Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 8. september 2025 09:57 Freyja og Matthías giftu sig að heiðnum sig á Vestfjörðum í ágúst síðastliðnum. Brúðguminn gerði upp gamla Farmall dráttarvél frá langafa sínum sem var svo brúðarbíllinn. Ljósmynd/ Svava Björnsdóttir „Um leið og við byrjum að ganga inn í lundinn skein sólin sem gerði þetta töfrum líkast og má því segja að það hafi staðið mest upp úr,“ segir hin nýgifta Freyja Ragnarsdóttir Pedersen, náttúru- og umhverfisfræðingur, sem gekk að eiga sinn heittelskaða Matthías Karl Guðmundsson vélfræðing í ágúst síðastliðnum, að heiðnum sið. Freyja ræddi við blaðamann um stóra daginn og augnablikin sem stóðu sérstaklega upp úr. Freyja og Matthías eru búin að vera saman í níu ár. Bæði ólust þau upp í litlum bæjarfélögum, hún í Öræfum en hann á Bíldudal, þar sem þau hjónin eru búsett í dag. „Ég flutti í Borgarfjörðinn og fór í Menntaskóla Borgarfjarðar og hann fór í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði. Við kynnumst í gegnum sameiginlegan vin árið 2016, bara 17 ára, á rúntinum, eins klassískt íslenskt og það gerist, en fyrsta sumarið okkar saman bauð Matthías mér að koma með sér vestur á Bíldudal og vinna yfir sumarið, þá hafði ég þá aldrei komið á Vestfirði en sló til og heillaðist strax af svæðinu,“ segir Freyja um þeirra fyrstu kynni. Freyja og Matthías giftu sig að heiðnum sið.Ljósmynd/ Svava Björnsdóttir Hvenær og hvernig trúlofuðust þið? Matthías fór á skeljarnar 17. desember 2023, heima í litla 130 ára gamla húsinu sem við höfum verið að gera upp á Bíldudal. Bara við tvö, í húsinu sem við höfum sett blóð, svita, tár og ást í að gera upp- þetta hefði ekki geta orðið fullkomnara. Fór langur tími í að undirbúa stóra daginn? Í raun hófst brúðkaupsundirbúningurinn um leið og við trúlofuðumst. Við vorum bæði sammála um að við vildum ekki langa trúlofun og langaði að halda stórt partí með öllu okkar besta fólki. Það kom strax ekkert annað til máls en ekta Vestfjarðabrúðkaup. Við höfum dvalið mikið í Önundarfirði þar sem Matthías ólst þar upp á sumrin og því vildum við halda brúðkaupið þar, á gamla sveitabænum Kirkjuból í Bjarnardal sem foreldrar hans eiga. Á Kirkjubóli er gömul skemma sem við vildum halda veisluna í. Ári fyrir brúðkaupið var skemman hvorki vatns- né fuglaheld og þar vantaði að hreinsa til og steypa gólf svo þetta yrði ásættanlegt. Foreldrar Matthíasar voru fljót að stökkva á þessa hugmynd með okkur og með því fyrsta sem Fríða tengdamóðir mín sagði var að það yrðu að koma risa gluggar í gaflinn á skemmunni svo þetta yrði almennilegur veislusalur. Við steyptum gólfið í ágúst í fyrra og gluggarnir voru tilbúnir fjórum dögum fyrir brúðkaupið! Við smíðuðum svið og bar, hengdum risa diskókúlu og ljósaseríur í loftið. Svona leit skemman út tæpu ári fyrir veisluna, hér eru Eva systir Matthíasar og Guðmundur faðir Matthíasar á hrífunni. Matthías er á gröfunni.Ljósmynd/ Svava Björnsdóttir Fjölskylda og vinir unnu kraftaverk Voruð þið sammála í skipulaginu? Við erum yfirleitt mjög samtaka og það var ekki undantekning í undirbúningsferlinu. Við vinnum saman sem gott teymi; ég er mikill Pinterest-ari og á auðvelt með að sjá fyrir