Sanna Marin fór í fíkniefnapróf Bjarki Sigurðsson skrifar 19. ágúst 2022 14:00 Sanna Marin hefur tekið fíkniefnapróf til þess að sýna fram á það að hún hafi ekki tekið eiturlyf. EPA Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, hefur farið í fíkniefnapróf til þess að sanna að hún hafi ekki verið á eiturlyfjum í myndbandi sem fór í dreifingu á samfélagsmiðlum fyrr í vikunni. Djammmyndbönd af Sönnu fóru í dreifingu fyrr í vikunni þar sem hún sást vera að dansa, syngja og skemmta sér ásamt vinum sínum. Hún hefur þvertekið fyrir það að hafa verið á eiturlyfjum þegar myndbandið var tekið og sagt að hún hafi einungis neytt áfengis. Samkvæmt grein BBC hefur Sanna nú farið í fíkniefnapróf til þess að sanna það að hún hafi einungis verið að drekka áfengi þetta kvöld. Hún greindi sjálf frá þessu á blaðamannafundi fyrr í dag. Niðurstöður úr prófinu ættu að koma í næstu viku. „Ég gerði ekkert ólöglegt,“ sagði Sanna á blaðamannafundinum en varð árið 2019 yngsti forsætisráðherra heims, þá einungis 34 ára gömul. Einhverjir hafa kallað eftir því að Sanna segi af sér sem forsætisráðherra og myndböndin sýna athæfi sem forsætisráðherra er ekki sæmandi. Þingflokksformaður Jafnaðarmannaflokksins í Finnlandi hefur sagt að Sanna njóti enn ótvíræðs stuðnings þingflokksins. Gagnrýnendur Sönnu hafa spurt hvort hún hefði getað tekið brýna ákvörðun tengda starfi sínu í því ástandi sem hún var þetta kvöld. Hún svaraði því með því að segja: „Ég man ekki eftir einu einasta skipti þar sem ég var kölluð í þinghúsið um miðja nótt.“ Finland s Prime Minister @MarinSanna is in the headlines after a video of her partying was leaked today.She has previously been criticized for attending too many music festivals & spending too much on partying instead of ruling.The critics say it s not fitting for a PM. pic.twitter.com/FbOhdTeEGw— Visegrád 24 (@visegrad24) August 17, 2022 Fréttin hefur verið uppfærð. Finnland Tengdar fréttir Ákveðin og sjálfsörugg stjórnmálakona úr regnbogafjölskyldu Hin 34 ára Sanna Marin var í gær valin til að verða forsætisráðherraefni finnskra Jafnaðarmanna. Má því telja fullvíst að hún verði næsti forsætisráðherra Finnlands og yrði þar með yngsti starfandi forsætisráðherra í heimi. 9. desember 2019 11:00 Verður að öllum líkindum yngsti forsætisráðherra í heimi Sanna Marin, núverandi samgöngu- og fjarskiptamálaráðherra finnskra Jafnaðarmanna, verður að öllum líkindum næsti forsætisráðherra Finnlands. Marin, sem er 34 ára, yrði þá yngsti forsætisráðherra í heimi. 8. desember 2019 19:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Djammmyndbönd af Sönnu fóru í dreifingu fyrr í vikunni þar sem hún sást vera að dansa, syngja og skemmta sér ásamt vinum sínum. Hún hefur þvertekið fyrir það að hafa verið á eiturlyfjum þegar myndbandið var tekið og sagt að hún hafi einungis neytt áfengis. Samkvæmt grein BBC hefur Sanna nú farið í fíkniefnapróf til þess að sanna það að hún hafi einungis verið að drekka áfengi þetta kvöld. Hún greindi sjálf frá þessu á blaðamannafundi fyrr í dag. Niðurstöður úr prófinu ættu að koma í næstu viku. „Ég gerði ekkert ólöglegt,“ sagði Sanna á blaðamannafundinum en varð árið 2019 yngsti forsætisráðherra heims, þá einungis 34 ára gömul. Einhverjir hafa kallað eftir því að Sanna segi af sér sem forsætisráðherra og myndböndin sýna athæfi sem forsætisráðherra er ekki sæmandi. Þingflokksformaður Jafnaðarmannaflokksins í Finnlandi hefur sagt að Sanna njóti enn ótvíræðs stuðnings þingflokksins. Gagnrýnendur Sönnu hafa spurt hvort hún hefði getað tekið brýna ákvörðun tengda starfi sínu í því ástandi sem hún var þetta kvöld. Hún svaraði því með því að segja: „Ég man ekki eftir einu einasta skipti þar sem ég var kölluð í þinghúsið um miðja nótt.“ Finland s Prime Minister @MarinSanna is in the headlines after a video of her partying was leaked today.She has previously been criticized for attending too many music festivals & spending too much on partying instead of ruling.The critics say it s not fitting for a PM. pic.twitter.com/FbOhdTeEGw— Visegrád 24 (@visegrad24) August 17, 2022 Fréttin hefur verið uppfærð.
Finnland Tengdar fréttir Ákveðin og sjálfsörugg stjórnmálakona úr regnbogafjölskyldu Hin 34 ára Sanna Marin var í gær valin til að verða forsætisráðherraefni finnskra Jafnaðarmanna. Má því telja fullvíst að hún verði næsti forsætisráðherra Finnlands og yrði þar með yngsti starfandi forsætisráðherra í heimi. 9. desember 2019 11:00 Verður að öllum líkindum yngsti forsætisráðherra í heimi Sanna Marin, núverandi samgöngu- og fjarskiptamálaráðherra finnskra Jafnaðarmanna, verður að öllum líkindum næsti forsætisráðherra Finnlands. Marin, sem er 34 ára, yrði þá yngsti forsætisráðherra í heimi. 8. desember 2019 19:00 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Ákveðin og sjálfsörugg stjórnmálakona úr regnbogafjölskyldu Hin 34 ára Sanna Marin var í gær valin til að verða forsætisráðherraefni finnskra Jafnaðarmanna. Má því telja fullvíst að hún verði næsti forsætisráðherra Finnlands og yrði þar með yngsti starfandi forsætisráðherra í heimi. 9. desember 2019 11:00
Verður að öllum líkindum yngsti forsætisráðherra í heimi Sanna Marin, núverandi samgöngu- og fjarskiptamálaráðherra finnskra Jafnaðarmanna, verður að öllum líkindum næsti forsætisráðherra Finnlands. Marin, sem er 34 ára, yrði þá yngsti forsætisráðherra í heimi. 8. desember 2019 19:00