Fjárfestingar í hærri vöxtum og verðbólgu Kristín Hildur Ragnarsdóttir skrifar 26. ágúst 2022 08:01 Á dögunum héldum við kollegi minn Björn Berg erindi um fjárfestingar á verðbólgutímum á fundi Ungra fjárfesta. Umhverfi til fjárfestinga hefur tekið heilmiklum breytingum að undanförnu vegna alls þess sem gengið hefur á, allt frá miklum vaxtahækkunum til mestu verðbólgu í áraraðir og stríðsátaka. Við þær aðstæður er eðlilegt að fjárfestar og sparifjáreigendur spyrji sig hvernig í ósköpunum sé best að geyma fé í dag. Þróunin að undanförnu Núverandi verðbólguskot byrjaði að gera vart við sig árið 2021 en í apríl í fyrra mældist verðbólga 4,6% og hafði ekki mælst meiri í 8 ár. Stýrivextir voru hækkaðir í kjölfarið mánuði seinna eftir talsverðar lækkanir þeirra í aðdraganda og meðan á Covid stóð. Þegar árið 2022 gekk í garð lækkuðu hlutabréfamarkaðir um allan heim. Sagan sýnir að janúar reynist fjárfestum oft góður mánuður en þá virðist fólk ekki eingöngu taka mataræðið og hreyfinguna í gegn heldur einnig fjármálin en þetta árið fengu fjárfestar aldeilis ekki þá ávöxtun sem þeir vonuðust eftir. Í febrúar réðust Rússar inn í Úkraínu. Slíkir atburðir geta haft umtalsverð áhrif á markaði í heild sinni og þar að auki er Evrópa mjög háð Rússum á ýmsum sviðum. Nokkrum mánuðum eftir upphaf innrásarinnar virðist ekkert lát á henni og verðbólga er orðin þrálát nánast hvert sem litið er, ekki bara hér á Íslandi. Þetta hefur haft veruleg áhrif. Nú síðari hluta ágúst hefur Úrvalsvísitalan lækkað um 17% frá áramótum, verðbólga mælist 9,9% og stýrivextir eru komnir í 4,75%. Allt önnur staða Við erum að stíga úr lágvaxtaumhverfi þar sem margir stigu sín fyrstu skref á hlutabréfamarkaði. Áhættuþol fjárfesta var oft meira og fjárfestingarákvarðanir auðveldari. Fyrirsagnir eins og „Af hverju eru allir og amma þeirra að kaupa hlutabréf?“ eða „Allt grænt á íslenskum hlutabréfamörkuðum“ mátti sjá í blöðum síðasta árs og endurspegla líklega að við vorum ansi góðu vön. Á komandi tímum verður erfiðara að ávaxta sparnaðinn og mögulega kominn tími til að endurskoða eignasafnið. Þegar markaðir eru í niðursveiflu víkur athygli fjárfesta oft frá stökum hlutabréfum til stöðugri fjárfestingakosta. Ef svo vill til að við séum með auka fjármagn á milli handanna er ekki ólíklegt að við lítum til kosta á borð við að leggja aukalega inn á fasteignalán. Vaxtastig óverðtryggðra lána hefur farið hækkandi með tilheyrandi hækkun á greiðslubyrði og verðtryggðu lánin hafa þanist út í verðbólgunni. Með því að greiða inn á lán getum við dregið úr áhrifum þessa. Auk þess líta fjárfestar oft á verðtryggð skuldabréf við aðstæður sem þessar, ef ætlunin er að vernda kaupmátt fjármuna til lengri tíma. Þess skal þó getið að skuldabréf geta sveiflast talsvert í verði og mikilvægt er að kynna sér þau vel áður en fjárfest er. En hvað með hlutabréfamarkaðinn? Þegar kreppir að líta sumir fjárfestar til fyrirtækja sem greiða reglulega arð í von um ávöxtun úr þeirri áttinni óháð markaðsaðstæðum. Aðrir fara jafnvel að velta fyrir sér nýjum kostum sem hafa mögulega ekki verið í eignasafninu