Fjármálafyrirtæki

Fréttamynd

Vara við Sprota-spari­baukum Lands­bankans

Neytendastofa hefur varað við Sprota sparibaukum Landsbankans sem bankinn afhendir börnum. Baukarnir eru sagðir geta verið hættulegir og ekki ætlaðir við leik barna, enda kunni smámynt af detta úr baukunum sem geti valdið köfnunarhættu hjá börnum.

Neytendur
Fréttamynd

Litlu og stóru skrefin að grænni fram­tíð

Tíminn er afstæður. Sjálfri finnst mér langt í árið 2040, heil 20 ár, en þegar uppfylla á sérlega metnaðarfull markmið geta tveir áratugir liðið ansi hratt og þá liggur á að bretta upp ermar.

Skoðun
Fréttamynd

Nýja há­markið hefur aðal­lega á­hrif á tekju­hærri

Nýtt hámark reglna Seðlabanka Íslands kemur í veg fyrir að fólk geti tekið jafnhá lán og áður. Reglurnar hafa almennt meiri áhrif á tekjuhærri og gera það að verkum að greiðslubyrði fasteignalána skuli almennt ekki fara yfir 35 prósent af ráðstöfunartekjum, en 40 prósent hjá fyrstu kaupendum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Svikahrappar tæmdu kort Halldóru á tíu mínútum

Það var heldur óskemmtilegt fyrir Halldóru Björg Haraldsdóttir að líta á heimabankann sinn í vikunni. Óþekktir og óprúttnir aðilar höfðu látið greipar sópa um bankareikning hennar og eytt um 130 þúsund krónur hjá veðmálafyrirtækinu Betsson á innan við tíu mínútum. Hún segist ekki hafa hugmynd um hvernig þrjótarnir komust yfir reikningsupplýsingar hennar.

Innlent
Fréttamynd

Ráðin nýir fram­kvæmda­stjórar hjá Lands­bankanum

Bergsteinn Ó. Einarsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Áhættustýringar hjá Landsbankanum og Sara Pálsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Samfélags, sem er nýtt svið hjá bankanum, en undir það heyra mannauðsmál, markaðsmál, fræðsla, samskipti, samfélagsábyrgð og Hagfræðideild.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Skoðana­kannanir fyrir kosningar valdi fjár­festum á­hyggjum

Íslenski hlutabréfamarkaðurinn virðist sveiflast í takt við skoðanakannanir í aðdraganda alþingiskosninga. Aðalhagfræðingur Íslandsbanka segir fjárfesta hafa áhyggjur, hvort sem þær séu réttmætar eða ekki, af stjórnvöldum sem hyggi á þrálátri skuldasöfnun ríkissjóðs sem leiði til hækkunar stýrivaxta.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hlutabréfin rjúka hvergi meira upp en á Íslandi

Tólf mánaða verðhækkun á hlutabréfamarkaðnum hér á landi nam 65,4 prósentum í lok ágúst sem er mesta hækkunin yfir heiminn á þessu tímabili sé litið til helstu hlutabréfamarkaða. Þetta kemur fram í Hagsjá Landsbankans sem hagfræðideild bankans gefur út.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Á­hyggjur af stöðugum upp­sögnum

Stjórn Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja (SSF) hefur áhyggjur af stöðugum uppsögnum innan fjármálageirans og segir uppsagnir starfsmanna í engum takti við afkomu fyrirtækjanna undanfarin misseri.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Breytingar á fram­kvæmda­stjórn Arion banka

Ólafur Hrafn Höskuldsson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri fjármálasviðs Arion banka og tekur við af Stefáni Péturssyni. Steinunn Hlíf Sigurðardóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri upplifunar viðskiptavina en um er að ræða nýtt svið hjá bankanum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Landsbankinn ríður á vaðið og hækkar vexti

Landsbankinn hefur ákveðið að hækka breytilega vexti á óverðtryggðum íbúðalánum um 0,20 prósentustig. Tæp vika er liðin frá stýrivaxtahækkun Seðlabankans og er Landsbankinn fyrstur stóru viðskiptabankanna til að tilkynna vaxtabreytingar í kjölfarið.

Viðskipti innlent