Minnast Gunnhildar með göngu á mæðradaginn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. maí 2023 10:35 Gunnhildur Óskarsdóttir stofnaði Göngum saman árið 2007. Styrktarfélagið Göngum saman efnir til göngu á mæðradaginn, sunnudaginn 14. maí, til minningar um Gunnhildi Óskarsdóttur stofnanda félagsins. Hún lést þann 17. mars síðastliðinn. Með göngunni vilja félagar Gunnhildar í Göngum saman heiðra minningu hennar, gleðjast yfir því mikla sem hún fékk áorkað og þakka fyrir allt sem hún gaf af sér, að því er segir í tilkynningu. Gengið verður frá Háskólatorgi klukkan 11 undir lúðrablæstri. Gangan verður við allra hæfi, stuttur hringur um Suðurtjörn í Hljómskálagarði. Fyrir göngu flytur Vigdís Hafliðadóttir lag sitt Kæri heimur sem er lag barnamenningarhátíðar í ár. Á Háskólatorgi munu nokkrir styrkþegar Göngum saman kynna verk sín. Þá verða nýir höfuðklútar með merki Göngum saman seldir þar fyrir og eftir göngu. Gunnhildur Óskarsdóttir greindist árið 1998 með brjóstakrabbamein þá 38 ára gömul. „Hún lifði farsællega og af æðruleysi með sjúkdómnum til hinstu stundar. Gunnhildur stofnaði Göngum saman ásamt nokkrum vinum árið 2007 og var formaður félagsins allt þar til hún lést. Hún hafði brennandi áhuga á að styrkja grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini enda eru þær forsendur allra framfara í læknavísindum. Undir hennar stjórn hefur Göngum saman náð að veita hartnær 135 milljónum til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini og byggja upp vísindasjóð félagsins. Í janúar árið 2017 var Gunnhildur sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag til stuðnings krabbameinsrannsóknum og fyrir að hvetja til heilbrigðra lífshátta,“ segir í tilkynningunni. Um Göngum saman Upphafið að stofnun styrktarfélagsing Göngum saman má rekja til vorsins 2007 er hópur kvenna, sem flestar áttu það sameiginlegt að tengjast Gunnhildi Óskarsdóttur núverandi formanni félagsins á einhvern hátt, ákváðu að taka þátt í Avon göngunni í New York 6.-7. október 2007. Til að taka þátt í Avon göngunni þurfti hver og ein að safna 1.800 dollurum til styrktar rannsóknum á krabbameini í brjóstum og meðferðarúrræðum kvenna með brjóstakrabbamein. Göngum saman hópurinn ákvað í kjölfarið að stofna félag sem hefði það að markmiði að styrkja innlendar grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini og var félagið stofnað 13. september 2007. Vorið, sumarið og haustið 2007 fóru í að safna peningum fyrir Avon framlaginu og ekki síður í styrktarsjóð Göngum saman. Samhliða því voru þrotlausar æfingar undir stjórn einnar í hópnum, Guðnýjar Aradóttur stafgönguþjálfara. Göngukonur komu sér í gott form þannig að þær gætu gengið keikar og uppréttar um götur New York þegar kæmi að stóru stundinni. Þegar á hólminn var komið stóðu þær sig allar með miklum sóma og gengu syngjandi glaðar í mark eftir 63 km. Þeir sem vilja minnast Gunnhildar og styrkja Göngum saman geta lagt félaginu lið með því að leggja inn á reikning: 301-13-304524 Kennitala: 650907-1750 Heilbrigðismál Hjálparstarf Mæðradagurinn Tengdar fréttir Brjóstasnúður til styrktar rannsóknum á krabbameini Í dag fóru í sölu sérstakir brjóstasnúðar í bakaríum Brauð&Co til styrktar Göngum saman. 4. maí 2020 09:00 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Með göngunni vilja félagar Gunnhildar í Göngum saman heiðra minningu hennar, gleðjast yfir því mikla sem hún fékk áorkað og þakka fyrir allt sem hún gaf af sér, að því er segir í tilkynningu. Gengið verður frá Háskólatorgi klukkan 11 undir lúðrablæstri. Gangan verður við allra hæfi, stuttur hringur um Suðurtjörn í Hljómskálagarði. Fyrir göngu flytur Vigdís Hafliðadóttir lag sitt Kæri heimur sem er lag barnamenningarhátíðar í ár. Á Háskólatorgi munu nokkrir styrkþegar Göngum saman kynna verk sín. Þá verða nýir höfuðklútar