Grænland Binda enda á áratugalangt vinalegt „stríð“ Dönsk og kanadísk stjórnvöld hafa náð samkomulagi sem bindur enda á áratugalangar en góðlátlegar deilur ríkjanna um yfirráð yfir lítilli eyju fyrir norðan Grænland. Þau hafa nú ákveðið að skipta eyjunni til helminga á milli sín. Erlent 14.6.2022 23:52 Fimm milljarða fjárfesting til málmleitar á Grænlandi Nokkrir stærstu auðlinda- og vogunarsjóðir heims munu taka þátt í fimm milljarða króna fjárfestingu í leyfum AEX Gold á Suður-Grænlandi til að leita að og vinna efnahagslega mikilvæga málma, svo sem kopar, nikkel og aðra svokallaða tæknimálma. Viðskipti innlent 10.6.2022 11:51 Danir og Færeyingar semja um sjö milljarða ratsjárstöð NATO Jenis av Rana, utanríkisráðherra Færeyja, og Morten Bødskov, varnarmálaráðherra Danmerkur, undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um uppsetningu nýrrar ratsjárstöðvar á Sornfelli í Færeyjum. Yfirlýsingin var undirrituð í Þórshöfn í tengslum við ríkisfund Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, með þeim Bárði á Steig Nielsen, lögmanni Færeyja, og Muté B. Egede, forsætisráðherra Grænlands, sem undirrituðu samstarfsyfirlýsingu þjóðanna um öryggis- og varnarmál. Erlent 9.6.2022 18:59 Segir lykkjumálið á Grænlandi glæpsamlegt Ritari grænlensks stjórnmálaflokks segir reiði og sorg hafa gripið um sig í samfélaginu eftir að í ljós kom að dönsk stjórnvöld hefðu komið lykkjunni fyrir í þúsundum ungra kvenna í landinu. Íslenskur læknir segir málið glæpsamlegt. Innlent 2.6.2022 22:00 Rostungsbein sem enduðu í Kænugarði fyrir þúsund árum fóru líklega um Ísland Ný rannsókn sýnir að rostungstennur, sem fundust í Kænugarði fyrir fimmtán árum, eru komnar úr norrænu byggðinni á Grænlandi og eru frá tímum víkinga. Fornleifafræðingur telur mjög líklegt að Íslendingar hafi komið að verslun með grænlensk rostungabein. Innlent 24.5.2022 22:40 Vilborg Arna á heimleið eftir að þvera Grænlandsjökul: „Ekkert gefins í þessum leiðangri“ Pólfarinn Vilborg Arna Gissurardóttir er nú loksins á heimleið eftir að ná að þvera Grænlandsjökul ásamt góðum hópi. Hópurinn gekk 570 kílómetra og leiðangurinn tók 30 daga. Lífið 18.5.2022 11:12 Fyrsta opinbera heimsókn forsætisráðherra til Grænlands í 24 ár Forsætisráðherra segir mjög mikilvægt að rækta samskiptin við Grænlendinga, ekki hvað síst í loftslagsmálum þar sem loftslagsbreytingarnar hafi meiri áhrif í Grænlandi en víða annars staðar. Hún er nú í fyrstu opinberu heimsókn íslensks forsætisráðherra til Grænlands í tuttugu og fjögur ár. Innlent 17.5.2022 17:41 Hentu snjóboltum í húsið til að reyna að slökkva eldinn Árið 1997 kynntist Ragnar Axelsson gamalli konu á Grænlandi sem bauð honum inn í húsið sitt í selssúpu. Menning 8.5.2022 07:01 Segir það frábæra hugmynd Trumps að kaupa Grænland Carla Sands, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku, hefur opinberlega hrósað Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, fyrir að hafa viljað kaupa Grænland. Hugmynd Trumps hafi verið frábær þar sem Danir hafi hvorki efni á að byggja upp Grænland né getu til að verja það. Erlent 7.5.2022 07:59 „Það var svo gaman að sjá þessa gleði í augunum“ „Ég hef farið ótal margar ferðir til Grænlands og þá yfirleitt á kalda tímanum en ég fór ferð 92 til Grænlands á gúmmíbát, silgdi þarna Suður Grænland,“ segir Ragnar Axelsson. Menning 1.5.2022 07:01 Fimmta manndrápið á Grænlandi frá áramótum Einn maður hefur verið handtekinn í bænum Tasiilaq á Austur-Grænlandi eftir að karlmaður fannst látinn þar í nótt. Grænlenska lögreglan rannsakar málið sem manndráp. Erlent 26.4.2022 11:44 Grænlenskir foreldrar leigðu flugvél frá Íslandi svo börnin kæmust á fótboltamót Foreldrar ellefu fótboltakrakka í bænum Qaqortoq á Suður-Grænlandi dóu ekki ráðalausir þegar flugfélagið Air Greenland tilkynnti þeim að ekki væru nógu mörg sæti til að flytja allan hópinn til Tasiilaq á Austur-Grænlandi. Þeir tóku sig saman og leigðu flugvél frá Íslandi. Kostnaðurinn við flugið: 600 þúsund krónur á hvert barn. Innlent 23.4.2022 08:08 Ný ríkisstjórn mynduð á Grænlandi Flokkurinn Naleraq á ekki lengur aðild að ríkisstjórn Grænlands. Hans Enoksen, formaður flokksins, segir í samtali við KNR að Inuit Ataqatigiit (IA), flokkur Múte B. Egede, formanns landsstjórnarinnar, hafi ákveðið að binda enda á samstarfið og mynda þess í stað stjórn með flokknum Siumut. Erlent 4.4.2022 13:59 Breyttist úr innipúka í útivistarmann og hreindýraskyttu Hjónin Ingunn Ásgeirsdóttir og Egill Þorri Steingrímsson fluttu ásamt yngri syni sínum, Kára Egilssyni, til Grænlands árið 2018, eftir fimm ára dvöl í Brussel. Lífið 16.3.2022 13:31 Lífið þarf að vera spennandi áskorun „Maður þarf náttúrlega að hafa einhvern tilgang í lífinu en það þarf að vera eitthvað sem er spennandi, sem er áskorun eða áhætta til að þetta verði ekki alltaf sami hversdagurinn,“ svaraði Egill Þorri Steingrímsson þegar hann var spurður um hvað veitti honum hamingju. Lífið 14.3.2022 15:30 Þyrlan og varðskipið Þór kölluð út til aðstoðar veikum sjómanni Landhelgisgæsla Íslands var í dag kölluð út til aðstoðar grænlensku fiskiskipi, sem var á veiðum djúpt vestur af Ísafjarðardjúpi, vegna veikinda hjá skipverja um borð. Bæði varðskip Gæslunnar og þyrla hennar voru kölluð út. Innlent 7.3.2022 23:37 Suður-Grænland fær loksins nýjan flugvöll Eftir marga ára vandræðagang vegna fjárskorts, tvö útboðsferli og ítrekaðar frestanir virðist gerð nýs aðalflugvallar Suður-Grænlands við bæinn Qaqortoq loksins í höfn. Flugvallafélag landsstjórnar Grænlands hefur undirritað samning við verktaka um gerð flugbrautarinnar og á hún að vera tilbúin haustið 2025 en loðnutekjur af Íslandsmiðum tryggðu fjármögnun. Innlent 26.2.2022 08:48 Ekkert stoltur af ísbjarnardrápinu Stefán Hrafn Magnússon hefur lifað alveg hreint ævintýralegu lífi. Hann hefur síðastliðin þrjátíu og fimm ár verið hreindýrabóndi á jörðinni Isortoq á Suður-Grænlandi þar sem hinn mikli Grænlandsjökull blasir við í bakgarðinum heima hjá honum. Lífið 22.2.2022 12:30 Öllum takmörkunum aflétt á Grænlandi Frá og með miðnætti í kvöld verður öllum sóttvarnaaðgerðum aflétt á Grænlandi. Stjórnvöld