Finnskur stórleikari skilur ekkert í íslenskum stjórnvöldum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 9. júlí 2022 10:00 Jasper Pääkkönen fer hörðum orðum um fiskeldisiðnaðinn og íslensk stjórnvöld fyrir að hafa leyft honum að koma sér fyrir inni í fjörðum landsins. aðsend Jasper Pääkkönen, finnskur stórleikari, er staddur á Íslandi að vinna að heimildarmynd um Norður-Atlantshafslaxinn og þær hættur sem að tegundinni steðja. Jasper segist óttast að tegundin deyi út á næstu árum og gagnrýnir íslensk stjórnvöld fyrir að hafa leyft fiskeldi að festa rætur á Íslandi, nánast eftirlitslausu fyrstu árin. Fréttastofa náði tali af Jasper þar sem hann var staddur í Blöndu, nýkominn frá Vestfjörðum. Hann heldur ferðalagi sínu áfram um helgina og fram á næstu viku til að ræða málefni Norður-Atlantshafslaxins við ýmsa sem hafa barist fyrir tilveru hans á Íslandi. Jasper er einn þekktasti leikari Finna um þessar mundir en landsmenn gætu helst kannast við hann úr sjónvarpsþáttunum Vikings, þar sem hann leikur Hálfdán svarta. Hann lék einnig í Spike Lee myndinni BlacKkKlansman sem naut nokkurra vinsælda og kom út árið 2018. Jasper og hinn heimsfrægi leikstjóri Spike Lee á forsýningu myndar þess síðarnefnda BlackKklansman.getty/Johnny Nunez Óskiljanlegt að Íslendingar hafi hleypt laxeldi að „Ég held að langstærsta vandamálið hér á Íslandi sé fiskeldið,“ segir Jasper. Í samtali við Vísi bendir hann á að á Íslandi séu tæplega 90 ár sem laxinn gengur í og áætlað sé að stofninn telji um 50 þúsund fiska. „Svo koma norsk stórfyrirtæki, virði margra milljarða, til Íslands og setja niður opnar netakvíar í firði sem liggja að ám sem laxinn gengur í. Í hverju einasta neti geta verið um 200 þúsund laxar. Það er gjörsamlega óskiljanlegt að Ísland hafi leyft því að gerast,“ segir Jasper. Ísland sé þekkt út á við sem land náttúru- og dýraverndar. „En það er alveg óskiljanlegt að íslenskir stjórnmálamenn hafi opnað dyrnar fyrir norskum milljarðamæringum og leyft þeim að koma og eyðileggja firðina ykkar, vistkerfið, óspillta náttúru og óspilltan laxastofn. Ég meina, það er svo ótrúlegt að ég get ekki varist því að velta því fyrir mér hver sé að hagnast á þessu og hvort hér sé á ferð spilling. Því að á meðan svo rosalega strangar reglur eru í gildi á Íslandi til að vernda hinar ýmsu tegundir þá eru allt í einu engar reglur til að vernda laxinn fyrir þessum erfðabreytta eldisstofni.“ Jasper tekur þó fram að í heimildarmyndinni sé hann ekki að vinna neina rannsóknarvinnu til að fletta ofan af mögulegri spillingu í laxeldisgeiranum. Hann hafi þarna aðeins verið að velta upp mögulegum skýringum á því hvernig fiskeldið komst á fót á Íslandi – aðrar skýringar detti honum varla í hug. Jasper hitti Veigu Grétarsdóttur kajakræðara á Vestfjörðum í vikunni og hélt út á sjó með henni að kanna aðstæður fiskeldisins.aðsend Heimildarmyndin fjallar almennt um Atlantshafslaxinn og allar þær hættur sem að honum steðja. En hvers vegna er finnskur stórleikari að velta sér upp úr málefnum laxa? „Ég hef verið að veiða á flugu síðan ég var 11 ára gamall og hef verið í því í þrjátíu ár. Síðan ég veiddi fyrsta laxinn minn hef ég verið