með merki Göngum saman seldir þar fyrir og eftir göngu. Gunnhildur Óskarsdóttir greindist árið 1998 með brjóstakrabbamein þá 38 ára gömul. „Hún lifði farsællega og af æðruleysi með sjúkdómnum til hinstu stundar. Gunnhildur stofnaði Göngum saman ásamt nokkrum vinum árið 2007 og var formaður félagsins allt þar til hún lést. Hún hafði brennandi áhuga á að styrkja grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini enda eru þær forsendur allra framfara í læknavísindum. Undir hennar stjórn hefur Göngum saman náð að veita hartnær 135 milljónum til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini og byggja upp vísindasjóð félagsins. Í janúar árið 2017 var Gunnhildur sæmd riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag til stuðnings krabbameinsrannsóknum og fyrir að hvetja til heilbrigðra lífshátta,“ segir í tilkynningunni. Um Göngum saman Upphafið að stofnun styrktarfélagsing Göngum saman má rekja til vorsins 2007 er hópur kvenna, sem flestar áttu það sameiginlegt að tengjast Gunnhildi Óskarsdóttur núverandi formanni félagsins á einhvern hátt, ákváðu að taka þátt í Avon göngunni í New York 6.-7. október 2007. Til að taka þátt í Avon göngunni þurfti hver og ein að safna 1.800 dollurum til styrktar rannsóknum á krabbameini í brjóstum og meðferðarúrræðum kvenna með brjóstakrabbamein. Göngum saman hópurinn ákvað í kjölfarið að stofna félag sem hefði það að markmiði að styrkja innlendar grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini og var félagið stofnað 13. september 2007. Vorið, sumarið og haustið 2007 fóru í að safna peningum fyrir Avon framlaginu og ekki síður í styrktarsjóð Göngum saman. Samhliða því voru þrotlausar æfingar undir stjórn einnar í hópnum, Guðnýjar Aradóttur stafgönguþjálfara. Göngukonur komu sér í gott form þannig að þær gætu gengið keikar og uppréttar um götur New York þegar kæmi að stóru stundinni. Þegar á hólminn var komið stóðu þær sig allar með miklum sóma og gengu syngjandi glaðar í mark eftir 63 km. Þeir sem vilja minnast Gunnhildar og styrkja Göngum saman geta lagt félaginu lið með því að leggja inn á reikning: 301-13-304524 Kennitala: 650907-1750
Um Göngum saman Upphafið að stofnun styrktarfélagsing Göngum saman má rekja til vorsins 2007 er hópur kvenna, sem flestar áttu það sameiginlegt að tengjast Gunnhildi Óskarsdóttur núverandi formanni félagsins á einhvern hátt, ákváðu að taka þátt í Avon göngunni í New York 6.-7. október 2007. Til að taka þátt í Avon göngunni þurfti hver og ein að safna 1.800 dollurum til styrktar rannsóknum á krabbameini í brjóstum og meðferðarúrræðum kvenna með brjóstakrabbamein. Göngum saman hópurinn ákvað í kjölfarið að stofna félag sem hefði það að markmiði að styrkja innlendar grunnrannsóknir á brjóstakrabbameini og var félagið stofnað 13. september 2007. Vorið, sumarið og haustið 2007 fóru í að safna peningum fyrir Avon framlaginu og ekki síður í styrktarsjóð Göngum saman. Samhliða því voru þrotlausar æfingar undir stjórn einnar í hópnum, Guðnýjar Aradóttur stafgönguþjálfara. Göngukonur komu sér í gott form þannig að þær gætu gengið keikar og uppréttar um götur New York þegar kæmi að stóru stundinni. Þegar á hólminn var komið stóðu þær sig allar með miklum sóma og gengu syngjandi glaðar í mark eftir 63 km.
Heilbrigðismál Hjálparstarf Mæðradagurinn Tengdar fréttir Brjóstasnúður til styrktar rannsóknum á krabbameini Í dag fóru í sölu sérstakir brjóstasnúðar í bakaríum Brauð&Co til styrktar Göngum saman. 4. maí 2020 09:00 Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Bindur vonir við Vor til vinstri Innlent Fleiri fréttir Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Sjá meira
Brjóstasnúður til styrktar rannsóknum á krabbameini Í dag fóru í sölu sérstakir brjóstasnúðar í bakaríum Brauð&Co til styrktar Göngum saman. 4. maí 2020 09:00