segja aðgerðirnar engu máli skipta þar sem kórónuveirusmit eru svo útbreidd í samfélaginu. Erlent 9.2.2022 20:35 Grænlenska skyttan klikkaði ekki á einu skoti Ukaleq Slettemark stóð sig vel í sinni fyrstu keppni á Ólympíuleikunum en þessi tvítuga grænlenska skíðaskotfimikona keppir fyrir Dani á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Sport 8.2.2022 14:31 Danir taka tvítuga grænlenska skyttu með sér á Ólympíuleikana Danir fjölmenna á Vetrarólympíuleikana í Peking í næsta mánuði og nú er það staðfest að grænlensk skíðaskotfimikona verður í danska Ólympíuhópnum í ár. Sport 18.1.2022 13:30 Um fimm hundruð smit á Grænlandi annan daginn í röð Alls greindust 497 manns með kórónuveiruna á Grænlandi í gær. Þetta er næstmesti fjöldi sem greinst hefur á einum sólarhring á Grænlandi frá upphafi faraldursins, en mesti fjöldinn var á laugardaginn þegar 504 greindust. Erlent 10.1.2022 14:41 Færeyski Michelin-staðurinn flytur til Grænlands Eigendur færeyska veitingastaðarins Koks, sem býr yfir tveimur Michelin-stjörnum, hyggjast loka í Færeyjum og flytja staðinn tímabundið til Grænlands. Viðskipti erlent 4.1.2022 08:02 Rauð jól á Grænlandi Íslensk fjölskylda sem ákvað að verja jólunum á Grænlandi segir hafa komið verulega á óvart að upplifa rauð jól þar. Tilhlökkun er fyrir gamlárskvöldi því Grænlendingar fagna áramótunum þrisvar. Innlent 25.12.2021 20:29 Enginn leki reyndist kominn að Masilik Enginn leki reyndist kominn að grænlenska fiskiskipinu Masilik sem strandaði við Vatnsleysuströnd fyrr í kvöld. Áhöfnin verður samt sem áður ferjuð frá borði og yfir í varðskipið Freyju. Innlent 16.12.2021 19:59 Grænlenska þingið samþykkir tvær nýjar vatnsaflsvirkjanir Grænlenska þingið hefur samþykkt gerð tveggja nýrra vatnsaflsvirkjana fyrir yfir sextíu milljarða íslenskra króna. Virkjanirnar eiga að verða tilbúnar eftir sjö ár. Með þeim eykst hlutfall endurnýjanlegrar orku í raforkuframleiðslu og húshitun Grænlendinga úr 70 prósentum upp í 90 prósent. Hlutfall olíu minnkar að sama skapi, sem og kolefnisspor Grænlands. Viðskipti erlent 15.12.2021 22:22 Loðnutekjur af Íslandsmiðum redda grænlenskum flugvelli Væntanlegur loðnugróði Grænlendinga af Íslandsmiðum veldur því að íbúar stærsta bæjar Suður-Grænlands fá loksins nýjan flugvöll. Þar var tíðindunum fagnað með söng og flugeldasýningu á dögunum. Viðskipti innlent 13.12.2021 20:40 Umdeilt námufyrirtæki yfirgefur Grænland Námufyrirtækið Greenland Minerals hefur yfirgefið Grænland, nú fáeinum vikum eftir eftir að ákveðið var að banna vinnslu úrans í landinu. Erlent 13.12.2021 11:15 Grænlendingar herða aðgerðir Yfirvöld á Grænlandi hafa hert samkomutakmarkanir í landinu öllu til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar og tóku nýju reglurnar gildi í dag. Erlent 6.12.2021 11:21 Hetjur norðurslóða verðlaunuð í Frakklandi Ragnar Axelsson ljósmyndari var verðlaunaður fyrir bók sína Hetjur norðurslóða af franska tímaritinu Le Monde de la Photo. Bókin var valin besta ljósmyndabókin, það besta sem í boði er þetta árið. Menning 3.12.2021 15:33 « ‹ 3 4 5 6 7 8 9 10 11 … 15 ›
