Glímdi við réttfæðisáráttu sem geðlæknar hafa enn ekki viðurkennt Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 17. maí 2023 09:14 Leikkonan Aldís Amah Hamilton var í einlægu viðtali í Vikunni á dögunum þar sem hún talaði opinskátt um reynsluna að veikjast af átröskun. Ólafur Hannesson Leikkonan Aldís Amah Hamilton glímdi við átröskunarsjúkdóminn orthorexia nervosa eða réttfæðisáráttu. Hún hefur stigið mikilvæg skref í baráttu sinni en fyrir hver tvö skref áfram er eitt aftur á bak. Þetta kemur fram í opinskáu viðtali við Aldísi í nýjasta tölublaði Vikunnar. Þar áréttar hún mikilvægi þess að opna umræðuna um veikindin. Aldís hefur gert það gott í leikaraheiminu síðastliðin ár og var meðal annars tilnefnd sem leikkona ársins í aðalhlutverki á Edduverðlaunununum 2023 fyrir hlutverk sitt í Spennuþáttaröðinni Svörtu sandar sem sýndir voru á Stöð 2. „Ég varð veik, ekki sem táningur heldur fullorðin kona, og man hvað ég tók svakalega virkan þátt í megrunarmenningunni, hvað hún er inngróin í samfélaginu okkar. Ég gerði mér enga grein fyrir í hvað stefndi þegar ég fór á fyrsta „kúrinn” minn orðin 26 ára gömul,“ segir Aldís í Vikunni. „Ég hugsaði aldrei út í allt ruglið sem ég var að segja við annað fólk; hvernig ég talaði um sjálfa mig fyrir framan annað fólk.“ View this post on Instagram A post shared by Aldi s Amah Hamilton (@aldisamah) Aldís var Fjallkonan árið 2019 og flutti ljóðið Landið flokkar ekki fólk eftir Bubba Morthens á Austurvelli. Aldís rifjar upp utanlandsferð sem hún fór með vinkonum sínu, þá afar veik af sjúkdómnum sem litaði ferðina fyrir henni. „Átröskunin hafði auðvitað mjög neikvæð áhrif á ferðina mína, því miður. Hún hefði getað verið svo miklu betri ef ég hefði ekki verið svona upptekin af því hvað ég borðaði og hvernig ég leit út.“ Í frétt Vikunnar segir að Orthorexia nervosa, eða réttfæðisárátta, hefur ekki enn verið viðurkenndur af alþjóðlegum samtökum geðlækna. Sjúkdómurinn birtist í þörfinni til að borða rétt, ef svo má að orði komast. Sá sem glímir við sjúkdóminn þurfi að borða náttúrlegan, hreinan og ómengaðan mat. Aldís elskar að spila tölvuleiki eins og kom fram í þættinum Talað um tölvuleiki. „Þannig að í byrjun var þetta ruglingslegt fyrir mér því ég var ekki að svelta mig fannst mér. Ég borðaði alveg en ég taldi hverja hitaeiningu á hverjum degi og gerði í mörg ár. Ef ég fór yfir það sem ég taldi „leyfilegt” þurfti ég að bæta upp fyrir það með hreyfingu eða með því að borða minna daginn eftir. Ég fór í ræktina stundum tvisvar á dag og tók næstum aldrei „hvíldardaga” nema ef ég var of veik eftir til dæmis átkast til að fara í ræktina. Þá lá ég bara í skömm og vanlíðan,“ segir Aldís við Vikuna. Hún segist hafa náð töluverðum árangri í baráttu sinni við sjúkdóminn en baráttan haldi áfram. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Aldís Amah og Kolbeinn Arnbjörnsson úr Svörtu söndum nýtt par Leikkonan Aldís Amah Hamilton og leikarinn Kolbeinn Arnbjörnsson eru nýtt par. Þau hafa sést saman á skjám landsmanna í þáttaröðinni Svörtu Sandar þar sem þau fara bæði á kostum í hlutverkum sínum sem Aníta og Salomon. Ásamt því að leika í þáttunum er Aldís einn af handritshöfundum þeirra. 21. febrúar 2022 18:01 „Lífið er of stutt fyrir vondan mat“ Aldís Amah Hamilton er leikkona, hundamamma, vegan áhugakokkur og lífskúnstner sem fór með aðalhlutverk í spennuþáttunum Svartir Sandar sem sýndir voru á Stöð 2. Ásamt því að vinna við það sem hún elskar er hún dugleg að hlusta á hlaðvörp um morðingja, spila PS4 og ýmislegt fleira. Aldís Amah er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 19. febrúar 2022 11:31 Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Fleiri fréttir Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Sjá meira
Þetta kemur fram í opinskáu viðtali við Aldísi í nýjasta tölublaði Vikunnar. Þar áréttar hún mikilvægi þess að opna umræðuna um veikindin. Aldís hefur gert það gott í leikaraheiminu síðastliðin ár og var meðal annars tilnefnd sem leikkona ársins í aðalhlutverki á Edduverðlaunununum 2023 fyrir hlutverk sitt í Spennuþáttaröðinni Svörtu sandar sem sýndir voru á Stöð 2. „Ég varð veik, ekki sem táningur heldur fullorðin kona, og man hvað ég tók svakalega virkan þátt í megrunarmenningunni, hvað hún er inngróin í samfélaginu okkar. Ég gerði mér enga grein fyrir í hvað stefndi þegar ég fór á fyrsta „kúrinn” minn orðin 26 ára gömul,“ segir Aldís í Vikunni. „Ég hugsaði aldrei út í allt ruglið sem ég var að segja við annað fólk; hvernig ég talaði um sjálfa mig fyrir framan annað fólk.“ View this post on Instagram A post shared by Aldi s Amah Hamilton (@aldisamah) Aldís var Fjallkonan árið 2019 og flutti ljóðið Landið flokkar ekki fólk eftir Bubba Morthens á Austurvelli. Aldís rifjar upp utanlandsferð sem hún fór með vinkonum sínu, þá afar veik af sjúkdómnum sem litaði ferðina fyrir henni. „Átröskunin hafði auðvitað mjög neikvæð áhrif á ferðina mína, því miður. Hún hefði getað verið svo miklu betri ef ég hefði ekki verið svona upptekin af því hvað ég borðaði og hvernig ég leit út.“ Í frétt Vikunnar segir að Orthorexia nervosa, eða réttfæðisárátta, hefur ekki enn verið viðurkenndur af alþjóðlegum samtökum geðlækna. Sjúkdómurinn birtist í þörfinni til að borða rétt, ef svo má að orði komast. Sá sem glímir við sjúkdóminn þurfi að borða náttúrlegan, hreinan og ómengaðan mat. Aldís elskar að spila tölvuleiki eins og kom fram í þættinum Talað um tölvuleiki. „Þannig að í byrjun var þetta ruglingslegt fyrir mér því ég var ekki að svelta mig fannst mér. Ég borðaði alveg en ég taldi hverja hitaeiningu á hverjum degi og gerði í mörg ár. Ef ég fór yfir það sem ég taldi „leyfilegt” þurfti ég að bæta upp fyrir það með hreyfingu eða með því að borða minna daginn eftir. Ég fór í ræktina stundum tvisvar á dag og tók næstum aldrei „hvíldardaga” nema ef ég var of veik eftir til dæmis átkast til að fara í ræktina. Þá lá ég bara í skömm og vanlíðan,“ segir Aldís við Vikuna. Hún segist hafa náð töluverðum árangri í baráttu sinni við sjúkdóminn en baráttan haldi áfram.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Aldís Amah og Kolbeinn Arnbjörnsson úr Svörtu söndum nýtt par Leikkonan Aldís Amah Hamilton og leikarinn Kolbeinn Arnbjörnsson eru nýtt par. Þau hafa sést saman á skjám landsmanna í þáttaröðinni Svörtu Sandar þar sem þau fara bæði á kostum í hlutverkum sínum sem Aníta og Salomon. Ásamt því að leika í þáttunum er Aldís einn af handritshöfundum þeirra. 21. febrúar 2022 18:01 „Lífið er of stutt fyrir vondan mat“ Aldís Amah Hamilton er leikkona, hundamamma, vegan áhugakokkur og lífskúnstner sem fór með aðalhlutverk í spennuþáttunum Svartir Sandar sem sýndir voru á Stöð 2. Ásamt því að vinna við það sem hún elskar er hún dugleg að hlusta á hlaðvörp um morðingja, spila PS4 og ýmislegt fleira. Aldís Amah er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 19. febrúar 2022 11:31 Mest lesið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Lífið Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Lífið Fleiri fréttir Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið „Hjálpar okkur í að nýta þjónustu sem er ekki til á Íslandi í dag en ætti að vera til“ Fagurkeri selur miðbæjarperlu „Ég trúði því aldrei að ég yrði þessi gaur“ Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Stjörnulífið: Maraþon, brúðkaup og gellugallinn Myndaveisla: Vestri fékk konunglegar móttökur á Ísafirði Kom með blóðugar tær í mark eftir heilt maraþon berfættur Tóku hlé í miðju hlaupi til að halda tónleika Skúli hannaði hof fyrir Grímu Fann nýjan tilgang í kjölfar lömunar í kraftlyftingum Eyðir afmælisdegi dótturinnar í fasteignadeilur Eini dagurinn sem hægt er að fara upp í Gróttuvita Krakkatía vikunnar: Menning, bangsar og líffæri Veggjadans á Hörpu og snyrtivörur úr sælgæti Miklar tilfinningar og mikil stemning í Reykjavíkurmaraþoninu Serena Williams opnar sig um notkun þyngdarstjórnunarlyfja 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Sjá meira
Aldís Amah og Kolbeinn Arnbjörnsson úr Svörtu söndum nýtt par Leikkonan Aldís Amah Hamilton og leikarinn Kolbeinn Arnbjörnsson eru nýtt par. Þau hafa sést saman á skjám landsmanna í þáttaröðinni Svörtu Sandar þar sem þau fara bæði á kostum í hlutverkum sínum sem Aníta og Salomon. Ásamt því að leika í þáttunum er Aldís einn af handritshöfundum þeirra. 21. febrúar 2022 18:01
„Lífið er of stutt fyrir vondan mat“ Aldís Amah Hamilton er leikkona, hundamamma, vegan áhugakokkur og lífskúnstner sem fór með aðalhlutverk í spennuþáttunum Svartir Sandar sem sýndir voru á Stöð 2. Ásamt því að vinna við það sem hún elskar er hún dugleg að hlusta á hlaðvörp um morðingja, spila PS4 og ýmislegt fleira. Aldís Amah er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 19. febrúar 2022 11:31