Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Magnús Jochum Pálsson skrifar 1. september 2025 14:06 Brynjar Níelsson var samfellt á Alþingi frá 2013 til 2021 og kom svo aftur inn frá febrúar til apríl 2023 sem varaþingmaður. Vísir/Vilhelm Brynjar Níelsson, dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur og fyrrverandi þingmaður, ætlar ekki að halda upp á 65 ára afmælið sitt í dag, á ekki von á neinum óvæntum glaðningum og býst ekki við neinum gjöfum. Dagurinn í dag sé eins og hver annar á skrifstofunni. Brynjar á afmæli í dag og af því tilefni hringdu Heimir Karlsson og Lilja Katrín í afmælisbarnið í Bítinu í morgun, sungu fyrir hann afmælissönginn og ræddu við hann um afmælið. Nú eru ekki nema tvö ár þar til þú færð frítt í Strætó. „Takk fyrir að minna á það,“ sagði Brynjar. Hlakkarðu ekki til? „Jú, ég hlakka til,“ sagði hann. Ertu í vinnunni? „Ég er í vinnunni já.“ Við vorum ekkert á því að þú myndir svara, ertu þá ekki byrjaður að dæma? „Jújú, ég er að skrifa hér merkilega dóma Ertu eitthvað í dómssal í dag? „Nei, nei, enda er ég bara í gallabuxum og illa til hafður.“ Það er nú ekkert nýtt. „Að vísu ekki, að vísu ekki, en ég reyni að vera það ekki í dómssalnum. Venjulegur dagur á skrifstofunni En á ekki að gera eitthvað í tilefni dagsins? „Nei, það er ekkert. Þetta verður bara venjulegur dagur hjá mér. Og hvernig er hann? „Ég sit á skrifstofu minni. Ég segi það ekki, ég fer á kaffistofuna og tek einhver leiðindi, en það er bara venjulegur dagur.“ Brynjar er þekktur spaugari.Vísir/Vilhelm Heldurðu að það taki enginn upp á því að koma þér á óvart? „Ég á ekki von á því nei, ég er það illa þokkaður hér.“ En heima hjá þér, konan hlýtur að bíða með eitthvað? „Ekki varð ég var við það í morgun þegar ég vaknaði.“ En færðu einhverjar gjafir? „Nei, ég er bara einstæðingur.“ Þú hefur svarað öllum þessum spurningum neitandi, er eitthvað að þér þá? „Já, sem blasir við öllum.“ Langar ekki til að hætta að vinna strax En að öllu gamni slepptu, þú ert að leysa af er það ekki í héraðsdómi? „Jújú, ég er að því“ Hvenær er það búið? „Um áramótin.“ Og hvað tekur þá við? „Þá bara veit ég það ekki. Og ég er orðinn það fullorðinn að ég get svosem hætt.“ Langar þig það? „Nei, mig langar það ekki. Ég held að ég væri einn af þeim sem myndu bara deyja fljótlega ef ég hætti alveg að vinna. Ég vil geta gert eitthvað, annars væri ég bara í sófanum og farlama á innan við ári,“ segir Brynjar. Brynjar var settur dómari í Héraðsdómi Reykjavíkur í febrúar og mun sitja í embættinu út árið.Vísir/Vilhelm En fyrir þá sem eru þarna úti að hlusta og vilja koma þér á óvart, hver er uppáhalds maturinn þinn? „Það eru hrossabjúgur með uppstúf,“ segir hann. Til hamingju með afmælið en ég veit samt ekki hvort að maður eins og þú ætti hreinlega að eiga afmæli. „Nei, ég hef aldrei verið afmælisbarn. Ég hélt ekki upp á afmæli þegar ég var barn og mér finnst þau frekar óþörf,“ segir hann. Grín og gaman Bítið Tímamót Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Fleiri fréttir Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Sjá meira
Brynjar á afmæli í dag og af því tilefni hringdu Heimir Karlsson og Lilja Katrín í afmælisbarnið í Bítinu í morgun, sungu fyrir hann afmælissönginn og ræddu við hann um afmælið. Nú eru ekki nema tvö ár þar til þú færð frítt í Strætó. „Takk fyrir að minna á það,“ sagði Brynjar. Hlakkarðu ekki til? „Jú, ég hlakka til,“ sagði hann. Ertu í vinnunni? „Ég er í vinnunni já.“ Við vorum ekkert á því að þú myndir svara, ertu þá ekki byrjaður að dæma? „Jújú, ég er að skrifa hér merkilega dóma Ertu eitthvað í dómssal í dag? „Nei, nei, enda er ég bara í gallabuxum og illa til hafður.“ Það er nú ekkert nýtt. „Að vísu ekki, að vísu ekki, en ég reyni að vera það ekki í dómssalnum. Venjulegur dagur á skrifstofunni En á ekki að gera eitthvað í tilefni dagsins? „Nei, það er ekkert. Þetta verður bara venjulegur dagur hjá mér. Og hvernig er hann? „Ég sit á skrifstofu minni. Ég segi það ekki, ég fer á kaffistofuna og tek einhver leiðindi, en það er bara venjulegur dagur.“ Brynjar er þekktur spaugari.Vísir/Vilhelm Heldurðu að það taki enginn upp á því að koma þér á óvart? „Ég á ekki von á því nei, ég er það illa þokkaður hér.“ En heima hjá þér, konan hlýtur að bíða með eitthvað? „Ekki varð ég var við það í morgun þegar ég vaknaði.“ En færðu einhverjar gjafir? „Nei, ég er bara einstæðingur.“ Þú hefur svarað öllum þessum spurningum neitandi, er eitthvað að þér þá? „Já, sem blasir við öllum.“ Langar ekki til að hætta að vinna strax En að öllu gamni slepptu, þú ert að leysa af er það ekki í héraðsdómi? „Jújú, ég er að því“ Hvenær er það búið? „Um áramótin.“ Og hvað tekur þá við? „Þá bara veit ég það ekki. Og ég er orðinn það fullorðinn að ég get svosem hætt.“ Langar þig það? „Nei, mig langar það ekki. Ég held að ég væri einn af þeim sem myndu bara deyja fljótlega ef ég hætti alveg að vinna. Ég vil geta gert eitthvað, annars væri ég bara í sófanum og farlama á innan við ári,“ segir Brynjar. Brynjar var settur dómari í Héraðsdómi Reykjavíkur í febrúar og mun sitja í embættinu út árið.Vísir/Vilhelm En fyrir þá sem eru þarna úti að hlusta og vilja koma þér á óvart, hver er uppáhalds maturinn þinn? „Það eru hrossabjúgur með uppstúf,“ segir hann. Til hamingju með afmælið en ég veit samt ekki hvort að maður eins og þú ætti hreinlega að eiga afmæli. „Nei, ég hef aldrei verið afmælisbarn. Ég hélt ekki upp á afmæli þegar ég var barn og mér finnst þau frekar óþörf,“ segir hann.
Grín og gaman Bítið Tímamót Mest lesið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Lífið „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Lífið Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Fleiri fréttir Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Sungu um Labubu og þriðju vaktina um jólin Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Rúv býður upp á hollenskt fréttastef Gummi Ben mætti með Michelin-kokk Glænýr bóksölulisti: Skólastjóri Ævars Þórs skýtur kónginum ref fyrir rass Áfall að dóttirin ætti 44 árum eldri kærasta Ómar Úlfur nýr dagskrárstjóri Bylgjunnar Sveppi gerði fyrsta ógeðsdrykkinn í tuttugu ár fyrir Bjarna Ben Dench segir Weinstein hafa mátt þola nóg Þrír Geirar skírðir í Jónshúsi Bílakarókí Bítisins: Hauspokinn gerði mikið fyrir sönginn Þessi eru tilnefnd til Golden Globe-verðlauna Gunnar Smári látinn heyra það fyrir færslu um Davíð á Sorpu Stjörnum prýtt afmæli Nínu „Ætla að verða ógeðslega fræg og ógeðslega rík” Stjörnulífið: Kim Kardashian norðursins fundin Fótboltastelpan sem endaði í kristnum háskóla í suðurríkjunum Deila fyrstu myndunum af hvort öðru „Mig hefði aldrei grunað að þetta ætti eftir að koma fyrir mig“ Skelfing greip um sig þegar björgunarbátnum hvolfdi Krakkatían: Borgari, bækur og aðfangadagur jóla Tommi Steindórs og Hrafnhildur trúlofuð Slagsmálin tengd hrósi, ekki framhjáhaldi Fékk veipeitrun Fréttatía vikunnar: Ofbeldi unglinga, Spotify wrapped og Kærleikskúlan Björk beinir skilaboðum til stjórnar RÚV Sjá meira