síðustu ár eins og gulli, öðrum hrávörum eða jafnvel gjaldmiðlum. Leitinni að ávöxtun lýkur ekki þó hlutabréfamarkaðir gefi eftir en hún verður vissulega erfiðari og þá borgar sig að kynna sér málin vel, læra að meta hina ýmsu fjárfestingarkosti og gera breytingar þegar ástæða þykir til. Sókn í grænar fjárfestingar? Að lokum er vert að minnast á grænar fjárfestingar, sem orðið hafa fyrir miklum beinum áhrifum af innrás Rússa í Úkraínu. Ljóst er að Evrópa mun veita miklu fjármagni í þróun endurnýjanlegra orkugjafa og gæti aðgengi fyrirtækja að fjármagni á því sviði orðið betra en oft áður. Tiltölulega nýlega hafa slíkar fjárfestingar orðið aðgengilegri almennum fjárfestum hér á landi í gegnum græna sjóði. Bjartara framundan? Eðlilega er hætt við að okkur virðist útlitið heldur svart við aðstæður sem þessar en það glittir þó mögulega í bjartari tíð. Íslenski markaðurinn verður færður upp um flokk hjá vísitölufyrirtækinu FTSE í september sem gæti aukið eftirspurn með tilheyrandi innflæði fjármagns, greiningaraðilar telja að við séum að ná toppnum í verðbólgunni, ferðamennirnir eru farnir að streyma til landsins með vasa fulla af gjaldeyri og búist er við hægari hækkunum íbúðaverðs. Það er auðvitað engin leið að vita hvert þetta stefnir allt saman en þó er ljóst að óvissan hefur sjaldan verið meiri. Það gerir viðfangsefni fjárfesta erfiðara en oft áður en alls ekki ómögulegt. Höfundur er sérfræðingur í vöruþróun í fjárfestingum hjá Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kauphöllin Íslenskir bankar Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Halldór 23.8.2025 Halldór Skoðun Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Á dögunum héldum við kollegi minn Björn Berg erindi um fjárfestingar á verðbólgutímum á fundi Ungra fjárfesta. Umhverfi til fjárfestinga hefur tekið heilmiklum breytingum að undanförnu vegna alls þess sem gengið hefur á, allt frá miklum vaxtahækkunum til mestu verðbólgu í áraraðir og stríðsátaka. Við þær aðstæður er eðlilegt að fjárfestar og sparifjáreigendur spyrji sig hvernig í ósköpunum sé best að geyma fé í dag. Þróunin að undanförnu Núverandi verðbólguskot byrjaði að gera vart við sig árið 2021 en í apríl í fyrra mældist verðbólga 4,6% og hafði ekki mælst meiri í 8 ár. Stýrivextir voru hækkaðir í kjölfarið mánuði seinna eftir talsverðar lækkanir þeirra í aðdraganda og meðan á Covid stóð. Þegar árið 2022 gekk í garð lækkuðu hlutabréfamarkaðir um allan heim. Sagan sýnir að janúar reynist fjárfestum oft góður mánuður en þá virðist fólk ekki eingöngu taka mataræðið og hreyfinguna í gegn heldur einnig fjármálin en þetta árið fengu fjárfestar aldeilis ekki þá ávöxtun sem þeir vonuðust eftir. Í febrúar réðust Rússar inn í Úkraínu. Slíkir atburðir geta haft umtalsverð áhrif á markaði í heild sinni og þar að auki er Evrópa mjög háð Rússum á ýmsum sviðum. Nokkrum mánuðum eftir upphaf innrásarinnar virðist ekkert lát á henni og verðbólga er orðin þrálát nánast hvert sem litið er, ekki bara hér á Íslandi. Þetta hefur haft veruleg áhrif. Nú síðari hluta ágúst hefur Úrvalsvísitalan lækkað um 17% frá áramótum, verðbólga mælist 9,9% og stýrivextir eru komnir í 4,75%. Allt önnur staða Við erum að stíga úr lágvaxtaumhverfi þar sem margir stigu sín fyrstu skref á hlutabréfamarkaði. Áhættuþol fjárfesta var oft meira og fjárfestingarákvarðanir auðveldari. Fyrirsagnir eins og „Af hverju eru allir og amma þeirra að kaupa hlutabréf?“ eða „Allt grænt á íslenskum hlutabréfamörkuðum“ mátti sjá í blöðum síðasta árs og endurspegla líklega að við vorum ansi góðu vön. Á komandi tímum verður erfiðara að ávaxta sparnaðinn og mögulega kominn tími til að endurskoða eignasafnið. Þegar markaðir eru í niðursveiflu víkur athygli fjárfesta oft frá stökum hlutabréfum til stöðugri fjárfestingakosta. Ef svo vill til að við séum með auka fjármagn á milli handanna er ekki ólíklegt að við lítum til kosta á borð við að leggja aukalega inn á fasteignalán. Vaxtastig óverðtryggðra lána hefur farið hækkandi með tilheyrandi hækkun á greiðslubyrði og verðtryggðu lánin hafa þanist út í verðbólgunni. Með því að greiða inn á lán getum við dregið úr áhrifum þessa. Auk þess líta fjárfestar oft á verðtryggð skuldabréf við aðstæður sem þessar, ef ætlunin er að vernda kaupmátt fjármuna til lengri tíma. Þess skal þó getið að skuldabréf geta sveiflast talsvert í verði og mikilvægt er að kynna sér þau vel áður en fjárfest er. En hvað með hlutabréfamarkaðinn? Þegar kreppir að líta sumir fjárfestar til fyrirtækja sem greiða reglulega arð í von um ávöxtun úr þeirri áttinni óháð markaðsaðstæðum. Aðrir fara jafnvel að velta fyrir sér nýjum kostum sem hafa mögulega ekki verið í eignasafninu síðustu ár eins og gulli, öðrum hrávörum eða jafnvel gjaldmiðlum. Leitinni að ávöxtun lýkur ekki þó hlutabréfamarkaðir gefi eftir en hún verður vissulega erfiðari og þá borgar sig að kynna sér málin vel, læra að meta hina ýmsu fjárfestingarkosti og gera breytingar þegar ástæða þykir til. Sókn í grænar fjárfestingar? Að lokum er vert að minnast á grænar fjárfestingar, sem orðið hafa fyrir miklum beinum áhrifum af innrás Rússa í Úkraínu. Ljóst er að Evrópa mun veita miklu fjármagni í þróun endurnýjanlegra orkugjafa og gæti aðgengi fyrirtækja að fjármagni á því sviði orðið betra en oft áður. Tiltölulega nýlega hafa slíkar fjárfestingar orðið aðgengilegri almennum fjárfestum hér á landi í gegnum græna sjóði. Bjartara framundan? Eðlilega er hætt við að okkur virðist útlitið heldur svart við aðstæður sem þessar en það glittir þó mögulega í bjartari tíð. Íslenski markaðurinn verður færður upp um flokk hjá vísitölufyrirtækinu FTSE í september sem gæti aukið eftirspurn með tilheyrandi innflæði fjármagns, greiningaraðilar telja að við séum að ná toppnum í verðbólgunni, ferðamennirnir eru farnir að streyma til landsins með vasa fulla af gjaldeyri og búist er við hægari hækkunum íbúðaverðs. Það er auðvitað engin leið að vita hvert þetta stefnir allt saman en þó er ljóst að óvissan hefur sjaldan verið meiri. Það gerir viðfangsefni fjárfesta erfiðara en oft áður en alls ekki ómögulegt. Höfundur er sérfræðingur í vöruþróun í fjárfestingum hjá Íslandsbanka.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar