Tímamót

Fréttamynd

Garðar Gunn­laugs að verða afi

Garðar Gunnlaugsson fyrrverandi landsliðsmaður í fótbolta, tilkynnti um það á Instagram í gær að hann væri að fara verða afi. Sonur hans, Daníel Ingi og kærasta hans Lena Davíðsdóttir, eiga von á barni.

Lífið
Fréttamynd

Sumarglaðningur Vig­dísar og Ara Freys sparkaði sér í heiminn

Leikarinn Ari Freyr Ísfeld Óskarsson leikari og Vigdís Perla Maack, sýningarstjóri í Þjóðleikhúsinu og verkefnastjóri, eignuðust stúlku þann 7. júní síðastliðinn. Vigdís lýsir fæðingu dótturinnar á einlægan og kómískan hátt í færslu á samfélagsmiðlum. 

Lífið
Fréttamynd

Dóttir Al­freðs og Fríðu komin með nafn

Alfreð Finnbogason knattspyrnumaður og Fríða Rún Einarsdóttir létu skíra dóttur þeirra við fallega athöfn á dögunum. Stúlkan fékk nafnið Eva Kolbrún. Seinna nafnið er í höfuðið á móður Fríðu.

Lífið
Fréttamynd

Egill og villta vestrið í Víkinni

Glaðlegi útvarpsmaðurinn Egill Ploder Ottósson fagnaði þrjátíu ára afmæli sínu síðastliðið fimmtudagskvöld í Víkingsheimilinu í Fossvogi. Öllu var tjaldað til í veislunni sem var hin glæsilegasta þar sem um hundrað manns mættu og samfögnuðu í sannkallaðri country-stemningu.

Lífið
Fréttamynd

Tví­burarnir komnir með nafn

Victor Guðmunds­son, lækn­ir og tón­list­armaður, og Dagbjört Gudjohnsen Guðbrandsdóttir bráðalæknir hafa nefnt tvíburasyni sína. Drengirnir heita Máni og Stormur. Victor  greindi frá gleðitíðindunum í færslu á samfélagsmiðlum í vikunni.

Lífið
Fréttamynd

Greta Salóme og Elvar greina frá kyninu

Hjónin Greta Salóme Stefánsdóttir tónlistarkona og Elvar Þór Karlsson eiga von á dreng í haust. Um að ræða þeirra annað barn saman en fyrir eiga þau Bjart Elí sem fæddist í nóvember árið 2022. Greta tilkynnti gleðitíðindin í færslu á samfélagsmiðlum.

Lífið
Fréttamynd

Bein útsending: Braut­skráningar Há­skóla Ís­lands

Háskóli Íslands brautskráir 2.652 kandídata úr grunn- og framhaldsnámi í dag. Sem fyrr verður brautskráð í tvennu lagi og fara brautskráningarathafnirnar fram í Frjálsíþróttahöllinni í Laugardal. Vísir mun streyma frá athöfnunum. 

Innlent
Fréttamynd

Heiður Ósk og Davíð eru nýtt par

Heiður Ósk Eggertsdóttir, förðunarfræðingur og eigandi Reykjavík Makeup School, og Davíð Rúnar Bjarnason, landsliðsþjálfari í hnefaleikum og skipuleggjandi IceBox, eru nýtt par. 

Lífið
Fréttamynd

Sjö daga afmælissæla í Reykja­nes­bæ

Sveitarfélagið Reykjanesbær fagnaði þrjátíu ára afmæli sínu með stórtónleikum fyrir utan Hljómahöllina síðastliðinn þriðjudag þann 11. júní. Tímamótin marka sameiningu Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna sem verða fagnað með hátíðardagskrá fram til 17. júní. 

Lífið
Fréttamynd

Katrín Edda og Markus opin­bera kynið

Katrín Edda Þorsteinsdóttir, áhrifavaldur og verkfræðingur, og eiginmaður hennar Markus Wasserbaech eiga von á dreng. Fyrir eiga þau eina dóttur, Elísu Eyþóru sem er eins árs.

Lífið
Fréttamynd

Hækkandi sól, sumar­frí og Bríet á bossanum

Létt er yfir landanum þessa dagana þar sem sólin hefur heiðrað okkur Íslendinga með nærveru sinni. Samfélagsmiðlarnir eru skreyttir sólbrúnum kroppum, ferðalögum og öðrum herlegheitum hvort sem er innanlands eða erlendis.

Lífið
Fréttamynd

Myndaveisla: Eliza og Lilja Al­freðs í af­mæli Karls Breta­konungs

Breska sendiráðið fagnaði afmæli Karls Bretakonungs í hópi góðra gesta í veislusal Center Hotels Plaza við Aðalstræti í gær. Afmæli þjóðhöfðingja í Bretlandi er vanalega haldið í júní þó afmæli þeirra séu á öllum tímum árs. Þema veislunnar var sustainability eða sjálfbærni og umhverfisvernd, sem hafa lengi verið áhersluatriði konungsins.

Lífið
Fréttamynd

Fjölgar í fjöl­skyldu Bjarna Ben

Mar­grét Bjarna­dótt­ir, kokkur og bæjarfulltrúi í Garðabæ, og unnusti hennar Ísak Ern­ir Krist­ins­son viðskiptafræðingur, eiga von á sínu öðru barni saman. Fyrir eiga þau Bjarna Þór sem er þriggja ára.

Lífið
Fréttamynd

Þriðja stúlka Evu Lauf­eyjar og Hadda fædd og komin með nafn

Eva Lauf­ey Kjaran, markaðs-og upp­lif­un­ar­stjóri Hag­kaups, og eiginmaður hennar Har­ald­ur Har­alds­son deild­ar­stjóri Iceland­air Cargo eignuðust stúlku 26. maí síðastliðinn. Stúlkan mætti á settum degi og sér fjölskyldan ekki sólina fyrir henni. 

Lífið