Binda enda á áratugalangt vinalegt „stríð“ Dönsk og kanadísk stjórnvöld hafa náð samkomulagi sem bindur enda á áratugalangar en góðlátlegar deilur ríkjanna um yfirráð yfir lítilli eyju fyrir norðan Grænland. Þau hafa nú ákveðið að skipta eyjunni til helminga á milli sín. Erlent 14.6.2022 23:52
Fimm milljarða fjárfesting til málmleitar á Grænlandi Nokkrir stærstu auðlinda- og vogunarsjóðir heims munu taka þátt í fimm milljarða króna fjárfestingu í leyfum AEX Gold á Suður-Grænlandi til að leita að og vinna efnahagslega mikilvæga málma, svo sem kopar, nikkel og aðra svokallaða tæknimálma. Viðskipti innlent 10.6.2022 11:51
Danir og Færeyingar semja um sjö milljarða ratsjárstöð NATO Jenis av Rana, utanríkisráðherra Færeyja, og Morten Bødskov, varnarmálaráðherra Danmerkur, undirrituðu í dag viljayfirlýsingu um uppsetningu nýrrar ratsjárstöðvar á Sornfelli í Færeyjum. Yfirlýsingin var undirrituð í Þórshöfn í tengslum við ríkisfund Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, með þeim Bárði á Steig Nielsen, lögmanni Færeyja, og Muté B. Egede, forsætisráðherra Grænlands, sem undirrituðu samstarfsyfirlýsingu þjóðanna um öryggis- og varnarmál. Erlent 9.6.2022 18:59
Segir lykkjumálið á Grænlandi glæpsamlegt Ritari grænlensks stjórnmálaflokks segir reiði og sorg hafa gripið um sig í samfélaginu eftir að í ljós kom að dönsk stjórnvöld hefðu komið lykkjunni fyrir í þúsundum ungra kvenna í landinu. Íslenskur læknir segir málið glæpsamlegt. Innlent 2.6.2022 22:00
Rostungsbein sem enduðu í Kænugarði fyrir þúsund árum fóru líklega um Ísland Ný rannsókn sýnir að rostungstennur, sem fundust í Kænugarði fyrir fimmtán árum, eru komnar úr norrænu byggðinni á Grænlandi og eru frá tímum víkinga. Fornleifafræðingur telur mjög líklegt að Íslendingar hafi komið að verslun með grænlensk rostungabein. Innlent 24.5.2022 22:40
Vilborg Arna á heimleið eftir að þvera Grænlandsjökul: „Ekkert gefins í þessum leiðangri“ Pólfarinn Vilborg Arna Gissurardóttir er nú loksins á heimleið eftir að ná að þvera Grænlandsjökul ásamt góðum hópi. Hópurinn gekk 570 kílómetra og leiðangurinn tók 30 daga. Lífið 18.5.2022 11:12
Fyrsta opinbera heimsókn forsætisráðherra til Grænlands í 24 ár Forsætisráðherra segir mjög mikilvægt að rækta samskiptin við Grænlendinga, ekki hvað síst í loftslagsmálum þar sem loftslagsbreytingarnar hafi meiri áhrif í Grænlandi en víða annars staðar. Hún er nú í fyrstu opinberu heimsókn íslensks forsætisráðherra til Grænlands í tuttugu og fjögur ár. Innlent 17.5.2022 17:41
Hentu snjóboltum í húsið til að reyna að slökkva eldinn Árið 1997 kynntist Ragnar Axelsson gamalli konu á Grænlandi sem bauð honum inn í húsið sitt í selssúpu. Menning 8.5.2022 07:01
Segir það frábæra hugmynd Trumps að kaupa Grænland Carla Sands, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku, hefur opinberlega hrósað Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, fyrir að hafa viljað kaupa Grænland. Hugmynd Trumps hafi verið frábær þar sem Danir hafi hvorki efni á að byggja upp Grænland né getu til að verja það. Erlent 7.5.2022 07:59
„Það var svo gaman að sjá þessa gleði í augunum“ „Ég hef farið ótal margar ferðir til Grænlands og þá yfirleitt á kalda tímanum en ég fór ferð 92 til Grænlands á gúmmíbát, silgdi þarna Suður Grænland,“ segir Ragnar Axelsson. Menning 1.5.2022 07:01
Fimmta manndrápið á Grænlandi frá áramótum Einn maður hefur verið handtekinn í bænum Tasiilaq á Austur-Grænlandi eftir að karlmaður fannst látinn þar í nótt. Grænlenska lögreglan rannsakar málið sem manndráp. Erlent 26.4.2022 11:44
Grænlenskir foreldrar leigðu flugvél frá Íslandi svo börnin kæmust á fótboltamót Foreldrar ellefu fótboltakrakka í bænum Qaqortoq á Suður-Grænlandi dóu ekki ráðalausir þegar flugfélagið Air Greenland tilkynnti þeim að ekki væru nógu mörg sæti til að flytja allan hópinn til Tasiilaq á Austur-Grænlandi. Þeir tóku sig saman og leigðu flugvél frá Íslandi. Kostnaðurinn við flugið: 600 þúsund krónur á hvert barn. Innlent 23.4.2022 08:08
Ný ríkisstjórn mynduð á Grænlandi Flokkurinn Naleraq á ekki lengur aðild að ríkisstjórn Grænlands. Hans Enoksen, formaður flokksins, segir í samtali við KNR að Inuit Ataqatigiit (IA), flokkur Múte B. Egede, formanns landsstjórnarinnar, hafi ákveðið að binda enda á samstarfið og mynda þess í stað stjórn með flokknum Siumut. Erlent 4.4.2022 13:59
Breyttist úr innipúka í útivistarmann og hreindýraskyttu Hjónin Ingunn Ásgeirsdóttir og Egill Þorri Steingrímsson fluttu ásamt yngri syni sínum, Kára Egilssyni, til Grænlands árið 2018, eftir fimm ára dvöl í Brussel. Lífið 16.3.2022 13:31
Lífið þarf að vera spennandi áskorun „Maður þarf náttúrlega að hafa einhvern tilgang í lífinu en það þarf að vera eitthvað sem er spennandi, sem er áskorun eða áhætta til að þetta verði ekki alltaf sami hversdagurinn,“ svaraði Egill Þorri Steingrímsson þegar hann var spurður um hvað veitti honum hamingju. Lífið 14.3.2022 15:30
Þyrlan og varðskipið Þór kölluð út til aðstoðar veikum sjómanni Landhelgisgæsla Íslands var í dag kölluð út til aðstoðar grænlensku fiskiskipi, sem var á veiðum djúpt vestur af Ísafjarðardjúpi, vegna veikinda hjá skipverja um borð. Bæði varðskip Gæslunnar og þyrla hennar voru kölluð út. Innlent 7.3.2022 23:37
Suður-Grænland fær loksins nýjan flugvöll Eftir marga ára vandræðagang vegna fjárskorts, tvö útboðsferli og ítrekaðar frestanir virðist gerð nýs aðalflugvallar Suður-Grænlands við bæinn Qaqortoq loksins í höfn. Flugvallafélag landsstjórnar Grænlands hefur undirritað samning við verktaka um gerð flugbrautarinnar og á hún að vera tilbúin haustið 2025 en loðnutekjur af Íslandsmiðum tryggðu fjármögnun. Innlent 26.2.2022 08:48
Ekkert stoltur af ísbjarnardrápinu Stefán Hrafn Magnússon hefur lifað alveg hreint ævintýralegu lífi. Hann hefur síðastliðin þrjátíu og fimm ár verið hreindýrabóndi á jörðinni Isortoq á Suður-Grænlandi þar sem hinn mikli Grænlandsjökull blasir við í bakgarðinum heima hjá honum. Lífið 22.2.2022 12:30
Öllum takmörkunum aflétt á Grænlandi Frá og með miðnætti í kvöld verður öllum sóttvarnaaðgerðum aflétt á Grænlandi. Stjórnvöld segja aðgerðirnar engu máli skipta þar sem kórónuveirusmit eru svo útbreidd í samfélaginu. Erlent 9.2.2022 20:35
Grænlenska skyttan klikkaði ekki á einu skoti Ukaleq Slettemark stóð sig vel í sinni fyrstu keppni á Ólympíuleikunum en þessi tvítuga grænlenska skíðaskotfimikona keppir fyrir Dani á Vetrarólympíuleikunum í Peking. Sport 8.2.2022 14:31
Danir taka tvítuga grænlenska skyttu með sér á Ólympíuleikana Danir fjölmenna á Vetrarólympíuleikana í Peking í næsta mánuði og nú er það staðfest að grænlensk skíðaskotfimikona verður í danska Ólympíuhópnum í ár. Sport 18.1.2022 13:30
Um fimm hundruð smit á Grænlandi annan daginn í röð Alls greindust 497 manns með kórónuveiruna á Grænlandi í gær. Þetta er næstmesti fjöldi sem greinst hefur á einum sólarhring á Grænlandi frá upphafi faraldursins, en mesti fjöldinn var á laugardaginn þegar 504 greindust. Erlent 10.1.2022 14:41
Færeyski Michelin-staðurinn flytur til Grænlands Eigendur færeyska veitingastaðarins Koks, sem býr yfir tveimur Michelin-stjörnum, hyggjast loka í Færeyjum og flytja staðinn tímabundið til Grænlands. Viðskipti erlent 4.1.2022 08:02
Rauð jól á Grænlandi Íslensk fjölskylda sem ákvað að verja jólunum á Grænlandi segir hafa komið verulega á óvart að upplifa rauð jól þar. Tilhlökkun er fyrir gamlárskvöldi því Grænlendingar fagna áramótunum þrisvar. Innlent 25.12.2021 20:29
Enginn leki reyndist kominn að Masilik Enginn leki reyndist kominn að grænlenska fiskiskipinu Masilik sem strandaði við Vatnsleysuströnd fyrr í kvöld. Áhöfnin verður samt sem áður ferjuð frá borði og yfir í varðskipið Freyju. Innlent 16.12.2021 19:59
Grænlenska þingið samþykkir tvær nýjar vatnsaflsvirkjanir Grænlenska þingið hefur samþykkt gerð tveggja nýrra vatnsaflsvirkjana fyrir yfir sextíu milljarða íslenskra króna. Virkjanirnar eiga að verða tilbúnar eftir sjö ár. Með þeim eykst hlutfall endurnýjanlegrar orku í raforkuframleiðslu og húshitun Grænlendinga úr 70 prósentum upp í 90 prósent. Hlutfall olíu minnkar að sama skapi, sem og kolefnisspor Grænlands. Viðskipti erlent 15.12.2021 22:22
Loðnutekjur af Íslandsmiðum redda grænlenskum flugvelli Væntanlegur loðnugróði Grænlendinga af Íslandsmiðum veldur því að íbúar stærsta bæjar Suður-Grænlands fá loksins nýjan flugvöll. Þar var tíðindunum fagnað með söng og flugeldasýningu á dögunum. Viðskipti innlent 13.12.2021 20:40
Umdeilt námufyrirtæki yfirgefur Grænland Námufyrirtækið Greenland Minerals hefur yfirgefið Grænland, nú fáeinum vikum eftir eftir að ákveðið var að banna vinnslu úrans í landinu. Erlent 13.12.2021 11:15
Grænlendingar herða aðgerðir Yfirvöld á Grænlandi hafa hert samkomutakmarkanir í landinu öllu til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirunnar og tóku nýju reglurnar gildi í dag. Erlent 6.12.2021 11:21
Hetjur norðurslóða verðlaunuð í Frakklandi Ragnar Axelsson ljósmyndari var verðlaunaður fyrir bók sína Hetjur norðurslóða af franska tímaritinu Le Monde de la Photo. Bókin var valin besta ljósmyndabókin, það besta sem í boði er þetta árið. Menning 3.12.2021 15:33