Heilbrigðismál

Fréttamynd

Á lífi þökk sé þrjóskum engli

„Það er voða skrítið að hugsa til þess að eitthvað svona lagað geti hent mann, algjörlega fyrirvaralaust og kippt manni snögglega út úr lífinu,“ segir Hildur Kjartansdóttir sem fór óvænt í hjartastopp á vinnustað sínum fyrir hálfu öðru ári. Hún þakkar þrautseigri samstarfskonu fyrir líf sitt í dag og lýsir henni sem „engli“.

Lífið
Fréttamynd

Ný að­gerða­á­ætlun um sýkla­lyfja­ó­næmi stað­fest

Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, Bjarkey Ólsen Gunnarsdóttir matvælaráðherra og Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfisráðherra hafa staðfest aðgerðaáætlun um sýklalyfjaónæmi sem unnin var af þverfaglegum starfshópi heilbrigðisráðherra undir forystu Þórólfs Guðnasonar fyrrverandi sóttvarnalækni. Áætlunin felur í sér skilgreindar aðgerðir og verkefni sem ráðast þarf í, forgangsröðun þeirra og kostnaðarmat.

Innlent
Fréttamynd

„Lands­liðið“ búið að skila til­lögu og von á vímuefnastefnu

„Skaðaminnkandi nálgun er það sem að mun umvefja alla stefnumótun. Við erum með í ráðuneytinu núna landsliðið, má segja, í þessari hugmyndafræði og á þessum vettvangi. Það eru mjög margir sem koma að þessu verkefni með okkur í ráðuneytinu að formgera skaðaminnkunarstefnu sem mun fara inn í stærri vímuefnastefnu sem er í endurskoðun.“

Innlent
Fréttamynd

Stað­bundið neyslu­rými: Stórt skref í skaða­minnkun

Í nokkur ár hefur Rauði Krossinn rekið færanlegt skaðaminnkandi úrræði í bíl, Frú Ragnheiði, sem þjónustað hefur fjölda fólks sem glímt hefur við fíknisjúkdóma. Markmið Frú Ragnheiðar, sem ekur um götur borgarinnar og sækir fólk heim, er að fyrirbyggja þann skaða og þá áhættu sem kann að hljótast af notkun vímuefna fremur en að fyrirbyggja notkunina sjálfa og koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll og óafturkræfan skaða.

Skoðun
Fréttamynd

Fjögurra daga hraustur drengur hætti skyndi­lega að anda

Elías Andri Óskarsson, íbúi á Sauðárkróki, segir margar tilviljanir hafa orðið til þess að ekki fór verr síðastliðinn sunnudag þegar fjögurra daga gamall sonur hans hætti skyndilega að anda. Um tíma var óttast að hann væri að deyja, en sem betur fer heilsast honum vel í dag.

Innlent
Fréttamynd

Drykkju­fólk er ekki bara leiðin­legt

Í eina tíð var í tísku að reykja. Alls staðar var reykt, inni á skemmtistöðum, í flugvélum, kvikmyndahúsum, á skrifstofum og í kringum börn svo að fátt eitt sé nefnt. Það þótti eðlilegt að bjóða upp á sígarettur í veislum í heimahúsum og búa um þær i staukum, líkt og þær væru saltstangir.

Skoðun
Fréttamynd

„Við munum ekki eldast saman“

„Fyrsta tilfinningin var bara: „Nei, þetta getur ekki verið,“ segir Tómas Þór Þórðarson íþróttafréttamaður. Hann og unnusta hans, Sunna Kristín Hilmarsdóttir voru rétt byrjuð að búa sér til líf saman og stefndu á barneignir þegar Sunna Kristín var greind með ólæknandi krabbamein.

Lífið
Fréttamynd

„Covid virðist vera komið til að vera“

Fyrir um tveimur vikum var greint frá því að Landspítali hefði gripið til aðgerða vegna fjölda Covidsmitaðra inni á spítalanum og í samfélaginu í heild. Guðrún Aspelund sóttvarnalæknir segir ástandið hafa skánað síðan þá.

Innlent
Fréttamynd

Mælir gegn notkun á teflonvörum

Sérnámslæknir í atvinnu- og umhverfislæknisfræði mælir gegn notkun á pönnum og öðrum eldhúsáhöldum sem innihalda teflon, og mælir með keramík- eða stáláhöldum í staðinn. Rannsóknir hafa sýnt fram á skaðleg langtímaáhrif teflons, þar með talið auknar líkur á krabbameini og hjarta- og æðasjúkdómum. 

Innlent
Fréttamynd

Skökk gang­stéttar­hella eyði­lagði líf Ragn­heiðar

Um vorið 2018 hnaut Ragnheiður Pétursdóttir um skakka gangstéttarhellu á leið sinni á fund og við tóku sex ár af óbærilegum sársauka og baráttu við danska heilbrigðiskerfið um að fá hann viðurkenndan. Draumum um framtíðina hefur verið gert að víkja fyrir stöðugu stríði við sveitarfélagið, læknasamfélagið, tryggingafélög og eigin líkama.

Innlent
Fréttamynd

„Þetta er í rauninni þvert á það sem við viljum sjá“

Næringar­fræðingur mælir gegn því að fólk fari á svo­kallað kjöt­ætu- eða carni­vor­ematar­æði þar sem mark­miðið er að borða nær ein­göngu kjöt, egg og smjör í þeim til­gangi að bæta heilsu­far sitt. Á­vallt beri að taka upp­lýsingum um næringu og matar­æði á sam­fé­lags­miðlum með fyrir­vara.

Innlent
Fréttamynd

„Þurfum að grípa inn í ekki seinna en strax“

Steinunn Þórðardóttir öldrunarlæknir og formaður læknafélags Íslands segir ævi Íslendinga hafa lengst en góðum árum ekki fjölgað í takt. Það er að segja, lokaspretturinn er lengri en ekkert þægilegri.

Innlent
Fréttamynd

Meðal­ævi­lengd Ís­lendinga styttist

Meðalævilengd karla á Íslandi var 80,7 ár árið 2023 og meðalævilengd kvenna 83,8 ár og styttist í báðum tilfellum á milli ára. Meðalævilengd sýnir hve mörg ár einstaklingur á að meðaltali ólifuð við fæðingu ef miðað er við aldursbundna dánartíðni mannfjöldans. Mikil fylgni er milli aukins menntunarstigs og lengra lífs.

Innlent
Fréttamynd

„Ég ætla ekki að þegja lengur“

„Það er nákvæmlega ekkert sem útskýrir minn heilsubrest annað en þessi eina sprauta sem ég fékk þann 25. febrúar árið 2021,“ segir Sigrún Ólöf Karlsdóttir. Í dag eru 307 tilkynningar inni á borði Lyfjastofnunar vegna mála þar sem grunur er um alvarlegar aukaverkanir vegna bólusetningar gegn COVID-19. Eitt af þeim er mál Sigrúnar Ólafar sem hefur fjórum sinnum fengið Covid-19.

Lífið
Fréttamynd

Erfðabreytileikar hafa á­hrif á DNA metýleringu

Ný rannsókn vísindamanna Íslenskrar erfðagreiningar sýnir að erfðabreytileikar móta tengsl á milli DNA metýleringar og virkni gena, og eru þá líklegri til að tengjast ýmsum sjúkdómum sem og öðrum eiginleikum mannsins.

Innlent
Fréttamynd

Flest smit í fyrsta sinn utan Afríkuríkjanna sunnan Sahara

Það gerðist í fyrsta sinn árið 2023 að flest ný tilfelli HIV greindust utan ríkja sunnan Sahara í Afríku. Afríkuríkjunum hefur tekist mjög vel til í baráttunni gegn veirunni og hefur fjöldi nýrra tilfella dregist saman um 56 prósent frá 2010.

Erlent
Fréttamynd

Hópur fanga sé of veikur til að sitja inni

Hópur einstaklinga úr röðum fanga sem sitja inni ættu ekki að vera í fangelsi yfir höfuð að mati yfirmanns geðheilsuteymis fangelsa. Þó margt hafi breyst til hins betra að undanförnu bráðvanti betri úrræði.

Innlent
Fréttamynd

Stuðningur við fólk með krabba­mein á Ís­landi og núvitund

Eftir að ég veiktist af krabbameini hef ég kynnst helstu stofnunum á Íslandi og forsvarsmönnum þeirra sem vinna að rannsóknum á sjúkdómnum og veita endurhæfingu í kjölfar krabbameinsmeðferða en krabbamein snertir flesta einhverntíma á lífsleiðinni með einum eða öðrum hætti.

Skoðun
Fréttamynd

Lög­reglu­rann­sókn hafi engin á­hrif á veitingu læknaleyfis

Læknir sem sætir enn rannsókn grunaður um að hafa orðið sjúklingum sínum að aldurstila hefur fengið ótakmarkað læknaleyfi á ný. Að sögn Embættis landlæknis er hvergi fjallað um að yfirstandandi lögreglurannsókn sé takmarkandi þáttur, þegar endurveiting starfsleyfis er annars vegar, í lögum um landlækni og lýðheilsu.

Innlent
Fréttamynd

„Mér fannst alltaf eins og ég væri að fara að deyja“

„Áður en ég veiktist þá tók ég heilsunni sem sjálfsögðum hlut. Það er ekki fyrr en heilsan er tekin frá þér að þú gerir þér almennilega grein fyrir því líkaminn er ótrúlegur og hvað líkaminn vinnur magnað starf fyrir þig á hverjum degi,“ segir hin 24 ára gamla Lilja Ingólfsdóttir sem búsett er í San Diego í Kaliforníu ásamt fjölskyldu sinni.

Innlent
Fréttamynd

Vona að gervigreindin komi að gagni við að finna mögu­lega lækningu

Barátta Íslendinga fyrir fólk með mænuskaða hefur skilað árangri á alþjóðavettvangi. En betur má ef duga skal að sögn formanns Mænuskaðastofnunar Íslands, sem vonast til þess að gervigreind nýtist í leit að lækningu við mænuskaða. Auður Guðjónsdóttir, sem er bæði stofnandi og stjórnarformaður stofnunarinnar, hefur verið iðin við að senda bréf víða um heim, og hefur meðal annars fengið svar frá varaframkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna sem hvatti hana til dáða.

Innlent
Fréttamynd

Fagnar um­ræðu um kyn­færa­li­m­lestingar barna

Silja Dögg Gunnarsdóttir, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, fagnar nýrri skýrslu heilbrigðisráðherra um ofbeldi gegn börnum, sem tók kynfæralimlestingar á börnum meðal annars til umfjöllunar. Silja lagði fram frumvarp árið 2018 þar sem banna átti umskurð á drengjum, sem náði ekki fram að ganga.

Innlent