Lífið

Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Aron Kristinn, Lára Portal og Vera Aronsdóttir eru falleg fjölskylda.
Aron Kristinn, Lára Portal og Vera Aronsdóttir eru falleg fjölskylda. Instagram

Tónlistarmaðurinn Aron Kristinn Jónasson og viðskiptafræðingurinn Lára Portal gáfu frumburðinum nafn við hátíðlega athöfn um helgina. Daman kom í heiminn 26. júní og var í skírnarkjól frá foreldrunum.

Litla verðandi stemningskonan heitir Vera Aronsdóttir Portal og birtu stoltir foreldrarnir fallega mynd af litlu fjölskyldunni. 

Lára og Aron Kristinn kynntust í Verslunarskóla Íslands og hafa verið saman í tæp ellefu ár. Hann skaust upp á stjörnuhimininn sem meðlimur tvíeykisins ClubDub en sagði skilið við sveitina og hefur að undanförnu einbeitt sér að sóló efni. Hann hefur stundum notast við listamanns og áhrifavaldanafnið AK Rizz, sérstaklega á samfélagsmiðlum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.