Heilbrigðismál

Fréttamynd

Biðin getur valdið óafturkræfum skemmdum

Sjúklingar fá ekki aðgerðir niðurgreiddar hjá helsta sérfræðingi landsins í endómetríósu og þurfa því að bíða í fleiri mánuði eftir meðferð eða leita lækninga erlendis. Kona sem lenti í þeirri stöðu skorar á íslensk heilbrigðisyfirvöld að nýta sér sérfræðikunnáttuna sem er til staðar og um leið lina þjáningar fjölda sjúklinga.

Innlent
Fréttamynd

Ljós­mynda­sýningu ætlað að hvetja konur í leg­háls­skimun

Ljósmyndasýningin Er komið að skimun hjá þér? var opnuð í Kringlunni í dag. Sýningin er hluti af hvatningarátaki Samhæfingarstöðvar krabbameinsskimana og Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um mikilvægi skimana fyrir leghálskrabbameini. Tólf konur úr íslensku samfélagi leggja átakinu lið og deila persónulegum sögum af leghálsskimun.

Innlent
Fréttamynd

Má bjóða þér að þjást?

Það var áhugavert að hlusta á nýjan forstjóra Landspítalans í viðtali á RÚV á dögunum. Hann lagði þar áherslu á að fólkið í landinu vilji fyrst og fremst öfluga heilbrigðisþjónustu. Sömuleiðis sagði hann að skilgreina þurfi hlutverk spítalans og undirstrikaði að það sé ekki sjálfgefið að spítalinn sinni öllum þeim verkefnum sem hann sinnir núna.

Skoðun
Fréttamynd

Dregur framboð sitt skyndilega til baka

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir hefur dregið til baka framboð sitt til formanns SÁÁ. Þessu greinir hún frá í færslu á Facebook-síðu sinni en einungis þrír dagar eru síðan hún tilkynnti framboð sitt. Af 48 stjórnarmeðlimum SÁÁ skoruðu 40 á hana eftir að Einar Hermannsson sagði af sér sem formaður vegna vændismáls.

Innlent
Fréttamynd

Willum vill allar aðgerðir til Íslands

Heilbrigðisráðherra segir markmiðið að allir sjúklingar geti farið í nauðsynlegar aðgerðir hér á landi. Nýta þurfi alla þá þekkingu sem til væri hér á landi. Þingmenn gagnrýndu að fólk fengi niðurgreidda þjónustu erlendra einkarekinna heilbrigðisfyrirtækja en ekki innlendra.

Innlent
Fréttamynd

Biðin neyddi hana í milljónaferli í Póllandi

Ung kona sem beðið hefur í eitt og hálft ár eftir aðgerð vegna legslímuflakks, og liðið miklar kvalir, þarf að greiða eina og hálfa milljón króna fyrir aðgerð í Póllandi. Hún fær ekki greitt frá Sjúkratryggingum þar sem aðgerðin verður gerð á einkastofu en pólskir sérfræðingar réðu henni eindregið frá því að fara á ríkisspítala.

Innlent
Fréttamynd

Átak til að koma í veg fyrir annan faraldur eftir Covid-19

Smokkurinn datt á einhverjum tímapunkti úr tísku hjá íslenskum karlmönnum að sögn læknanema, sem blása nú til átaks til að vekja athygli á getnaðarvörninni. Hugsunin er að koma í veg fyrir að sóttvarnalæknis bíði að kljást við annan faraldur að loknum kórónuveirufaraldrinum.

Innlent
Fréttamynd

Verðandi forstjóri segir hægt að aflétta hraðar

Verðandi forstjóri Landspítalans kveðst talsmaður þess að aflétta samkomutakmörkunum eins hratt og kostur er. Hann er vongóður um að algert frelsi geti komið til fyrr en um miðjan mars - ýmislegt geti gerst á næstu tveimur vikum.

Innlent