Þjóðbanka bjargað úr brasksnöru Þorsteinn Sæmundsson skrifar 18. ágúst 2022 11:30 Undanfarinn áratug tæpan hefur bygging nýrra höfuðstöðva á dýrustu lóð Íslands verið á dagskrá banka allra landsmanna. Pistilritari hefur gagnrýnt fyrirætlanirnar harðlega frá fyrstu tíð. Sú barátta var ekki þrautalaus því kjörnir fulltrúar almennings eiga ekki greiða leið að stjórn þjóðbankans sem er að tæplega níutíuogátta hundraðshlutum í eigu þjóðarinnar. Gagnrýni undirritaðs og fleiri á sínum tíma beindist fyrst og fremst að kostnaði við þessa risaframkvæmd og við töldum að á tímum þegar bankaútibúum og bankastarfsmönnum fækkar verulega væri algjör firra að ráðast í byggingu nýrra höfuðstöðva sem væru alltof stórar fyrir reksturinn. Bankastjórn og bankastjóri létu sig ekki og héldu framkvæmdinni áfram ótrauð. Rétt er að geta þess að framkvæmdin kom aldrei til kasta hluthafafundar og er því að öllu leyti á ábyrgð bankastjóra og stjórnar bankans. Það sætir furðu að fámennur hópur með svo veikt umboð skuli getað skuldbundið sameiginlega sjóði landsmanna með slíkum hætti. Undirritaður og fleiri bentu einnig á að áætlaður byggingakostnaður myndi ekki standast heldur verða miklu meiri en gert var ráð fyrir. Það hefur enda komið á daginn. Það er einnig athygisvert að þegar framkvæmdir voru að hefjast tók Landsbankinn lán í Norræna fjárfestingabankanum sem var um það bil jafnhátt og áætlaður kostnaður við byggingu nýrra höfuðstöðva. Öll sú gagnrýni sem sett var fram á uppbyggingu höfuðstöðva Landsbankans áður en framkvæmdir hófust og síðar hefur reynst réttmæt. Fyrir tveim árum hafði kostnaður við bygginguna hækkað um tæpa tvo milljarða frá upphaflegri áætlun. Gera má ráð fyrir að enn hafi kostnaður aukist við bygginguna síðustu tvö ár. Hér er ekki öll sagan sögð. Varnaðarorð um stærð byggingarinnar voru einnig á rökum reist. Þannig boðaði þjóðbankinn fyrir nokkru að hluti nýbyggingarinnar yrði leigður út því húsið væri allt of stórt fyrir reksturinn! Þjóðbankinn ætlaði því að hasla sér völl á leigumarkaðnum í samkeppni við viðskiptavini sína. Nú er það ekki eitt af lögbundnum verkefnum þjóðbankans að taka þátt í braski á leigumarkaði. Framtak bankans mæltist því misjafnlega fyrir. Hefur alllengi verið leitað leiða til að skera Þjóðbankann niður úr brasksnörunni. Nú virðist ríkisstjórnin hafa ákveðið að koma fyrir svosem eins og tveim ráðuneytum í höllinni dýru á lóðinni rándýru. Ef af verður mun höllin allavega fullnýtt. Spurningar sem vakna eru hins vegar margar. Hver er heildarkostnaður af þessari óráðsíu bankastjóra og stjórnar Landsbankans? Hver verður kostnaður ríkissjóðs vegna flutninga ráðuneyta í höllina og hver verður leigukostnaðurinn? Mun bankastjóri og stjórn bankans axla ábyrgð á þessu fyrirséða klúðri sem margoft var varað við? Eigendur bankans, íslenskur almenningur, krefst svara! Höfundur á sæti í stjórn Miðflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íslenskir bankar Miðflokkurinn Þorsteinn Sæmundsson Mest lesið Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Sjá meira
Undanfarinn áratug tæpan hefur bygging nýrra höfuðstöðva á dýrustu lóð Íslands verið á dagskrá banka allra landsmanna. Pistilritari hefur gagnrýnt fyrirætlanirnar harðlega frá fyrstu tíð. Sú barátta var ekki þrautalaus því kjörnir fulltrúar almennings eiga ekki greiða leið að stjórn þjóðbankans sem er að tæplega níutíuogátta hundraðshlutum í eigu þjóðarinnar. Gagnrýni undirritaðs og fleiri á sínum tíma beindist fyrst og fremst að kostnaði við þessa risaframkvæmd og við töldum að á tímum þegar bankaútibúum og bankastarfsmönnum fækkar verulega væri algjör firra að ráðast í byggingu nýrra höfuðstöðva sem væru alltof stórar fyrir reksturinn. Bankastjórn og bankastjóri létu sig ekki og héldu framkvæmdinni áfram ótrauð. Rétt er að geta þess að framkvæmdin kom aldrei til kasta hluthafafundar og er því að öllu leyti á ábyrgð bankastjóra og stjórnar bankans. Það sætir furðu að fámennur hópur með svo veikt umboð skuli getað skuldbundið sameiginlega sjóði landsmanna með slíkum hætti. Undirritaður og fleiri bentu einnig á að áætlaður byggingakostnaður myndi ekki standast heldur verða miklu meiri en gert var ráð fyrir. Það hefur enda komið á daginn. Það er einnig athygisvert að þegar framkvæmdir voru að hefjast tók Landsbankinn lán í Norræna fjárfestingabankanum sem var um það bil jafnhátt og áætlaður kostnaður við byggingu nýrra höfuðstöðva. Öll sú gagnrýni sem sett var fram á uppbyggingu höfuðstöðva Landsbankans áður en framkvæmdir hófust og síðar hefur reynst réttmæt. Fyrir tveim árum hafði kostnaður við bygginguna hækkað um tæpa tvo milljarða frá upphaflegri áætlun. Gera má ráð fyrir að enn hafi kostnaður aukist við bygginguna síðustu tvö ár. Hér er ekki öll sagan sögð. Varnaðarorð um stærð byggingarinnar voru einnig á rökum reist. Þannig boðaði þjóðbankinn fyrir nokkru að hluti nýbyggingarinnar yrði leigður út því húsið væri allt of stórt fyrir reksturinn! Þjóðbankinn ætlaði því að hasla sér völl á leigumarkaðnum í samkeppni við viðskiptavini sína. Nú er það ekki eitt af lögbundnum verkefnum þjóðbankans að taka þátt í braski á leigumarkaði. Framtak bankans mæltist því misjafnlega fyrir. Hefur alllengi verið leitað leiða til að skera Þjóðbankann niður úr brasksnörunni. Nú virðist ríkisstjórnin hafa ákveðið að koma fyrir svosem eins og tveim ráðuneytum í höllinni dýru á lóðinni rándýru. Ef af verður mun höllin allavega fullnýtt. Spurningar sem vakna eru hins vegar margar. Hver er heildarkostnaður af þessari óráðsíu bankastjóra og stjórnar Landsbankans? Hver verður kostnaður ríkissjóðs vegna flutninga ráðuneyta í höllina og hver verður leigukostnaðurinn? Mun bankastjóri og stjórn bankans axla ábyrgð á þessu fyrirséða klúðri sem margoft var varað við? Eigendur bankans, íslenskur almenningur, krefst svara! Höfundur á sæti í stjórn Miðflokksins.
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun