Enginn sé tilbúin til að sýna samfélaginu og launafólki vott af virðingu Fanndís Birna Logadóttir skrifar 28. júlí 2022 20:57 Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, vill að Seðlabankinn og stjórnvöld hætti að dekra við fjármagnseigendur og hugsi um fólkið í landinu. Vísir/Arnar Viðskiptabankarnir þrír hafa hagnast um ríflega 32 milljarða það sem af er ári. Formaður VR segir galið að kalla eftir hófsemi af hálfu launafólks fyrir komandi kjaraviðræður í ljósi stöðunnar. Seðlabankinn og stjórnvöld þurfi að láta af dekri við fjármagnseigendur og hugsa um fólkið í landinu. Mikil óvissa er fyrir komandi kjaraviðræður sem hefjast í haust. Verðbólgan hefur aukist töluvert og stendur nú í tæplega tíu prósentum en samhliða þeirri þróun hefur kaupmáttur launa rýrnað. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir þróunina í takt við það sem verkalýðshreyfingin varaði við. „Við bentum á þetta fyrir ári síðan og höfum verið að benda á þetta mjög reglulega og það hefur síðan raungerst. Þannig að staðan sem slík kemur ekki á óvart, en er að mörgu leyti hrikaleg svona inn í komandi kjaraviðræður,“ segir Ragnar. Mörg fyrirtæki hafa þó skilað miklum hagnaði og arðsemiskröfur þeirra aukist. Þá hafa viðskiptabankarnir hagnast töluvert það sem af er ári, Arion banki hefur til að mynda hagnast um ríflega 15,5 milljarð og Íslandsbanki um rúmlega 11 milljarða. „Þetta er ákveðin mótsögn, það er verið að krefja verkalýðshreyfinguna og vinnandi fólk um að sýna hófsemi og ábyrgð þegar kemur að næstu kjarasamningum, og á sama tíma eru bankarnir að skila metafkomu,“ segir Ragnar. „Þetta er einfaldlega sturlað ástand að horfa upp á þetta.“ Hagnaður Arion banka og Íslandsbanka jókst milli ára. Seðlabankinn hefur ráðist í nokkrar stýrivaxtahækkanir til að koma böndum á verðbólguna en stýrivextir hafa hækkað um fjögur prósentustig frá því í upphafi árs 2021. Þá er búist við frekari hækkunum en Ragnar segir það galið þar sem þær hafi ekki skilað árangri. „Mér sýnist einfaldlega staðan geta orðið hrikaleg ef að ekki verður gripið til einhverra mótvægisaðgerða, að stjórnvöld komi með mótvægisaðgerðir og sömuleiðis að Seðlabankinn láti af þessu dekri við fjármagnseigendur og fjármálakerfið, og fari að hugsa um fólkið í landinu og ekki fjárfesta,“ segir Ragnar. Stjórnvöldum hafi mistekist að koma böndum á húsnæðismarkaðinn, sem keyri nú verðbólguna upp, og því beri þau ábyrgð á stöðunni. Ákall um þjóðarsátt eigi ekki við rök að styðjast að svo stöddu. Þróun stýrivaxta hjá Seðlabankanum síðastliðið ár. „Að kalla eftir þjóðarsátt, það verður ekki gert hjá einum aðila við samningsborðið. Við getum ekki kallað eftir þjóðarsátt frá fólkinu á meðan efsta lag samfélagsins er að skammta sér í rauninni nánast ótakmarkað, bæði eftir mikla veislu á hlutabréfamarkaði og síðan þessa mikla aukningu á vaxtartekjum bankanna sem að Seðlabankinn er að ýta undir,“ segir Ragnar. Hann býst við hörðum kjaravetri þar sem líkurnar á átökum aukast eftir því sem tíminn líður og staðan eigi aðeins eftir að versna. Kjarasamningarnir í ár séu að ákveðnu leyti síðasta vígi fólksins til að spyrna við þar sem málamiðlun komi ekki til greina. „Þegar enginn er tilbúinn til að sýna vott á ábyrgð eða sýna samfélaginu okkar og launafólki og almenningi í landinu nokkra einustu virðingu, að þá getum við alla vega bókað það að hún kemur alla vega ekki frá okkur til baka,“ segir Ragnar. Verðlag Stéttarfélög Íslenskir bankar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hægt sé að koma böndum á verðbólguna en allir þurfi að vera samstíga Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir það áhyggjuefni að búast megi við mikilli verðbólgu fram á næsta ár. Mikilvægt sé að vernda veikasta hópinn án þess þó að skapa íþyngjandi umhverfi fyrir fyrirtæki í landinu með skattahækkunum. Ljóst sé að allir aðilar þurfi að vera samstíga fyrir erfiðar kjaraviðræður í haust. 28. júlí 2022 19:06 Verðbólgan megi ekki koma verst niður á fólki sem reynir bara að hafa í sig og á Forseti Alþýðusambandsins segir aukna verðbólgu og rýrnandi kaupmátt koma misjafnlega niður á launafólki og auka ójöfnuð. Í komandi kjarasamningum verði lögð áhersla á að verja kaupmáttinn. Stjórnvöld hefðu ekki sótt þær skattekjur sem þau gætu, hjá þeim sem eru aflögufærir. 27. júlí 2022 23:00 Íslandsbanki hagnaðist um 5,9 milljarða króna Íslandsbanki hefur birt uppgjör fyrir annan ársfjórðung 2022. Í því kemur fram að bankinn hafi hagnast um 5,9 milljarða króna á fjórðungnum. Arðsemi eigin fjár bankans var yfir fjárhagslegum markmiðum bankans og spám greinenda. Hagnaður á fyrri helmingi ársins er 11,1 milljarður króna. 28. júlí 2022 16:16 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Mikil óvissa er fyrir komandi kjaraviðræður sem hefjast í haust. Verðbólgan hefur aukist töluvert og stendur nú í tæplega tíu prósentum en samhliða þeirri þróun hefur kaupmáttur launa rýrnað. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir þróunina í takt við það sem verkalýðshreyfingin varaði við. „Við bentum á þetta fyrir ári síðan og höfum verið að benda á þetta mjög reglulega og það hefur síðan raungerst. Þannig að staðan sem slík kemur ekki á óvart, en er að mörgu leyti hrikaleg svona inn í komandi kjaraviðræður,“ segir Ragnar. Mörg fyrirtæki hafa þó skilað miklum hagnaði og arðsemiskröfur þeirra aukist. Þá hafa viðskiptabankarnir hagnast töluvert það sem af er ári, Arion banki hefur til að mynda hagnast um ríflega 15,5 milljarð og Íslandsbanki um rúmlega 11 milljarða. „Þetta er ákveðin mótsögn, það er verið að krefja verkalýðshreyfinguna og vinnandi fólk um að sýna hófsemi og ábyrgð þegar kemur að næstu kjarasamningum, og á sama tíma eru bankarnir að skila metafkomu,“ segir Ragnar. „Þetta er einfaldlega sturlað ástand að horfa upp á þetta.“ Hagnaður Arion banka og Íslandsbanka jókst milli ára. Seðlabankinn hefur ráðist í nokkrar stýrivaxtahækkanir til að koma böndum á verðbólguna en stýrivextir hafa hækkað um fjögur prósentustig frá því í upphafi árs 2021. Þá er búist við frekari hækkunum en Ragnar segir það galið þar sem þær hafi ekki skilað árangri. „Mér sýnist einfaldlega staðan geta orðið hrikaleg ef að ekki verður gripið til einhverra mótvægisaðgerða, að stjórnvöld komi með mótvægisaðgerðir og sömuleiðis að Seðlabankinn láti af þessu dekri við fjármagnseigendur og fjármálakerfið, og fari að hugsa um fólkið í landinu og ekki fjárfesta,“ segir Ragnar. Stjórnvöldum hafi mistekist að koma böndum á húsnæðismarkaðinn, sem keyri nú verðbólguna upp, og því beri þau ábyrgð á stöðunni. Ákall um þjóðarsátt eigi ekki við rök að styðjast að svo stöddu. Þróun stýrivaxta hjá Seðlabankanum síðastliðið ár. „Að kalla eftir þjóðarsátt, það verður ekki gert hjá einum aðila við samningsborðið. Við getum ekki kallað eftir þjóðarsátt frá fólkinu á meðan efsta lag samfélagsins er að skammta sér í rauninni nánast ótakmarkað, bæði eftir mikla veislu á hlutabréfamarkaði og síðan þessa mikla aukningu á vaxtartekjum bankanna sem að Seðlabankinn er að ýta undir,“ segir Ragnar. Hann býst við hörðum kjaravetri þar sem líkurnar á átökum aukast eftir því sem tíminn líður og staðan eigi aðeins eftir að versna. Kjarasamningarnir í ár séu að ákveðnu leyti síðasta vígi fólksins til að spyrna við þar sem málamiðlun komi ekki til greina. „Þegar enginn er tilbúinn til að sýna vott á ábyrgð eða sýna samfélaginu okkar og launafólki og almenningi í landinu nokkra einustu virðingu, að þá getum við alla vega bókað það að hún kemur alla vega ekki frá okkur til baka,“ segir Ragnar.
Verðlag Stéttarfélög Íslenskir bankar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hægt sé að koma böndum á verðbólguna en allir þurfi að vera samstíga Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir það áhyggjuefni að búast megi við mikilli verðbólgu fram á næsta ár. Mikilvægt sé að vernda veikasta hópinn án þess þó að skapa íþyngjandi umhverfi fyrir fyrirtæki í landinu með skattahækkunum. Ljóst sé að allir aðilar þurfi að vera samstíga fyrir erfiðar kjaraviðræður í haust. 28. júlí 2022 19:06 Verðbólgan megi ekki koma verst niður á fólki sem reynir bara að hafa í sig og á Forseti Alþýðusambandsins segir aukna verðbólgu og rýrnandi kaupmátt koma misjafnlega niður á launafólki og auka ójöfnuð. Í komandi kjarasamningum verði lögð áhersla á að verja kaupmáttinn. Stjórnvöld hefðu ekki sótt þær skattekjur sem þau gætu, hjá þeim sem eru aflögufærir. 27. júlí 2022 23:00 Íslandsbanki hagnaðist um 5,9 milljarða króna Íslandsbanki hefur birt uppgjör fyrir annan ársfjórðung 2022. Í því kemur fram að bankinn hafi hagnast um 5,9 milljarða króna á fjórðungnum. Arðsemi eigin fjár bankans var yfir fjárhagslegum markmiðum bankans og spám greinenda. Hagnaður á fyrri helmingi ársins er 11,1 milljarður króna. 28. júlí 2022 16:16 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Hægt sé að koma böndum á verðbólguna en allir þurfi að vera samstíga Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segir það áhyggjuefni að búast megi við mikilli verðbólgu fram á næsta ár. Mikilvægt sé að vernda veikasta hópinn án þess þó að skapa íþyngjandi umhverfi fyrir fyrirtæki í landinu með skattahækkunum. Ljóst sé að allir aðilar þurfi að vera samstíga fyrir erfiðar kjaraviðræður í haust. 28. júlí 2022 19:06
Verðbólgan megi ekki koma verst niður á fólki sem reynir bara að hafa í sig og á Forseti Alþýðusambandsins segir aukna verðbólgu og rýrnandi kaupmátt koma misjafnlega niður á launafólki og auka ójöfnuð. Í komandi kjarasamningum verði lögð áhersla á að verja kaupmáttinn. Stjórnvöld hefðu ekki sótt þær skattekjur sem þau gætu, hjá þeim sem eru aflögufærir. 27. júlí 2022 23:00
Íslandsbanki hagnaðist um 5,9 milljarða króna Íslandsbanki hefur birt uppgjör fyrir annan ársfjórðung 2022. Í því kemur fram að bankinn hafi hagnast um 5,9 milljarða króna á fjórðungnum. Arðsemi eigin fjár bankans var yfir fjárhagslegum markmiðum bankans og spám greinenda. Hagnaður á fyrri helmingi ársins er 11,1 milljarður króna. 28. júlí 2022 16:16