mér tækifæri í öllu og Matthías getur smíðað og útbúið allt sem huga mínum dettur í hug. Þetta er algjört DIY brúðkaup og sáum við um allt skipulag og undirbúning. Vikuna fyrir brúðkaupið komu dásamlega fjölskylda okkar og vinir og unnu kraftaverk með okkur að útbúa skemmuna sem veislusal. Hvernig var brúðkaupsdagurinn? Brúðkaupsdagurinn var afar ljúfur. Við vöknuðum saman, það var einhvern veginn það eina sem meikaði sens fyrir okkur. Ég fór strax í hár til svilkonu minnar, Védísar á Gossip sem var með okkur á Kirkjubóli. Svo fékk ég Köru Gunnars frá Patró í að farða mig. Það var svo næs að þurfa ekkert að fara neitt til að græja mig. Það var ekkert stress á okkur brúðhjónunum þar sem okkar fólk tók allt af herðum okkar og sáu til þess að við myndum bara njóta þennan dag. Brúðkaupið var haldið á sveitabænum Kirkjubóli í Bjarnardal sem er í eigu foreldra Matthíasar. Sara í Blómahorninu á Ísafirði sá um blómin og kom með þau til okkar um morguninn. Ég vildi hafa blöndu af villtum og ræktuðum blómum og var með mjög ákveðna sýn í huga og Sara uppfyllti allar mínar óskir. Við ákváðum að fara í myndatöku fyrir athöfnina og sjáum ekki eftir því, gestirnir þurftu því ekki að bíða lengi eftir okkur í fordrykkinn. Við fórum út að Holtsbryggju, þar er falleg hvít sandfjara og gömul timburbryggja. Svava Björnsdóttir ljósmyndari og frænka mín sá um myndatökuna sem gerði ferlið skemmtilegt og persónulegt. Eftir myndatöku komum við aftur á Kirkjuból og höfðum þá klukkutíma til að anda aðeins áður en athöfnin myndi hefjast. Svo þegar klukkan sló fjögur fór Matthías og sótti gamla Farmall dráttarvél sem hann hafði verið að gera upp fyrir þennan dag og beið svo fyrir utan eftir mér. Við keyrðum svo saman að fallegum skógarlundi rétt við bæinn á Kirkjubóli þar sem athöfnin fór fram. Við gengum inn saman við fallega tóna frá Salóme Katrínu og Tuma Torfa en þau eru með uppáhalds tónlistarfólkinu okkar. Að athöfn lokinni fengum við fjölskyldu okkar til að vera eftir í hópmyndatöku sem Þórir vinur okkar sá um. Að því loknu keyrðum við svo upp að skemmunni þar sem fólkið okkar tók á móti okkur. Þar tók svo einnig á móti okkur fordrykkur og glæsilegir forréttir. Svo loks var salurinn opnaður, allir fengu sér sæti, eitthvað að drekka og svo hófst veislan í kjölfarið með skemmtiatriðum og glensi. Alveg hreint dásamlegur dagur. Sólin fór að skína þegar athöfnin hófst.Ljósmynd/ Svava Björnsdóttir Heilluðu brúðhjónin með orðum Hver gaf ykkur saman? Elfar Logi Haukadalsgoði og leikari gaf okkur saman að heiðnum sið. Við vorum ótrúlega ánægð með þessa frekar óhefðbundnu leið. Elfar er með hlýja nærveru og var algjör fagmaður. Í heiðinni athöfn fara brúðhjónin með eið sinn til hvors annars og nánasta fólkið okkar sagði jafnframt nokkur orð okkur til heilla. Okkur fannst þessi atriði gera athöfnina svo persónulega og hátíðlega. Hvaðan fenguði innblástur? Innblásturinn var sóttur héðan og þaðan, mikið frá Pinterest og netinu og annað frá brúðkaupum foreldra og systkina. Við vildum hafa huggulega og rústik stemningu og fórum við margar ferðir á nytjamarkaði til að finna gersemar líkt og brass kertastjaka, vintage spegla og blómavasa. Það var skemmtileg áskorun að kaupa sem minnst nýtt og hafa sem mest fjölnota til að draga úr umhverfisáhrifum. Allir matardiskarnir voru vintage blómadiskar sem við höfðum safnað og kokteila- og bjórglösin voru einnig fengin af nytjamörkuðum sem skapaði ótrúlega skemmtilega stemningu. Fólk gat þannig valið glas sem þeim fannst fallegt og gert að sínu yfir kvöldið. Sirrý Ágústsdóttir og Gísli Vegamótaprins sáu um veitingar en Sirrý er algjör fagurkeri og vissi nákvæmlega hvernig ætti að setja punktinn yfir i-ið. Þau systkinin eru algjörlega stórkostleg þegar kemur að því að fullkomna daginn með veitingum og gleði. Fjölskylda hjónanna er afar listræn og músíkölsk.Ljósmynd/ Svava Björnsdóttir Brúðarkjóllinn frá Úkraínu Voru einhver skemmtiatriði eða veislustjórar? Fólkið í kringum okkur er mjög ræðu- og söngelskt og því var mikið af ræðum og söngatriðum, mörg þeirra eitthvað sem við vissum ekkert um og var ótrúlega gaman. Ég er hálf dönsk og danir hafa margar skemmtilegar brúðkaupshefðir. Brúðguminn var sem dæmi borinn upp á svið og endinn á sokkunum hans var klipptur af, þetta er gert svo brúðguminn geti ekki gert hosur sínar grænar fyrir öðrum konum. Valgerður María náin vinkona okkar var veislustjóri og Gísli Vegamótaprins sá um trúbbastemningu áður en DJ Sóley Bjarna þeytti skífum langt fram á nótt. Gæti ekki mælt meira með þeim, stemningin var sturluð allt kvöldið. Hvað voru margir gestir? Við vorum með 140 gesti, það er ótrúlegt hvað það er erfitt að ákveða gestalistann. Það var í raun það erfiðasta í undirbúningnum. Gestirnir okkar komu margir langt að, stór hópur frá Danmörku og Noregi og víðsvegar af landinu öllu. Við ákváðum því að taka á móti gestum okkar með grillaðri lúðu, varðeld og söng á föstudagskvöldinu. Matardiskarnir voru vintage blómadiskarog kokteila- og bjórglösin voru fengin af nytjamörkuðum sem skapaði ótrúlega skemmtilega stemningu.Ljósmynd/ Svava Björnsdóttir Hvernig gekk að velja brúðarkjólinn og varstu með fataskipti? Það gekk ótrúlega vel, ég fann kjólinn á Reev Bridal, úkraínskri brúðarkjólaverslun sem þrátt fyrir stríð hefur náð að sinna öllum sínum pöntunum. Ég skoðaði vel og vandlega síðuna og allar umsagnir sem voru frábærar og sló til. Ég var í góðum tölvupóstsamskiptum við klæðskerann sem sérsaumaði kjólinn út frá mínum málum og óskum. Ég valdi til dæmis að geta fjarlægt neðri hluta ermanna á kjólnum mínum sem ég er mjög ánægð með. Áður en við opnuðum dansgólfið með fyrsta dansi hafði ég fataskipti í styttri kjól. Sá kjóll varð fyrir valinu þar sem hann minnti á brúðarkjól mömmu minnar. Ég fór óhefðbundna leið með brúðarskóna og valdi rauða mary jane skó sem svipuðu til brúðarskó mömmu minnar. Slörið var heimatilbúið úr gamalli blúndu frá langömmu Matthíasar sem brúðarkjóll tengdamóður minnar var saumaður úr. Ég elska allt sem hefur einhverja sögu og því var slörið fullkomin viðbót. Ljósmynd/ Svava Björnsdóttir Hvað stendur upp úr? Það sem stendur upp úr er allt okkar frábæra og skemmtilega fólk sem mörg þurftu að ferðast alla leið vestur á firði til að fagna deginum með okkur. Margir höfðu sagt við okkur að vera með hóflegar væntingar því ekki tækist að gera allt sem maður hefði væntingar til. En með góðu skipulagi og mögnuðu fólki tókst okkur að klára og gera allt sem okkur langaði og gerði það daginn dásamlegan. Við vorum með hnút í maganum yfir veðurspánni því við vorum með athöfnina úti. Spáin var sífellt að breytast úr grenjandi rigningu í skýjað eða sól. Elfar hafði sagt við gestina í lundinum: „Svo þegar brúðhjónin ganga inn þá skín sólin“, og viti menn um leið og við byrjum að ganga inn í lundinn skein sólin sem gerði þetta töfrum líkast og má því segja að það hafi staðið mest upp úr. Tveir lausir stólar til að spjalla Var eitthvað sem kom mest á óvart? Ræðurnar og tónlistaratriðin frá vinum og fjölskyldu. Þetta var allt frá frumsömdum textum við lög, skemmtilegar ábreiður í góðar sögur frá okkar ævintýrum. Þær voru svo margar að erfitt var að koma því fyrir í dagskránni. Eruð þið með eitthvað gullið ráð fyrir komandi brúðhjón sem eru að skipuleggja brúðkaup? Vera samtaka í undirbúningi og hafa gaman að þessu, áður en maður veit af er stóri dagurinn runninn upp. Það að skrifa allar hugmyndir og pælingar niður og deila verkefnum á fólkið í kringum sig og treysta þeim léttir lífið margfalt. Það eru svo mörg atriði sem þarf að huga að og erfitt er að reyna vera með puttana í öllu. Við vorum bara við tvö á háborði með tvo lausa stóla sitthvorum megin við okkur, veislustjórinn tilkynnti að allir væru velkomnir að setjast hjá okkur og spjalla. Þetta heppnaðist ótrúlega vel, það var gott flæði og við náðum að spjalla við marga gesti okkar sem annars hefði ekki gefist tími til. Ætlið þið í brúðkaupsferð? Við stefnum á brúðkaupsferð í janúar. Við elskum að ferðast og erum spennt fyrir suður- og suðaustur Asíu en höfum ekki komist lengra í skipulaginu. Ætli það sé ekki næst á dagskrá? Brúðkaup Ástin og lífið Tímamót Matur Tengdar fréttir Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala „Dagurinn hefði ekki getað verið betri,“ segir tónlistarmaðurinn Daníel Óliver Nyback sem gekk að eiga sinn heittelskaða Daniel Mattias Nyback um helgina í hundrað manna teiti í sænskum kastala. Blaðamaður ræddi við Daníel Óliver um stóra daginn. 27. ágúst 2025 07:02 Skúli hannaði hof fyrir Grímu Brúðkaup Skúla Mogensen athafnamanns og Grímu Bjargar Thorarensen innanhúshönnuðar fór fram í hofi sem Skúli hafði hannað sérstaklega fyrir brúðkaupið. 24. ágúst 2025 11:47 Fullkomið og fór langt fram úr væntingum „Ég hugsa að fátt toppi tilfinninguna að ganga inn kirkjugólfið,“ segir hin nýgifta Karen Ósk Óskarsdóttir sem gekk að eiga sína heittelskuðu Elvu Hrafnsdóttur fyrr í ágúst. Blaðamaður ræddi við hana um stóra daginn. 22. ágúst 2025 07:02 Mest lesið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Fleiri fréttir Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Sjá meira
Freyja og Matthías eru búin að vera saman í níu ár. Bæði ólust þau upp í litlum bæjarfélögum, hún í Öræfum en hann á Bíldudal, þar sem þau hjónin eru búsett í dag. „Ég flutti í Borgarfjörðinn og fór í Menntaskóla Borgarfjarðar og hann fór í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði. Við kynnumst í gegnum sameiginlegan vin árið 2016, bara 17 ára, á rúntinum, eins klassískt íslenskt og það gerist, en fyrsta sumarið okkar saman bauð Matthías mér að koma með sér vestur á Bíldudal og vinna yfir sumarið, þá hafði ég þá aldrei komið á Vestfirði en sló til og heillaðist strax af svæðinu,“ segir Freyja um þeirra fyrstu kynni. Freyja og Matthías giftu sig að heiðnum sið.Ljósmynd/ Svava Björnsdóttir Hvenær og hvernig trúlofuðust þið? Matthías fór á skeljarnar 17. desember 2023, heima í litla 130 ára gamla húsinu sem við höfum verið að gera upp á Bíldudal. Bara við tvö, í húsinu sem við höfum sett blóð, svita, tár og ást í að gera upp- þetta hefði ekki geta orðið fullkomnara. Fór langur tími í að undirbúa stóra daginn? Í raun hófst brúðkaupsundirbúningurinn um leið og við trúlofuðumst. Við vorum bæði sammála um að við vildum ekki langa trúlofun og langaði að halda stórt partí með öllu okkar besta fólki. Það kom strax ekkert annað til máls en ekta Vestfjarðabrúðkaup. Við höfum dvalið mikið í Önundarfirði þar sem Matthías ólst þar upp á sumrin og því vildum við halda brúðkaupið þar, á gamla sveitabænum Kirkjuból í Bjarnardal sem foreldrar hans eiga. Á Kirkjubóli er gömul skemma sem við vildum halda veisluna í. Ári fyrir brúðkaupið var skemman hvorki vatns- né fuglaheld og þar vantaði að hreinsa til og steypa gólf svo þetta yrði ásættanlegt. Foreldrar Matthíasar voru fljót að stökkva á þessa hugmynd með okkur og með því fyrsta sem Fríða tengdamóðir mín sagði var að það yrðu að koma risa gluggar í gaflinn á skemmunni svo þetta yrði almennilegur veislusalur. Við steyptum gólfið í ágúst í fyrra og gluggarnir voru tilbúnir fjórum dögum fyrir brúðkaupið! Við smíðuðum svið og bar, hengdum risa diskókúlu og ljósaseríur í loftið. Svona leit skemman út tæpu ári fyrir veisluna, hér eru Eva systir Matthíasar og Guðmundur faðir Matthíasar á hrífunni. Matthías er á gröfunni.Ljósmynd/ Svava Björnsdóttir Fjölskylda og vinir unnu kraftaverk Voruð þið sammála í skipulaginu? Við erum yfirleitt mjög samtaka og það var ekki undantekning í undirbúningsferlinu. Við vinnum saman sem gott teymi; ég er mikill Pinterest-ari og á auðvelt með að sjá fyrir mér tækifæri í öllu og Matthías getur smíðað og útbúið allt sem huga mínum dettur í hug. Þetta er algjört DIY brúðkaup og sáum við um allt skipulag og undirbúning. Vikuna fyrir brúðkaupið komu dásamlega fjölskylda okkar og vinir og unnu kraftaverk með okkur að útbúa skemmuna sem veislusal. Hvernig var brúðkaupsdagurinn? Brúðkaupsdagurinn var afar ljúfur. Við vöknuðum saman, það var einhvern veginn það eina sem meikaði sens fyrir okkur. Ég fór strax í hár til svilkonu minnar, Védísar á Gossip sem var með okkur á Kirkjubóli. Svo fékk ég Köru Gunnars frá Patró í að farða mig. Það var svo næs að þurfa ekkert að fara neitt til að græja mig. Það var ekkert stress á okkur brúðhjónunum þar sem okkar fólk tók allt af herðum okkar og sáu til þess að við myndum bara njóta þennan dag. Brúðkaupið var haldið á sveitabænum Kirkjubóli í Bjarnardal sem er í eigu foreldra Matthíasar. Sara í Blómahorninu á Ísafirði sá um blómin og kom með þau til okkar um morguninn. Ég vildi hafa blöndu af villtum og ræktuðum blómum og var með mjög ákveðna sýn í huga og Sara uppfyllti allar mínar óskir. Við ákváðum að fara í myndatöku fyrir athöfnina og sjáum ekki eftir því, gestirnir þurftu því ekki að bíða lengi eftir okkur í fordrykkinn. Við fórum út að Holtsbryggju, þar er falleg hvít sandfjara og gömul timburbryggja. Svava Björnsdóttir ljósmyndari og frænka mín sá um myndatökuna sem gerði ferlið skemmtilegt og persónulegt. Eftir myndatöku komum við aftur á Kirkjuból og höfðum þá klukkutíma til að anda aðeins áður en athöfnin myndi hefjast. Svo þegar klukkan sló fjögur fór Matthías og sótti gamla Farmall dráttarvél sem hann hafði verið að gera upp fyrir þennan dag og beið svo fyrir utan eftir mér. Við keyrðum svo saman að fallegum skógarlundi rétt við bæinn á Kirkjubóli þar sem athöfnin fór fram. Við gengum inn saman við fallega tóna frá Salóme Katrínu og Tuma Torfa en þau eru með uppáhalds tónlistarfólkinu okkar. Að athöfn lokinni fengum við fjölskyldu okkar til að vera eftir í hópmyndatöku sem Þórir vinur okkar sá um. Að því loknu keyrðum við svo upp að skemmunni þar sem fólkið okkar tók á móti okkur. Þar tók svo einnig á móti okkur fordrykkur og glæsilegir forréttir. Svo loks var salurinn opnaður, allir fengu sér sæti, eitthvað að drekka og svo hófst veislan í kjölfarið með skemmtiatriðum og glensi. Alveg hreint dásamlegur dagur. Sólin fór að skína þegar athöfnin hófst.Ljósmynd/ Svava Björnsdóttir Heilluðu brúðhjónin með orðum Hver gaf ykkur saman? Elfar Logi Haukadalsgoði og leikari gaf okkur saman að heiðnum sið. Við vorum ótrúlega ánægð með þessa frekar óhefðbundnu leið. Elfar er með hlýja nærveru og var algjör fagmaður. Í heiðinni athöfn fara brúðhjónin með eið sinn til hvors annars og nánasta fólkið okkar sagði jafnframt nokkur orð okkur til heilla. Okkur fannst þessi atriði gera athöfnina svo persónulega og hátíðlega. Hvaðan fenguði innblástur? Innblásturinn var sóttur héðan og þaðan, mikið frá Pinterest og netinu og annað frá brúðkaupum foreldra og systkina. Við vildum hafa huggulega og rústik stemningu og fórum við margar ferðir á nytjamarkaði til að finna gersemar líkt og brass kertastjaka, vintage spegla og blómavasa. Það var skemmtileg áskorun að kaupa sem minnst nýtt og hafa sem mest fjölnota til að draga úr umhverfisáhrifum. Allir matardiskarnir voru vintage blómadiskar sem við höfðum safnað og kokteila- og bjórglösin voru einnig fengin af nytjamörkuðum sem skapaði ótrúlega skemmtilega stemningu. Fólk gat þannig valið glas sem þeim fannst fallegt og gert að sínu yfir kvöldið. Sirrý Ágústsdóttir og Gísli Vegamótaprins sáu um veitingar en Sirrý er algjör fagurkeri og vissi nákvæmlega hvernig ætti að setja punktinn yfir i-ið. Þau systkinin eru algjörlega stórkostleg þegar kemur að því að fullkomna daginn með veitingum og gleði. Fjölskylda hjónanna er afar listræn og músíkölsk.Ljósmynd/ Svava Björnsdóttir Brúðarkjóllinn frá Úkraínu Voru einhver skemmtiatriði eða veislustjórar? Fólkið í kringum okkur er mjög ræðu- og söngelskt og því var mikið af ræðum og söngatriðum, mörg þeirra eitthvað sem við vissum ekkert um og var ótrúlega gaman. Ég er hálf dönsk og danir hafa margar skemmtilegar brúðkaupshefðir. Brúðguminn var sem dæmi borinn upp á svið og endinn á sokkunum hans var klipptur af, þetta er gert svo brúðguminn geti ekki gert hosur sínar grænar fyrir öðrum konum. Valgerður María náin vinkona okkar var veislustjóri og Gísli Vegamótaprins sá um trúbbastemningu áður en DJ Sóley Bjarna þeytti skífum langt fram á nótt. Gæti ekki mælt meira með þeim, stemningin var sturluð allt kvöldið. Hvað voru margir gestir? Við vorum með 140 gesti, það er ótrúlegt hvað það er erfitt að ákveða gestalistann. Það var í raun það erfiðasta í undirbúningnum. Gestirnir okkar komu margir langt að, stór hópur frá Danmörku og Noregi og víðsvegar af landinu öllu. Við ákváðum því að taka á móti gestum okkar með grillaðri lúðu, varðeld og söng á föstudagskvöldinu. Matardiskarnir voru vintage blómadiskarog kokteila- og bjórglösin voru fengin af nytjamörkuðum sem skapaði ótrúlega skemmtilega stemningu.Ljósmynd/ Svava Björnsdóttir Hvernig gekk að velja brúðarkjólinn og varstu með fataskipti? Það gekk ótrúlega vel, ég fann kjólinn á Reev Bridal, úkraínskri brúðarkjólaverslun sem þrátt fyrir stríð hefur náð að sinna öllum sínum pöntunum. Ég skoðaði vel og vandlega síðuna og allar umsagnir sem voru frábærar og sló til. Ég var í góðum tölvupóstsamskiptum við klæðskerann sem sérsaumaði kjólinn út frá mínum málum og óskum. Ég valdi til dæmis að geta fjarlægt neðri hluta ermanna á kjólnum mínum sem ég er mjög ánægð með. Áður en við opnuðum dansgólfið með fyrsta dansi hafði ég fataskipti í styttri kjól. Sá kjóll varð fyrir valinu þar sem hann minnti á brúðarkjól mömmu minnar. Ég fór óhefðbundna leið með brúðarskóna og valdi rauða mary jane skó sem svipuðu til brúðarskó mömmu minnar. Slörið var heimatilbúið úr gamalli blúndu frá langömmu Matthíasar sem brúðarkjóll tengdamóður minnar var saumaður úr. Ég elska allt sem hefur einhverja sögu og því var slörið fullkomin viðbót. Ljósmynd/ Svava Björnsdóttir Hvað stendur upp úr? Það sem stendur upp úr er allt okkar frábæra og skemmtilega fólk sem mörg þurftu að ferðast alla leið vestur á firði til að fagna deginum með okkur. Margir höfðu sagt við okkur að vera með hóflegar væntingar því ekki tækist að gera allt sem maður hefði væntingar til. En með góðu skipulagi og mögnuðu fólki tókst okkur að klára og gera allt sem okkur langaði og gerði það daginn dásamlegan. Við vorum með hnút í maganum yfir veðurspánni því við vorum með athöfnina úti. Spáin var sífellt að breytast úr grenjandi rigningu í skýjað eða sól. Elfar hafði sagt við gestina í lundinum: „Svo þegar brúðhjónin ganga inn þá skín sólin“, og viti menn um leið og við byrjum að ganga inn í lundinn skein sólin sem gerði þetta töfrum líkast og má því segja að það hafi staðið mest upp úr. Tveir lausir stólar til að spjalla Var eitthvað sem kom mest á óvart? Ræðurnar og tónlistaratriðin frá vinum og fjölskyldu. Þetta var allt frá frumsömdum textum við lög, skemmtilegar ábreiður í góðar sögur frá okkar ævintýrum. Þær voru svo margar að erfitt var að koma því fyrir í dagskránni. Eruð þið með eitthvað gullið ráð fyrir komandi brúðhjón sem eru að skipuleggja brúðkaup? Vera samtaka í undirbúningi og hafa gaman að þessu, áður en maður veit af er stóri dagurinn runninn upp. Það að skrifa allar hugmyndir og pælingar niður og deila verkefnum á fólkið í kringum sig og treysta þeim léttir lífið margfalt. Það eru svo mörg atriði sem þarf að huga að og erfitt er að reyna vera með puttana í öllu. Við vorum bara við tvö á háborði með tvo lausa stóla sitthvorum megin við okkur, veislustjórinn tilkynnti að allir væru velkomnir að setjast hjá okkur og spjalla. Þetta heppnaðist ótrúlega vel, það var gott flæði og við náðum að spjalla við marga gesti okkar sem annars hefði ekki gefist tími til. Ætlið þið í brúðkaupsferð? Við stefnum á brúðkaupsferð í janúar. Við elskum að ferðast og erum spennt fyrir suður- og suðaustur Asíu en höfum ekki komist lengra í skipulaginu. Ætli það sé ekki næst á dagskrá?
Brúðkaup Ástin og lífið Tímamót Matur Tengdar fréttir Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala „Dagurinn hefði ekki getað verið betri,“ segir tónlistarmaðurinn Daníel Óliver Nyback sem gekk að eiga sinn heittelskaða Daniel Mattias Nyback um helgina í hundrað manna teiti í sænskum kastala. Blaðamaður ræddi við Daníel Óliver um stóra daginn. 27. ágúst 2025 07:02 Skúli hannaði hof fyrir Grímu Brúðkaup Skúla Mogensen athafnamanns og Grímu Bjargar Thorarensen innanhúshönnuðar fór fram í hofi sem Skúli hafði hannað sérstaklega fyrir brúðkaupið. 24. ágúst 2025 11:47 Fullkomið og fór langt fram úr væntingum „Ég hugsa að fátt toppi tilfinninguna að ganga inn kirkjugólfið,“ segir hin nýgifta Karen Ósk Óskarsdóttir sem gekk að eiga sína heittelskuðu Elvu Hrafnsdóttur fyrr í ágúst. Blaðamaður ræddi við hana um stóra daginn. 22. ágúst 2025 07:02 Mest lesið Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Lífið Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Lífið Rick Davies í Supertramp er látinn Lífið Fáklædd og flott á dreglinum Tíska og hönnun Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Lífið Fleiri fréttir Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Kynlífsstellingar sem kveikja í kofanum Virkilega sláandi lífsreynsla að koma til Grindavíkur Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Slóvenar draga sig úr Eurovision ef Ísraelar verða með Myndaveisla: Líf og fjör á Ljósanótt Vill brúa bilið milli almennings og réttarkerfisins Krakkatían: Eurovision, skíðasvæði og portúgalska Pamela slær á sögusagnirnar Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Nýupptekið grænmeti á Flúðum í dag og opnar garðyrkjustöðvar Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu Sjá meira
Fullkominn brúðkaupsdagur í sænskum kastala „Dagurinn hefði ekki getað verið betri,“ segir tónlistarmaðurinn Daníel Óliver Nyback sem gekk að eiga sinn heittelskaða Daniel Mattias Nyback um helgina í hundrað manna teiti í sænskum kastala. Blaðamaður ræddi við Daníel Óliver um stóra daginn. 27. ágúst 2025 07:02
Skúli hannaði hof fyrir Grímu Brúðkaup Skúla Mogensen athafnamanns og Grímu Bjargar Thorarensen innanhúshönnuðar fór fram í hofi sem Skúli hafði hannað sérstaklega fyrir brúðkaupið. 24. ágúst 2025 11:47
Fullkomið og fór langt fram úr væntingum „Ég hugsa að fátt toppi tilfinninguna að ganga inn kirkjugólfið,“ segir hin nýgifta Karen Ósk Óskarsdóttir sem gekk að eiga sína heittelskuðu Elvu Hrafnsdóttur fyrr í ágúst. Blaðamaður ræddi við hana um stóra daginn. 22. ágúst 2025 07:02