengið lítinn aðgang að upplýsingum um málið. Þá telur hún mikilvægt að dómstólinn skýri á hvaða grundvelli megi takmarka tjáningarfrelsi verði blaðamennirnir fundnir sekir. Segir hverja einustu setninga byggja á upplýsingum sem þegar hafi verið aðgengilegar almenningi Kaius Niemi, aðalritsjóri Helsingin Sanomat, sem sjálfur lá undir grun í málinu á fyrri stigum þess, er brattur í viðtali við Reuters vegna málsins. Segir hann að blaðið geti sýnt fram á að hver einasta setning umræddrar umfjöllunar megi byggja á upplýsingum sem þegar hafi mátt finna á netinu eða í bókum á þeim tíma sem umfjöllunin var birt. „Upplýsingar sem eru þegar aðgengilegar almenningi geta ekki verið trúnaðarmál,“ er haft eftir Niemi á vef Reuters.
Finnland Fjölmiðlar Erlend sakamál Mest lesið Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Innlent Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Erlent Létu sér andlát Hjörleifs í léttu rúmi liggja Innlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Innlent Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Erlent Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Innlent Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Erlent Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Innlent Magga Stína á leið til Gasa með Frelsisflotanum Innlent Fleiri fréttir Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Ríkisreksturinn í Bandaríkjunum í limbó Tala látinna hækkar á Filippseyjum Lykillinn að kraftaverki að Birgir var frá Íslandi Fleiri en tuttugu látnir eftir jarðskjálfta á Filippseyjum Sendiherra fannst látinn í miðborg Parísar Tillögum Trumps lýst sem uppgjöf Segir herforingjum að búa sig undir átök gegn innlendum „óvinum“ Aðstoðarmaður AfD-leiðtoga í fangelsi fyrir njósnir Stefnir í fyrstu ríkisstöðvunina í sjö ár Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Sjá meira