gjörsamlega hugfanginn af þessu dýri. Ég hélt svo til Rússlands um árið 2001 í laxveiði og sá þar þetta gríðarlega magn af laxi sem lifir í algerlega ósnertum ám, þar sem er ekkert fiskeldi nærri og engar virkjanir. Og munurinn á því og Norðurlöndunum, til dæmis Finnlandi, er svakalegur. Í Finnlandi er laxinn til dæmis útdauður í flestum ám og í Rússlandi sá ég strax að við hefðum gert eitthvað hræðilega rangt hérna,“ segir Jasper. Þróun sem krakki í fyrsta bekk áttar sig á Og tölfræðin bendir öll til þess að Norður-Atlantshafslaxinn sé á hraðri leið til útrýmingar. Breski auðkýfingurinn Daniel Ratcliffe var staddur hér á landi síðasta haust og sagði þá einmitt í samtali við fréttastofu að honum þætti ansi ólíklegt að hægt yrði að bjarga Norður-Atlantshafslaxinum frá útrýmingu. Jasper hefur einnig miklar áhyggjur af stöðunni: „Ef maður skoðar þróunina þá er þetta algjörlega skýrt. Jafnvel krakki í fyrsta bekk sér að eitthvað drastískt er að eiga sér stað. Þessir laxar eru að hverfa og hraði þróunarinnar er ógnvekjandi.“ Jasper segir sögu af því þegar hann tók viðtal við rússneskan fiskfræðing sem hafði sérhæft sig í laxastofnum. Eftir viðtalið hafi sérfræðingurinn sagt honum nokkuð sem sló Jasper mjög. „Hann vildi ekki segja það við mig í mynd en eftir viðtalið sagði hann við mig orðrétt: „Ég gæti aldrei sagt þetta opinberlega en ef þú spyrð mig þá eigum við fimm til tíu ár eftir áður en það verður enginn lax,““ segir Jasper. Hann telur því ljóst að hér verði að grípa til aðgerða til að styrkja stofn Norður-Atlantshafslaxinn. Og hann vonar að heimildarmynd hans, sem er að stórum hluta til tekin upp hér á landi, veki fólk til umhugsunar yfir þessum skrýtnu „blautu og slímugu“ en þó undraverðu skepnum eins og Jasper kemst að orði. Lax Fiskeldi Umhverfismál Noregur Dýraheilbrigði Dýr Finnland Húnabyggð Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
Fréttastofa náði tali af Jasper þar sem hann var staddur í Blöndu, nýkominn frá Vestfjörðum. Hann heldur ferðalagi sínu áfram um helgina og fram á næstu viku til að ræða málefni Norður-Atlantshafslaxins við ýmsa sem hafa barist fyrir tilveru hans á Íslandi. Jasper er einn þekktasti leikari Finna um þessar mundir en landsmenn gætu helst kannast við hann úr sjónvarpsþáttunum Vikings, þar sem hann leikur Hálfdán svarta. Hann lék einnig í Spike Lee myndinni BlacKkKlansman sem naut nokkurra vinsælda og kom út árið 2018. Jasper og hinn heimsfrægi leikstjóri Spike Lee á forsýningu myndar þess síðarnefnda BlackKklansman.getty/Johnny Nunez Óskiljanlegt að Íslendingar hafi hleypt laxeldi að „Ég held að langstærsta vandamálið hér á Íslandi sé fiskeldið,“ segir Jasper. Í samtali við Vísi bendir hann á að á Íslandi séu tæplega 90 ár sem laxinn gengur í og áætlað sé að stofninn telji um 50 þúsund fiska. „Svo koma norsk stórfyrirtæki, virði margra milljarða, til Íslands og setja niður opnar netakvíar í firði sem liggja að ám sem laxinn gengur í. Í hverju einasta neti geta verið um 200 þúsund laxar. Það er gjörsamlega óskiljanlegt að Ísland hafi leyft því að gerast,“ segir Jasper. Ísland sé þekkt út á við sem land náttúru- og dýraverndar. „En það er alveg óskiljanlegt að íslenskir stjórnmálamenn hafi opnað dyrnar fyrir norskum milljarðamæringum og leyft þeim að koma og eyðileggja firðina ykkar, vistkerfið, óspillta náttúru og óspilltan laxastofn. Ég meina, það er svo ótrúlegt að ég get ekki varist því að velta því fyrir mér hver sé að hagnast á þessu og hvort hér sé á ferð spilling. Því að á meðan svo rosalega strangar reglur eru í gildi á Íslandi til að vernda hinar ýmsu tegundir þá eru allt í einu engar reglur til að vernda laxinn fyrir þessum erfðabreytta eldisstofni.“ Jasper tekur þó fram að í heimildarmyndinni sé hann ekki að vinna neina rannsóknarvinnu til að fletta ofan af mögulegri spillingu í laxeldisgeiranum. Hann hafi þarna aðeins verið að velta upp mögulegum skýringum á því hvernig fiskeldið komst á fót á Íslandi – aðrar skýringar detti honum varla í hug. Jasper hitti Veigu Grétarsdóttur kajakræðara á Vestfjörðum í vikunni og hélt út á sjó með henni að kanna aðstæður fiskeldisins.aðsend Heimildarmyndin fjallar almennt um Atlantshafslaxinn og allar þær hættur sem að honum steðja. En hvers vegna er finnskur stórleikari að velta sér upp úr málefnum laxa? „Ég hef verið að veiða á flugu síðan ég var 11 ára gamall og hef verið í því í þrjátíu ár. Síðan ég veiddi fyrsta laxinn minn hef ég verið gjörsamlega hugfanginn af þessu dýri. Ég hélt svo til Rússlands um árið 2001 í laxveiði og sá þar þetta gríðarlega magn af laxi sem lifir í algerlega ósnertum ám, þar sem er ekkert fiskeldi nærri og engar virkjanir. Og munurinn á því og Norðurlöndunum, til dæmis Finnlandi, er svakalegur. Í Finnlandi er laxinn til dæmis útdauður í flestum ám og í Rússlandi sá ég strax að við hefðum gert eitthvað hræðilega rangt hérna,“ segir Jasper. Þróun sem krakki í fyrsta bekk áttar sig á Og tölfræðin bendir öll til þess að Norður-Atlantshafslaxinn sé á hraðri leið til útrýmingar. Breski auðkýfingurinn Daniel Ratcliffe var staddur hér á landi síðasta haust og sagði þá einmitt í samtali við fréttastofu að honum þætti ansi ólíklegt að hægt yrði að bjarga Norður-Atlantshafslaxinum frá útrýmingu. Jasper hefur einnig miklar áhyggjur af stöðunni: „Ef maður skoðar þróunina þá er þetta algjörlega skýrt. Jafnvel krakki í fyrsta bekk sér að eitthvað drastískt er að eiga sér stað. Þessir laxar eru að hverfa og hraði þróunarinnar er ógnvekjandi.“ Jasper segir sögu af því þegar hann tók viðtal við rússneskan fiskfræðing sem hafði sérhæft sig í laxastofnum. Eftir viðtalið hafi sérfræðingurinn sagt honum nokkuð sem sló Jasper mjög. „Hann vildi ekki segja það við mig í mynd en eftir viðtalið sagði hann við mig orðrétt: „Ég gæti aldrei sagt þetta opinberlega en ef þú spyrð mig þá eigum við fimm til tíu ár eftir áður en það verður enginn lax,““ segir Jasper. Hann telur því ljóst að hér verði að grípa til aðgerða til að styrkja stofn Norður-Atlantshafslaxinn. Og hann vonar að heimildarmynd hans, sem er að stórum hluta til tekin upp hér á landi, veki fólk til umhugsunar yfir þessum skrýtnu „blautu og slímugu“ en þó undraverðu skepnum eins og Jasper kemst að orði.
Lax Fiskeldi Umhverfismál Noregur Dýraheilbrigði Dýr Finnland Húnabyggð Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira